Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Síidin í kurteisis- heimsókn líkt og ; kóngafólkið Norsk-íslenska síldin sem ver- ið hefur í Jan Mayen-lögsögunni um helgina er nú komin inn í ís lensku lögsöguna. HEIJA Norge, heija Norge. Stóttarfólagsfargjöld í innanlandsflugi Mestur afsláttur af flugi til Egilsstaða ORLOFSNEFND stéttarfélaga hef- ur kynnt ný fargjöld sem félags- mönnum bjóðast á leiðum Flugfélags íslands. Um er að ræða lægstu inn- anlandsfargjöld sem kostur er á og er hlutfallsleg lækkun mest á hæstu fargjöldunum. Markmiðið er að hvetja til aukinna ferðalaga innan- lands og njóta félagsmenn sérkjara á hótelum, rútuferðum og bílaleigubíl- um í sveit og borg. Stéttarfélagsverðið byggist á samningum við fjölmörg fyrirtæki í innlendri ferðaþjónustu. I boði eru tveggja manna herbergi á verði ein- staklingsherbergis á Hótel Loftleið- um, Hótel Esju, Fosshótelum um allt land, Lykilhótelunum og flestum Eddu-hótelunum, auk sérverðs á bílaieigubílum frá Bflaleigu Akureyr- ar/Europcar. Afsláttarmiðar eru seldir í nokkrar brottfarir ferjunnar Norrænu sem og með langferðabif- reiðum á vegum Háfjallahátíðar BSÍ. Flugfélag Islands býður flug milli höfuðborgarinnar og Akureyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Húsavíkur og ísafjarðar á kr. 6.730 fyrir full- orðna og kr. 4.866 fyrir börn. I al- mennri gjaldskrá Flugfélags íslands kostar flug til þessara staða á bilinu átta til þrettán þúsund krónur, allt eftir því hvernig fargjald er keypt og hvert flogið er. Vegna verðjöfnunar í samningum stéttarfélaganna er mest lækkun á flugi til Egilsstaða en minnst á fargjaldi til Vestmanna- eyja. Til Eyja er samt sem áður ódýrast að fljúga á stéttarfélagsmiða, eða ki'. 5.730. Alls hafa verið tekin frá 7.400 sæti fyrir meðlimi stéttarfélaganna, maka þeirra og böm undir 20 ára aldri og gilda fyrmefnd fargjöld allt árið nema um jól, páska og verslunarmannahelgi. Félagsmenn geta nú í fyrsta sinn bókað flugmiða með greiðslukorti símleiðis og hefur Flugfélag íslands nýverið tekið í notkun svonefnt „greindarnúmer". Þetta er fyrsta númerið sinnar tegundar sem Land- síminn setur í gang en það færir sím- töl fólks sjálfkrafa til þeirrar sölu- skrifstofu Flugfélags íslands sem er næst þeim síma sem hringt er úr. Ef ekki er svarað innan 15 sekúndna færist símtalið til næstu skrifstofu. Gerð gras- valla kennd í fjölbraut Akranesi. Morgunblaðið. Á HAUSTÖNN 1998 mun Fjöl- brautaskóli Vesturlands bjóða upp á nýja námsbraut við skólann, svokall- aða grasvallabraut. Nám á þessari braut mun taka fjórar annir og er markmiðið að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og leikni sem þarf til að starfa við viðhald og upp- byggingu grasvalla. Námið er bæði bóklegt og verk- legt og mun skólinn í samvinnu við Golfsamband íslands og Rnatt- spymusamband íslands skipuleggja sumarstörf fyrir nemendur á meðan á náminu stendur. Verið er að kanna möguleika á því að bjóða upp á hluta brautarinnar í fjarnámi. Kennsla á brautinni og skipulag hennar er í samvinnu við Elmwood College í Skotlandi og er miðað við að nem- endur geti stundað framhaldsnám þar eftir útskrift af grasvallabraut- inni. Hannes Þorsteinsson, golfvall- arhönnuður og kennari við skólann, sér um skipulag brautarinnar. Kaffihlaðbori M ATAR H LAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM í SUMj\R Sunnudagar fyrir fjölskylduna Við tileinkum fjölskyldunni alla sunnudaga í sumar, með kaffi- og matarhlaðborði. LIFANDI TÚNLIST. KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 14-17. MATARHLAÐBORÐ FRÁ KL. 18:30 Afmæli á sunnudögum Kaffihlaðborðið á sunnudögum er tilvalið fyrir afmeelisveislur. TILBOÐ FYRIR HÚPA. LIFANDI TÚNLIST. —---- Ólafur B. dlafsson leikur á píanó og harmónikku fyrir gesti. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hueradölum, 110 Reykjauík, borðapantanir 567-2020 Starfsgreinaráð endurskoðar námsskrár Hugmyndum á eftir að rigna yfir okkur Ólafur Grétar Kristjánsson SENN líður að því að starfsgreinaráð, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra setti á laggirnar fyrr á árinu, skili af sér áætlun um um- fang endurskoðunar náms- skráa ýmissa greina. Ólaf- ur Grétar Kristjánsson deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu fer með málefni tengd starfsnámi. - Starfsgreinaráð, til hvers eru þau? ,Ákvæði um starfs- greinaráð er að fínna í lög- um um framhaldsskóla, 80/1996. Rétt er að víkja að 9. kafla þeirra laga, _sem fjallar um starfsnám. I 26. grein er ákvæði um sam- starfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi sem menntamálaráðheiTa skipar. Nefndin er skipuð 18 fulltrúum, þar af eru 12 tilnefndir af atvinnu- lífínu. Aðrir sem koma að henni eru Samband íslenskra sveitarfé- laga og Samtök kennara og skóla- stjórnenda. Menntamálaráðherra skipar líka þrjá fulltrúa án tilnefn- ingar og formann nefndarinnar. Nefndinni er ætlað að vera ráð- herra til ráðuneytis og móta stefnu um skipan og framkvæmd starfsnáms á framhaldsskólastigi. Lögum samkvæmt gerir nefnd- in tillögur um skipan starfsgreina í starfsgreinaflokka í samráði við samtök atvinnurekenda og laun- þega í viðkomandi greinum. Nefndin gerir tillögur um for- gangsröðun verkefna í starfsnámi og um sérstakar tilraunir og þró- unarverkefni. Hún lagði til að starfsgreinum á Islandi yrði skip- að í 14 flokka. Þá er verið að tala um greinar sem njóta formlegrar fræðslu á framhaldsskólastigi. Einnig er átt við greinar sem hugsanlegt er að verði í sömu stöðu í framtíðinni, til dæmis með stuttum starfsnámsbrautum. Það hefur verið ákveðinn skortur á skilgreiningu starfsgreina á vinnumarkaði okkar. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, hefur unnið gagn- merkt starf á undanförnum árum í þá veru að skilgreina störf, það er í hverju þau séu fólgin, hvaða verkþættir séu til staðar og kunn- átta og þekking, í stuttu máli hverju starfsmaður þurfí að búa yfir til þess að sinna þessu tiltekna starfi. í framhaidi má velta fyrir sér ýmsum menntunarleiðum og setja námi í greininni tiltekin markmið. Þetta hefur vantað hing- að til því ýmis störf í samfélaginu eru án skilgreiningar. Samstarfs- nefndin hafði þetta í huga þegar tillögur að starfsgreinaráðum voru gerðar.“ - Hvaða flokka starfsgreina er um að ræða? „Þetta eru 14 greinar og í hverj- um greinaflokki er búið að skipa starfsgreinaráð. Um er að ræða upplýsinga- og fjölmiðlagreinar, öryggisvörslu, björgun og lög- gæslu, heilbrigðis- og félagslega þjónustu, náttúrunýtingu, hönnun, listir og handverk, uppeldis- og tómstundagreinar, verslunar- og skrifstofustörf, bygginga- og mannvirkjagreinar, farartækja- og flutningsgreinar, matvæla- og veit- ingagreinar, málm-, véltækni- og framleiðslugreinar, starfsgreina- ráð í persónulegri þjónustu; sem eru í raun snyrtigreinar; rafiðn- greinar og sjávarútvegsgreinar." - Hvernigstarfa þau? „Verkefni starfsgreinaráða er ► Ólafur Grétar Kristjánsson fæddist í Reykjavík 28. júní árið 1958. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1978 og lagði að því búnu stund á félagsfræði og hagsögu við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Að því búnu starfaði hann sem járniðnaðarmaður í sjö ár og lauk sveinsprófi í stál- smíði árið 1989. Næsta ár hóf hann nám í íslensku, lauk BA- prófi í þeirri grein frá Háskóla Islands árið 1993 og uppeldis- og kennslufræði árið 1996. Ólaf- ur kenndi við Fjölbrautaskóla Suðumesja 1993-1996 en hóf síðan störf sem deildarsérfræð- ingur í menntamálaráðuneytinu, í framhaldsskóla- og fullorðins- fræðsludeild. Hann fer aðallega með málefni starfsnáms. Ólafur er kvæntur Irisi Eddu Arnar- dóttur leikskólastjóra og eiga þau tvö börn. að skilgreina þarfir starfsgreina hvað varðar kunnáttu og hæfni starfsmanna og setja starfsnámi markmið. I hverju ráði eru sjö einstaklingar, þrír fulltrúar frá vinnuveitendum og þrír frá laun- þegum. Ráðherra skipar síðan sjöunda fulltrúann, sem kemur úr framhaldsskólakerfinu. Megin- verkefni starfsgreinaráða er námsskrárgerð.“ - Er einhver ágreiningur um þessi hlutföll? „Nei, ekki í sjálfu sér. Menn voru sammála um að hafa ráðin ekki of stór. Hins vegar leiðir af sjálfu sér í flokkum þar sem margar starfsgreinar eru að upp komi vandkvæði á því að skipa starfsgreinaráð sem allir sætta sig við. Þá er ein leið að koma fleiri sjónarmiðum að gegnum varamenn í ráðinu. Fulltrúar hittast til þess að byrja með aðra hveija eða þriðju hverja viku en sé litið til verkefnis ráðsins, það er námsskrárgerðar, og jafnframt haft í huga að nú stendur yfir end- urskoðun á námsskrá framhalds- og grunnskóla, er býsna mikið verk fyrir höndum.“ - Ottast ráðuneytið ekki að þessi vinna muni líka skila enda- lausum lista kröfugerða um úrbæt- ur í menntun fyrir ýmsar greinar? „Með skipun ráðanna er verið að setja af stað geysilega deiglu, á því leikur enginn vafi. Þarna er her manns að hella sér út í það verkefni að velta fyrir sér mennt- un í nýjum og gömlum greinum. Ráðherra hefur talað um byltingu og Ijóst er að þarna mun verða ákveðin sprenging. Hugmyndum á eftir að rigna yfir okkur.“ Her manna veltir fyrir sér námsmark- miðum fc I I I [ I. I ( I I i I I ( I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.