Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Endurskoðuð rekstraráætlun hjá Marel hf.
Varla hagnað-
ur a þessu ári
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Golli
DR. HERMANN Simon, framkvæmdastjóri Simon-Kucher & Partners.
Betra að reka fyrir-
tæki úti á landi
í GÆR bárust fréttir af því að
Marel hf. hefði endurskoðað
rekstraráætlun félagsins á yfír-
standandi ári og gert væri ráð fyrir
að nokkur samdráttur yrði í tekj-
um Marels og dótturfyrirtækis
þess, Camitech í Danmörku, miðað
við síðasta ár. I kjölfarið féll verð
hlutabréfa í fyrirtækinu úr 17,40
niður í 13, um 25%. Lokagengi
dagsins í gær var 13,80.
I frétt frá Marel segir að ljóst sé
að tap verði á rekstri fyrirtækj-
anna fyrri hluta ársins. Þótt áætl-
un geri ráð fyrir að afkoma fyrir-
tækjanna verði betri á síðari hluta
ársins sé ekki reiknað með því á
þessari stundu að hagnaður verði
af rekstri samstæðunnar á þessu
ári.
Geir A. Gunnlaugsson fram-
kvæmdastjóri segir að í síðasta
ársreikningi hafí verið gert ráð fyr-
ir að umsvifin á þessu ári yrðu
svipuð og í fyrra. Sú verði hins veg-
ar ekki raunin. „Við höfðum reikn-
að með því að sala á öðrum árs-
fjórðungi yrði betri en hún hefur
orðið. A það ber þó að líta að mjög
mörg tilboð eru útistandandi, en
ákvarðanir um fjárfestingar hafa
látið bíða eftir sér,“ segir hann.
Meginástæða þessa samdráttar í
tekjum er minni fjárfesting í fisk-
iðnaði en á undanförnum árum, en
árið 1997 voru 75% tekna tengd
fiskiðnaði. Versnandi ástand
þorskstofnsins í Barentshafi og
samdráttur á veiðiheimildum hefur
leitt til þess að dregið hefur veru-
lega úr fjárfestingum í fiskvinnslu í
Noregi. Þá hefur af sömu ástæðu
minnkandi fi-amboð á fiski frá
Rússlandi leitt til versnandi af-
komu fískvinnslu á ýmsum svæð-
um við Norður-Atlantshaf. Einnig
hefur í ár dregið verulega úr fjár-
festingu í nýjum rækjuvinnsluskip-
um á Norður-Atlantshafi. A vest-
urströnd Bandaríkjanna, sem und-
anfarin ár hefur verið eitt af mikil-
vægustu markaðssvæðum fyrir-
tækisins, ríkir einnig nokkur óvissa
vegna tillögu á Bandaríkjaþingi um
takmörkun á útgerð verksmiðju-
skipa og eignarhaldi erlendra aðila
á útgerðarfyrirtækjum. Þá var
verðmæti afurða á Alaska-ufsaver-
tíðinni fyrr á þessu ári lágt.
A undanförnum árum hefur ver-
ið unnið að því að auka sölu Marel
og Carnitech í kjúklinga- og kjöt-
iðnaði. „Við stefnum að því að inn-
an fárra ára verði helmingur
veltunnar þar og helmingur í fisk-
iðnaði. Þá verður fyrirtækið mun
betur undir sveiflur búið,“ segir
Geir.
DR. HERMANN Simon, fram-
kvæmdastjóri Simon-Kucher &
Partners ráðgjafafyrirtækisins í
Bonn og Cambridge, hélt erindi á
hádegisverðarfundi Þýsk-íslenska
verslunarráðsins í gær. Simon er
þekktur ráðgjafi í Þýskalandi; höf-
undur bókarinnar „Hidden
Champions", sem fjallar um 500
lítt þekkt þýsk fyrirtæki og rann-
sókn hans á velgengni þeirra.
í erindi sínu fjallaði dr. Simon
ura þessi 500 fyrirtæki og sameig-
inleg einkenni þeirra. Hann sagði
að i rannsóknum sínum hefði hann
komist að því að þau væru fjöi-
mörg. Meðal annars stefndu öll
þessi lítt þekktu fyrirtæki að þvf
að verða leiðandi á heimsmarkaði
og sættu sig ekki við annað.
Dr. Simon sagði það vera fyrir-
tækjum mikilvægt að ákveða og
skilgreina markað sinn. Dr.
Simon vék máli sínu að íslenskum
fyrirtækjum. „Islendingar verða
að taka sig á í markaðssetningu.
Fjöldinn allur af Þjóðveijum borð-
ar fisk á hverjum degi en hefur
ekki hugmynd um uppruna hans.
Þarna finnst mér einna helst
brotalöm hjá íslenskum fyrirtækj-
um,“ sagði hann.
Eftir rannsókn sína komst dr.
Simon að þeirri niðurstöðu að
þvert á móti algengri trú manna
væri æskilegra fyrir fyrirtæki að
vera staðsett á landsbyggðinni en í
þéttbýlinu. Þar væri t.a.m. minni
umferð og læti; starfsmenn gætu
betur einbeitt sér að starfinu.
/
Skýrsla framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands Islands um horfur
Ástandið krefst
aðhaldsaðgerða af
hálfu stjórnvolda
DRAGA þarf úr aukningu þjóðarút-
gjaida og þá einkum með aðgerðum
sem stuðla að meiri spamaði. Að
öðrum kosti er.hætta á verðbólgu og
almennu jafnvægisleysi á næsta ári.
Þetta eru niðurstöður í nýrri úttekt
framkvæmdastjómar VSI á framtíð-
arhorfum í íslenskum efnahagsmál-
um.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri VSÍ, segir meg-
inforsendur þessarar niðurstöðu
m.a. byggja á að vísbendingar gefi til
kynna að einkaneysla og innflutning-
ur hér aukist mun meir en gert hafi
verið ráð fyrir og innlendir liðir vísi-
tölu neysluverðs sýni um og yfir 4%
verðbólgu, sem dylst af lækkandi
innflutningsverðlagi og hækkandi
gengi krónunnar: „Viðskiptahalli er
vaxandi og meiri en skýrist einvörð-
ungu af miklum fjárfestingum í at-
vinnurekstri. Launakostnaður á ís-
landi hækkar meira en tvöfalt á við
aðrar Evrópuþjóðir auk þess sem við
emm að líta þriðja árið í röð þar sem
hagvöxtur verður um 5% eða nær
tvöfalt á við nágrannalöndin".
Þá segir Hannes einnig að þrátt
fyrir gildandi kjarasamninga haldi
stórir hópar opinberra starfsmanna
uppi skipulögðum aðgerðum til að
knýja fram enn frekari launahækk-
anir; „VSÍ telur það ósamræmanlegt
markmiðum um stöðugleika og frið
á vinnumarkaði ef opinberir aðilar
ganga á nýjan leik til samninga við
samtök opinberra starfsmanna um
frekari launahækkanir en felast í
nýlega gerðum samningum þessara
aðila“.
Augljós hættumerki
Hannes segir ofangreind atriði
skýr viðvörunarljós um að framund-
an sé vaxandi ójafnvægi og óróleiki
á vinnumarkaði: „Hækkandi kostn-
aður þrengir að fyrirtækjum sem
keppa við erlenda framleiðendur og
þjónustuaðila sem búa við minni
kostnaðarhækkanir, stöðugra verð-
lag og lægri vexti. Háir vextir hafa
styrkt krónuna en það þrengir
einnig að útflutnings- og samkeppn-
isgreinum. Við þessum aðstæðum
hafa fyrirtækin brugðist með auk-
inni framleiðni en nú er fyrirséð að
dragi úr framleiðniaukningu þar
sem fullri nýtingu framleiðsluget-
unnar er náð. Því verður að hamla
gegn verðbólguþrýstingi sem að
öðrum kosti mun setja mark sitt á
afkomu og umsvif atvinnufyrirtækja
þegar á næsta ári“.
Draga þarf úr
þjóðarútgjöldum
VSÍ telur að til að tryggja for-
sendur heilbrigðs og varanlegs hag-
vaxtar, stöðugs atvinnuástands og
samkeppnishæfra lífskjara, sé óhjá-
kvæmilegt að ríkisstjómin beiti nú
þegar ríkisfjármálum af öllu afli til
að draga úr þjóðarútgjöldum um
sem svarar 1,5-2% af landsfram-
leiðslu.
Meðal þeirra leiða sem fram-
kvæmdastjóm Vinnuveitendasam-
bandsins telur árangursríkar í átt að
þessu marki er m.a. sú að nýta
tekjuaukningu ríkissjóðs af auknum
innflutningi í ár til að greiða niður
erlendar skuldir. Áhersla er lögð á
að auka ekki umfang opinbers rekst-
urs á næsta ári og stefna að a.m.k.
10 milljarða króna afgangi á rekstri
ríkissjóðs á næsta ári. Þá telur VSí
mikilvægt að örva sparnað almenn-
ings m.a. með því að:
- Flýta sölu ríkiseigna og gefa al-
menningi kost á að greiða keypt
hlutabréf með reglubundnum af-
borgunum, t.d. næstu þrjú ár.
- Gefa almenningi kost á að skrá
sig fyrir hlutum í ríkisfyrirtækjum
sem seld verði á næstu misserum og
tryggja sér kauprétt gegn greiðslu á
hluta væntanlegs kaupverðs.
- Beita skattalegum hvata til
hlutafjárkaupa, m.a. með framlögum
til bundins sparnaðar til fjárfestinga
í hlutafé.
- Endurvekja lögin um húsnæðis-
sparnaðarreikninga og tengja þau
\
.. {
Murdoch <
selur sjón-
varpsvísinn
TV Guide
New York. Reuters.
NEWS Corp fyrirtæki Rupert
Murdochs hefur samþykkt að j
selja sjónvarpsvísinn TV Guide
eigendum leiðarvísis um dag- *
skrá bandariskra kapalsjón-
varpsstöðva, Prevue Networks,
fyrir um 2 milljarða dollara
Ráðamenn News Corp. telja
að framtíð sjónvarpsvísa séu al-
netið og sjónvarpsskjáir og að
samningnum fylgi tveir kostir:
þekkt nafh tímaritsins og kap-
alumsvif kaupandans, United
Video Satellite Group Inc.
„Við vildum gera okkur
grein fyrir hvemig TV Guide
mundi þróast í framtíðinni,"
sagði Anthea Disney, yfirmað-
ur News Corp. fyrirtækisins
News America Publishing
Group. „Ekki verður aðeins
hægt að gefa leiðarvísinn út á
prenti. Hann verður að fá að
þróast á fleiri sviðum.“
Disney sagði að hinn nýi
sameinaði miðill mundi hafa j
mikið aðdráttarafl fyrir aug-
lýsendur, sem gætu náð til enn
fleiri neytenda og að val neyt-
enda mundi aukast.
Hlutabréf í American fyrir-
tæki News Corp. hækkuðu um
94 sent í 24,50 dollara og bréf í
United Video hækkuðu um
1,50 dollara í 38,50.
13 milþ'. áskrifendur |
TV Guide hefur 13 mffljónir |
áskrifenda, fleiri en nokkurt j
annað vikublað í Bandaríkjun-
um. Ritið hefur snúið sér sífellt
meir að beinlínuþjónustu
TVGEN (http:/Avww.tvgen.
com), sem vefrannsóknarfyrir-
tækið Relevant Knowledge
segir vinsælustu sjónvarpsfag-
skrárstöð á netinu. Prevue
Networks býður sjónvarpsdag-
skrá og fleiri upplýsingar, sem
ná til rúmlega 50 milljóna
heimila í Bandaríkjunum og
þriggja milljóna heimila í öðr-
um löndum. Hægt er að kom-
ast í sambamnd við gagnvirka
deild ritsins á rúmlega 550
kapalkerfum, sem þjóna rúm-
lega 13 milljónum heimila.
í efnahagsmálum
átaki til að draga úr svartri atvinnu-
starfsemi sem nú virðist mjög fara
vaxandi.
- Gefa tímabundið kost á enn
frekari frádráttarbærni lífeyris-
sparnaðar en þegar hefur verið
ákveðið.
Ríkissjóð ber að reka
með tekjuafgangi
Hannes leggur áherslu á að það |
séu sameiginlegir hagsmunir al-
mennings, atvinnurekstrar og 1
stjómvalda að verðbólga fari ekki |
vaxandi á nýjan leik. Nauðsynlegt sé
að beita aga í efnahagsstjóm og
nýta það svigrúm sem góðærið gef-
ur til að greiða niður skuldir sem
söfnuðust á erfíðleikaárunum: „Halli
á rekstri ríkissjóðs hefur að jafnaði
numið 2% af vergri landsframleiðslu
síðastliðin 10 ár sem hefur haft í for |
með sér 100 milljarða króna skulda- (
aukningu á núgildandi verðlagi. Við
núverandi aðstæður í efnahagslífinu 1
ber að reka ríkissjóð með samsvar-
andi afgangi og hallinn var á erfið-
leikaárunum og greiða niður skuldir
í sama mæli og skuldum var safnað
á undanfórnum ámm. Lækkun
skulda ríkissjóðs og sveitarsjóða
gera hagkerfið öflugra og gjaldmið-
ilinn styi’kari til lengri tíma litið.
Það er aðeins á færi í-íkisstjómar að
tryggja stöðugleika og vöxt og .
treysta þannig velmegun til framtíð-
ar og á það reynir nú við undirbún- 1
ing fjárlaga næsta árs“.
I