Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 1/AFFI , REY i\|AVIK k F S T 4 U R A N T R N k í KVÖLD Sigrún Eva og hljómsveit leika fyrir dansi 15. júni Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins 16. i”ni Stuð- hljómsveitin SbCTIES 17. m Stuð- hljómsveitin SIXTIES 18. júni Sigrún Eva og hljómsveit 19. jóni HÁLFT í HVORU Nýjung á Kaffi Reykjavík Súpa, salatbar og léttir réttir alla virka daga frá 11.30-15.00 ásamt glæsilegum kaffiseðli allan daginn. Nýr kvöldverðarseðill (A la carte) öll kvöld vikunnar frá 18.30-22.00. Borðapantanir í síma 562 5540. BESTU tónlistarmennirnir — lifandí tónlist öll kvöld Í/AFFI , REYMAVIK HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM FÓLK í FRÉTTUM Pálína Jónsdóttir leikur í tveimur kvikmyndum sem verða frumsýndar í haust. Hildur Lofts- dóttir hitti leikkon- una og spurði út í starfíð og Baunann. Að lána tilfinningarnar sínar - Hvað ei-tu að gera þessa dag- ana? „Nú er stund milli stríða hjá mér og ýmsar meldingar í gangi sem ótímabært er að greina frá. Sein- asta verkefnið mitt var að aðstoðar- leikstýra „Gamansama harmleikn- um“ sem Orn Amason er að leika undir leikstjórn Sigga Sigurjóns, og ég hef verið að fylgja þeirri sýningu eftir. En ég hef alltaf nóg að gera. Söngskólinn var að klárast hjá mér en þar er ég að læra hjá Olöfu Kol- brúnu. Ég hef verið að syngja og fínnst alveg ómögulegt annað en að halda röddinni í þjálfun." - Pú varst eitthvað að syngja í „Ljúfu IíS“ í Borgarleikhúsinu [Úr blöðum] Sumarkjólar áður kji^99ir nú kr. 4.990 Hlýrabolir áður koh99Í” nú kr. 1.290 Gallajakkar áður kj»-5^9ö nú kr. 3.990 Dragtir 40% afsl. og mörg önnur góð tilboð Laugavegi 54, sími 552 5201 „Ungi leikstjórinn Simon Staho hefur sent frá sér spennandi og óhuggulega mynd, Vildspor, sem bæði flott og öðruvisi, og virkilegt tilhlökkunarefni að því Ieyti. Til hamingju! Bogart „Hvað varðar myndmál og umfjöllunarefni er greinilegt að Simon Staho heldur áfram nýju dönsku bylgjunni sem hófst med „Pusher“ og „Nattevagten", með því að lýsa á vægðarlausan hátt eirðarlausum ungmennum í heimi kynlífs, ofbeldis og eiturlyfja." Po/iíiken „Vildspor er ein af betri dönskum myndum í áraraðir. Hin eyðilega og kaldranalega íslenska náttúra gefur Vildspor sérstaka dýpt sem reynir virkilega á skynsemi og skynjun, bæði hjá persónunum og áhorfendum.“ Scope „Já, en ég var ekki í söngrullu í þeim skilningi. Ég var að dansa og svo leika þessa ógæfusömu stúlku sem var í eiturlyfjum og sokkin eins langt og hægt er. Það var reyndar mjög skemmtilegt hlutverk, og ólíkt öðrum hlutverkum sem ég hef leik- ið. Ég hef þannig útlit að ég fæ oft- ast hlutverk siðsamra ungmeyja, en þetta var ólíkt því. Þetta var mjög þakklátt hlutverk og áhorfendur voru að koma til mín úti á götu og þakka mér fyrir skemmtunina." -Er ekki leiðinlegt þegar fólk kemur til þín og og segir þér álit sitt? „Nei, alls ekki. Fólk tjáir sig við mann þegar því líkar vel það sem maður er að gera og það er mjög ánægjulegt. Tilgangurinn með leik- húsi er ná til áhorfenda og snerta tilfinningar þeirra, svo þegar það tekst er tiiganginum náð. Starf leik- arans snýst jú um það að lána til- fínningarnai- sínar svo að leikurinn verði sannfærandi og þar með áhugaverður. Þetta starf er opin- bert og almenningur hefur rétt á því að hafa skoðanir á því. Það er ekki eins og listamenn hafí ekki þörf fyrir viðurkenningu." „Vildspor" Nú er búið að frumsýna dönsku lcvikmyndina „Vildspor" í Dan- mörku, en Islenska kvikmyndasam- steypan er meðframleiðandi að henni. Myndin er tekin upp hér á landi og leikur Pálína stærsta hlut- verk íslensku leikaranna og hefur fengið ágæta dóma. „Ég fagna því að fá fína dóma, það skiptir allaf máli að það falli í góðan jarðveg það sem maður er að gera. Það yrði líka mjög gaman að geta teygt anga slna út fyrir land- steinana. Ef einhverjar dyr opnast til Skandinavíu yrði það mjög spennandi, eða bara óskandi.“ „Vildspor" er önnur kvikmyndin sem Pálína leikur í. Fyrst var það „Djöflaeyjan", en síðan hefur hún leikið í „Dansinum“ eftir Ágúst Guðmundsson, „Óskabörnum" eftir Jóhann Sigmarsson og stuttmynd. „Það var mjög gaman að fá að taka þátt í „Vildspor" og ný ögrun fyrir mig að þurfa að leika á er- lendri tungu. Ég leik ósköp venju- lega íslenska konu sem er gift Dana, en hann á sér fortíð sem henni er ekki kunnugt um. Dag einn bankar vinur hans upp á og þá koma gamlar syndir upp á yfírborð- ið, hún hefur ekki hugmynd um hvað málið snýst og þekkir ekki eig- inmann sinn lengur. Þetta er frekar dramatísk mynd. Þótt þetta hafí verið spennandi þá var það í grundvallaratriðum ekkert öðruvísi en að vinna með ís- lendingum því þetta snýst alltaf um sama hlutinn, að gefa góðan mót- leik, standa sig vel og að eitthvað gott komi út úr vinnunni. Það var mjög gefandi að vinna með báðum aðalleikurunum, þeir eru miklir fag- menn. Það reyndi meira á samvinnu mína við Mads, sem er mjög hæfí- leika- og hugmyndaríkur. Þeir voru mikið í því að spinna og létu gamm- inn geisa, en á þann þátt reyndi minna hjá mér nema í einni rifrildis- senu þar sem ég baunaði á Mads á móðurmálinu, þ.e.a.s ég talaði á dönsku en .reifst á íslensku. Þótt ég tali skikkanlega dönsku hef ég aldrei búið í Danmörku, þannig að það fór mikil orka í það að einbeita sér að hlusta og gera sig skiljanleg- an. Glíma mannanna - Á myndin eftir að höfða til ís- lenskra áhorfenda? „Já, ég hef fulla trú á því. Myndin er að öllu leyti tekin upp hér á landi og skartar að hluta til íslenskum leikurum. Þetta er nærmynd af glímu manna við lífið og tilveruna, fortíðina, núið og framtíðína. Hún íjallar um hluti sem okkur öllum koma við sama hvar við búum á hnettinum. Þannig hefur myndin fulla burði til að höfða til íslenski-a áhorfenda, enda landinn stoltur af eigin ágæti.“ - Hvaða leikstjóra myndir þú helst af öllum vilja vinna með? „Það er enginn hörgull á áhuga- verðum leikstjórum, en rússneski leikstjórinn Nikita Michaelov er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hann hefur gert framúrskárandi myndir eins og Urga og Burnt by the Sun. Hann er líka stórgóður leikari með einstaka útgeislun og heillaði mig alveg á hvíta tjaldinu. Fyrir mér er hann Sean Connery þeirra Rússa, og talandi um Connery þá upplýsist hér með að hann er á óskalistanum yfir mótleikara."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.