Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ læga atburði og stúdentauppreisn- ina 1968 er að ræða. Anna G. Ólafsdóttir komst að því að þrátt fyrir að skoðanir séu skiptar á því hverju uppreisnin hafi skilað telji flestir að ákveðin orka hafi leyst úr læðingi; stífla hafi brostið. Hvort hugsjónirnar hafi Að líta til baka og velta því upp hvaða áhrif ákveðnir atburðir hafa haft á samfé- lag mannanna er ekki síst áhugavert þegar um jafn ná- ÍSLENSKIR námsmenn meinuðu William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að koma inn í Árnagarð 2. maí árið 1972. Stíflcm brast svo runnið út í sandinn eða fundið sér farveg er önnur saga. FLAKSANDI muss- ur, sítt hár og fót- laga skór. Með kæruleysislegt yf- irbragð að mark- miði hugaði 68- kynslóðin að hverju smáatriði í útliti sínu. Formfestunni varð að ryðja úr vegi til að rýma fyrir hinum fögru hugsjónum - fullkomnu frelsi og friði. Hverju „bamasprengju“-kyn- slóðin áorkaði er önnur og flóknari saga. Eðlilega sýnist sitt hverjum um hvaða áhrif kröfugöngur, setu- verkföll, fíkniefnanotkun og frjálsar ástir hafa haft á mótun hins vest- ræna nútímasamfélags. Engu að síð- ur er orðið fullkomlega tímabært, 30 árum eftir upptökin í París, að velta spumingunni upp. Áður en hafist er handa við að leita svara við spumingunni er eðli- legt að velta því fyrir sér upp úr hvaða jarðvegi 68-kynslóðin er sprottin. Foreldrarnir höfðu gengið í gegnum augljósar þrengingar á borð við kreppu og heimsstyrj- öld þegar upp hófst vel- megunarskeið. Umvafðar bjartsýni hófust þjóðirnar beggja vegna Átlantsála handa við að fjölga sér og sjaldan eða aldrei hefur orðið jafn ör fjölgun á skömmum tíma. Stjórnvöld töluðu um „barna- sprengjuna" og foreldramir einsettu sér að aldrei skyldu börn þeirra upp- lifa skort. Full sjálfstrausts ólust þau upp í skjóli foreldranna, aldrei fengu fleiri tækifæri til að njóta frístunda og ganga menntaveginn. Aðeins einn skugga bar á annars nánast fullkominn heim. Ekki hafði tekist að hrekja varanlega í burtu stríðsógnina frá því eftir seinni heimsstyrjöldina. Á meðan Evrópu- búar bárust á banaspjótunum höfðu 6% íbúa heimsins byggt upp stór- veldi í vestri. Gegn því stóð enn r ^ traustum fótum stóri risinn í austri og varpaði skugga yfir sundraða Mið-Evrópu. Tveir hugmyndaheim- ar tókust á og ekki þurfti umtalsverð tilefni til að opinbera hversu kveikju- þráðurinn í kjamorkuvopnabúrum risavaldanna væri stuttur. Hver deil- an rak aðra, Ungverjaland, Súez og litlu munaði að Kúbudeilan hleypti af stokkunum heimsstyrjöld með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina. Uppreisn beggja vegna Atlantsála Unga fólkið gat ekki leynt von- brigðum sínum. Vestanhafs er talið að Víetnamstríðið hafi valdið mestu um að 68-kynslóðin gat ekki lengur orða bundist heldur þusti út á göt- urnar til að mótmæla því að ungum Bandaríkjamönnum væri fómað til að viðhalda hugmynda- fræði í jafn fjarlægu landi og Víetnam. Eins og frægt er orðið beittu þúsundir ungmenna brögðum til að komast hjá því að gegna herþjónustu. Ungir menntamenn aðhylltust marxisma og trúðu því að þeirra væri að opna augu almennings fyrir firringunni í samfélaginu. Eini gall- inn fólst í því að ekki höfðu verið mótaðar nægilega skýrar hugmyndir um hvemig hægt væri að standa að fyrirmyndaríkinu. Þrátt fyrir umrótið í Bandaríkjun- um, þ.á m. óeirðir á flokksþingi demókrata í Chicago, varð stjórn- skipulagið aldrei fyrir alvai-legri ógn. Aðra sögu var að segja af óeirðum stúdenta í París vorið 1968. Fyrst um sinn sneri reiðin aðallega að há- skólayfirvöldum. Virðulegir Parísar- háskólar vom langt frá því að vera við því búnir að taka við jafn mörg- um af „barnasprengju“-kynslóðinni og vildu inn. Stúdentarnir risu upp úr þrengslunum og kröfðust lýðræð- is í stjórnun skólanna. Hver kröfu- gangan rak aðra í París um sumarið. Unga fólkið gekk svo langt að halda ríkisstjórninni í hálfgerðri úlfa- kreppu í nokkra daga sama vor. Smám saman urðu brostnar vonir um fullt liðsinni verkalýðsins til að draga úr baráttuþreki stúdentanna. Stúdentar unnu sína smásigra, t.d. í tengslum við stjórnun skólanna. Aðrar hugmyndir um þjóðfélags- breytingar fjöruðu út. Nató fundaði í HÍ ‘68 Islendingar voru ekki eins fljótir að taka við sér og stúdentar á megin- landinu og í Bandaríkjunum og er því til marks hægt að nefna að Nato fékk afnot af Háskóla íslands til fundarhalda án umtalsverðra mót- mæla í sumarbyrjun árið 1968. Ekki leið hins vegar á löngu þar til fréttir af afrekum evrópskra stúdenta tóku að berast til íslands. Fyrstu hrær- inganna varð vart í menntaskólum, ekki síst úti á landsbyggðinni. ís- lensk ungmenni fóru að pæla í marx- isma, lenínisma og trotskyisma með tilheyrandi kröfugerð. Leiðtogarnir Rudi Dutschke er fór fyrir þýskum stúdentum og Daniel Cohn-Bendit er fór fyrir frönskum stúdentum voru færðir á stall. Kröfu- göngur voru farnar, setu- verkföll haldin og þjóðar- athygli vakti þegar 11 ís- lenskir námsmenn hertóku sendiráð íslend- inga í Stokkhólmi 20. apríl árið 1969. Stúdentarnir drógu upp rauða fána, kröfðust hærri námslána og hvöttu til sósíalískrar byltingar. Annar og fjölmennari atburður verð- ur ekki síður í minnum hafður, þ.e. þegar hundruð námsmanna meinuðu William Rogers utanríkisráðherra Bandaríkjanna aðgang að Árnagarði 3. maí árið 1972. Námsmennirnir messuðu yfir Rogers um Víetnam- stríðið og reyndu að koma í veg fyrir að honum tækist að komast í burtu. Gestur Guðmundson félagsfræð- ingur hefur ekki aðeins kynnt sér tímabilið með faglegum hætti og gef- ið út bók um efnið „Hugarflug úr viðjum vanans“ því hann hefur per- sónulega reynslu af því að hafa verið mitt í hringiðu atburðanna á Islandi. Hið umtalaða ár var Gestur á 17 ári. „Ég hafði þá í 2-3 ár fylgst með margs konar gerjun meðal ungs fólks í Vestur-Évrópu og Norður- Ameríku, þar á meðal friðarhreyf- ingum og hippum," segir hann og tekur fram að fréttirnar af stúdenta- óeirðum í Þýskalandi og Frakklandi hafi verið staðfesting á því að ný kynslóð hafði skapað nýja hreyfingu vorið 1968. „Þetta var ekki venjuleg pólitísk barátta heldur uppreisn gegn valdi. Pólitísk markmið voru sumpart einföld: meira lýðræði og hættum stríði og stuðningi við al- ræðisstjórnir, en þau voru líka óljós af þvi að grunntónninn var ný gildi: lífsgleði gegn valdboði, frelsi ein- staklingsins til að haga lífi sínu að eigin vild, og fleira og fleira.“ Hann minnir á að Islendingar hafí ekki verið tilbúnir að taka upp hug- myndir tengdar 68-kynslóðinni sama ár. „Þess ber að gæta að þegar 68- hreyfingin varð öflug hér á landi, u.þ.b. 1970-72, var hún þegar tekin að hníga í upphafslöndum sínum, svo að hér einkenndist hún aldrei af sömu taumlausu bjartsýni og víða erlendis. Hins vegar fór stór hluti af uppvax- andi kynslóð í gegnum djúptækt endurmat á lífsgildum. 68-hreyfingin brá síðan snöru um eigin háls, eink- um þegar andstaðan gegn valdboði vék fyrir dýrkun á Lenín, Trotski og Maó.“ Að mati Gests voru áhrif 68-kyn- slóðarinnar fyrst og fremst á sviði hugarfars. 68-kynslóðin hafi náð ár- angri sem menningarbylting. Þó svo þau áhrif hafi verið minni og öðruvísi en stefnt hafi verið að eins og gjarn- an gerist í byltingum. „Þjóðlífið hafði á margan hátt verið i sömu skorðum um áratuga skeið þrátt íyrir lífs- „68-kynslóðin hafði áhrif til að opna sam- félagið“ „Hreyfingin ýtti undir djörfung fólks til að tjá sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.