Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 15 Kristniboðs- starfíð kostar um 20 milljónir á ári KRISTNIBOÐAR á vegum Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga verða á faraldsfæti í sumar en þrenn hjón sem verið hafa við störf í Eþíópíu koma heim í næsta mán- uði og ein hjón halda til Kenýa í haust. Kostnaður við starfið er áætlaður kringum 20 milljónir króna í ár. Er hann að langmestu leyti borinn uppi af framlögum vel- unnara starfsins. Kjartan Jónsson, sem gegnir tímabundið starfi framkvæmda- stjóra SÍK, segir að í fýrra hafi tekjur ekki hrokkið fyrir kostnaði við starf Kristniboðssambandsins og hafi vantað um fimm milljónir upp á það. „Það er líka fyrirsjáan- legt að verði ekki gripið til sér- stakra fjáröflunaraðgerða verði einnig umtalsvert tap á þessu ári og því var nýlega skipuð sérstök fjáröflunarnefnd sem falið var að leita nýrra leiða,“ sagði Kjartan Jónsson. Auk kristniboða á starfssvæðum SIK í Eþíópíu og Kenýa, sem nú eru níu talsins, sinna að jafnaði tveir til þrír menn boðunar- og kynningarstarfi hér heima. „Við byggjum í raun starfið úti á þeim hópi sem stendur fjárhagslega á bak við það hér, velunnurum og fyrirbiðjendum kristniboðsins, og það er nauðsynlegt Kristniboðs- sambandinu að halda uppi öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem miðar að því að ná til enn fleiri svo að hópur kristniboðsvina geti stækkað. Þeir koma einkum úr hópi þjóðkirkjufólks en vitaskuld eru stuðningur og fyrirbænir allra annarra vel þegin,“ segir Kjartan ennfremur. Færri kristniboðar í Eþiópiu Þau sem koma heim í sumar eru hjónin Bima Gerður Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason, en Guðlaugur hefur einkum starfað við umsjón verklegra framkvæmda; hjónin Valgerður Gísladóttir og Guðlaug- ur Gunnarsson, en Guðlaugur hef- ur m.a. verið fjármálastjóri í einni af sýnódum Mekane Yesus-kirkj- unnar í Eþíópíu, og hjónin Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Gíslason, en Bjarni hefur kennt við skóla norska kristniboðsins í Addis Abeba og séð um kennslu íslenskra barna kristniboðanna. I Kenýa starfa nú hjónin Skúli Svavarsson og Kjellrun Langdal, sem fengin voru þangað til starfa á ný eftir nokkurt hlé, en þau störf- uðu í Eþíópíu og Kenýa um árabil. Skúli er framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins en hann gegnir nú starfi svonefnds tilsjón- armanns kristniboðsstarfsins í Kenýa. Þangað halda síðla sumars hjónin Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson, sem störfuðu þar í nokkur ár en hafa verið heima undanfarin ár. Tekur Ragnar við starfi skólastjóra fræðslumiðstöðv- ar kirkjunnar í Kapenguria. Þá fer til Kenýa í haust Ki'istín Bjama- dóttir kennari til starfa við skóla norska kristniboðsins og á að hafa umsjón með fjarnámi nemenda, en hún hefur áður starfað þar í fjögur ár. Kjartan er að lokum spurður hvort alltaf fáist nægilega margir kristniboðar til starfa? „Það em kannski ekki margir sem fá köllun til þessara sérstöku starfa en nú er einn piltur að ljúka námi sem fer trúlega til starfa á næsta ári. Síðan má segja að það ráðist einnig nokkuð af fjárhag Kristniboðssambandsins hversu margt fólk hægt er að senda. Þörf- in er hins vegar alltaf fyrir hendi og samstarfsaðilar okkar ytra kalla sífellt á fleiri kristniboða." STARF Sambands íslenskra kristniboðsfélaga kostar kringum 20 milljónir á ári, en níu kristniboðar hafa undanfarin ár verið við störf í Eþíópíu og Kenýa. FLUG TIL STOKKHÓLMS ...kr. 19.900* -aðra leiðina kr. 12.500*. Brottför 29. júní, 6. júlí, 8. júlí, 16. júlí, 20. júlí. Heimkoma 6. júlí, 8.júli, 20. júlt, 26. júlí. NDRRÆNA FE RÐAS K RIFSTD FAN ♦Flugvallaskattur ekki innifalinn. Laugavegur 3 • Sími 562 6362 • smyril-iceiand@ishoif.is É00'ku yefiÍAXfr Þekking Reynsla Þjónusta Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001 Netfang: falkinn@falkinn.is £INN TVEIR OG MtlR 31.092
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.