Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ L Morgunblaðið/Þorkell .EKKERT bendir til að Islendingar ætli að taka tungumál sitt með sér til upplýsingasamfélagsins,“ segir Heiðar Jón Hannesson, sem hér stendur við Sólfar Jóns Gunnars Ámasonar. Með íslenskuna í farangrinum ✓ Islendingar verða sjálfír að legg;ja fram fjármuni til að tryggja að íslenskan verði tölvutæk, því íslenskt málsvæði er of lítið til að markaðsöfl sjái sér hag í að gera það. I samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur segir Heiðar Jón Hannesson að Islendingar verði að gera upp við sig hvort þeir kjósa að nota íslensku sem fullgilt mál í upplýs- inffasamfélaginu, eða láta sér nægja að það verði annars flokks tungumál, Ip.e. aðeins rit- talmál en verði ekki tölvutækt. EIÐAR Jón Hannesson eðlisfræðing- ur hefur und- anfarin tvö ár unnið að tungumála- verkfræði, sem nú kallast reyndar tungutækni, en talið er að það svið ráði því hvort og þá hvaða tungumál komist lifandi til upplýsingasamfélagsins. Heiðar Jón hóf þetta starf sitt sem starfs- maður Skýrr, ásamt Þorgeiri Sig- urðssyni samstarfsmanni sínum þar, en eftir að hann lét af störfum hjá Skýrr tók fyrirtæki hans, Viki ehf., við verkefninu. Viki á helming hluta- fjár í Jarteiknum, þar sem Heiðar starfar í fullu starfí m.a. við þróun- arstarf vegna rafrænnar tónlistar- verslunar. Tungutækni er það kallað þegar hugbúnaðarvinna er notuð til að hagnýta málvísindi og stærðfræði. Þá nýta menn tölvur sem talgervla, vélræna þýðendur, leiðréttingarvél- ar, ritara, til kennslu og fleira. Tölvunotendur geta þá leitað sér upplýsinga, ekki bara á ensku, sem er ráðandi tungumál upplýsinga- tækninnar, heldur á hvaða tungu- máli og hvaða formi sem er, sem viðeigandi forrit þýðir jafnóðum. Til þess að þetta megi verða þarf auðvitað að koma tungumálunum inn í grunna ráðandi markaðs- lausna. Ef íslenskan er þar ekki, verða íslendingar að nota önnur tungumál í upplýsingasamfélaginu. Heiðar Jón viU að Islendingar geti nýtt sér þá miðlunarbyltingu, sem felst t.d. í Veraldarvefnum. „Miðlun er nú óháð stund og stað, því þú get- ur nálgast vefinn hvar og hvenær sem er, hún er óháð formi, því á vefnum er letur, myndir og hljóð og hún getur verið óháð tungumáli og verður það ef við viljum. Ef íslensk- an verður ekki inni í grunninum, þá vöknum við upp við það einn góðan veðurdag að við getum ekki nýtt ýmsa tækni á móðurmálinu. Við get- um ekki farið út í hraðbanka og gef- ið skipanir á íslensku, ýmsar tölvur sem skilja einfaldar, talaðar skipanir munu ekki skilja íslensku, s.s. tölvur í bílum, handsímar eða önnur raf- eindatæki. Þetta er ekki fjarlægt. Fyrir skömmu var til dæmis sagt frá því að Blindrafélagið hefði fengið talgervil að gjöf, en hann les ensku, ekki íslensku. Við verðum að koma íslenskunni í meginstrauminn og forðast sérlausnir. Islenskan er ekki lengur einangruð, heldur hluti af al- þjóðlegu umhverfi og við þurfum að vinna með útlendingum sem eiga tæknina." Óttast að týna farangrinum I febrúar lauk verkefni á vegum Evrópusambandsins, sem kallaðist Euromap. Það fólst í að kanna stöðu tungutækni í Evrópu. Einn þeirra, sem fékk að taka þátt í þessu starfi fulltrúa 17 þjóða, var Heiðar Jón Hannesson. „íslendingar áttu ekki að fá að vera með, en þeir sem höfðu áhuga á þátttöku áttu kost á að kynna sín sjónarmið," segir Heiðar Jón. „Ég fór á þessa kynningu, sagði þeim að ég væri með íslenskuna í farangrin- um og að ég óttaðist mest að týna þessum farangri. Þegar menn sáu að ekkert hafði verið hugsað fyrir þessu hér á landi fannst þeim nauð- synlegt að ég starfaði að þessu áfram. Evrópusambandið styrkti mig til vinnunnar, enda litlir sem engir íslenskir styrkir til starfans. Frá því að ég hóf þetta starf fyrir tveimur árum hef ég fengið mjög óverulega styrki sem hrökkva skammt þegar sækja þarf ráðstefn- ur og fundi í útlöndum." Heiðar Jón segir helstu niðurstöð- ur Euromap, sem lúti að Islandi, vera þær að ekkert bendi til að Is- lendingar ætli að taka tungumál sitt með sér til upplýsingasamfélagsins og engar líkur séu á að markaðsöfl sjái til þess að íslenskan verði á meðal þeirra mála sem verða tölvu- tæk. Til þess sé málsvæðið of lítið. „Hér á landi hefur ekki verið mótuð nein stefna um tungutækni og hvergi vikið að nauðsyn hennar í Framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið, riti sem gefið var út 1996. Þar sem stefnuna skortir er heldur engan stuðning að fá. Sumir lýsa að vísu yfir vilja sín- um og áhuga á að koma íslenskri málþekkingu inn í upplýsingakerfi, en starfið verður ekki unnið á góð- vilja.“ Heiðar Jón bendir á, að núverandi málræktarstefna sé grundvölluð á að verja tal- og ritmál fyrir erlend- um áhrifum. „Þar hefur mikið starf verið unnið, en nú eru breyttar for- sendur og málrækt af þessu tagi er ekki nóg til að varðveita og verja málið. Is- lensk málræktar- stefna þarf að taka tillit til breyttra að- stæðna, sem fylgja upplýsingatækninni. Núna þurfum við að vinna að því að íslenskan verði tölvutæk og gjald- geng í almennum upplýsingakerf- um. Að öðrum kosti er málræktar- starf liðinna áratuga unnið fyrir gýg-“ Málið hrörnar ef ekkert er gert Heiðar Jón segir að nauðsynlegt sé að veita innlendu fé til að vinna að tungutækni fyrir íslensku. Byrja þurfi á stefnumótum og áætlana- gerð. „Þótt ég sé allur af vilja gerð- ur að vinna að þessu máli á eigin spýtur, þá get ég ekki staðið undir kostnaði við áætlanagerð, hvað þá að hrinda málinu í framkvæmd. Það þarf að leggja fé til þróunarstarfs. Óflugt samstarf fyrirtækja og menntastofnana og þátttaka í al- þjóðlegu þróunarstarfi er nauðsyn til að sigrast á óhagstæðum mark- aðsskilyrðum íslenskunnar. Alla slíka vinnu verðum við að miða við raunverulegar þarfir notenda og lykilatriði er að lausnir séu endur- nýtanlegar." Heiðar Jón segir að Islendingar megi ekki hika lengur. „Hér á landi hefur verið rætt um að íslenska sé ekki í tungumenginu sem boðið er upp á í hugbúnaði frá Microsoft, en þetta er aðeins fyrsta einkennið í hrörnun málsins. Næsta skrefið er þegar málið finnst ekki í öllum al- mennum skrifstofuhugbúnaði, svo sem hópvinnukerfum. Þá eru tölvu- dagbækur ekki lengur á íslensku; daga- og mánaðaheitin á ensku. Það sama gildir um önnur stöðluð eyðu- blöð. Þriðja stig hrörnunarinnar er síðan að almennar tungutæknilausn- ir styðja ekki málið. Sennilega er ís- lenskan einhvers staðar á milli ann- ars og þriðja stigs. Við verðum að snúa þessari þróun við, ef það er ekki ætlun þjóðarinnar að íslenskan verði eingöngu tal- og ritmál, en það verður ekki gert nema með sam- starfi við innlenda og erlenda aðila. Við eigum auðvitað þann fræðilega kost að skipta hreiniega um tungu- mál. Það er ódýrari lausn. Verði ís- lenskan ekki tölvutæk verða börnin okkar fötluð, þau munu hugsa á tungumáli sem þau geta ekki nýtt sér í upplýsingasamfélaginu. Viljum við ala upp fatlaða þjóð?“ Tungumálið er eign hverrar þjóðar A vegum Evrópusambandsins er nú að hefjast verkefnið Euromap II, þar sem áfram verður byggt upp net sérfræðinga í tungutækni. Þá er verið að undirbúa jarðveginn fyinr fimmtu rammaáætlun ESB, sem hefst á næsta ári og lýkur 2003. Hugmyndin er að koma með fleiri og betri verkefni þar sem tungu- tækni er hagnýtt í upplýsingakerf- um. Evrópusambandið styrkir þátt- tökuþjóðir, en styrkurinn nemur 35- 50% af kostnaði. „Ef við ætlum okk- ur að nýta styrki í fimmtu ramma- áætlun íyrir íslenskuna, þá þurfum við að leggja fram fé á móti. Þarna þarf fleiri hundruð milljónir króna. Það er því himinn og haf milli stærða íslenskra sjóða, sem vinna að málrækt og þeirra verkefna sem blasa við, en það kostar sitt að tala íslensku," segir Heiðar Jón. Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi lagt fram styrki til tungutækni og vilji sérstaklega styðja minni þjóðir, þá leggur sambandið mikla áherslu á að tungumál og hagnýting þess hljóti að vera á ábyrgð hverrar þjóðar. í niðurstöðum Euromap I verkefnisins er slíku starfi líkt við vegagerð og fjarskipti, sem hver þjóð verði að vinna að og tryggja að nýtist sem skyldi. íslenska komst ekki í Parole Islenskan er eina þjóðtungan á Evrópska efnahagssvæðinu sem er algjörlega utangarðs í tölvutækum grunni sem nefnist Parole. „A síð- asta ári sendum við, ásamt írskum og norskum aðilum, umsókn til fjar- virkniáætlunar ESB og var tilgangur um- sóknarinnar að koma íslensku, norsku og keltnesku fyrir í þessum tölvu- tæka grunni, sem inniheldur allar þjóðtungur ESB þjóða. Við töldum mikilvægt að koma íslensku máli í tölvugrunn með þessu sniði, þar sem gera má ráð fyrir að Parole verði notað sem grundvöllur að staðli. Því miður fékkst ekki stuðningur frá ESB, þar sem tilkostnaður þótti of hár miðað við gildi þessa fyrir ESB. í umsókn- inni var gert ráð fyrir að íslenski hlutinn yrði alfarið fjármagnaður af Evrópusambandinu, þar sem ekki var hægt að gera ráð fyrir innlendu fé til þess. Þetta dæmi sýnir, að við missum af lestinni ef við setjum ekki fé í að koma íslenskunni að.“ Verði íslenskan ekki tölvutæk þá verða börnin okkar fötluð, þau munu hugsa á tungumáli sem þau geta ekki nýtt sér í upplýsingasamfélag- inu. Viljum við ala upp fatlaða þjóð? \ ► í ► I l I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.