Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell LANDSBANKINN er að minnsta kosti á sléttu og mun hafa afþessu ágóða þegar uþþ verður staðið, segir Sverrir Hermannsson um viðskiþti Landsbanka og Sambandsins. Lífróbur í Landsbanka Landsbankinn mun ekki tapa á uppgjöri Sambands- ins, að sögn Sverris Hermannssonar fyrrverandi ------------7--------------------------- bankastjóra. A sínum tíma var talið að tapshætta bankans vegna Sambandsins væri um þrír milljarðar. Það kom í hlut Sverris að gæta hagsmuna bankans gagnvart þrotabúum stórra viðskiptavina. Þar ber hæst gjaldþrot Alafoss hf. og uppgjör Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Guðni Einarsson skráði frá- sögn Sverris af því hvernig glímt var við erfíð gjald- þrotamál, sem sum hver ógnuðu bæði tilveru Lands- bankans og lánstrausti þjóðarinnar á alþjóðavísu. Einnig hvernig vinarbönd sem hnýtast á bökkum lax- veiðiáa gagnast mönnum í ólgusjó viðskiptanna. SVERRIR Hennannsson var bankastjóri Landsbanka Is- lands í tæpan áratug. Hann kom að bankanum í upphafi mikils samdráttarskeiðs í efnahagslífinu. Verðbólga og háir vextir urðu ekki til að greiða fyrir rekstri skuldum vafinna fyrirtækja. í hönd fóru gjaldþrot og rekstrarstöðvanir, jafnvel heilar atvinnu- greinar riðuðu til falls. Eitt fyrsta verk Sverris í Landsbankanum var að leggja til að gerð yrði fagleg úttekt á bankanum, og segir hann að sér hafi komið nokkuð á óvart að tillagan skyldi samþykkt. Seinni hluta árs 1988 var breska ráðgjafafyr- irtækið Speiser & Oppenheim fengið til að gera úttektina. „Ég er í engum vafa um að það hafði mikil og örlagarík áhrif á starfsemi bankans," seg- ir Sverrir. „Við vorum hins vegar allt of sein- ir í endurskoðun stjómskipulagsins. Þetta var banki sem hafði starfað í hundrað ár og auðvitað ekki lipur í rill, eins og það heitir, heldur staður. Tregðulögmálið er efst í mönnum. Þarna sátu fyrir gamlir latínugrán- ar í bankafræðum sem, eins og við þekkjum svo víða úr stjórnsýslunni, tregðast við öllum nýjungum og breytingum.“ Sverrir segir að skipulag bankans hafí verið það sem kalla má lárétt. Bankastjór- amir skiptu á milli sín ýmsum sviðum en gátu illa fylgt eftir einstökum málaflokkum eða málum til enda, vegna stjórnskipulags- ins. Til dæmis hafði Sverrir umsjón með úti- búum bankans á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi eystra, en hafði samt ekkert um starfsmannamál útibúanna að segja. Mál sem bankastjóri fékk til umfjöllunar gat horfið yfir á annars svið á síðari stigum og þannig úr umsjá þess sem fyrst hafði með það að gera. Sverrir segir að fyrst um mitt síðasta ár hafi verið tekin upp nýbreytni í skipulagi Landsbankans, en menn samt aldrei náð á leiðarenda. jfyftur á móti varðandi stórfyrirtæki sem ég fékk til meðferðar, á þeim málum hélt ég til loka,“ segir Sverrir. „Það kom ekki til neinna beinna afskipta annarra bankastjóra, en auðvitað bar ég jafnóðum undir þá það sem ég aðhafðist og mínir menn.“ Speiser & Oppenheim komu með margar gagnlegar ábendingar og er Sverri efst í minni stofnun svonefndrar útlánastýringar. „Kannski er hún mér minnisstæðust fyrir að þar komst ég í tæri við þá menn sem reynd- ust mér gagnlegastir í sambandi við meðferð þeirra stórfyrirtækja sem þú ert nú að inna eftir,“ sagði Sverrir. Olíuverslun íslands Málefni Olíuverslunar íslands mættu Sverri á skrifborði hans sama daginn og hann hóf störf í Landsbankanum, 17. maí 1988. Þetta mál átti sér forsögu í bankanum sem Sverrir segir hafa verið sérstæða og verði tæplega talin bankanum til gildis að öllu leyti. „Rétt áður en ég kpm til skjalanna í Landsbankanum hafði Óli Kr. Sigurðsson, þekktur athafnamaður, gengið inn í kaup á Olís. Hann var bráðduglegur maður og harð- snúinn, enda hefði honum ekki tekist þetta nema fyrir þá eiginleika. Sölumaður meiri en ég hef vitað dæmi til um aðra menn. En staða Olís var frá bankans hálfu, þegar þarna er komið, mjög viðsjárverð - svo ég kveði ekki fastar að orði. Skuldir gífurlegar og ti-ygg- ingar óframbærilegar. Þá var nú svo um veð- lög að við höfðum ekki einu sinni heimild til að taka veð í birgðum.“ Sverrir segist hafa orðið mjög uggandi þegar hann stóð frammi fyrir staðreyndum málsins. Hann hóf strax atrennu að málum Olís, en telur ekki ástæðu til að rekja þau vopnaviðskipti nánar. „Óli var sjálfur maður fyrir sig, en það sem úrslitum réð trúlega var að hann fékk stuðning manna eins og utanríkisráðherrans, Jóns Baldvins Hannibalssonar," segir Sverr- ir. „Óli hafði mjög harðsnúna menn í við- skiptalífinu með sér, ýmsa eigendur sjávar- útvegsfyrirtækja, og einn harðsnúnasta lög- fræðing landsins, Óskar Magnússon. Þar kemur að Óli leysir sinn vanda með því að selja Texaeo. Það var danska Texaco sem var fyrir framan í því. Þeir kaupa sig inn og Óla tókst þetta kraftaverk, sem var að koma Olís á réttan kjöl. Ég sá mikið eftir Óla. Við gerðumst góðir vinir, vil ég kalla. Þó ýmsir héldu að við vær- um óvinir, vegna þessara átaka, þá var það mikill misskilningur. Ég sá mikið eftir hon- um þegar hann dó, svona komungur eins og hann var, því það munaði um þann mann hvar sem hann var. En fyrir Olís hefur verið mjög vel séð síðan.“ Álafoss verður gjaldþrota Meðferð Álafossmálsins markaði mikil og örlagarík tímamót í íslenskri bankastarfsemi, að sögn Sverris. „Það var verk Þorsteins Pálssonar og Stein- gríms Hermannssonar, síðast á árinu ‘87 að sameina Álafoss, sem Framkvæmdasjóður átti, og Sambandsverksmiðjumar á Akur- eyri,“ segir Sverrir. „Bæði þessi fyrirtæki höfðu þá gengið mjög erfiðlega og illa. Þá átti að gera bragð úr ellefta boðorðinu og sameina stórtöp tvö og gera úr því lífvænlegt fyrirtæki. Yfir það fyrirtæki var sett heimsfræg stjóm, sem ég hirði ekki frekar um að ræða, en menn kannski muna. Þar vom einir þekktustu rekst- ursmenn og hagfræðingar landsins." Sverrir segir að Þorsteinn Pálsson, þáver- andi forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokks, hafi látið það eftir Steingrími Hermannssyni, þáverandi utanríkisráðhema og formanni Framsóknarflokks, að Fram- kvæmdasjóður eignaðist 60% í fyrirtækinu og Sambandið 40%. Þegar á reyndi hafi það sýnt sig að allar aðstæður vom slíkar, bæði markaðsmál og önnur atriði sem úrslitum réðu í rekstri þessa nýja ÁJafoss, að fyrir- tækið gat ekki gengið. „Það varð gríðarlegt tap á þessu fyrir- tæki,“ segir Sverrir. „Þegar ég kem til skjal- anna em ástæðurnar þannig að félagið skuldar bankanum yfir 1.200 milljónir króna. Það hafði aldrei verið gengið frá neinni skuldskeytingu í bankanum við gamla Ála- foss eða Iðnaðardeild Sambandsins. Einn milljarður af þessu var í formi afurðalána og engir afurðalánasamningar gerðir, lánin því öll ptryggð!" Árið 1989 hafði Ólafur Ólafsson, nú fram- kvæmdastjóri Samskipa, verið ráðinn til Ála- foss hf. „Þegar hann kom að því máli sýndi sig að staðan var vonlaus," segir Sverrir. Um mitt ár 1991 var beðið um gjaldþrotaskipti á Álafossi. Sverrir brá á það ráð að kalla til unga menn með Jakob Bjarnason viðskipta- fræðing í broddi fylkingar. Sverrir kynntist Jakobi fyrst í útlánastýringu bankans. „Jak- ob reyndist mér gagnlegastur af öllum þeim mönnum sem ég þurfti að beita fyrir bank- ann í þessum stórfyi'irtækjum og kemur sér- staklega að því seinna vegna Sambandsins," segir Sverrir. Rekstrarfélag um Álafoss Um mánaðamót júní og júlí 1991 réðust þeir í það, Sverrir, Jakob og hans menn og Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri, að stofna Rekstrarfélag Álafoss hf. og taka þrotabúið á leigu til loka ársins 1991. „Nú stóð þannveg á, þegar við tökum þessa ákvörðun, að þá höfðu bankar ekki leyfi til slíkra vinnubragða. Þá hafði það ver- ið fóst regla að gengið var í það eins og að drepa naut að skipta upp gjaldþrotabúi. Það sýndi sig að þá höfðu mjög miklir fjármunir glatast. Með þeim vinnubrögðum hefði Landsbankinn glatað óhemjulegu fé og Ála- foss-starfsemin lagst öll af,“ segir Sverrir. „Þetta hálfa ár, með Ólafi Olafssyni, not- uðum við til þess að stórminnka tapshættu bankans; til þess að koma spunaverkinu í Mosfellssveit í sölu, sem er enn rekið með glæsilegum árangri og Sambandsverksmiðj- unum nyi-ðra. Að vísu hefur Folda hf. gengið sér til húðar og ekki náð táfestu, en Skinna- iðnaðurinn rekinn með glæsibrag." Sverrir segir mest um vert að atvinna fólksins hafi haldist. Á það segist hann hafa lagt höfuðáherslu. „Það var mesta kvíðaefni mitt, í öllum þessum áflogum við örðugleika fyrirtækja, að fólk myndi missa atvinnuna. Við höfðum ekki leyfi til þess arna, en við lét- um skömm skella. Ég var einn í bankanum um þessi mánaðamót, með þessum ungu mönnum, og við tilkynntum ákvarðanir okk- ar í fjölmiðlum. Sá maður, sem bjargaði þessu máli þannig að við fengum leyfi til þess að gera þetta, heitir Jóhannes Nordal, þáverandi Seðla- bankastjóri. Ég er sannfærður um að það var fyrir einlægan vinskap okkar sem hann lét slag standa um að þessi tilraun yrði gerð. Vinátta okkar - hún varð til á bökkum Hrútafjarðarár. Að vísu ekki í boði Lands- banka íslands, heldur í mínu eigin boði. Vin- skapur okkar Jóhannesai-, sem hefur orðið Landsbankanum gífurleg hjálparhella, er dæmi um það hvernig laxveiði og laxveiðiboð geta gefið í aðra hönd.“ Sverrir segir að þeim hafi heppnast að minnka mikið tap bankans vegna gjaldþrots Álafoss hf. Sem fyrr segir var skuld Álafoss í bankanum árið 1989 1.240 milljónir króna. Þegar fyi-irtækið fór í gjaldþrot var taps- hætta bankans metin um 500 milljónir, en Sverrir segir að þegar öll kurl komi til grafar hallist Jakob Bjamason að því að tapið nemi um 200 milljónum króna. Við skulum ná Sverri! Samband íslenskra samvinnufélaga var stærsti viðskiptavinur Landsbankans um árabil og sannkallað ríki í ríkinu. Á tímabili námu skuldir Sambandsins í Landsbankan- um meira en helmingi af eigin fé bankans og voru þá heildarskuldimar hvergi nærri tald- ar. Þegar þetta risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða komst í þrot var talið að taps- hætta Landsbankans væri um þrír milljarð- ar króna. Ef skuldir Sambandsins í erlend- um böndum hefðu verið gjaldfelldar og ekki greiðst hefði lánstraust þjóðarinnar erlendis beðið mikinn hnekki. „Sambandi íslenskra samvinnufélaga hafa verið gerð mjög ítarleg skil í Morgunblaðinu og það er nú ekki miklu við það að bæta,“ segir Sverrir og vitnar í greinaflokk Agnesar Bragadóttur sem birtist 25.-29. mars 1995. „Það má rifja það upp til gamans að það var kært til rannsóknarlögreglu, að þar hefðu Landsbankamenn brotið bankaleynd og trúnað. Að vísu var nú þetta fyrirtæki gengið fyrir ætternisstapann í rekstri þegar þetta var, en málið endaði eins og menn þekkja með hundabyssuhvelli hjá þeim. Það vitnaðist úr Seðlabankanum, þegar þessar greinar birtust, að yfirmaður Banka- eftirliteins, Þórður nokkur Ólafsson, hefði barið saman hnefunum og hrópað upp yfir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.