Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 11 kvæmdir um nokkra mánuði. Það var líklega tilgangurinn, en skilyrði fyrir starfsleyfí okkar urðu strangari en hjá ISAL, þótt að sjálfsögðu eigi að gilda sömu reglur fyrir aUa. Þessir mót- mælendur voru hins vegar aðeins hávær minnihluti, eins og kom í ljós í skoðanakönnun, þar sem landsmenn lýstu sig fylgjandi því að orkufí'ekur iðnaður yrði mikilvægur þáttur í atvinnuupp- byggingu hér á landi, eins og ríkisstjórnir höfðu lagt áherslu á hver fram af annarri. Og af íbúum Hvalfjarðarsvæðisins reynd- ust 88% fylgjandi nýju álveri á Grundartanga. Þessi niðurstaða gaf okkur byr undir báða vængi. Við vildum að sjálfsögðu ekki vera þar sem við vorum óvelkomnir." Marsl 997 Umhverfisráðherra gaf út starfsleyfi fyrir álver Norðuráls hf., fyrirtækis Columbia Ventures miðvikudagskvöld- ið 26. mars. Norðurálsmenn biðu ekki boðanna. Laugardaginn 29. mars hófust framkvæmdimar á Grundartanga formlega. „Stjórnendur okkar frá Bandaríkjunum eru mjög ánægðir með hvemig íslenskir verktakar hafa staðið að uppbyggingunni," segir Peterson. „Við hefðum ekki getað byggt álverið á jafn- skömmum tíma og raun ber vitni ef við hefðum ekki notið af- bragðsgóðrar verkkunnáttu íslendinga." Júlí 1997 11 byrjun mánaðarins var vinna við grann álversins langt komin, byrjað að steypa undirstöður fyrir kerskála og forsteypa súlur, sem fluttar vora á byggingarsvæðið. Skrif- stofuhús og aðstaða fyrir starfsmenn reis og hafinn var undir- búningur að gerð stálgrindar og klæðningar fyrir kerskála. Bygging álversins var eitt stærsta verkefni íslenskra verkfræð- inga af þessu tagi. rsMSE Norðurál gerði fjármögnunarsamning við bank- ana Paribas í París og ING í Amsterdam. Fulltrúar bankanna sögðu vitneskju um eindreginn stuðning íslensku ríkisstjórnar- innar við verkefnið og viðleitni stjómvalda til að laða orkufrek- an iðnað tii landsins hafa haft lykilþýðingu fyrir bankana. Samn- ingurinn var upp á yfir 100 milljónir dala, a.m.k. 7,3 milljarða króna, en fjárfestingin öll er um 13 milljarðar. „Verkefnafjár- mögnun af þessu tagi er ef til vill óvenjuleg á íslenskan mæli- kvarða, en þó er gerð Hvalfjarðarganganna fjármögnuð að hluta á sama hátt. Þessi leið er alkunn á meginlandi Evrópu og ís- lendingar eiga eflaust eftir að kynnast henni nánar,“ segir Pet- erson. Október 1997 Öllum samningum um orku, fjármögnun, að- drætti og sölu á afurðum var lokið í október og búið að ráða í helstu yfirmannastöður. I i l'l’Þl 111 :íTm ll lI Deilt var um hvort veita ætti iðnaðarmönn- um frá Rúmeníu atvinnuleyfi til að setja upp reykhreinsivirki ál- versins á vegum undirverktaka, en íslenskir iðnaðarmenn lögð- ust gegn því og sögðu nægan mannskap að fá hér á landi. Það gekk eftir. skautum og öllu hráefni til álversins, að súráli undanskildu og um flutninga á áli frá verksmiðjunni á erlenda markaði. „Við leituðum eftir samningum við skipafélög og þau samskápti vora mjög fagleg,“ segir Peterson. „íslensku skipafélögin lögðu sig fram um að átta sig á þörfum okkar og kynntu okkur svo hug- myndir sínar til lausnar. Niðurstaðan var sú að semja við Sam- skip. Við gátum ekki samið nema til átján mánaða, þar sem við vitum ekki nákvæmlega hvenær við getum aukið ft-amleiðsluna, en ég held að báðir aðilar geti vel við unað.“ Byggingin var enn á áætlun og sem fyrr stefnt að því að framleiðsla hæfist í júní. Gene Caudill, forstjóri Norðuráls, sagði fyrirtækið vilja fá orku til síðari áfanga fyrr en samning- ur við Landsvirkjun kveður á um, svo hægt væri að taka öll 120 kerin, sem tryggja 60 þúsund tonna ársframleiðslu, í notkun hvert á fætur öðra, en ekki 60 ker nú og byrja að taka síðari 60 í notkun síðla árs. Ekki hafi verið hægt að verða við þeirri bón. Landsvirkjun sagði að ekki væri hægt að spenna bogann það hátt að stefnt væri í hættu afhendingu fyrirtækisins á for- gangsorku. „Ef við myndum leyfa okkur að afhenda Norðuráli orku síðari hluta sumars gæti það orðið til þess að við yrðum að takmarka afhendingu á afgangsorku og ótryggðu rafmagni meira en ella,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í viðtali við Morgunblaðið 23. maí. „Miðað við samninga við Landsvirkjun um orkuafhendingu verða kerin öll ekki komin í fulla notkun fyrr en í byrjun næsta árs,“ segir Kenneth Peterson. „Norðurál getur byrjað að taka síðari hluta keranna í notkun í ágúst og það viljum við að sjálf- sögðu gera. Landsvirkjun býður hins vegar ekki upp á það.“ Peterson telur að Landsvirkjun gæti orðið við beiðni Norður- áls um afhendingu orku fyrr en ella, ef vilji væri fyrir hendi. „Undanfarna átján mánuði höfum við þróað lausn á þessum vanda, sem við teljum báðum aðilum til hagsbóta. Við viljum í raun fá „lánað“ vatn í uppistöðulónum virkjana og skuldbinda okkur um leið til að endurgreiða það ef vatnsbúskapur er léleg- ur. Við fengjum þá orku sem við þyrftum, en ef Landsvirkjun lenti í vanda myndum við annað hvort draga úr framleiðslu eða bera kostnað af rekstri gufuaflsvirkjana, sem eru dýrari í rekstri en vatnsfallsvirkjanir. Ábyrgðin og kostnaðurinn væri okkar, ekki Landsvirkjunar." Peterson segir að Norðurál hafi fengið ráðgjafa frá Banda- ríkjunum, sem unnu að þessu máli. „Við fengum þessa ráðgjafa nokkrum sinnum til landsins og gerðum áætlun um hvemig þetta gæti gengið upp, báðum til hagsbóta. Þetta var gert í fullu samráði og samstarfi við Landsvirkjun. Niðurstaðan varð samt sú, að Landsvirkjun kaus að reyna þetta ekki, vegna þess að þetta hefur ekki verið gert hér áður. Eftirspum eftir orku hefur aukást mjög, bæði með byggingu okkar álvers og stækk- un ÍSAL, en þrátt fyrir það vill Landsvirkjun ekki fara þessa leið. Það hafa þó önnur orkufyrirtæki gert í áratugi. Þessi að- Janúar 1998 I Einstaklega mild tíð auðveldaði vinnu við bygg- ingu álversins og í janúar var hafist handa við byggingu hreinsi- vh’kis. í sama mánuði tilkynnti Norðurál að gengið hefði verið frá tæplega átta milljarða króna láni tólf banka til byggingar- innar. Peterson sagði að þegar gengið hefði verið frá fjármögn- unarsamningnum við Paribas og ING hefði hann átt von á að sex eða átta bankar tækju þátt í fjármögnuninni, en þeir hefðu orðið tólf og enginn getað lagt fram jafnmikið fé og viíji stóð til. Fjárfestingarbanki Islands lánaði um 510 milljónir króna. „Flestir þessara banka hafa enga reynslu af verkefnum hér á landi og sannarlega ekki einkaframkvæmdum af þessu tagi, svo þeir þurftu að kynna sér íslenskt viðskiptaumhverfi vel. Þeim mun ánægðari er ég með þessa niðurstöðu,“ segir Peterson. Janúar 1998 Norðurál og verkalýðsfélög gengu frá kjara- samningi vegna starfsmanna álversins. Ýmis nýmæli era í samningnum. Hann er til sjö ára og samið var um 5% viðbótar- framlag í séreignasjóð til viðbótar skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þá tókst samkomulag um svokallaða liðsvinnu. Starfsmenn vinna í sérstökum liðsheildum, sem fara hver fyrir sig með stjómunar- og ákvörðunarrétt um framkvæmd verkefna á af- mörkuðum svæðum í álverinu. Hluti launa verður tengdur ár- angri starfsmanna og liðs þeirra og getur sá hluti numið frá 5% til 15% ofan á laun viðkomandi starfsmanna. Uppbyggingu ár- angurstengds launakerfis á að vera lokið í síðasta lagi í júní ár- ið 2000, en fram að þeim tíma verður greiddur 7,5% fastur bón- us ofan á laun. „Við ætlum að starfa hér í áratugi og því lögðum við áherslu á góð samskipti við verkalýðsfélögin," segir Peterson. „Ég held að okkur hafi tekist að leggja góðan grann, sem við getum byggt á í framtíðinni, báðum aðilum til hagsbóta. Þessar við- ræður voru hvorki erfiðar né auðveldar, en okkur tókst að ljúka samningum á eðlilegum tíma, enda lögðu báðir aðilar sig fram. Við verðum svo að sjá hvað setur, en 7 ára samningstímabil gef- ur okkur tækifæri til að þróa starfið hér.“ Mars 1998 Framkvæmdum við skautsmiðju lauk að mestu í mánuðinum. zmsm 10 Lokið var við að klæða kerskála og klæðning annarra bygginga var komin vel á veg. Framkvæmdir við steypuskála hófust og stefnt að því að klára hann á 2-3 mánuð- um. Norðurál samdi við Olíufélagið hf., Esso, um kaup á olíu- vöram. Mai 1998 Samið við Samskip um flutninga skipafélagsins á ferð er alþekkt þar sem vatnsafl er virkjað, til dæmis í norð- vestur hluta Bandaríkjanna, þar sem álver fá allt að fjórðung orkunnar með þessum hætti. Það á til dæmis við um álver Col- umbia í Washington-fylki. Við eram aðeins að tala um mjög skamman tíma, september til desember, en frá næstu áramót- um á Landsvirkjun, samkvæmt samningum, að leggja okkur til orku til fullra afkasta." Peterson segist mjög vonsvikinn með afstöðu Landsvirkjun- ar. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu engin skylda til að gera þetta, því fyrirtækið hefur staðið að fullu við alla samninga við okkur. Við reiknuðum aldrei með að ná 60 þúsund tonna afköst- um fyrr en í ársbyrjun 1999, að öðra óbreyttu. Hins vegar er ég sannfærður um að þessi lausn hefði komið öllum til góða. Landsvirkjun hefði selt meiri orku, við hefðum framleitt meira og getað fullmannað álverið fyrr.“ Peterson hefur ekki gefið upp alla von um að fá orku afhenta fyrr en áætlað var. „Það er eiifitt að spá fyrir um vatnsbúskap- inn, enda ræður enginn veðri og vindum. Kannski verður útlitið betra næsta haust.“ Juni 1998 Fyrstu tvö kerin í álverinu gangsett og næstu verða tekin í notkun koll af kolli. Norðurál fékk súrál hjá ÍSAL tO að byrja, en fyrsta skipið sem flytur hráefni til Grandar- tanga lá við festar þar í lok síðustu viku. „Ég er bjartsýnn á álmarkaðinn og hlut okkar þar, þrátt fyrir að ég hafi ekki reiknað með að álverð yrði jafnlágt nú og raun ber vitni. En þessi markaður sveiflast til og þeir sem geta haldið framleiðslu- kostnaði í lágmarki munu standa áföll af sér. Það er auðvelt að græða þegar verðið er hátt, það geta allir gert, en Norðurál verður sterkur framleiðandi, sem þolir líka mögra árin.“ Áætlanir gera ráð fyrir að afkastageta álversins verði orðin 90 þúsund tonn í lok næsta árs. Til þess að það verði þarf að lengja kerskálana tvo, sem nú era rúmir 400 metrar hvor, upp í um 600 metra. Á nýrri öld verður afkastagetan að líkindum 180 þúsund tonn og verða þá byggðir tveir 600 metra kerskálar til viðbótar. Áætlanir um stækkun era ekki aðeins háðar orku- framboði, heldur einnig þróun á álmarkaði. Kenneth Peterson hefur komið margoft til íslands á undan- fórnum tæpum þremur árum, en hann hefur ekki í hyggju að flytja hingað. „Norðurál á vissulega hug minn allan núna, á meðan við erum að koma rekstrinum í fullan gang. Hins vegar er starfsemi Columbia Ventures miklu meiri í Bandaríkjunum en hér og ég held áfram að starfa á aðalskrifstofunni úti. Álver- ið á Grandartanga verður í góðum höndum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.