Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell KENNETH Peterson, eigandi álversins á Grundartanga. Þar hófst álbræðsla í tveimur kerum í liðinni viku. ALVER Norðuráls á Grundartanga er risið af kgrunni og í vikunni var hafin þar bræðsla. Smám saman eykst framleiðslugetan og strax á næsta ári verður enn bætt við. * Endanlegt markmið er að álverið framleiði 180 þúsund tonn á ári. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti eiganda Norðuráls, Kenneth Peter- son, rúmlega fertugan lögfræðing sem fékk þá hugdettu fyrir 12 ár- um að kaupa sér álver. Nú rekur fyrirtæki hans, Columbia Ventures, fjögur álvinnslufyrirtæki í Kaliforníu og eitt íTexas, endurvinnslufyrir- tæki í Oregon og söfnunarstöðvar í Kentucky. Höfuðstöðvarnar eru í Washington-ríki. Starfsmenn í r Bandaríkjunum eru 850, en á Is- landi 125. Peterson segir að nýjasta fyrirtækið, álverið á Grundartanga, standi hjarta hans næst þessa stundina og hann fylgist stoltur með uppbyggingu þess. Hún hefur gengið hratt, raunar telja menn sig hafa sett heimsmet í byggingar- hraða álvers. Ekki eru nema 32 mánuðir frá því að fyrst var tæpt á áhuga Columbia á byggingu álvers hér á landi. Október 1995 I Fyrsta fréttin um áhuga Columbia Aluminium Corporation birtist í Morgunblaðinu 5. október 1995. „Við vor- um að velta fyrir okkur hvar við ættum að byggja álver og auk Islands kom Venesúela helst til greina," segir Kenneth Peter- son. „Hér hafði verið sú stefna í áraraðir að nýta orkuframleiðsl- una að hluta til orkufreks iðnaðar og við fréttum af íslandi vegna markaðsstarfs yfirvalda á þessu sviði. Hér gátum við fengið orku á samkeppnishæfu verði, skattlagning fyrirtækja er sanngjöm, þjóðskipulagið er í föstum skorðum, Islendingar búa yfir þekkingu á stórframkvæmdum sem þessum og álver hér tryggir aðild að sameiginlegum Evrópumarkaði. Þetta réð mestu, en ekki síst sú staðreynd að íslendingar bregðast fljótt við, ákveða hlutina og drífa sig til verka. I Venesúela velta menn vöngum og taka ekki af skarið fyrr en seint og um síðir. Eftir að við höfðum kynnt okkur ýmsa stáði, þá töldum við best að byggja í Hvalfirði." Október 1996 Ari eftir að fyrsta fréttin birtist voru málin komin á góðan rekspöl. Aætlað var að nýtt álver myndi í fyrstu framleiða 60 þúsund tonn á ári. í viðtali við Morgunblaðið lýsti Wolfensberger, framkvæmdastjóri hjá Aiusuisse-Lonza í Sviss, því yfir að hann yrði ekki sannfærður um að álverið yrði reist fyrr en fyrsta skóflustungan hefði verið tekin og framkvæmdir hafnar. Það borgaði sig ekki að reisa álver sem framleiddi minna en 160 til 200 þúsund tonn. „En Peterson er klókur fjár- málamaður, ef einhver er fær um að reka slíkt álver með gróða þá er það líklega hann,“ sagði Wolfensberger. Kenneth Peterson segir að starfsleyfi álversins kveði á um 180 þúsund tonna framleiðslu á ári. „Við höfum frá upphafi mið- að við að ná þeirri framleiðslugetu og það er óbreytt. Við höld- um okkur við 60 þúsund tonn til að byrja með, af þeirri einföldu ástæðu að Landsvirkjun getur ekki afhent orku til stæira álvers strax. Við getum alveg lagað okkur að 60 þúsundunum, það er líka arðvænn rekstur. Að baki þessu álveri er ekkert risavaxið, alþjóðlegt milljarðafélag og við sníðum okkur stakk eftir vexti.“ November 1996 I viðtali við Morgunblaðið var Peterson bjartsýnn á að álverið risi. Þá hafði Columbia Aluminium verið endurskipulagt og fyrirtækinu skipt í tvennt. Columbia Alu- minium hélt áfram rekstri álvers í Maryland, fyi-stu eignar Pet- ersons í álheiminum, og sjálfur eignaðist hann dótturfyrirtækið Columbia Ventures, sem fjárfesti í öðrum fyrirtækjum í ál- vinnslu. Um stöðuna vegna væntanlegra framkvæmda á íslandi sagði Peterson: „Ég held að frágangur skjala og vinna við laga- lega hlið málsins sé á lokastigi." Hann leiðrétti líka þann misskilning, að Columbia Ventures ætlaði að flytja hingað gamalt álver frá Þýskalandi. Álverið þýska væri e.t.v. gamalt, en þó nýrra en nokkurt álver í Banda- ríkjunum. „Við keyptum ákveðna hluta af búnaði verksmiðjunn- ar,“ sagði hann, en lagði áherslu á að sá hluti versins þar sem ál- ið yrði framleitt yrði allur nýr. Janúar1997 I Aðstoðarforstjóri Columbia Ventures, James F. Hensel, ritaði grein í Morgunblaðið þai- sem hann sagði fyrir- tækið taka ábyrga afstöðu í umhverfismálum og ekki þurfi að óttast mengun af völdum þess. Þá höfðu slíkar raddir verið uppi og menn bundist samtökum til að vinna gegn veitingu starfs- leyfis til álversins. „Ef hægt er að tala um einhverja hindrun í framkvæmdunum hér á landi, þá var það líklega þessi mengun- arumræða, þar sem menn höfðu ekkert til síns máls,“ segir Pet- erson. „Við þurftum alls ekki að breyta áætlunum okkar um mengunarvarnir vegna þessa, því þær áttu alltaf að vera þær fullkomnustu sem völ væri á, en þessar upphrópanir töfðu fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.