Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN Guðmundsdóttir í versluninni Du Pareil au meme í Kringlunni. Morgunblaðið/Jim Smart MIKIL GRÓSKA eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttir BÖRN eru besta fólk heitir bók eftir Stefán Jónsson. Þau eiga líka skilið allt það besta, hugsa ég meðan ég bíð eftir eiganda hinnar svokölluðu Frönsku verslunar, Du Pareil au meme, og virði um leið fyrir mér vöruúrvalið sem á boðstólum er í versluninni á Laugavegi 17. Ég tek af rælni dökkbláan stráhatt og máta hann fyrir framan spegil, lengra gat ég ekkd gengið í þessum efnum, öll hin fötin voru alltof lítil, enda er ég ekki bam lengur heldur blaðamaður Morgunblaðsins sem ætlar að taka viðtal við hjónin Sigrúnu Guðmundsdóttur og Rodolphe Giess, sem fyrir þremur árum stofnsettu verslunina sem nú stend ég í. „Gaman væri að skoða kvenföt frá þessu fyrirtæki,“ hugsa ég og handleik hvítan sundbol, læt mig hafa að taka nokkra bómullarboli í mismunandi litum með útsaumuðum krögum úr hillum til þess að þreifa á mýkt þeirra og athuga fráganginn. Hvort tveggja reynist í besta lagi og ég færi mig innar í verslunina til þess að líta á köflótta kjóla - ágætlega álitlegar flíkur. Ég er enn að hugsa mér til hreyfings þegar eigendurnir koma á vettvang. Þau spjalla saman á frönsku, enda er Rodolphe franskur og þau bjuggu um tíma í Frakklandi. Eftir nokkrar bollaleggingar þeirra í millum er niðurstaðan að yfirgefa búðina og spjalla frekar saman á heimili hjónanna í Kópavogi, „þar er miklu betra næði,“ segir Sigi’ún og þar með er það ákveðið. „Við opnuðum búðina á Laugaveginum í maí 1995, og aðra verslunin í Kringlunni nú fyrir skömmu" segir Sigrún þegar við höfum komið okkur fyrir í sófa með kaffibolla. „Við kynntumst þessum verslunum í Frakklandi, svo fór ég heim í ágúst 1994 og Rodolphe kom í desember, í janúar 1995 stofnuðum við fyrirtækið. Við höfðum velt því fyrir okkur að stofna íyrirtæki og hefja innfiutning og létum svo slag standa. Við höfðum áhuga á þessum vörum en það var mjög erfitt að fá forráðamenn verslunarkeðjunnar frönsku til þess að vinna með okkur, Rodolphe var að reyna að komast í samband við stjórnenduma þegar VIÐSKIPn ATVINNULÍF Á SUIMIMUDEGI ►Sigrún Guðmundsdóttir er Reykvíkingur, hún fór til náms í Frakklandi og tók þar próf eftir viðskiptanám. Hún rekur ásamt Rodolphe Giess eiginmanni sínum verslanimar Du Pareil au meme að Laugavegi 17 og í Kringlunni. Rodolphe er fransk- ur og hefur einnig próf í viðskiptafræðum. Þau hjónin eiga eina dóttur og senn er von á öðru barni. Þau flytja inn barnaföt frá Frakklandi frá verslanakeðju sem heitir Du Pareil au meme, sem útleggst á íslensku: „Það kemur út á eitt“. - RUDOLPHE Giess í versluninni Du Pareil au meme að Laugavegi 17 ég fór heim til íslands í ágúst og þetta tók langan tíma en endaði með því að hann fékk vilyrði." Du Pareil au meme verslanakeðjan rekur 57 verslanir í Frakklandi og selur vörur til Japan, Islands og Israel, okkar verslun var opnuð næst á eftir verslun í Japan. Du Pareil au meme er ungt fyrirtæki, það opnaði sína fyrstu búð í Frakklandi árið 1985, nafnið Du Pareil au meme þýðir: Það kemur út á eitt. Fyrirtækið á allar sínar búðir í Frakklandi og framleiðir sín föt en í útflutningi hafa þeir að mestu tekið þann kost að vinna með öðrum, við eigum t.d. okkar verslanir sjálf. Þeir eiga þó búðir t.d. í Portúgal.“ Kynntust í Frakklandi Þau Sigrún og Rodolphe kynntust í Frakklandi þar sem þau bjuggu í tíu ár áður en þau fluttu til Islands, fyrst í Aix-en-Provence, þaðan sem Rodolphe er og síðar í La Rochelle. „Ég fór út til þess að læra frönsku og ætlaði að vera eitt ár, en svo kynntist ég Rodolphe og ákvað að ljúka námi í Frakklandi. Ég fór fyrst í frönskunám fyrir útlendinga og fór svo í viðskiptanám og lauk prófi í þeirri grein. Rodolphe hefur sömu menntun frá sama skóla," segir Sigrún. Fötin frá Du Pareil au meme hafa að sögn hjónanna náð vinsældum hjá mjög breiðum hóp viðskiptavina. „Þessi föt eru á góðu verði en fólk kaupir þau þó enn frekar af því að þau eru falleg og úr góðum efnum,“ segir Rodolphe. Flest eru fötin úr bómull en einstak er þó úr gerviefnum, þau eru framleidd í ýmsum löndum í Evrópu, svo sem í Frakklandi, Portúgal, Ítalíu og fleiri löndum. „Mikið af þessum fótum eru í sígildum sniðum, svo sem jogginggallar og gallabuxur, önnur föt eru meira í tískulínum. Við þurfum að velja talsvert úr, einkum hvað snertir sumarfót, það er svo margt sem því miður hentar ekki hér vegna veðráttunnar. Vetrarfötin hins vegar henta okkur öll vel, einkum dúnúlpurnar sem hafa orðið mjög vinsælar hér. Það er helst að okkur vanti pollagalla og útigalla, í Frakklandi er meira um skíðagalla og þeir eru ekki nægilega vatnsþéttir til þess að þola setur í snjó og rigningu jafnvel svo klukkustundum skiptir." Verslunarreksturinn gengur vel Að sögn Sigrúnar og Rodolphe hefur verslunarrekstur þeiira gengið mjög vel, þau hafa ekki rekið búð áður og segjast enn vera að læra. „Mér fannst ganga vel þegar við byrjuðum en viðskiptin hafa þó aukist jafnt og þétt,“ segir Sigrún. „í versluninni í Kringlunni er ný deild með fatnað, skó, leikfóng, leikteppi, bleiupoka og fleira fyrir ungbörn." En skyldi vera munur á verslunarrekstri á Islandi og í Frakklandi? „Já, hér eru tengslin við viðskiptavini nánari, þeir spyrja meira og vilja fá betri þjónustu, eru kröfuharðari, oft eru fót líka dýrari en þau sem við erum með og þess vegna vill fólk kannski vita meira,“ segir Rodolphe. Hann kveður líka auðveldara að treysta fólki hér en í Frakklandi. Vörurnar sem seldar eru í „Frönsku búðinni" þykja líka mjög ódýrar í Frakklandi. Fyrirtækið í Frakklandi er með hönnuði á sínum snærum sem teikna fötin og ákveða efni. „Stóru tískuhúsin eru líka með barnaföt, nú er t.d. hægt að fá barnaföt í merki Kenzo, en þau föt eru miklum mun dýrari," segir Rodolphe. „Fyrirtækið Du pareil au meme hefur þá stefnu að byrja á að ákveða hvað hver og ein flík á að kosta, síðan er tekið til við hönnun og efnisval og reynt að fá það besta af öllu tagi en halda upphaflegu verðmarkmiði. Þetta er annað vinnulag en tíðkast víðast hvar við framleiðslu barnafatnaðar sem ég þekki til, þar er yfirleitt byrjað á hinum endanum ef svo má segja,“ segir Sigrún Þau Sigrún og Rodolphe segja að sér hafi verið ágætlega tekið af öllum í sinni viðskiptagrein en þau telja að þau séu í raun meiri samkeppni við stórmarkaði hér en aðrar búðir sem sérhæfa sig í sölu á barnafötum. Ég spyr um markaðshlutdeild fyrirtækisins en fæ þau svör að erfitt hafi reynst að fá upplýsingar um veltu íyrirtækja, slíkar upplýsingar séu mun torfengari hér en í Frakklandi. „Það gengur mjög erfiðlega að fá uppgefnar tölur um veltu og nú erum við að verða svona sjálf,“ segja þau og hlæja. Þau segjast vera mjög ánægð með staðsetningu verslana sinna. „Við leituðum nokkuð lengi áður en við fundum húsnæðið hér á Laugavegi 17, það er ekki neitt sérlega auðvelt að finna nákvæmlega það sem maður leitar að,“ segir Sigrún. Þau segjast ekki geta sagt að gagni til um hver sé mismunur á að reka verslun á Laugaveginum og í Kringlunni. „Laugavegurinn er sterkur á sumrin, það vitum við, en við þurfum að minnsta kosti ársreynslu til þess að sjá hvort um er að ræða raunverulegan mismun og hver hann þá er,“ segir Rodolphe. Náttfötin vinsælust En hvaða vara skyldi seljast mest af í Du Pareil au meme? „Náttföt eru ótvírætt söluhæsta vai-an okkar," segja þau bæði í einu. „Við byrjum að selja mikið af þeim í október og þau seljast eins og heitar lummur til jóla. Sumir kaupa allt upp í sex eða sjö náttföt í einu til gjafa, við höfum alltaf orðið uppiskroppa með náttfót rétt íyrir jól,“ segir Sigrún. Næst náttfötunum hafa dúnúlpumar verið mjög vinsælar, svo alls kyns skólafót. „En hvað með stráhattana," spyr ég og hugsa til þess bláa sem ég mátaði meðan ég beið þeirra á Laugaveginum. Þau brosa bæði. „Þeir eru fallegir og það er gaman að þeim, við viljum hafa þá á boðstólum þótt eftirspurnin sé kannski ekki alltaf mikil," segja þau og hlæja. „Það er gaman að geta keypt einn stráhatt fyrir sumarið þótt hann sé kannski ekki notaður mikið,“ segir Sigrún. Þau segja að fólk kaupi enn mikið af barnafijtum fyrir 17. júní. „Það er eftir 17. júní sem sumarvertíðinni lýkur í bili, það er rólegt í júlí en salan tekur svo kipp í ágúst,“ segir Sigrún. Sala í barnafötum er sem sagt talsvert árstíðabundin, mest fyrir hátíðar og upphaf skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.