Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Borgar- stjóri í landsliðs- hópi ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því spænska á Kópavogsvelli klukkan 14 í dag, sunnudag, en leikurinn er liður í undankeppni heims- meistaramótsins. Þetta er síðari viðureign þjóðanna í keppninni, en fyrri leiknum ytra lauk með markalausu jafntefli. Takist íslenska liðinu að sigra eða ná jafntefli aukast möguleikar þess verulega á að komast í lokakeppnina í Banda- ríkjunum á næsta ári. Þetta er eini landsleikur íslenska kvennaliðsins á heimavelli á þessu ári. í gær bauð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarsljóri í Reykjavík, landsliðinu, með Auði Skúladóttur fyrirliða í broddi fylkingar, til móttöku í Höfða og þökkuðu stúlkurnar fyrir sig með því að gefa borg- arstjóranum landsliðsbúning. FRETTIR Morgunblaðið/Jim Smart AUÐUR Skúladóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri með sérmerkta landsliðspeysu númer 8. Árangur af endurlífgun utan sjúkrahúsa Reykjavík í hópi fimm bestu borga Evrópu REYKJAVÍK er ein af þeim fimm borgum Evrópu þar sem árangur af endurlífgun utan sjúkrahúsa er bestur. Þetta kom fram í fyrirlestri dr. Johans Herlitz, læknis á Sahl- grenska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, á fundi Evrópska endurlífgunar- ráðsins, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn dagana 4.-6. júní, en fundinn sátu hjarta- og svæfinga- Iæknar og aðrir læknar sem vinna við neyðarþjónustu. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á bráðamóttöku og gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem sat fundinn í Kaupmannahöfn, segir að Herlitz hafi sent út spumingalista til fjölmargra borga í Evrópu og safnað upplýsingum um árangur af endurlífgunum utan sjúkrahúsa. I ljós hafi komið að árangurinn hafi verið bestur í Reykjavík, Helsing- fors, Stavanger, Bonn og Göttingen. „Árangurinn er mjög svipaður á þessum fimm stöðum og er nálægt því sem menn telja að yfirleitt sé hægt að komast utan sjúkrahús- anna,“ segir Gestur. Stuttur viðbragðstími neyðarbílsins Skýringuna á þessu góða gengi telur hann m.a. vera þá að við- bragðstími neyðarbflsins sé mjög stuttur, að meðaltali u.þ.b. fimm mínútur, og því sé hægt að veita sér- hæfða endurlífgun án mikillar tafar, auk þess sem skjót viðbrögð nær- staddra þegar bráðatilvik ber að höndum séu afar mikilvæg. Auk þessara þátta nefnir Gestur vel þjálf- að starfslið, gott skipulag og góða samvinnu milli allmargra aðila, ekld síst sjúkrahúsanna og slökkviliðsins í Reykjavík og Rauða krossins. „Hér höfum við verið með neyðar- bfl frá árinu 1982, og á honum er reyndur aðstoðarlæknir og tveir sérþjálfaðir sjúkraflutningamenn. Þessi bíll er sendur í öll neyðartilvik hér á svæðinu, sem eru á bilinu 3.000-3.500 á ári. Frá 1989 hefúr bfllinn verið til taks allan sólarhring- inn, alla daga ársins. A síðasta ári komu svo tilmæli frá heilbrigðis- ráðuneytinu um að svæðið yrði stækkað þannig að Hafnarfjörður og Álftanes bættust við. Þá tókum við þá ákvörðun, til þess að lenda ekki í vandræðum með viðbragðs- tímann, að útbúa þrjá varaneyðar- bfla á svæðinu. Einn er í Hafnar- firði, annar í Árbæ og sá þriðji á slökkvistöðinni við Skógarhlíð eða á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Með þessu móti er tryggt að vel útbúinn neyð- arbfll með sérþjálfuðum sjúkraflutn- ingamönnum sem geta gefið rafstuð geti verið fyrstur á staðinn og spar- að nokkrar mínútur, en síðan komi neyðarbfllinn sjálfur með lækni til móts við hann,“ segir Gestur. Afsláttur af lyfjaverði til ríkisins 1990 Apótekarafélagið samþykkti ekki afsláttinn Forseta- hjónin í Litháen Vilnius. Morgunblaðið. ÍSLENSKU forsetahjónin komu í gærmorgun til Litháens eftir að hafa kvatt Lettland. Opinber heim- sókn þeirra hófst formlega við for- setahöllina í höfuðborginni Vilnius, þar sem forsetamir Ólafur Ragnar Grímsson og Valdas Adamkus skoðuðu heiðursvörð. Að því loknu var fundur þeirrra og utanríkisráðherranna Halldórs Ásgrímssonar og Algirdas Saugar- das. Þá undirrituðu utanríkisráð- herramir tvísköttunarsamninga milli ríkisstjóma landanna. Síðar um daginn lögðu forsetamir blóm- sveig að minnisvarða um frelsis- baráttu Litháens og gengu um gamla hluta miðborgar Vilnius, þar sem skoða átti merkar kirkjur. í dag verður haldið til Kaunas, annarrar stærstu borgar Litháens, en heimsókninni lýkur á mánudag. JÓN Bjömsson, varaformaður Apó- tekarafélags Islands, segir það rangt sem haft hefur verið eftir Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, að stjóm Apótekarafélags Islands hafi samþykkt þá ákvörðun lyfjaverð- lagsnefndar árið 1990 að veita rík- inu afslátt af lyfjaverði. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði á fóstudag að ákvörðunin um afsláttinn hefði verið ólögleg og var Tryggingastofnun dæmd til að endurgreiða 28 apótekumm hann, samtals 227 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Jón segir að engin stjómarsam- þykkt sé fyrir afslættinum í fundar- gerðarbókum Apótekarafélagsins, enda hafi apótekarar verið á móti honum og látið vita af því. Wemer Rasmusson var fulltrúi Apótekara- félags Islands í lyfjaverðlagsnefnd þegar ákvörðun um afsláttinn var tekin. Hann er jafnframt einn af þeim sem sóttu mál á hendur Tryggingastofnun til endurgreiðslu hans. í samtali við Morgunblaðið í gær benti Werner á að ríkið hefði átt þrjá fulltrúa af fimm í lyfjaverðlags- nefnd. Hann vildi einnig minna á það að af þeim 227 milljónum króna sem apótekumnum hefðu verið dæmdar frá Tryggingastofnun rynni meirihlutinn í virðisauka- og tekjuskatt, þannig að í raun væru það um 100 milljónir sem þeir fengju í hendurnar. Að öðm leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. * Formaður bankaráðs BI Eins og hver önnur mistök FORMAÐUR bankaráðs Búnaðar- banka Islands segist hafa skýringar á því að upplýsingar hafi vantað í svar bankans til Rfldsendurskoðunar um kostnað við laxveiðiferðir. Hann muni hins vegar ekki ræða það við fjölmiðla fyrr en eftir að skýrsla Rfldsendur- skoðunar hafi borist bankanum. ,Á þessu era auðvitað skýringar, þetta em eins og hver önnur mistök en ég vil ekki ræða málið frekar," sagði Pálmi Jónsson, formaður bankaráðsins. Hann segir að öflum upplýsingum hafi verið komið til Rfldsendurskoðunar og kvaðst vilja bíða eftir að sjá skýrslu hennar áður en hann ræddi máflð frekar. Bjóst hann við að það yrði á næstu vikum og þá yrði fjallað um málið í banka- ráðinu. --------------- Ferðamenn fyrr á ferð- inni á há- lendinu Á HVERAVÖLLUM er ferðaþjón- ustan komin á fullan skrið og í nótt gistu þar franskir ferðamenn. Að sögn Áldísar E. Alfreðsdóttur skála- varðar kemur svæðið vel undan vetrí. „Gróðurinn hefur tekið sérlega veí við sér síðustu daga þótt víða sé svæðið blautt. Tjaldstæðið er til dæmis ekki allt tiibúið þótt ekki vanti gistipláss. Fyrstu erlendu gestirnir em þegar farnir að láta sjá sig. Þá er Vegagerðin nýbúin að laga veginn og a.m.k. norðurleiðin er vel fólksbílafær. Sunnanmegin er ein spræna á leiðinni sem og 50 metra sandfláki, en annars er hann líka mjög greiðfær." Hjónin Jómnn Eggertsdóttir og Sveinn Tyrfingsson sjá um rekstur á Versölum sem og gisti- og veitinga- aðstöðuna í Hrauneyjum. „Við fómm í vikunni upp að Ver- sölum og er svæðið orðið alautt nema hvað skaflar era í dýpstu laut- um. Það virðist allt vera um hálfum mánuði fyrr en venjulega og á það bæði við um gróður sem og ferða- menn sem hafa komið við hjá okkur í Hrauneyjum," sagði Sveinn. Frá upphafl til álvers ►Bræðsla var hafin í vikunni í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rætt er við upphafsmanninn, Ken- neth Peterson. /10 Eyjarskeggjar verða meglnlandsbúar ►t dag verður nýja Stórabeltis- brúin formlega opnuð fyrir bflaum- ferð. /14 Ljós stef na - úthugsað nám ► Guðfinna Bjamadóttur, nýr rektor Viðskiptaháskólans í við- tali. /22 Mikil gróska ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við hjónin Sig- rúnu Guðmundsdóttir og Rodolphe Giess sem reka verslanirnar Du Pareil au meme. /26 1________________________ ► l-20 Friður og kyrrð ►Tíminn stendur í stað hjá Veigu í Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit. /í&io-n Þá fóru stúlkur f stærðf ræði ►Fyrir rúmum þrjátíu árum var heill stúlknabekkur úr stærðfræði- deild MR útskrifaður. Hvað varð um þær þegar út í lífið var komið? /6 iúragarður kvikmyndanna ►Frá kvikmyndahátíðinni í Can- nes — hvernig ganga hlutirnir fyr- ir sig í stærsta kvikmyndaþorpi heims sem rís í tíu daga ár hvert? /14 FERÐALÖG ► 1-4 Indland ►Fábrotið mannlíf í mikilfenglegu umhverfi /2 Gisting í aldargömlu veiðihúsi ►Heimsókn í elsta veiðihús lands- ins við Langá á Mýrum, hefur nú fengið nýtt hlutverk. /3 D BÍLAR ► 1-4 Hægar breytingar í hálfaöld ►Gamli góði Land Roverinn er enn í fullu gildi en heitir nú Def- ender. /2 Reynsluakstur ►BMW 318i — fágaður gæðingur sem gleður hjartað /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-24 Tölvuvandamál árið 2000 ►Rafverktakar vara við andvara- leysi. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 44 Leiðari 28 Brids 44 Helgispjall 28 Stjömuspá 44 Reykjavtkurbréf 28 Skák 44 Skoðun 31 Fólk [ fréttum 46 Minningar 32 Útv./sjónv. 42,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Mannl.str. 12b Hugvekja 44 Dægurtónl. 17b INNLENDAR FH ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.