Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sunnudagur ÁRNASTOFNUN: Þorlákstíðir og fleiri handrit úr Skálholti. Kl. 14. Landakotskirkja: Þorlákstíð- ir, Voces Thules flytja 1. hluta. Kl. 18.2. hluti kl. 24. Raðganga: Skipulag og húsa- gerð í Rvík frá 20. öld. Gengið frá Iðnó kl. 14. Mánudagur Landakotskirkja: Þorlákstíð- ir, Voces Thules flytja 3. hluta, kl. 12. 4. hluta kl. 18 og 5. hluta kl. 20. Raðganga: Skipulag og húsa- gerð í Rvík frá 20. öld. Gengið frá styttu Leifs Eríkssonar ki. 14. Þriðjudagur Frá Landakotskirkju: Skipu- lag og húsagerð í Rvík á 20. öld, Vesturbær. Kl. 20. Háskólabíó: Galina Gorchakova, einsöngstónleikar. Kl. 20. Raðganga: Skipulag og húsa- gerð í Rvík frá 20. öld. Gengið frá Landakotskirkju kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Tískusýning Eggerts feld- skera. Kl. 21. Gaiierí Hornið Tolli sýnir landslag og líka fólk SÝNING Tolla í Galleríi Hominu, Hafnarstræti 15, hófst á laugardag- inn. A sýningunni eru ný olíumál- verk og vatnslitamyndir og er við- fangsefnið landslag og líka fólk. Tolli hefur haldið fjölmargar einkasýningar innanlands og utan. Sýningin er opin alla daga kl. 11-23.30, en sérinngangur kl. 14-18 og lýkur sýningunni 18. júní. ----------------- Síðustu sýningar Loftkastalinn SÍÐASTA sýning á Strætóleikrit- inu Nóttin skömmu fyrir Skógana, eftir franska höfundin Bemard Marie Koltés, verður mánudaginn 1. júní. Með hlutverk fer Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Stephen Hutton. www.mbl.is SAFNASAFNIÐ fagra á Svalbarðsströnd. NOKKUR verk Magnúsar Þorgrímssonar. Safnasafn ÚTILISTAVERK listnema í Kjarnaskógi. MYmiST SnInasufni Svalbarðsströnd ALÞÝÐULIST LISTADEILD/ SÉRSAFNADEILD NÍELS HAFSTEIN/ MAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Opið frá 10-18 daglega frá 1. maí-30 september. Aðgangur 300 krónur, dkeypis fyrir börn. ÞEGAR rýnirinn var staddur á Akureyri á dögunum þótti heima- mönnum ástæða til að vekja athygli hans á merkilegu framtaki á Sval- barðsströnd. Reisulegt hús og bjart yfirlitum, sem Margrét Jónsdóttir leirlista- kona átti áður og endurbyggði af miklum dugnaði svo sveitarsómi er að, en Níels Hafstein myndlistar- maður og kona hans eru nú flutt inn í, hefur skipt um hlutverk. Renni- bekkur listakonunnar horfinn, en hún ákvað að stokka upp í lífi sínu og mun um þessar mundir í heimsreisu með fjölskyldu sinni, - giska hugum- stórt fólk það. Nú er í húsinu eitt sérkennileg- asta safn á íslandi, sem óðast er að fá á sig mynd. Skiptist í tvær deildir; Listadeild, með áherslu á alþýðulist og verk unnin undir áhrifum hennar og Sérsafnadeild, þar sem til sýnis eru búshlutir, hagleiksverk, hljóð- færi, leikföng, listiðnaður, líkön, Ijós- myndir, minjagripir, vélar og tæki, uppfinningar. Hið metnaðarfulla markmið eigendanna er að safna verkum eftir alþýðulistamenn, upp- finningamenn, hagleiksmenn, ein- fara og þá listamenn sem hverju sinni vinna undir áhrifum ofan- greindra, líkt og það heitir. Og svo haldið sé áfram til áréttingar, að safna nefndum hlutum ásamt vélum og tækjum og ýmsu öðru því efni er orðið gæti til nýbreytni í sýningar- haldi og varpað ljósi á fortíð og líð- andi stund. Safna raunum og heim- ildum er tengjast viðfangsefnum og hugmyndum, lífsstarfi og minningu fólksins. Sinna almennum skyldum safna um aðfong, varðveislu, skrán- ingu, kynningar, sýningarskrif, upp- tökur og útgáfur. Stuðla að eflingu alþýðulistar m.m. og veita einstak- lingum, félögum og stofnunum viður- kenningu á sérsviði safnsins. Aukin- heldur vera vakandi fyrir viðhorfum og efna til sýninga og viðburða sem eru í lifandi tengslum við menningu þjóðarinnar. Hér er færst mikið í fang á menn- ingarsviði sem hefur með ákveðinn geira þjóðhátta að gera, sem of lítill gaumur hefur verið gefinn firam að þessu og hefur alla burði til að gegna afar markverðu hlutverki innan sveitarinnar. Og ekki er hér um ein- hæfa og þurra söfnunaráráttu að ræða heldur mun áhersla lögð á að safoið verði í stöðugri hreyfingu ásamt því að settar verða upp 6-8 sýningar á sumri hverju, úti sem inni, og aðrar eftir því sem verkast vill. Verða þær Ijósmyndaðar og teknar upp á myndband til skoðunar fyrir síðari tíma gesti, og rannsókna af sérfróðum. Fyrirhugað er að setja listaverk og muni þannig upp á sýn- ingum að viðfangsefnin fái nýja vídd, ýti við gestum og veki til umhugsun- ar, til dæmis með gagnvirkni og samanburði. Allir safnmunir munu verða færðir inn á myndrænt skrá- setningarskjal í tölvuforriti og gegn- um nettengingu aðgengilegir fyrir þá sem þess óska. Þá verður boðið upp á safnkennslu fyrir grunnskóla og aðrar stofnanir og félagssamtök. í bókastofu eru um 400 bækur um sígilda Iist, núlistir og alþýðulist, híbýlahætti í fjölmörgum þjóðlöndum, kennsluefni, handbæk- ur, uppflettirit og alfræðirit, mynsturhefti og tímarit. Loks verða haldnar samkomur, kynningar, sagna- og skemmtikvöld, tónleikar, upplestrar og brúðuleikhús. Allt þetta miðast við að kynna þau miklu áhrif sem alþýðulist hefur haft á myndlist tuttugustu aldar og alveg rétt, að margur höfuðsnillingurinn hefur sótt til hennar innblástur og andblæ. Ofanskráð er að mestu sótt í stefnuskrá safnsins í Ijósi vægi skil- virkra upplýsinga um starfsemina, að leikir sem lærðir geri sér ljósa grein fyrir eðli hennar og umfangi. Að vísu eru til ýmis byggðasöfn í landsfjórðungunum sem afar áhuga- vert er heim að sækja, en þetta mun í fyrsta sinn sem skipulega er gengið til verks og öll nútímatækni virkjuð. Vel að merkja stendur listamaður með drjúga, jarðtengda reynslu að baki framkvæmdanna, og sagan seg- ir að það sé á við marga lær- dómstitla úr háskóla. Megi safnið lifa og dafna... Hin árlega sýning Myndlistaskóla Akureyrar var ekki hafin er mig bar að garði, en nemendur og kennarar voru sem óðast að setja hana upp. Að þessu sinni vöktu verk úr deild aug- lýsingahönnunar einkum athygli mína, en þetta er orðið mikið fag sem styðst um þessar mundir full mikið við tölvutæknina, með allri virðingu fyrir henni í sjálfu sér. Er auðvitað í samræmi við tímana, en það skal þó ógleymt að upprunalegt nafn fagsins var auglýsingateiknun, með mjög mikilli áherslu á riss og málun. Það er svo margt sem á furðu skömmum tíma hefur verið kaffært eða ýtt til hliðar í listaskólum, en menn geta þó ekki án verið eins og þróun allra síðustu ára, ásamt snörp- um og líflegum rökræðum hafa leitt í Ijós. Ánægjulegt var að sjá útilistaverk sem nemendur skólans höfðu gert í Kjamaskógi, og var í góðu samræmi við umhverfið þótt formið sjálft kæmi kunnuglega fyrir sjónir. Ætti að vera árviss viðburður og í tengsl- um við þjóðhætti og sögu, því af miklum auði er að ausa sem útlend- ingar eiga ekki að hafa einkarétt á nýta sér. Það vakti sérstaka athygli mína í Giltíðindum, að útlendingar (!) eru í miklum meirihluta þeirra er fengu inni í gestavinnustofunni, hins vegar dvelja einungis íslendingar í Davíðs- húsi, - mætti kannski á einn veg vera öfugt, þar sem skáldið Davíð Stefánsson hefur sitthvað að gefa út- landinu og menn verða ríkari af að gefa en þiggja. í listhúsinu Svartfugl var sér- stæðri sýningu á steinleirsverkum Magnúsar Þorgrímssonar að Ijúka svo umsögn væri út í hött, en verkin á myndinni er fylgir skrifinu eru dæmigerð fyrir það sem til sýnis var. í Kaffi Karólínu lágu engar upplýs- ingar frammi um sýnandann þá stundina nema æviágrip á vegg, við- komandi dæma sig þarmeð úr leik nema um þungavigtarmenn sé að ræða. Bragi Ásgeirsson KEW Hobby léttir þér þrifin Staógreitt kr. 46.994,- Bílasápa Staögreitt kr. 19.944,- Með Hobby 1500 og Dynamic 4600 X-tra getum við boðið þér hagkvæmar lausnir á hreingemingarþörfum þínum. Undirvagnsspúll Bílasettiö inni- heldur þessa þrjá hluti sem gera þvottinn ennþá auðveldari. Snúningsbursti ÞEKKING • ÚRVAL • ÞJÓNUSTA REKSTRARVÖRUR Q* Réttarhálsi 2 • 110 Rvk • Sími: 520 6666 ELFAR Guðni með tvö verka sinna. Málverkasýning á Stokkseyri ELFAR Guðni hefur opnað mál- verkasýningu 1 samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. Á sýningunni eru vatns- og ol- íupastelmyndir sem eru málaðar við suðurströndina, í Þjórsárdal og víðar. Þetta er 33. einkasýn- ing Elfars. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22 og lýkur henni 7. júní. i í: [ I I ! I I í I I: ! I t I I i I I t I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.