Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR HELGASON stórkaupmaður, Laugarásvegi 73, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. júní kl. 10.30. Anna Eiríksdóttir, Bjarni Hákonarson, Jóhanna Eiríksdóttir, Jón Wendel, Jóhannes Eiriksson, Kolbrún Steingrímsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR BRYNJÓLFSSONAR fyrrv. bónda og oddvita, Hrafnabjörgum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk E- og A-deilda Sjúkrahúss Akraness fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun í veikindum hans. Lára Arnfinnsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Matthfas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + EÍB|alBgiatinpiangkleaRgatBngþamóðir, amma, JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja á Finnmörk, Miðfirðí, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 10.00 og til baka að athöfn lokinni. Jóhanna Kristófersdóttir, Erla Kristófersdóttir, Jóhannes Kristófersson, Árný Kristófersdóttir, Gunnar Kristófersson, barnabörn, barnabarnabörn Hörður fvarsson, Soffía Pétursdóttir, Skúli Axelsson, Guðrún Sigurðardóttir, og bamabarnabarnabarn. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Árskógum 8, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 13.30. Hilmar Þór Björnsson, Gunnfríður Friðriksdóttir, Magnús Þór Hilmarsson, Guðrún S. Benediktsdóttir, Björn Ingþór Hilmarsson, Birna Katrfn Ragnarsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Þórunn Arinbjarnardóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, sem lést á heimili dóttur sinnar 8. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 15. júní kl. 15.00. Kristfn Kolbrún Guðmundsdóttir, Valey Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Ingi Vigfús Guðmundsson, Unnur Guðmundsdóttir, Samúel Guðmundsson, Svavar Valdimarsson, Ólfna Steinþórsdóttir, Inga L. Þorsteinsdóttir, Guðjón Þ. Gfslason, barnabörn og barnabarnabörn. UNNUR JONA GEIRSDÓTTIR + Unnur Jóna Geirsdóttir var fædd á Akranesi 15. maí 1923. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík, 9. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Geir Jónsson og Margrét Jóns- dóttir á Bjargi. Al- systldni Jónu voru Guðmundur (lát- inn), Sigurður Björgvin og Geir- laug Gróa. Sam- feðra voru Alexand- er Reinholt (látinn), Lúðvík Hafstein og Halldóra (látin). Eiginmaður Jónu var Gunnar Ingibergur Júhusson er fæddist 14. janúar 1922. Hann andaðist 14. júli 1991. Jóna og Gunnar eignuðust flmm böm en þau em: 1) Ragnheiður Hrefna, f. 25. júní 1950. Maður hennar er Karl Hjartarson. Börn þeirra em Jón Þór, Gunnar Kristófer, Bryndís Margrét og Hjördfs María. 2) Snorri Ingi, f. 25. maí 1952. Hann andaðist í október sama ár. 3) Sigur- geir Snorri, f. 25. aprfl 1953. 4) Mar- grét Beta, f. 30. júlí 1957. Maður hennar er Benedikt Eyjólfs- son. Böm þeirra em Jóna Rós, Ólaf- ur Konráð og Tryggvi Guðbjörn. 5) Agústína Ing- veldur, f. 14. aprfl 1960. Maður hennar er Kári Bjarnason. Barn þeirra er Jóna María. Jóna ólst upp á Akranesi til fúllorðinsára. Hún tók snemma að vinna við veit- ingastörf, sem þjónustustúlka, þar á meðal í HvalQarðarstöð- inni þar sem hún kynntist eigin- manni sínum. Þau fluttu til Reykjavíkur þar sem þau stofn- uðu heimili. Síðustu starfsárin vann hún á kaffistofunni á Kleppsspítalanum. Utför Unnar Jónu Geirsdótt- ur fer fram frá Áskirkju mánu- daginn 15. júní og hefst athöfn- in klukkan 15. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfí ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elsloilega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefúr unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elskulega mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefúr eflst við ráðin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá Guði skín. (Ámi Helgason.) Börnin. Tengdamóðir mín Unnur Jóna Geirsdóttir er látin. Ég kynntist henni fyrir hartnær þrjátíu árum er við Ragnheiður Hrefna, elsta dóttir hennar, fórum að draga okk- ur saman. Þá bjuggu þau í Gnoðar- voginum og það var feiminn sveinn sem þangað kom. En það þurfti ekki þar sem Jóna var, henni var einstaklega lagið að stríða mér og lengi var ég kallaður „Jeppi á Fjalli“ vegna jeppabílsins sem ég átti. Hún mótaði líka líf okkar ungu hjónanna þegar við byrjuðum að búa, ung og óreynd. Það var líka hún sem tók fram fyrir hendur læknanna þegar ungur sonur okk- ar var fársjúkur og kom honum á sjúkrahús þar sem honum var vart hugað líf fyrstu dagana. Er það vissa okkar að hann á ömmu sinni líf og heilsu að þakka. Þau voru ófá ferðalögin sem far- in voru á þessum árum, upp á Skaga, vestur í Ólafsvík eða bara í útilegur. Þegar við fluttum til Húsavíkur, fannst þeim Jónu og Gunnari að við værum alltof langt í burtu. En uppátækin hennar Jónu eru eftirminnileg, eins og þegar hún kom norður og hafði í fartesk- inu lítinn kettling og færði ömmu- strákunum. Við þurftum heldur ekki að fara á hótel þegar við kom- um í bæinn, alltaf var pláss hjá Jónu og Gunnari. Og þegar við svo fluttum suður aftur, upphófst svip- að ferðamunstur og við héldum áfram að ferðast saman í sumar- leyfum. Það voru ófáar sumarbú- staðaferðirnar sem þau fóru með okkur og eftir að Gunnar lést, hélt Jóna áfram að fara með okkur og öðrum úr fjölskyldunni. Á síðasta ári fórum við hjónin í fyrstu og einu utanlandsferðina með Jónu og var það ógleymanleg ferð. Seinasta ferðin okkar saman var nú um páskana, er hún lagði á sig, þá mik- ið veik, að heimsækja okkur í Mun- aðames á fimmtugsafmæli mínu. Það kom í minn hlut sem eina tengdasonarins, fyrst um sinn, að aðstoða þau hjónin við búferla- flutninga. Fyrst úr Gnoðarvoginum í Dvergabakkann þar sem þau bjuggu síðan um árabil. Þaðan að- stoðaði ég þau við að flytja á Kleppsveginn og eftir að Gunnar lést, hjálpaði ég til við er Jóna flutti á Sléttuveginn þar sem hún lést. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, eins og Tómas Guð- mundsson lýsir svo fallega í kvæð- inu sínu. Nú kemur það í minn hlut að fá að flytja Jónu hennar hinstu ferð. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og Guð veri með sálu þinni. Karl. Elsku amma mín. Nú ertu farin á góðan stað og skilur eftir margar góðar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Ég sit heima og hugsa um allar þær stundir sem við áttum saman og reyni að lýsa tilfinningum mínum. I þessari stofu sátum við oft og skemmtum okkur saman, best þótti okkur þegar mamma keypti kjúkling því það var uppáhalds- maturinn okkar beggja. Þú varst alltaf mikið fyrir handavinnu og hjálpaðir mér oft, frá því að stytta buxumar mínar upp í að sauma heilu kjólana. En músin sem þú saumaðir um síðustu jól mun alltaf vera hjá mér og það mun styðja mig í mínum mikla missi. Þú varst alltaf svo jákvæð, já- kvæðari konu hef ég aldrei kynnst. Á meðan á veikindum þínum stóð varstu svo hugrökk og huggaðir okkur hin. Amma mín, þú varst góð móðir og amma, svo blíð og um- hyggjusöm. Nú er komið stórt skarð sem við munum reyna að fylla upp í með öllum yndislegu minningunum um þig. Þú vildir alltaf gera allt fyrir alla og varst ævinlega til staðar. Stund- irnar sem þú varst með mig og bræður mína voru margar en alltaf þótti okkur jafn yndislegt og skemmtilegt að koma til ömmu. Ég vil þakka fyrir hverja einustu stund sem ég hef átt með þér. Ég veit að ég mun ávallt varðveita minninguna um þær. Elsku amma. Ég mun alltaf sakna þín og þykja vænt um þig. Þín nafna og vinkona, Jóna Rós. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál, 76) Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar er jarðsett verður á morgun, mánudag. Ég kynntist Unni Jónu Geirsdóttur, eða Jónu eins og hún var jafnan kölluð, fyrir rnn einu og hálfu ári er yngsta dóttir hennar kom með vonbiðil sinn á heimili hennar fyrsta sinni. Ég fann fljótt að í Jónu hafði ég eignast traustan vin sem unnt var að reiða sig á er við hjónaleysin stigum okkar fyrstu sameinuðu skref. Sá tími sem ég hef notið samvista við Jónu hefur ekki orðið langur, en hann hefur orðið þeim mun dýrmætari. Við Ágústína nutum aðstoðar hennar við undirbúning brúðkaups okkar í hveiju sem til þurfti að taka, ávallt var hún óþreytandi til staðar. Þegar ég hugsa til þess að stuttu áður hafði Jóna greinst með ólæknandi sjúkdóm og var vart hugað lengra líf en í fáeina mánuði get ég ekki annað en dáðst að henni fyrir að kjósa að eyða þeim öðrum til aðstoðar. Eftir því sem ég kynntist henni nánar varð mér ljósara að lyndiseinkunn hennar virðist reyndar hafa verið með þeim hætti að henni þætti allt létt- ara sem fyrir aðra væri unnið. Það var okkur hjónum mikils virði að henni auðnaðist að fá að fylgja yngsta nafnbera sínum til skímar, en hún andaðist einungis viku síð- ar. Mér er minnisstætt hversu hress mér virtist hún vera enda þótt líkamlegur máttur færi þverr- andi. Ég veit að Jónu og hennar nánustu var mikils virði að hún fékk að kveðja á heimili sínu. Sá orðstír sem lifir er minningin um góða konu ásamt þakklæti fyrir þá dýrmætu reynslu að hafa kynnst manneskju sem lagði alúð sína í að halda saman fjölskyldu sinni og vera henni allt sem hún best gat. Ég votta bömum Unnar Jónu Geirsdóttur og öðra venslafólki samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Kári. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðrn mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósrn kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Elsku Jóna mín. Ég veit að nú ertu búin að fá hvíldina langþráðu, enda varstu orðin þreytt. Én þú varst alltaf svo dugleg því að það var sífellt eitthvað sem þú hlakkaðir til og þú vildir fá að fylgjast með og taka þátt í. Þær vora orðnar margar ferðirn- ar á milli okkar vinkvennanna áður en yfir lauk, enda bjuggum við á sama gangi síðustu fímm árin. Fyrir þær yndislegu samverustundir vil ég þakka. Ég veit að látinn lifir og að nú er þér batnað af sjúkdómnum sem þú barst ávallt eins og hetja. Ég bið góðan Guð að gefa böm- um og bamabömum Jónu minnar styrk í sorg þeirra því ég veit að missir þeirra er mikill. Ég kveð kæra vinkonu með orð- um sálmaskáldsins og bið henni allrar blessunar á nýrri vegferð. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og(júfaenglageyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) Jóhanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.