Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 23 Morgunblaðið/Halldór GUÐMUNDUR Magnússon sagnfræðingur hefur haft fullan aðgang að skjölum Eimskipafélagsins. Þar á meðal var að fínna töluvert af óbirtum skjölum. Utdráttur úr hluthafa- sögu Eimskipafélags Islands Félagið var stærsta hlutafélag á Islandi þegar það var stofnað í jan- úar 1914. Upphaflega voru hluthaf- ar 7.000 en þegar hlutafjársöfnun lauk 1917 voru þeir orðnir 14.779, þar af 1.219 í Islendingabyggðum í Vesturheimi. Flestir áttu litla hluti, 25 kr. og 50 kr. bréf. Rúmlega 90% hluthafa áttu hluti sem voru lægri en 500 kr. Örlátastur hlutafjárkaupenda hér á landi í upphafi var Thor Jensen kaupmaður í Reykjavík, formaður bráðabirgðastjórnar hins nýstofn- aða félags. Keypti hann 10.000 kr. hlut þegar við stofnun, sem jafn- gildir líklega rúmum fimm milljón- um króna í árslok 1997. Var það meira en tíundi hluti alls hlutafjár- framlags Reykvíkinga. Rann 6.400 króna hlutur ári síðar til Berkla- veikrasjóðsins Þorbjargar, sem Thor stofnaði í kjölfar þess að hann náði ekki kjöri í stjórn félagsins. Afgangnum, eða 3.600 kr. hlut, skipti hann á milli barna sinna. Sjálfur hélt hann eftir 25 kr. hluta- bréfi. Eign Vestur-íslendinga Stórtækastir í Vesturheimi voru fjórir athafnamenn í Winnipeg, Arni Eggertsson, sem keypti 15.000 kr. hlut, byggingarmeistararnir As- mundur P. Jóhannsson, Jón Tryggvi Bergmann og Joseph Joímson, sem keyptu 10.000 kr. hlut hver. Aðrir stórir hluthafar á fyrstu starfsárum félagsins voru hjónin María og Christen Havsteen kaupstjóri Gránufélagsins á Akur- eyri. Keyptu þau á árunum 1915-17 hluti fyrir 25.000 krónur. Ennfrem- ur keypti Magnús Sigurðsson bóndi hluti fyrir 12.000 kr., Halldóra Ólafs kaupkona fyrir 10.500 kr. og sr. Þorvaldur Jónsson, Garðar Gíslason stórkaupmaður, Jón Sveinsson trésmiður og útgerðar- og verslunarfélagið H.P. Duus keyptu hluti fyrir 10.000 kr. hver. I skýrslu til aðalfundar 1919 gerði stjórn Eimskipafélagsins grein fyrir fjölda hluthafa og eig- endaskiptum á hlutabréfum frá upphafi. 328 eigendaskipti höfðu verið skrásett fyrir 51.350 kr. I skýrslunni er tekið fram, að „stjórnin hefur ekki orðið vör við það að hlutabréfin hafi nokkuð safnast á einstakra manna hendur, að undanteknu því, að 27.000 kr. í hlutum, sem keyptir hafa verið af Vestur-íslendingum, hafa verið seldir 3 félögum.“ Árið 1928 þegar Eimskipafélagið leitaði eftir framlengingu á skatt- fríðindum sínum, kom sú skoðun fram meðal þingmanna Alþýðu- flokksins að í stað þess að njóta skattfríðinda ætti félagið að fá bein- an fjárstyrk úr ríkissjóði. I staðinn fengju stjórnvöld hlutabréf í félag- inu og þannig myndi ríkið smám saman eignast félagið. Einnig kom fram hugmynd frá Jóni Þorláks- syni, að Reykjavíkurbær eignaðist mjög stóran hlut í félaginu í skipt- um fyrir eignarlóð á hafnarbakkan- um. Þremur árum síðar talaði Jón eindregið gegn því að ríkið fengi forkaupsrétt að þeim hlutabréfum í félaginu, sem eigendaskipti yrðu að. Enn ásakanir um samþjöppun Enn lét stjórn félagsins taka saman og birta skrá um hlutafjár- verða fárra manna eign. Var upp- lýst að hlutafé væri mjög dreift. Auk ríkissjóðs og banka ættu að- eins 26 einstaklingar og félög hluti yfir 5.000 kr. Stærsti hluthafinn væri eigandi að 15.100 kr. hlutafjár. I skjölum, sem varðveist hafa, sést, að stærsti hluthafinn var Christian Havsteen, sem þá var bú- settur í Danmörku ásamt móður sinni Maríu, ekkju Christens Hav- steens. Átti Christian 15.100 kr. hlut en María 10.000 kr. hlut. Aðrir stórir hluthafa voru Sigurjón Jóns- son bankaútibússtjóri á ísafirði með 12.700 kr., Guðrún Jónsdóttir Ólafsson 11.500 kr., Þorsteinn Sv. Kjai-val bóndi og útvegsmaður 10.925 kr., Halldóra Ólafs kaupkona 10.700 kr., sameignarfélagið Geysir 10.600 kr., Garðar Gíslason 10.500 kr., sameignarfélagið Hekla 9.800 kr., Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali 8.400 kr., Margrét Sigurðar- dóttir á Grund og Richard Thors 7.900 kr. hvort og Ludvig Kaaber bankastjóri 7.300 kr. Þegar við er bætt hlutafé Vestur- íslendinga kemur í ljós, að fimmtán stærstu hluthafar áttu um þessar mundir um 16% af öllu hlutafé fé- lagsins. Þorsteinn Kjarval næststærsti hluthafinn Samkvæmt skrá sem gerð var 1946 kom í ljós, að fimmtán stærstu hluthafarnir áttu um 20% hlutafjár í félaginu. Skrá yfir hluthafa frá ár- inu 1952 sýnir nokkrar breytingar á hluthafahópnum frá 1946. Heildar- eignarhluti fimmtán stærstu hlut- hafanna er þó svipaður eða um 20%. Þorsteinn Kjarval var þá orð- inn næststærsti hluthafinn með 42.500, Útvegsbankinn með 28.600 með 20.750 kr. Aðrir stórir eigend- ur voru Þorsteinn Sch. Thorsteins- son, Lárus Jóhannesson hæstarétt- arlögmaður, Sigurjón Jónsson fyrrv. útibússtjóri, Guðrún Jóns- dóttir Ólafsson, Garðar Gíslason, Ami Helgason í Chicago, Búverð- launasjóður Staðarsveitar, Hannes Jónsson fyrrv. alþingismaður, Mar- grét Sigurðardóttir á Grund og Ric- hard Thors. Árið 1953 samþykkti stjórn Eim- skipafélagsins að innkalla öll hluta- bréf í félaginu og gefa út ný sem væru tífalt verðmeiri. „Öðrum þræði og kannski ekki síst beindist þetta gegn þeirri hreyfingu sem þá var á sölu bréfa í félaginu. Bar það og þann árangur að mjög dró úr áhuga hluthafa á að losna við bréf sín og hafði þannig fljótlega tilætl- uð áhrif. En einnig var með þessari ákvörðun verið að horfast í augu við það að óeðlilegt væri að nafnverð hlutabréfa frá fyrstu áratugum ald- arinnar væri lagt til grundvallar mati á eignum og fjárhag félagsins löngu síðar.“ Þessi tillaga náði þó ekki fram að ganga árið 1953. Það gerði hún hins vegar rúmum áratug síðar. Þá höfðu gengið í gegn lagabreytingar, sem heimiluðu útgáfu jöfnunar- hlutabéfa án þess að hluthafar yrðu skattlagðir fyrir hækkun nafn- verðsins. Umræður um rekstrarform og hugmyndir Eyjólfs Konráðs Á viðreisnarárunum á sjöunda áratugnum urðu nokkrar umræður um almenningshlutafélög sem rekstrarform. Var áhugi á því að komið yrði á fót kaupþingi að al- þjóðlegri fýrirmynd, þar sem fram færu viðskipti með verðbréf og ingu almennings í hlutabréfum að ræða. Einnig tíðkaðist að hluta- bréfaviðskipti færu fram beint á milli einstaklinga eða fyrirtækja. Töluverð skrif urðu um þetta og árið 1968 kom út bókin Alþýða og athafnalíf, sem Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins samdi. Þar setti hann fram hug- myndir um, að komið yrði á opnum markaði með hlutbréf og stefnt yrði að því að allur almenningur eignað- ist hluti í atvinnufyrirtækjum eins og tíðkaðist í Bandaríkjunum. Kall- aði hann slíkt skipulag „auðstjórn almennings". Taldi hann að hér á landi væri í rauninni ekkert fyrir- tæki sem með réttu gæti kallast al- menningshlutafélag. Skilyrði fyrir slíku heiti væru frjáls viðskipti með hlutabréf, en um slíkt væri t.d. ekki að ræða hjá Eimskip. I þessu sambandi benti Eyólfur á ákvæði í lögum félagsins, sem kváðu á um rétt stjómarinnar um að hafna eigendaskiptum á hluta- bréfum, teldi hún að félaginu eða hagsmunum þess gæti stafað hætta af sölunni. Stjórnendur Eimskipafélagsins vora að ýmsu leyti ósáttir við þess- ar aðfinnslur Eyjólfs Konráðs en fjölluðu þó ekki um þær opinber- lega fyrr en mörgum árum seinna. I blaðagrein sem forstjóri félagsins skrifaði vorið 1978 kvað hann félag- ið vera „stærsta almenningshlutafé- lag sem nokkurs staðar þekkist" í heiminum, en þá voru hluthafar 12.400. Akvæðið um samþykkt stjórnarinnar við eigendaskiptum hafði í upphafi verið sett til að forða hugsanlegri viðleitni útlendinga til að ná yfirráðum í félaginu. I blaða- greininni lýsti forstjórinn því yfir, að hann teldi rétt að ákvæðið héld- tvíegis höfðu verið gefin út jöfnun- arhlutabréf og aukningarhlutir ver- ið seldir, höfðu enn orðið talsverðar breytingar á eignarhlut einstak- linga og fyrirtækja í Eimskipafé- laginu. Eimskip átti 14,2% I lok sjöunda áratugarins áttu 15 stærstu hluthafar Eimskipafélags- ins um 32% alls hlutafjár í félaginu. Átti félagið sjálft stærsta hlutinn eða 14,2% hlutafjárins, ríkissjóður rúmlega 5% og Háskólasjóður Eim- skipafélagsins 3,8%. Aðrir stórir hluthafar voru Þórormstungubúið sf. með 1,9%, Jötunn hf. (dótturfé- lag SÍS) með 1,7% og eftirtaldir áttu um og innan við 1%: Ársæll Jónasson, Guðjón J. Ólafsson, hlutafélagið Austurstræti 16, Garð- ar Gíslason hf., Kaupfélag Eyfirð- inga, Hannes Jónsson íyrrv. alþing- ismaður, Búverðlaunasjóður Stað- arsveitar, Birgir Kjaran, H. Ben. hf. og Axel Kristjánsson í Hafnar- firði. Þess má geta að Hannes Jóns- son fór einnig með hlut Þór- ormstungubúsins. Árið 1982 höfðu orðið talsverðar breytingar á eignarhaldi félagsins meðal 15 stærstu hluthafanna, sem áttu rúmlega 35% af heildinni. Sa- meinaðir verktakar hf. og Halldór H. Jónsson stjórnarformaður, sem einnig var orðinn stjórnarformaður Eimskips, voru komnir í hóp stærstu hluthafa ásamt Ingvari Vil- hjálmssyni útgerðarmanni, Sjóvá- tryggingafélaginu og lífeyrissjóðum verslunarmanna og Eimskipafé- lagsins. Mest kvað að hlutabréfa- kaupum árið 1971, en þá voru seld hlutabréf fyrir 12,5 milljónir króna. Hlutur Eimskipafélagsins var enn stærstur, en hafði lækkað verulega eða niður í 7,7%. Ástæðuna má rekja til nýrrar löggjafar um hluta- félög, sem tók gildi árið 1980. Lagði hún bann við að félag eignaðist meiri hlut í sjálfu sér en 10% af greiddu heildarhlutafé. Hluthafalisti birtur að ósk Morg- unbiaðsins Haustið 1985 seldi ríkissjóður, sem var annar stærsti hluthafi Eimskips, Sjóvátryggingarfélagi Is- lands öll hlutabréf sín í félaginu. „Var félagið orðið stærsti hluthaf- inn þegar hluthafaskrá Eimskipafé- lagisns var í fyrsta sinn birt opin- berlega í mars 1990. Var það gert að ósk viðskiptablaðs Morgunblaðs- ins og vakti töluverða athygli. Upp frá því hafa slíkar upplýsingar verið birtar um flest stærstu fyrirtæki landsins og þykja sjálfsagðar, en áður hafði að jafnaði verið farið með þær sem trúnaðarmál," segir í bókinni. Árið 1990 áttu 15 stærstu hluthafamir um 36% hlutafjár í fé- laginu. Var það nær sama hlutfall og árið 1982. í árslok 1997 áttu 15 stærstu hluthafar Eimskipafélagisns um 35% hlutafjár. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. átti 12,4%, Háskóla- sjóðurinn 5,4%, Margrét Garðars- dóttir ekkja Halldórs H. Jónssonar 4%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,5%, Hlutabréfasjóðurinn hf. 3,0%, Indriði Pálsson 1,8%, Lífeyrissjóð- ur Eimskipaféalgsins 1,5%, Ingvar Vilhjálmsson sf. 1,2%, Hörður Sig- urgestsson 1,1% og Vogun hf. 1%. Hluthafar í árslok 1997 voru 15.220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.