Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR GÓÐÆRIÐ setur æ meiri svip á efnahagslífíð og reyndar þjóðlífíð allt. Merkja má vaxandi þenslu, eins konar vaxtarverki góðærisins. Mesta hætta aukinnar þenslu er röskun á þeim efnahagslega stöðugleika, sem ríkt hefur síðustu ár. Það þýðir aukna verðbólgu, halla á viðskiptum við útlönd, versnandi stöðu at- vinnuveganna og vaxandi at- vinnuleysi verði ekkert að gert. Sem betur fer er svo slæmt ástand ekki yfirvofandi, en vond reynsla Islendinga af árum óðaverðbólgu og efna- hagssamdráttar sýna, að full ástæða er til að taka merki um þenslu í efnahagslífinu al- varlega og grípa til viðeigandi aðgerða í tíma. Sú stund nálg- ast og fjárlagagerðin í haust verða þau vatnaskil er fram- haldinu ráða. Fjármálaráðherrann, Geir H. Haarde, sem aðeins hefur gegnt embættinu í fáar vikur, gerir sér augljóslega grein fyrir vandanum. Hann hefur að undanförnu ítrekað boðað Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þann sannleika, og vitnar þar til þess, að í góðæri sé nauð- synlegt að safna birgðum til mögru áranna. Svo einföld eru grundvallaratriði hagfræðinn- ar, þótt hagfræðingum og öðr- um sérfræðingum takist gjarnan að flækja svo alla um- ræðu um efnahagsmál, að skógurinn verði ekki greindur fyrir trjánum. Fjármálaráðherra sagði í grein sinni um nauðsyn að- halds í ríkisfjármálum, sem birtist hér í blaðinu í gær, að brýnt sé, að stjórnvöld freisti þess að hamla gegn þróuninni og komi í veg fyrir að stöðug- leikinn raskist. Ráðherrann telur svigrúm lítið til frekara aðhalds í peningamálum, því þar hafí verið fylgt aðhalds- samri stefnu, sem m.a. megi sjá af hærri vöxtum hér en í nágrannalöndunum. Við þess- ar aðstæður þurfí að treysta stöðu ríkisfjármála, sem stuðli að innlendum sparnaði og haldi aftur af aukningu þjóð- arútgjalda. A flestum sviðum þurfi að draga úr aukningu ríkisútgjalda, en fjármálaráð- herra vill þar undanskilja út- gjöld til mennta- og heilbrigð- ismála. Geir H. Haarde telur engan vafa á því, að aukið aðhald í ríkisfjármálum sé öruggasta leiðin til að treysta stöðug- leikann. Afgangur af fjárlög- um næstu ár geri í senn kleift að borga niðUr opinberar skuldir og draga úr vaxta- kostnaði. Þá skapist svigrúm til útgjalda á öðrum sviðum eða til lækkunar skatta. Framkvæmdastjórn VSI hvatti til þess fyrir helgina, að dregið verði úr aukningu þjóðarútgjalda með aðgerðum sem stuðli að sparnaði, því að öðrum kosti sé hætta á verð- bólgu og almennu jafnvægis- leysi á næsta ári. VSI bendir m.a. á, að þriðja árið í röð verði hagvöxtur um 5%, tvö- falt hærri en í nágrannalönd- um, viðskiptahalli fari vaxandi og skortur sé á vinnuafli í ýmsum atvinnugreinum. Því þurfi að beita aga í efnahags- stjórn og greiða niður skuldir frá erfíðleikaárunum. Telur VSI nauðsynlegt, að tekjuaf- gangur á ríkissjóði í góðærinu verði álíka mikill og hallinn var áður, eða 10 milljarðar króna á ári. VSÍ bendir á, að það sé aðeins á færi ríkis- stjórnar að tryggja stöðug- leikann og vöxt og treysta þannig velmegun til framtíð- ar. A það muni reyna við næstu fjárlagagerð. Augljóst er af þessu, að fjármálaráðherra og fram- kvæmdastjórn VSI eru sam- mála um, að óhjákvæmilegt er að grípa til aðgerða til að vinna gegn þenslu í efnahags- kerfínu og þar sé sparnaður bezta leiðin. Undir það skal tekið. AÐGERÐIR í GÓÐÆRI í endursköpun Jónas- ar á kvæði Feuer- bachs er í upphafi einnig talað um ginn- unngagap og sagt að ijós sé alls upphaf, þó að Ekkert sé upphaf og Ekkert að ending, eins og skáld- ið kemst að orði. Þetta er þó alltént bjarmi af guðdóminum sem ávarp- aður er þarna í upphafi kvæðisins. Rristur er aftur á móti ekki fyrir- ferðarmikill hjá Jónasi, þótt við finnum fyrir nærveru hans. Það er eins og skáldið veigri sér við að leiða hann framá sviðið, en þó sjáum við hann eitt skipti í allri sinni dýrð. Það er í minningakvæðinu um Tómas Sæmundsson, Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lffið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? IUur daumur, opin gröf. Jónas segist vita að látinn lifir, eins og hann segir í upphafi þessa sama kvæðis, og vísar þá væntan- lega til upprisunnar. Tómas var prestur og því vel viðeigandi að minna á fagnaðarerindið í harmljóði um hann látinn. En kannski hafði Jónas eitthvað fyrir sér um líf eftir dauðann án þess hann hafi haldið því á lofti. Það eru ekki sízt tvær ræður Jónasar Hallgrímssonar sem veita okkur innsýn í trúarlíf hans, próf- ræðan í Bessastaðakirkju laugar- daginn 30. maí 1829 og ræða við áramót sem hann flutti í Dómkirkj- unni í Reykjavík á gamlársdag þetta sama ár. Báðar eru þær djúp- ar og mikilvægar og sýna þann sannkristna anda sem Jónasi var eiginlegur, bæði í lífi sínu, ijóðum og afstöðu allri. Hann talar um íyr- irheit föðurins í prófræðunni og tel- ur nauðsynlegt að binda ekki hjarta sitt heiminum. Menn eigi ekki að binda hjartað við það sem „vér eftir voru eðli hijótum að yfirgefa". Það sé verra en byggja á sandi að eltast við hverfulan skugga. Og hann bendir á orð Páls þess efnis að var- ast að misbrúka heim- inn; leggur auk þess áherzlu á bænina; vitnar til frelsarans. Klykkir út með skírskotun í Davíð konung, Nær eg aðeins hefi þig, drottinn, hirði eg hvörki um himin né jörð, því þó að líf og sál van- megnist, ertú samt, drottinn. Það er mikil lotning í þessari ræðu fyrir „náttúrunnar höfundi" og þrá eftir hjálpræði sem helgast ekki sízt af fegurðarhyggju Jónas- ar. Þegar hann snaraði Móðurást á íslenzku sem einskonar sýnikennsla í útleggingum þykir honum séra Árni í Görðum hafa brotið fegurðar- lögmálið í þýðingu sinni og vill mót- mæla með eigin endursköpun. Feg- urðin var skáldinu einskonar trúar- brögð. í upphafi áramótaræðunnar í Dómkirkjunni taiar Jónas um „lög- gjöf hins almáttuga, hvurri náttúr- unnar ósveigjanlegu kraftar svo fúsir hlýða“, um „löggjöf þess al- vísa“ og víkur enn að hinu „mikla og óskiljanlega“; bætir svo við nokkru síðar að öll verk „vors guðs eru óút- grundanleg speki og vísdómur!“. Skammsýni mannanna barna minni einungis á óendanlegan fullkomleg- leika skaparans, eins og hann kemst að orði. Hvarvetna hafi höfundur náttúrunnar eftirskilið ljós spor al- mættis síns, speki og gæzku; þannig blasi guð hvarvetna við í „sínu víð- lenda ríki“. Þessi reynsla okkar af sköpunarverkinu hljóti að hvetja okkur til að tilbiðja og elska gjafar- ann, eins og skáldið segir, og minnir á orðalag í kvæði allnokkru síðar, Lofið gæsku gjafarans í Heylóar- vísu frá 1836. Þá talar hann ekki um geimskipið Jörð, eða jarðarskipið, heldur fararskjótann sem flytur oss viðstöðulaust kringum sólina, eins og hann segir, og er það nær skáld- skaparlegum og rómantískum hug- myndum hans um Ijóðrænt tungu- tak en ef hann hefði líkt jörðinni við skip á himni. Hann gerir lítið úr auði, metorðum og völdum en legg- ur þeim mun meiri áherzlu á að „vor verk fylgja oss“ því andi mannsins sé ódauðlegur. Skaparinn sé sjálfur í verkum sínum; við eigum að gera okkur verðug elsku hans og þá með því að læra „að elska guð miskunn- seminnar". Hann er vor faðir og skjöldur. „Hvílík uppörvun að vanda vor verk _ að vér ei síðar bera megum kinnroða fyrir þetta vort skart í hvurju vér skulum fram koma fyri dómstól mannsins sonar á þeim mikla degi hans tilkomu _ þeg- ar tíminn hefur flutt þennan heim með öllu sínu glysi frá augum þeirra sem jörðina byggðu og ár og dagar hafa ei lengur stað.“ Af öllu þessu má draga þá ályktun að Jónas Hallgrimsson hafi verið trúr sköpunarguðfræði kristninnar og haldið fast við hana eins og hún er boðuð í upphafsorðum biblíunnar. Þótt ekki sjáist þess nein sérstök merki má gera ráð fyrir því að guðs- trú Jónasar hafi sótt kraft í þá skoð- un að forsjónin hafi trúað manninum fyrir sköpunarverki sínu, en hitt er jafnframt alveg víst að hann leggur víða áherzlu á náttúnistjórn guðs og sér þess ekki sízt stað í kvæðum hans. Það er rétt sem Páll Valsson segir í Skýringum við Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, IV, 1989, að kristin kenning hefur haft mót- andi áhrif á Jónas og hann víkur að því æ og aftur að í heild sinni sé náttúran og sköpunarverkið allt „til vitnis um dýrð og mikilleika guðs“. Jónas Hallgrímsson talar um „guð- lega niðurskipan“ náttúrunnar í ára- mótaræðunni og „ódauðlegan anda“ sem guð gaf oss í prófræðunni. „Mannsins andi er ódauðlegur," seg- ir hann enn nokkru síðar af full- komnum sannfæringarkrafti. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF IMORGUNBLAÐINU I DAG, laugardag, birtist viðtal við Þór- unni Pálsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra geðdeildar Landspítal- ans; þar sem hún staðhæfir m.a. að Islendingar hafi dregizt aftur úr í meðhöndlun geðsjúkra í samanburði við önnur Norður- lönd vegna niðurskurðar á fjárveitingum til geðdeilda, sem er auðvitað alvarlegt um- hugsunarefni fyrir heilbrigðisyfirvöld. En jafnframt telur Þórunn Pálsdóttir, að mik- ill munur sé á umræðum um málefni geð- sjúkra hér og í Danmörku. Þar hafi verið umræða um þessi mál í mörg ár en hér á landi hái það mjög málefnum geðsjúkra hve fáa málsvara þeir eigi. Síðan segir Þórunn Pálsdóttir: „Þetta er að vissu leyti feimnismál og það hefur verið erfitt að opna umræðu um það. Einnig er vandamál, að fólk, sem ekki þekkir per- sónulega til geðsjúkra á erfitt með að átta sig á sjúkdómnum. Það fylgir t.d. sú ímynd geðsjúkum að þeir séu alltaf í slagsmálum. Svo þegar fólk sér geðsjúka, sem eru mjög rólegir og líta eðlilega út, fær það á tilfinn- inguna, að það sé næstum óþarfi að hafa sjúkrahúspláss fyrir þetta fólk vegna þess, að sjáanlega er ekkert að.“ Fáir einstaklingar hafa lagt jafn mikið af mörkum til þess að opna umræður um mál- efni geðsjúkra sem hjúkrunarforstjóri geð- deildar Landspítalans telur svo nauðsyn- legt og bandarísk kona að nafni Kay Redfi- eld Jamison. Hún er prófessor í sálfræði við John Hopkins-háskólann. Á nokkrum síðustu árum hefur þessi kona orðið heims- nafn í umræðum um geðsjúkdóma og til hennar vitnað í umfjöllun um þessi málefni í áhrifamestu dagblöðum og tímaritum á Vesturlöndum. Kay Redfield Jamison er annar af tveim- ur höfundum mikillar bókar um geðhvarfa- sýki, þ.e. þunglyndi og oflæti (í daglegu tali er gjaman talað um þunglyndi og maníu), sem notuð er sem ein helzta kennslubók í þessum fræðum við háskóla víða um heim, auk þess sem hún er verðmæt handbók fyrir þá, sem vilja afla sér upplýsinga um þennan sjúkdóm. Bók þessi kom út árið 1990. Þremur árum seinna kom út önnur bók eftir dr. Jamison, sem nefnist „Touched with fire“, sem er tilvitnun í ljóð eftir Stephen Spender, en sú bók er byggð á rannsóknum höfundar á snilligáfu þeirra fjölmörgu listamanna, sem hafa þjáðst af geðhvarfasýki og lýsir tengslunum á milli snilligáfu þeirra og sjúkdómsins. Um þetta efni hefur hún einnig fjallað í ritgerð, sem birtist fyrir þremur árum í tímaritinu Sci- entifíc American. Til er þekkt línurit, sem sýnir hvemig flest mestu tónverk Roberts Schumanns urðu til á manískum tímabilum hans og jafnframt að hann samdi nánast enga tónlist þegar hann var í þunglyndi. Fjölmargir af þekktustu og mestu lista- mönnum síðari tíma hafa þjáðst af geð- hvarfasýki og má í þeim hópi nefna ljóð- skáldið Sylviu Plath, tónskáldið Gustav Mahler, listmálarann Vincent van Gogh, rithöfundana Ernest Hemingway og Virginíu Woolf og svo mætti lengi telja. Þessi merka kona hefur einnig skrifað töluvert um arfgengi geðsýki, en ef rétt er skilið er það eitt af þeim verkefnum, sem unnið er að á vegum Islenzkrar erfðagrein- ingar að leita að þeim genum. Nýlega um- fjöllun Kay Redfield Jamison um þetta efni er að finna í tímaritinu Nature Medicine í maí 1996. Grunsemdir um arfgengi geð- sjúkdóma hafa lengi verið til staðar og m.a. lýsti Byron lávarður, sem sjálfur þjáðist af geðhvarfasýki, því á þann veg, að einhver bölvun fylgdi sér og sínum. Það eru nær- tækar skýringar á áhuga dr. Jamison á þessu eíhi. Faðir hennar átti við þennan sjúkdóm að stríða svo og systir hennar. Þótt þau ritverk, sem hér hafa verið nefnd, séu merkilegt framlag til upplýs- inga og rannsókna á geðhvarfasýki, ein- kennum hennar, áhrifum og ástæðum, eru það þó ekki þau, sem gert hafa það að verkum, að nafn þessarar bandarísku konu er orðið þekkt um allan heim á með- al þeirra, sem láta sig þessi málefni varða. Þar á mestan hlut að máli stórmerk bók, sem Kay Redfield Jamison gaf út árið 1995 og hefur síðan verið gefin út á mörg- um tungumálum, þ.á. m. á flestum Norð- urlandamálum. Árið 1995 gaf hún út bók, sem nefnist á frummálinu: „An unquiet mind - a memoir of moods and madness". Bók þessi vakti þegar í stað heimsathygli og hér skal full- yrt, að hún hefur átt meiri þátt í því en nokkuð annað, sem fram hefur komið á op- inberum vettvangi á síðari tímum að opna þær umræður um málefni geðsjúkra, sem Þórunn Pálsdóttir réttilega nefnir að skorti svo mjög hér á landi. í bók þessari lýsir Kay Redfield Jamison sinni eigin baráttu í þrjátíu ár við þann sama sjúkdóm og hún hefur varið ævi sinni til að rannsaka. Bókin er opinberun fyrir alla þá, sem á einn eða annan hátt hafa komið að málefnum geðsjúkra. Þar kemur þrennt til: Bókin er skrifuð af konu, sem hefur sérþekkingu á sálarfræði, er með doktorspróf á því sviði og prófessor við læknadeild eins þekktasta háskóla í heimi, John Hopkins-háskólans. í annan stað er bókin skrifuð af konu, sem þekkir af eigin raun þann sjúkdóm, sem hún er að fjalla um og í þriðja lagi er bókin frábærlega vel skrifuð. I bók þessari er lýst á átakanlega hátt baráttu ungrar konu við alvarlegan geð- sjúkdóm, hvernig hún nær sér á strik um skeið en sjúkdómurinn nær tökum á henni á nýjan leik. Þannig gengur það aftur og aftur. Hún lýsir á ótrúlegan hátt því, sem fram fer í sálarlífi og tilfinningalífi sjúk- lings, sem er að berjast ýmist við djúpt þunglyndi eða stjórnlaust oflæti (maníu). Hún lýsir tilraun til sjálfsvígs, þegar öll von virðist úti. Hún lýsir fordómum og þekkingarleysi samfélagsins og þeim áhrif- um, sem það hefur á hana. Hún lýsir fólk- inu, sem verður á leið hennar í lífinu og veitir henni hjálparhönd. Hún lýsir tilfinn- ingum konu, sem veltir því fyrir sér hvort hún geti leyft sér að eignast börn. Hún lýs- ir lyfinu, sem kemur henni til bjargar (lit- hium) en jafnframt neikvæðum aukaverk- unum þess og tilraunum sínum til þess að takast á við þær. Öllu þessu lýsir Kay Red- field Jamison af reynslu konu, sem hefur gengið í gegnum þessa baráttu sjálf, en jafnframt af þekkingu menntakonu, sem hefur helgað líf sitt rannsóknum og kennslu á þessu sviði og umönnun annarra sjúklinga. I bók þessari geta margir geð- hvarfasjúklingar lesið sína eigin sögu og aðstandendur þeirra öðlast betri skilning á því við hvað þeirra nánustu hafa átt og eiga við að stríða. Sú spurning vaknar, þegar litið er yfir þau ritverk, sem Kay Redfield Jamison hefur sent írá sér á þessum áratug, hvem- ig kona, sem sjálf hefur háð baráttu við geðhvarfasýki í þrjá áratugi hefur getað skrifað þessar bækur og framkvæmt þær rannsóknir, sem að baki þeim liggja. Það liggur nærri að ætla að hún hafi sjálf orðið fyrir snertingu af þeirri snilligáfu, sem hún fjallar um í einni bóka sinna. I bók sinni „An unquiet mind - a memoir of moods and madness" lýsir höfundurinn viðhorfi sínu til þess að lýsa eigin lífs- reynslu og segir: „Sú ákvörðun mín að skrifa bók með nákvæmum lýsingum á minni eigin maníu, þunglyndi og geðtrufl- unum og þeirri baráttu, sem það kostaði mig að viðurkenna að ég þyrfti á stöðugiá lyfjameðferð að halda, hefur valdið mér miklum áhyggjum. Sérfræðingar eru treg- ir til að skýra öðrum frá vandamálum sín- um og oft af skiljanlegum ástæðum. Þeir gætu misst læknisleyfið og starfið sitt á sjúkrahúsinu. Sjálf veit ég ekki hvaða áhrif saga mín mun hafa á einkalíf mitt og starfsframa, en hver sem þau verða, þá geta þau ekki orðið ven-i en hefði ég haldið áfram að þegja. Eg er orðin þreytt á felu- leiknum; þreytt á fyi-irhöfninni; þreytt á hræsninni og þreytt á að haga mér eins og ég hefði eitthvað að fela. Við erum það sem við erum og að fela sig á bak við prófgráðu, titil, ákveðna framkomu eða orðin ein er óheiðarlegt og annað ekki. Kannski óhjá- Laugardagur 13. júní kvæmilegt, en óheiðarlegt. Ég hef enn áhyggjur af því að hafa ákveðið að skýra opinberlega frá veikindum mínum, en einn af kostunum við að hafa þjáðst af sjúklegu þunglyndi í mefra en þrjátíu ár er, að flest annað bliknar hjá því... Ég get ekki að því gert, en ég finn til dálítillar huggunar í þessari spurningu Roberts Lowells: „En hvers vegna ekki að segja allt af létta?“ Viðbrögðin við útkomu síðustu bókar Kay Redfíeld Jamison urðu margvísleg. Hún varð heimskunn, eins og áður segir og fann þakklæti streyma til sín úr öllum átt- um fyrir að hafa opnað umræður um mál- efni, sem fáir voru tilbúnir að tala um opin- berlega. En jafnframt komu fram kröfur um, að hún fengi ekki að koma nálægt sjúklingum. Að mati sumra þeirra, sem starfa á sama sviði og hún var það talið óhugsandi að einstaklingur, sem ætti við þennan sjúkdóm að stríða, gæti annazt um aðra. Þeir sem töluðu á þann veg reyndust hins vegar í miklum minnihluta. Á lækna- ráðstefnu, sem haldin var í Bandaríkjunum fyrir rúmu ári og íslenzkfr geðlæknar sóttu m.a., flutti hún erindi og var hyllt af á ann- að þúsund læknum, sem þar voru saman komnir. I æviminningum sínum, sem hún hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir fyrr á þessu ári, fjallar Katherine Graham, aðaleigandi Washington Post, um Kay Redfield Ja- mison og starf hennar, sem verður skiljan- legt þegar til þess er horft, að eiginmaður Katherine Graham, sem byggði upp hið mikla fjölmiðlaveldi hennar, þ.e. blaðið sjálft, Newsweek, og fjölmargar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, var haldin geðhvarfa- sýki og framdi að lokum sjálfsmorð. Raun- ar hefur dr. Jamison lýst þeirri skoðun, að sú snilligáfa listamanna, sem lýst er í bók hennar „Touched with fire“ komi líka fram í viðskiptalífinu. I sjónvarpsviðtali hefur hún lýst þeirri skoðun, að Ted Turner, stofnandi CNN, hafi verið snertur af þeim eldi, sem Stephen Spender orðar svo, þeg- ar hann af hugljómun og framsýni lagði grundvöllinn að áhrifamestu sjónvarpsstöð samtímans. Ted Turner hefur sjálfur opin- berlega lýst baráttu sinni við geðhvarfa- sýki. Raunar má hið sama segja um Philip Graham, eiginmann Katherine Graham, sem tók við tiltölulega litlu dagblaði í eigu tengdaföður síns og gerði það að einu mesta fjölmiðlaveldi heims á fáum árum. Hús og listaverk HUS GETA VER- IÐ hús og hús geta verið listaverk. Fyr- ir skömmu var hús, sem augljóslega er listaverk, opnað í Helsinki og frá því er sagt í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laug- ardag. Hér er um að ræða byggingu yfir samtímalistasafnið í borginni, sem vakið hefur mikla athygli og á eftir að draga milljónir ferðamanna til Finnlands á næstu árum. I Lesbók Morgunblaðsins er aðdraganda byggingarinnar lýst á þennan veg: „Draumurinn um að reisa samtímalistasafn í Helsinki er ekki nýr af nálinni - hug- myndinni var fyrst varpað fram á borgar- ráðsfundi árið 1964 og var þrætuepli stjórnmálamanna lengi á eftir. Þannig var Samtímalistasafn Finnlands ekki sett á laggirnar fyrr en 1990, sem hluti af lista- safni þjóðarinnar. Hóf safnið starfsemi sína í bráðabfrgðahúsnæði, þar sem því var sniðinn þröngur stakkur. Safnið var ekki sjálfstæð eining og gat ekki með góðu móti staðið fyrir sýningum, rýmið, sem það hafði yfir að ráða hentaði einfaldlega ekki samtímalist, allra sízt þegar hlutverk safna af þessu tagi var stöðugum breytingum undirorpið. Þá átti samtímalistasafnið í stökustu vandræðum með að hýsa og varð- veita hið ört vaxandi listaverkasafn sitt. Þessar hömlur gerðu það að verkum að safnið var bæði í hlutlægum og huglægum skilningi ófært um að svara spurningum sem eðli málsins samkvæmt brunnu á því eins og hver tilgangurinn væri.“ Síðan segir: „Nú var að hrökkva eða stökkva. Áttu Finnar að halda sínu striki, sem hefði ugglaust þýtt að samtímalista- safnið hefði koðnað niður eða varða veginn til framtíðar - reisa nútímalega, áberandi og tæknivædda byggingu utan um safnið og fi'eista þess að koma finnskri samtíma- list á framfæri við almenning, innanlands og utan, gera listamennina sýnilega og ger- ast þátttakendur í hinni alþjóðlegu um- ræðu um list dagsins í dag - slást í hópinn? Síðamefndi kostui-inn varð fyrir valinu.“ Síðan er því lýst hvernig hin stórkostlega nýja bygging í Helsinld varð til, hús sem á að hýsa listaverk en er sjálft listaverk. Þjóðir, sem hafa lagt fram mikla fjái’- muni til þess að reisa byggingar, sem vegna stfls og allrar gerðar eru listaverk, hafa uppskorið ríkulega. Þetta á ekki sízt við um Érakka. Á síðari hluta þessarar ald- ar hefur risið þar hver byggingin á fætur annarri, sem dregur til sín fólk svo nemur milljónatugum. Þar má nefna Pompidou- safnið, Jámbrautasafnið, píramídana fyrir framan Louvre-safnið, Bastilluóperuna og flefri byggingar. Þótt miklir fjármunir hafí verið lagðir í þessar byggingar af almanna- fé hafa þeir skilað sér aftur í þeim gífur- legu tekjum, sem Frakkar hafa haft af ferðamönnum, sem hafa lagt leið sína til Parísar til þess að skoða byggingamar og njóta þeirrar menningar, sem er að finna innan þeiiTa. Finnar eru þekktir bæði fyrir húsagerð- arlist og hönnun. A.m.k. tveir finnskii' arki- tektar hafa orðið heimskunnfr, þ.e. Saar- inen og Alvar Aalto. Raunar stendur yfir sýning á verkum hins síðarnefnda bæði á sviði húsagerðar og í hönnun almennt í Museum of Modem Art í New York um þessar mundir, sem gefur glögga mynd af snilli þessa arkitekts, sem eins og kunnugt er teiknaði Norræna húsið í Reykjavík. Það er til marks um framsýni trésmiðs, sem starfaði í Reýkjavík, um og upp úr 1940 og samverkamanna hans, að sjá má á sýningunni í MOMA borð eftir Alvar Aalto, sem einnig var smíðað eftir teikningum hans í lítilli trésmiðju, sem starfrækt var í Haga, þar sem nú eru Melarnir. Með þeirri framsýni sem í því felst, að byggja ekki bara hús yfir samtímalista- safnið í Finnlandi heldur listaverk yfir listaverkin, munu Finnar tryggja að Helsinki verður áhugaverðari viðkomu- staður fólks úr öllum heimshomum á næstu árum. Húsagerðar- list á Islandi HER A ISLANDI hefur ekki ríkt nægilegur skilning- ur á því, að það skiptir máli, að hús- in séu ekki bara hús heldur að áherzla sé lögð á húsagerðarlistina sem slíka. Þrátt fyrir takmarkaðan sldlning hefur þó orðið Á BARÐARSTRÖND til hér húsagerðarlist, sem stendur fyrir sínu og væri vissulega tímabært að gera því skil með skipulegum hætti. Yfirleitt eru það la-aftmiklir stjómmála- menn, sem hafa drifið áfram byggingar af því tagi, sem hér hafa verið nefndar, t.d. í Frakklandi og brotizt gegn allri andstöðu gegn slíkum áformum, sem nánast alltaf kemur til sögunnar. Pompidou Frakk- landsforseti átti mestan þátt í að safnið, sem við hann er kennt, var byggt og Mitt- errand beitti sér mjög í valdatíð sinni fyrir því að þær byggingar skyldu risa, sem sett hafa svip sinn á París á seinni árum. Sá íslenzki stjómmálamaður á seinni tímum, sem sýnt hefur mestan skilning á mikilvægi þess að reisa myndarleg hús, sem skera sig úr, er tvímælalaust Davíð Oddsson, forsætisráðhema. í borgarstjóra- tíð sinni beitti hann sér fyrir þremur stór- byggingum í Reykjavík, þ.e. byggingu Borgarleikhússins, Perlunnar og ráðhúss- ins, auk endurreisnar Viðeyjarstofu. I til- viki ráðhússins þurfti þáverandi borgar- stjóri að standa af sér sterka andstöðu, sem upp kom gegn byggingunni og að nokkru leyti gegn Perlunni, þótt á öðrum forsendum væri. I forsætisráðherratíð sinni hefur Davíð Oddsson nú þegar haft forgöngu um endurnýjun ráðherrabústað- arins við Tjarnargötu og endurbyggingu stjórnarráðshússins við Lækjartorg, sem hefur tekizt mjög vel. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvert verður næsta verk- efni forsætisráðherra á þessu sviði. Mesta listaverkið meðal þeirra bygg- inga, sem reistar hafa verið í seinni tíð, er að margra mati Hæstaréttarhúsið, sem er unun á að líta, sérstaklega innan dyra. En framundan er nýtt stórverkefni, sem er tónlistarhúsið. Umræður um þá byggingu hafa nú staðið í allmörg ár og nú er tíma- bært að hefjast handa. Við búum nú við mikið góðæri sem á að auðvelda okkur þetta verk. Það skiptir afar miklu máli, að húsagerðarlistin sjálf fái að njóta sín, þeg- ar kemur að byggingu tónlistarhússins. Að þar verði ekki einungis byggt hús yfir tón- listarlíf landsmanna heldur verði reist bygging, sem muni hafa sérstöðu og setja svip á Reykjavík með afgerandi hætti. Það er enginn ágreiningur lengur um það, hvort byggja skuli tónlistarhús og kannski hefur hann aldrei verið fyrir hendi. Akvörðun um staðarval hefur enn ekki verið tekin, en hún skiptir auðvitað miklu máli. Þegar sú niðurstaða liggur fyr- ir er nauðsynlegt að ráðast í byggingu tón- listarhúss af sama metnaði og Finnar hafa lagt í byggingu á samtímalistasafninu í Helsinki. Tónlistarhúsið í Reykjavlk gæti orðið þekkt um allan heim ekki síður en óp- eruhúsið í Sidney. Að því marki eigum við að stefna. Morgunblaðið/RAX „Þjóðir, sem hafa lagt fram mikla fjármuni til þess að reisa bygging- ar, sem vegna stfls og allrar gerðar eru listaverk, hafa uppskorið ríku- lega. Þetta á ekki sízt við um Frakka.“ + M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.