Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 132. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tiittug'u slas- ast í Noregi í Noregi, urðu þess vegna að taka á sig stóran krók. Launþegasamtök flugumferðar- stjóranna, AF, sögðu að slysið myndi engin áhrif hafa á aðgerðir sínar, og norsk stjórnvöld kváðu það ekki myndu verða til þess að þau hlutuðust til um að binda enda á verkfallið. Flugfélögin SAS og Braathens, auk erlendra flugfélaga, reyna að flytja farþega sína landleiðis milli Oslóar og Gautaborgar, en ekki hefur tekist að anna allri eftirspum og þúsundir orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Meðal þeirra var Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, sem í gær varð að aflýsa fyrirhugaðri för sinni til Álasunds þar sem hann ætlaði að vera viðstaddur hátíðahöld í tilefni af afmæli bæjarins. Æfíngar flugherja NATO við Kosovo að hefjast Júgóslavíuher „til- búinn til varna“ Ósló. Reuters. TUTTUGU og tveir slösuðust, enginn alvarlega, þegar tveggja hæða fólksflutningabíll með 54 norska ferðamenn innanborðs valt nærri sænsku landamærunum í gær. Fólkið var á leið til flugvallar- ins í Gautaborg, þar eð ekki er flogið frá flugvöllum í suðurhluta Noregs vegna verkfalls þarlendra flugumferðarstjóra. Endanlegur áfangastaður var Mallorca á Spáni. Slysið varð um klukkan tvö í fyrrinótt að íslensk- um tíma og varð af þeim sökum að loka aðalveginum til Gautaborgar í nokkrar klukkustundir. Farþegar í annarri rútu, sem voru líka á leið til Gautaborgar vegna verkfallsins Fæðing sýnd á netinu New York. The Daily Telegraph. MILLJÓNIR manna um víða veröld geta með aðstoð netsins væntanlega fylgst með barni koma í heiminn á þriðjudag. Er þetta talið vera í fyrsta sinn sem barnsfæðing verður sýnd með þessum hætti. Hin verðandi móðir er fer- tug og býr í Orlando í Flórída. Bandaríska Heilsusjónvarpið fór þess á leit við hana að fá að sýna myndir af fæðingunni á vefsíðu sinni. Konan á þrjú börn fyrir og hafa fæðing- arnar alltaf gengið hratt og vel. Eiginmaður hennar, lækn- ar, hjúkrunarfólk, tveir myndatökumenn, framleiðandi og þulur verða viðstödd fæð- inguna, auk áhorfenda um all- an heim. Konan, sem heitir Elizabeth, sagði að þegar hún hefði fætt sitt fyrsta bam hefði sér þótt atburðurinn yfirþyrmandi. Hún kvaðst ánægð með að fólk geti fylgst með fæðingunni og séð að það er ekkert að óttast. Þeh' sem vilja fylgjast með fæðingunni geta byrjað á slóð- inni www.ahn.com og fetað sig áfram. Er búist við að fæðingin verði um klukkan tíu á þriðju- dagsmorgun að íslenskum tíma. ÆFINGAR herflugvéla Atlants- hafsbandalagsins, NATO, yflr Alb- aníu og Makedóníu munu hefjast á morgun, mánudag, að því er banda- ríska sjónvarpsstöðin CNN hefur eftir heimildamönnum. Reuters segir þær hefjast í dag. Um 30 flugvélar frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Kanada, Ítalíu og Frakklandi munu taka þátt í æfíng- unum, og í viðtali sem þýska blaðið Bild am Sonntag birtir í dag segir Volker Ruhe, varnarmálaráðherra Þýskalands, að sex þýskar Tornado- on'ustuvélai' muni einnig taka þátt í æfingunum. Varnarmálaráðherrar NATO til- kynntu í vikunni að æfíngar yrðu hafnar á næstu dögum vegna að- gerða júgóslavneska hersins gegn aðskilnaðarsinnum í Kosovohéraði í júgóslavneska sambandsríkinu Serbíu. Héraðið á landamæri að bæði Albaníu og Makedóníu. Loftheræfingunum er ætlað að þrýsta á Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, um að láta af beit- ingu hervalds í Kosovo. Albanía og Makedónía eru ekki í NATO, en hafa veitt leyfi fyrir æfingunum. Hefur forseti Aibaníu veitt leyfi til þess að flugvélar bandalagsins lendi og fari í loftið frá flugvöllum í landinu. Ekki er ætlunin að æfa árásir á skotmörk á jörðu niðri, og sögðu heimildamenn CNN að æf- ingamar yrðu „lítið annað en yfir- flug“. Tvö bandarísk flugmóðurskip eru til reiðu ef grípa þarf til björgunar- aðgerða fari svo að einhverri flug- vélanna hlekkist á. Bandaríkjamenn hafa fjölda herflugvéla á svæðinu, m.a. eru 36 F-16-prrustuþotur stað- settar í Aviano á Italíu. Vilja ekki lenda í útistöðum við NATO Zoran Lilic, einn helsti ráðgjafi Milosevics, sagði í samtali við As- sociated Press á föstudag að júgóslavneski herinn vildi ekki lenda í útistöðum við hersveitir NATO, en hlyti að verja land sitt ef bandalagið léti til skarar skríða í Kosovo. Lilic var forseti Júgóslavíu þar til í fyrra og er nú aðstoðarforsætis- ráðherra. Hann sagðist ekki líta svo á að deilumar í Kosovo væru eigin- legt stríð sem hefði alvarlegar af- leiðingar í héraðinu, heldur væri fremur um að ræða átök „milli ör- yggissveita og hryðjuverkamann- anna“ í Frelsisher Kosovo. Herinn var stofnaður 1996 og á sér það markmið að héraðið verði sjálfstætt ríki. Um það bil 90% íbúa þar eru af albönskum uppruna. „Við vitum að komi til átaka við NATO - það er reyndar fáránlegt að svo mikið sem tala um það - eig- um við enga möguleika," sagði Lilic við AP. „En það er skylda júgó- slavneska hersins að vemda landið fyrir hverjum þeim, sem reynir að ráðast inn með valdi.“ Lilic sagði að bandarísk stjórn- völd ættu að fá albönsku skærulið- ana til að láta af skotárásum og þá myndu júgóslavnesk yfirvöld hætta aðgerðum slnum gegn þeim. Rúm- lega 250 manns hafa fallið frá þvf lögregla í Serbíu hóf aðgerðir gegn Frelsishernum í mars sl. Herinn kveðst nú hafa um 40% af héraðinu á valdi sínu. Reuters Mótmæli á Austur- Tímor STÚDENTAR við háskólann í höfuðstað Austur-Tímor efndu til fjölmennra mótmæla þar í gær og kröfðust þess að stjórnvöld í Indónesíu efndu til almennrar at- kvæðagreiðslu um sjálfstjórn héraðsins og létu lausan Zanana Gusmao, leiðtoga skæruliða í héraðinu. Hann hefur setið í fangelsi í Jakarta í 20 ár. Indónesía réðst inn í Austur- Tímor 1975 og innlimaði héraðið ári síðar. Það var áður portú- gölsk nýlenda. Sameinuðu þjóð- irnar hafa aldrei viðurkennt yfír- ráð Indónesa þar. Þetta var ann- ar dagurinn í röð sem stúdentar stóðu að mótmælum. Hrópaði fólkið „Viva Timor Leste“ (Lifi Austur-Tímor) og „Viva Xan- ana“. Um eitt hundrað indónesískir lögreglumenn voru á varðbergi skammt frá háskól- anum en ekki kom til átaka. Forseti Indónesíu, B.J. Ha- bibie, segir að til greina komi að Gusmao verði látinn laus, en úti- lokað sé að atkvæðagreiðsla fari fram á Austur-Tímor. Kom þetta fram í viðtali japönsku fréttastof- unnar Kyodo við forsetann í gær. Með íslenskuna í farangrinum FRA UPPHAFI TIL ÁLVERS MIKIL GROSKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.