Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM LIZA Minnelli og Joel Grey kyrja óð til Mammóns í Kabaretti. ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200 Stóra stfiðið kl. 20.00: FRÚ EMILÍA - LEIKHÚS RHODYMENIA PALMATA - Kammerópera eftir Hjálmar H. Ragnars- son við Ijóðabálk Halldórs K. Laxness Einsöngvarar Edda Heíðrún Backman, Jóhann Sigurðarson og Sverrir Guðjónsson ásamt kór og hljómsveit. Leiksflóri: Guðjón Pedersen. Fös. 19/6 kl. 20. Aðeins ein sýning. Sýnt i Loftkastalamim kI. 21: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Lau. 20/6. Síðasta sýning. Mðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. 13—20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. S LEIKFELAG J REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ Forsalan er hafin. Frumsýning föstud. 3. júlí. Lau. 4/7, sun. 5/7, fim. 9/7, fös. 10/7, lau. 11/7. Stóra svið kl. 20.00 u í wen eftir Marc Camoletti. sun. 14/6, uppselt Munið ósóttar pantanir. Síðasta sýning leikársins. Sýningar heflast á ný í september Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 03833. Astarsaga Aukasýning þriðjud. 16. júní kl. 20.00 Miðasala i Henrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, sími 552 4600, tasTflÖNw BUGSY MALONE sun. 14. júní kl. 13.30 örfá sæti laus sun. 14. júní kl. 16.00 örfá sæti laus Allra síðustu sýningar FJÖGUR HJÖRTU sun. 14. júni kl. 21 örfá sæti laus Allra siðasta sýning LISTAVERKIÐ lau. 20. júní kl. 21 Allra síðasta sýning Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI fös. 19. júní kl. 21 aukasýning Loftkastalinn, Seljavegi 2, Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775, opin frá 10-18 og fram aö sýn. sýn.daga. Ekki er hleypt inn i sal eftir ad sýn. er hafin. liaffiteiKhúsið I HLADVARPAIM UM Vesturgötu 3 Sumartónleikar „Skemmtikvöld með Heimilistónum“ Tónleikar, óvæntar uppákomur og leynigestir, lýkur meo dansleik. þri. 16/6 kl. 22.00 laus sæti Annað fólk lau 20/6 kl. 21.00 laus sæti Ath, að þetta eru síðustu sýningar á „Oðru fólki" r Matseðill sumartónleika ^ Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram meðfersku salati og ristuðum furuhnetum. v Eftirréttur: „Óvænt endalok'' y Miðasalan opin alla virka daga kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is SIMSVARI I SKEMMTIHUSINU www.mbl.is LEIKHÚSSPORT mán. 15/6 kl. 20.30. Örfá sæti laus. Tiamardansleikur: LÝÐVELDISBALL 16. JÚNÍ kl. 20. Örfáir miðar eftir. Takmarkaður miðafjöldi. Miðasalan opin 12—18. Simi í miðasölu 530 30 30 Rokk ■ salso - popp söngleikur Bizet/Trotter/McLeod EÍslenska ópehan =ám' MiðasolaSSI 1475 lau. 27. júní kl. 23 laus sæti sunnudag 28. júnl kl. 20. fimmtudag 18. júnf uppselt laugardag 20. júní uppselt föstudag 19. júní uppselt fimmtud. 25. júni uppselt aukasýn. fös. 19. júní kl. 23 föstudag 26. júnl uppsett örfá sæti laus lau. 27. júni kl, 20 uppselt Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sími 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Ljúfír söngvar off trylltur dans TÓNLIST hefur ætíð fylgt kvikmyndum. Þöglar myndir voru í raun réttri aldrei þögl- ar heldur fóru sýningar fram við undirleik. Oft gat undirleikari bjargað hægum og leiðigjömum köflum með fjörugri tónlist. Heil hljómsveit lék stundum undir með stórmyndum. Þetta listform varð úrelt þegar talmyndir komu til sög- unnar. Arið 1927 söng AI Jolson lag- ið Mammy í myndinni Djasssöngv- aranum (The Jazz Singer). Áhorf- endur tóku andköf og ekki varð aft- ur snúið. Dagar þöglu myndanna vora liðnir. Mörgum þessara mynda hefur af einhverjum ástæðum verið dreift á myndbandi án tónlistar. Þær eru ekki svipur hjá sjón. Ámóta gáfulegt væri að sýna ballett eða óperu í dauðaþögn. Sérbandarískt listform Menn sungu á leiksviði löngu áð- ur en leikarar mæltu óbundið mál. Fræðimenn telja að kórinn hafí upphaflega skipað öndvegi í leikrit- um að forau. Leikskáldið Æskýlos tók upp á því að fjölga leikurum en minnka hlutverk kórsins. Sérstök tónlist var samin við leikverk eins og fram kemur í formála að einu leikrita eftir Terentíus á annarri öld fyrir Krist. Dans- og söngvamyndir eru sérbandarískt listform. Slíkar myndir hafi verið gerðar um allar jarðir. Eigi að síður tengjast söngvamyndir einatt íburði Hollywoodmynda. Þótt undarlegt megi virðast var fyrsta söngvamyndin gerð tveimur áratugum áður en talmyndir komu til skjalanna. Óperettan Káta ekkj- an eftir Lehár var fest á filmu árið 1907, einungis tveimur árum eftir að verkið var frumflutt. Söngvarar voru fengnir til syngja lögin meðan myndin var sýnd. Dansparið Fred Astaire og Ginger Rogers voru skærustu stjörnur dans- og söngvamynda fyrir seinni heims- styrjöld. Astaire mætti á sínum tíma í leikprufu hjá kvikmyndaveri einu og fékk þessa umsögn: „Von- laus leikari og farinn að missa hárið. Kann smávegis að dansa.“ Ekki er við hæfi að fjalla um söngvamyndir án þess að minnast á danshöfundinn Busby Berkley. Sá samdi íburðarmestu dansatriði kvikmyndasögunnar milli stríða. Berkley var frægur fyrir hópdansa. Tugir fagurbúinna dansmeyja fylltu breiðtjaldið í atriðum þar sem ekk- ert var til sparað. Slík skemmtan létti raunir manna á kreppuárunum. Þótt liðin sé meira en hálf öld hafa Söngvamyndin Grease verður tekin til sýn- ingar um næstu helgi í tilefni af 20 ára afmæli --------------;r----- myndarinnar. I tilefni af því fjallar Jónas Knútsson um söngva- myndir fyrr og síðar. ekki sést jafndjörf og stórfengleg dansatriði í kvikmyndum. Sungið í rigningunni Gene Kelly var söng- og dans- maður eftirstríðsáranna og gjör- breytti söngvamyndum svo að lítið bar á. Fred Astaire lék oftar en ekki heimsborgara sem var vel efn- um búinn. Kelly var aftur á móti al- múgamaður sem söng og trallaði við hvert tækifæri. Jón Jónsson var skyndilega orðinn söguhetja í þess- um myndum. Fjöllistamaðurinn Gene Kelly lék aðalhlutverk í vin- sælustu og bestu söngvamyndum sem gerðar hafa verið, Ameríku- manni í París (An American in Par- is), Sungið í rigningunni (Singing in the Rain) og Bæjarleyfi (On the Town). Sungið í rigning- unni er óður til þöglu myndanna og ein skemmtilegasta söngva- mynd sögunnar. Miklar kröfur voru gerðar til leikara í söngvamyndum. Eigi er á hvers manns færi að syngja, leika og dansa eins og Ant- onio Banderas og allir sem séð hafa myndina Evítu geta borið um. Söngvamyndir voru ærið misjafnar að gæðum. Hin venjulega dans- og söngvamynd var engin Njála. Alls voru framleiddar um 1500 söngva- myndir í Bandaríkjunum. Þær myndir, sem staðist hafa tímans tönn, bára af. Ballettmyndir og éperur Rauðu skórnir eftir Michael Powell og Emeric Pressburger er besta ballettmynd í manna minnum. Kvikmyndataka Jacks Cardiffs var ógleymanleg. Þessi mynd fékk dræma aðsókn á sínum tíma. Karel Reiz gerði eftirminnilega mynd um dansarann ísadóru Duncan árið 1969. Ævi Nijinskys var gerð skil í samnefndri kvikmynd árið 1980. Mikhail Baryshnikov fór með aðal- hlutverk í Hvítum nóttum (White Nights) árið 1985. Rudolf Nureyev lék í nokkrum myndum en hlaut aldrei náð hjá gagnrýnendum. „Menn sungu á leiksviði löngu áður en leikarar mæltu óbund- ið mál“ Fáar óperur hafa verið kvik- myndaðar fyrir breiðtjald. Sú mynd, sem best hefur heppnast, er Töfraflautan í leikstjórn Ingmars Bergmans. Francesco Rosi leik- stýrði myndinni Carmen á níunda áratugnum. Placido Domingo söng hlutverk Óþellós í samnefndri mynd eftir Franco Zeffirelli árið 1986. Söngvarar á borð við Luciano Pa- varotti, Jose Carreras og Placido Domingo hafa ekki náð máli sem kvikmyndaleikarar. Ekki má gleyma Nótt í óperunni (A Night at the Opera) með Marxbræðrum. Að vfsu komust söngvaramir aldrei að þar sem þeir bræður settu allt á annan endann. Eastwood tekur lagið Sá maður, sem hóf söngvamyndir til vegs og virðingar á nýjan leik, hét Bob Fosse. Hann hóf feril sinn sem dansari á Broadway. Frægasta mynd hans er án efa Cabaret. Einnig ber að nefna sjálfsævisög- una Línudans (All That Jazz). Þessi frábæri leikstjóri gerði því miður fáar myndir og lést langt um aldur fram. Einn er sá maður sem reynt hef- ur öðrum fremur að blása nýju lífi í söngvamyndir. Sá er breski leik- stjórinn Alan Parker. Margir muna sjálfsagt eftir Veggnum (The Wall), Bugsy Malone, The Commitments, og Evítu. Parker á það sameiginlegt með Fosse að báðir hafa leitast við að færa söngvamyndir í raunsærri og nútímalegri búning. Málaðu vagninn (Paint Your Wa- gon) var gerð eftir samnefndum söngleik árið 1969. Vitað var að dans- og sönvamyndir voru í dauða- teygjunum fyrst Clint Eastwood og Lee Marvin voru famir að syngja. Menn töldu að verra gæti það ekki orðið en þá tók Sylvester Stallone lagið í Gervisteininum (Rhinestone). Grease kemur til sögunnar Banamein stóru söngvamynd- anna voru nokkrar rándýrar mynd- ir sem fengu ekki góðar undirtektir. Má þar nefna Halló Dolly, Horfinn sjóndeiidarhring (Lost Horizon), Málaðú vagninn (Paint Your Wa- gon), Ástabrall (At Long Last Love) og Xanadu. Þótt söngleikir njóti enn gríðarlegra vinsælda hef- ur gengið nokkuð brösuglega að koma þeim á breiðtjald. Málsvörum sextíuogáttakynslóðarinnar fannst lítið til þessara mynda koma og sögðu að þær skorti „þjóðfélagslegt innsæi“. Á áttunda áratugnum komust menn að þeirri niðurstöðu að söngvamyndir væru búnar að syngja sitt síðasta. Þeir höfðu vart sleppt orðinu þegar söngleikurinn —^------- JOHN Travolta stígur dans í myndinni „Grease“. HINN óviðjafnanlegi Gene Kelly í myndinni Sungið í rigningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.