Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 48
'48 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Hvernig líst þér á að kaupa kylf- una sem Roy Hobbs notaði? Roy Hobbs var skáldsagnapersóna. Svo að það væri svindl ef ég seldi þér hana. „Rétt er það.“ I LL TR* SOMEBODV EL5E... MOU) UiOULP YOU LIKE TO BUV THE 0ATTHAT U)A5USEP BY ROY HO0057 ^" Ég ætla að reyna einhvern annan ... Hvernig líst þér á að kaupa kylfuna sem Roy Hobbs notaði? IlforgiitiMjifeifr BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er þetta það sem koma skal? Frá Sigmundi Magnússyni: SÍÐASTLIÐIÐ sumar ákváðum við hjónin að heimsækja Hvalvatnsfjörð. Okkur var í fersku minni lýsing Omars Ragnarssonar í sjónvarpinu er hann dásamaði þetta svæði sem ásamt Þorgeirs- firði gengur undir nafninu ,4 Fjörð- um“. Við ókum út Eyjafjörðinn austanverðan. Rétt innan við Grenivík var skilti við afleggjarinn út í Hvalvatns- fjörð. Gangna- mannaskáli við Gil 19 km. Greiðfær jeppavegur. Hvalvatnsfjörður 29 km. Seinfær jeppavegur, stóð á skiltinu. Hjá Gili blasti við okkur annað skilti. Mynd af því fylgir greininni. í gangnamannaskálanum var vörður sem innkallaði gjaldið. Hversvegna gjaldið? spurði ég. „Jú,“ sagði vörðurinn „það var nefnilega svo komið að niðri á sjáv- arkambinum var kominn skítur og skeinipappír undir annan hvern stein svo að við byggðum hús yfir klósett, vask og krana við Kaðal- staði.“ Eg borgaði og ók áfram niður á sjávarkambinn. Eg læt mynd af þeirri byggingu einning fylga greininni. Hún var um 1 km frá sjávarkambinum þar sem vandann („skit og skeinipappír") var að finna og um 20 metra frá tærum bergvatnslæk. Kraninn og vaskurinn voru því fyrir mig og líklega fleiri sem um landið ferðast algjör óþarfi, en því hvort klósettið leysti vandann niðri á sjávarkambinum verður hver að svara fyrir sig. „Húsið“, rökin fyr- ir gjaldtökunni, var sjónmengun í annars óspilltri náttúrunni. Ég sat eftir með kvittun en Grýtubakka- hreppur kr. 600 þó svo að það hafi ekki verið hinn yfirlýsti tilgangur með byggingunni. „Er þetta það sem koma skal?“ varð mér hugsað. Það kann að vera munur á „rétti“ sveitarfélags til að taka toll af ferða- mönnum sem fara um eignarland þess eins og „Fjörður“ eru líklega Grýtubakkahreppi og óbyggðum sem hreppurinn hefur eða kann að fá stjómsýsluvald yfir. En hvemig svo sem því er varið sýnir þetta atvik eigi að síður tilgang stjómsýslu Grýtubakkahrepps. Vísbendingar um sama tilgang annars staðar komu fram í glímu Ferðafélags íslands við Svínavatnshrepp vegna Hveravalla á síðastliðnum vetri og grein Guðna Agústssonar, „Vegur á Heklu“, í Morgunblaðinu 7. maí sl. Oneitanlega hafa þessi atvik og umræður undanfarið ýtt undir þá skoðun að nú eigi með frumvarpi til sveitarstjómalaga m.a. að lögfesta þennan „rétt“ sveitarfélaganna, full- trúa 4% þjóðarinnar, til þess að „skattleggja“ hin 96% þjóðarinnar. Hinn „nauðsynlegi" hraði á af- greiðslu frumvarpsins virðist benda til þess að stuðningsmenn frum- varpsins séu hræddir við að frestun á samþykkt muni leiða til að vilji þjóðarinnar komi enn skýrar fram svo að erfitt verði að samþykkja það í trássi við vilja mikils meirihluta hennar. Sagt er að það sé eðli og réttur lýðræðisins að meirihlutinn ráði. Minnihlutinn verður að „sætta sig við það“ eins og einn þingmaður og ráðhema orðaði það í umræðu um sveitarstjórnaframvarpið. Um flest. mál er fjallað á Alþingi og skoðana- skipti ná yftrleitt ekki út fyrir sali þess. Hér ræður þvi „réttur lýðræð- isins“ óumdeilanlega. Nú hafa hinsvegar komið upp nokkur skyld mál, þar á meðal „Framvarp til sveitarstjórnalaga" sem sérfræðingar og margs konar áhuga- og hagsmunahópar utan Al- þingis hafa á margan hátt tjáð vilja sinn um. Þú þekkir þann vilja. Flest- ir tilheyra þeim 96% þjóðarinnar sem ekki fá aðild að stjórnsýslu á 40% landsvæðis þjóðarinnar. Hér er á ferðinni óumdeilanleg þjóðarvakn- ing, fólkið vill ekki það sem boðið er upp á og allir aðrir þingmenn vita það. Þegar svo háttar til verður það að teljast mjög vafasamt að „réttur lýðræðisins“ heimili þingmönnum að hundsa svo víðtæka þjóðarvakningu sem hér um ræðir. Að vísu löglegt en siðlaust að flestra mati og í hæsta máta óskynsamlegt. Um stórmál eins og hér eru á ferð- inni verður að fást þjóðarsátt. Af- greiðslu þeÚTa þarf því að fresta til þess að þau fái að gerjast í hugum þeirra sem um þau vilja fjalla. SIGMUNDUR MAGNÚSSON, fyrrv. forstöðulæknir Rannsóknar- stofu Landspítalans í blóðfræði. Sigmundur Magnússon Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.