Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 39

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 39 ■»> VALMUNDUR ANTONSSON tValmundur Ant- onsson fæddist á Akureyri 29. sept- ember 1913. Hann lést á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anton Björn Tómasson og kona hans, Jakobína Sig- urðardóttir, sem búsett voru á Akur- eyri. Bræður Val- mundar voru Osk- ar, Gunnar, Sölvi, Hjalti og Tómas. Valmundur kvæntist 8. des- ember 1934 Sigrúnu Jóhannes- dóttur, f. 29. maí 1912, d. 12. september 1997. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhann- esson, bóndi á Oxnafellskoti í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, og kona hans, Sigurbjörg Agústsdóttir. Börn Valmundar og Sig- rúnar eru: Asta, f. 1935, Jakobína Mar- grét, f. 1936, Knút- ur, f. 1938, kvæntur Ingibjörgu Sigfús- dóttur, Birna, f. 1944, gift Stig Driva. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörnin íjórtán. Valmundur var starfsmaður Raf- veitu Akureyrar þar til hann lét af störfum vegna aldurs. titför Valmundar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudag- inn 2. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti afi minn. Nú sefur þú svefninum langa og friður er kom- inn yfir þig. Ég veit að amma Rúna hefur tekið vel á móti þér. Það eru aðeins átta mánuðir síðan hún kvaddi okkur og ég veit að þú sakn- aðir hennar mikið, því þið voruð svo samrýnd og miklir félagar. Ég átti ekki von á að missa þig svona skyndilega, afi minn, við ætluðum svo margt að gera í sumar, en við áttum góðar stundir um páskana sem ég er mjög þakklát fyrir. Kveðjustundin er alltaf erfið og mikið sem rennur í gegnum hugann á þessum dögum. Ég man stundirn- ar sem við áttum saman þegar ég var barn og síðan eftir að ég óx úr grasi, allar veiðiferðirnar sem farn- ar voru á hverju sumri og ferðirnar í Vaglaskóg og fram í Eyjafjörð. Þú varst frábær afi og mun ég minnast þín með virðingu og þakk- læti fyrir allt sem þú gerir fyrir mig, þú varst alltaf svo góður og hlýr og vildir alltaf hjálpa öllum. Ég mun sakna þín, er sólin skín, er vindur hvín, er regnið dvín. Svona endar kveðjan mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guó, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín Valrún. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur í minningu um langafa minn. Afi Valli er farinn frá okkur þótt erfitt sé að hugsa sér það. Það er erfitt að ímynda sér Vanabyggð 4F án þín, elsku afi minn, en í minningunni voruð þið amma Rúna fastur punktur í uppvexti og daglegu lífi mínu. Það eru margar ánægju- stundir dýrmætar í minningunni þegar ég lít til baka, t.d. öll sumrin sem þú tókst svo vel á móti okkur mömmu, allar ógleymanlegu veiði- ferðirnar sem við fórum saman og ferðirnar í Kjarnaskóg, og er sárt að hugsa til þess að fá ekki að njóta hlýju og umhyggju þinnar í fram- tíðinni. Nú að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar sem við áttum saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun sakna þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Jakobína Rut. Elsku afi, það er ekki auðvelt að ímynda sér að þú sért fai'inn frá okkur. í þau fáu skipti sem við komum að heimsækja ykkur ömmu Rúnu í Vanabyggðina fann maður alltaf hlýju og umhyggju ykkar. Þú varst ávallt góður og fjörugur og gast alltaf komið manni í gott skap. Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi, og þökkum þér fyrir allar ynd- islegu samverustundirnar sem við áttum saman. Hárið líkist hvítum snjó, höndin stirð og fætur, ennþá leynist ylur þó innst við hjartarætur. (Margrét Jónsdóttir.) Þínar Elín og Jakobína. Látinn er elskulegur afi okkar, Valmundur Antonsson, afi Valli. Okkur systkinin langar að kveðja afa og minnast hans í fáum orðum. Fyrstu minningai'nar um afa ei-u frá bernsku okkar þegar við bjugg- um í Einholtinu og fengum að koma og gista í Vanabyggðinni hjá afa Valla og ömmu Rúnu. Þangað var alltaf gott að koma og okkur tekið með mikilli hlýju og óendanlegri þolinmæði, því að oft gekk mikið á þegar þrír strákar og síðar ein dama léku sér saman í fótbolta og öðrum leikjum hvort heldur var í garðinum á sumrin eða í kjallaran- um á veturna. Kjallarinn hjá afa og ömmu var heill ævintýraheimur fyrir litla forvitna labbakúta, þar átti afi til ýmislegt forvitnilegt dót og þar var líka alltaf til harðfiskur og ýmislegt fleira góðgæti sem við fengum að gæða okkur á. A veturna fengum við strákarnir einnig að dytta að reiðhjólunum okkar í kjall- aranum hjá afa og nutum þá í rík- um mæli ástúðar, þolinmæði hans og hjálpsemi. Einnig minnumst við útileganna á sumrin þegar við ásamt foreldr- um okkar og afa og ömmu fórum saman í útilegur í Mývatnssveitina og fleiri staði. Það voru björt, sólrík og hlý sumur. Eitt af því sem afa þótti virkilega gaman að var að renna fyrir silung. Afi var slyngur og heppinn veiðimaður og hafði gaman af að kenna okkur systkin- unum að renna fyrir fisk, njóta veiðiferðanna og ekki síst náttúr- unnar við árnar og vötnin. Við mun- um alltaf minnast veiðiferðanna með pabba og afa í Laxá í Aðaldal og einnig síðar í vötnin í Ljósa- vatnsskarðinu, þar sem afi kenndi okkur að beita maðki og renna fyrir silung. Öll stærri verk sem vinna þurfti við heimili foreldra okkar eða heim- ili afa og ömmu voru unnin, í sam- einingu hvort heldur var viðhald húsa eða sláturgerð á haustin. Afi var alla tíð sérstaklega hjálpsamur og var alltaf boðinn og búinn til hjálpar. Oft var hann mættur og byrjaður áður en við systkinin vor- um komnir á fætur og varð þá að draga hann inn í morgunkaffi svo við fengjum tækifæri til þess að komast í leppana. Afi var sérstakt snyrtimenni og hugsaði vel um alla hluti jafnt úti sem inni, húsið þeirra ömmu og Volkswagen-bjölluna sem alltaf var stífbónuð svo eftir var tekið. Afi var alltaf til í ærsl og aldrei munum við eftir honum öðruvísi en í góðu skapi og til í grín og glens. Síðar þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu með okkar börn endurtók sagan sig því að börnin hændust strax að afa því hann var afskap- lega góður við þau og þolinmóður. Því er það svo að langafabörnin muna ekki eftir afa Valla öðruvísi en afa sem alltaf var til í að bregða á leik með þeim. Afi var einn af gömlu kempunum sem við heyrum um, þeim sem unnu hörðum höndum, oft við erfið- ar aðstæður en kvörtuðu aldrei. Þegar eitthvað gekk erfiðlega eða veðrið var grátt og einhverjir heyrðust kvarta þá sagði hann venjulega: „Þetta er nú ekkert, í gamla daga hefði fólk nú ekki einu sinni tekið eftir þessu.“ Já, þannig var afi, alltaf bjartsýnn og léttur í lund. Elsku afi. Við vitum að þú sakn- aðir ömmu mikið og varst aðeins hálfur maður eftir fráfall hennar þó að þú talaðir ekki um það því að það var ykkar háttur, bæði þinn og ömmu, að bera ekki tilfinningar ykkar á torg. Við munum ætíð minnast ykkar ömmu saman þvi að þannig voruð þið, samtaka og sam- an um allt sem þið tókuð ykkur fyr- ir hendur. Við kveðjum þig nú með sárum söknuði. Okkar áttu dýpstu virð- ingu og hlýju. Valur, Sigmar, Jón Ágúst, Ásta og fjölskyldur. £ % ¥ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn t Mín ástkæra eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR G. KRISTINSDÓTTIR, Grenimel 31, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Guðmundur Þ. Magnússon, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Elínborg J. Þorsteinsdóttir, Ólafur G. Þorsteinsson, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU S. WIUM. Elísa Björg Wium, Gunnar Jónsson, Dóra Sif Wium, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall bróður okkar og frænda, JÓNASAR KÁRA STEFÁNSSONAR, Húki, Miðfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Hvammstanga fyrir hlýhug og góða umönnun. Kristmann Ágúst Stefánsson, Ása Sigríður Stefánsdóttir, Unnur Sveinsdóttir og fjölskylda. t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og einstaklegan vinarhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og systur, KRISTÍNAR HJALTESTED, Kúrlandi 23. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Hjaltested, Ragnar Kristinsson, Lára Hjaltested, Svavar Hjaltested, Ragnar Hjaltested. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför AÐALBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTUR THORODDSEN. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas og deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ólafur Thoroddsen, Guðmundur Björn Thoroddsen, Kristín Ingvarsdóttir, Ragnhildur Thoroddsen, Svanberg Árnason, Ólafur Thoroddsen, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Thoroddsen, Haukur Óskarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Þóra Benediktsdóttir Manger, Guðmundur Benediktsson. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.