Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 19 LISTIR Mikil og falleg rödd MAGNÚS Magnússon veiringamaður í Munaöarnesi, Gunnar Örn myndlistarmaður og Ögmundur Jónasson formaður BSRB við opnun sýningarinnar í Munaðarnesi. Menningarhátíð í Munaðarnesi TÓJVLIST Seltjamarneskirkja EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigrún Jónsdóttir og Hrefna Egg- ertsdöttir fluttu íslensk og erlend söngverk, in.a. Zigeunerlieder, eftir Johannes Brahms. Finuntudagurinn 11. júní, 1998. EITT af því sem einkennt hefur íslenskt tónlistarlíf, er að þegar ungt tónlistarfólk kveður sér hljóðs, heldur sína „debut“ tón- leika, þekkja flestir þeir, er um tónlistarmál sýsla, nokkuð til þeirra. Nokkrum sinnum hafa þeir þó komið öllum í opna skjöldu og svo er um Sigrúnu Jónsdóttur, sem hélt sína fyrstu tónleika í Seltjarn- arneskirkju sl. fimmtudag. Þá ger- ir hún tónleikagestum þann grikk, að láta vanta í efnisskrána, nokkuð það er leyst gæti úr vanda þeirra, sem lítt eru kunnandi um hagi hennar. Tónleikar Sigrúnar og Hrefnu hófust á þremur lögum eftir Atla Heimi Sveinsson, Bráðum kemur betri tíð, Vorið góða, og Vorvísur úr barnabók, glaðleg og lagræn lög, sem voru heldur dauflega sungin. Horfmn dagur, eftir Arna Bjöms- son við texta eftir Sigurð B. Grön- dal, var fallega flutt. Söngperlurnar Nótt og Vorgyðjan kemur, eftir Árna Thorsteinsson voru að mörgu leyti vel fluttar, einkum Nótt, þótt það vantaði að nokkru sönggleðina í „Vorgyðjuna". Sigrún hefur fallega og töluvert hljómmikla rödd en virðist ekki enn hafa náð þeirri leikni að leika sér með röddina, þ.e., það vantar nokkuð í leiklétta túlkun hennar. Þetta kom nokkuð fram í Sígauna- ljóðunum eftir Brahms, sem voru á margan hátt vel sungin en of slétt og áferðarjöfn í túlkun. Það er oft einkennandi fyrir þá sem em að stíga sín fyrstu spor, að flytja verk- efni sín af varfærni og það var þessi varfærni, sem einkenndi fyrri hluta tónleikanna, helst til um of. Eftir hlé söng Sigrún þrjú lög eft- ir undirritaðan, Vorvísu, Sigurð Breiðfjörð og Bamagælu frá Nýja íslandi og söng margt fallega en helst til af of mikilli varfærni, en náði þó nokkuð áhrifamikilli túlkun í Barnagælunni. Það kom fram í meistaraverkunum eftir Síbelíus, Spánet pá vattnet, Den fórsta kyss- en og þó sérstaklega í Flickan kom ifrán sin alsklings möte, að Sigrúnu lætur vel að syngja „dramatísk" við- fangsefni og á þeim vettvangi má vel spá henni góðu gengi. Þessar andstæður komu vel fram í tveimur síðustu viðfangsefnunum, það fyrra var hin dramatíska aría Dalilu, Mon coeur, eftir Saint-Saéns, sem Sig- rún söng mjög vel en í því síðasta, 0 mio Fernando, eftir Donizetti, vant- aði að nokkra leikandi mótun tónlín- unnar. Sigrún er efnileg söngkona, hefur mikla og fallega rödd og lætur vel að túlka sterkar ástríður en er greinilega minna fyrii- leikrænan léttleika, svo sem heyra mátti á þessum tónleikum. Hrefna Egg- ertsdóttir er reyndur píanóleikari og fylgdi söngkonunni dyggilega. Það, sem gerði Hrefnu nokkuð erfítt um vik, er mikil enduróman kirkjunnar, sem hún reyndi að mæta með veikum leik, er aftur rændi umgerð söngverkanna að nokkru þeirri skerpu, sem skapast með samvirku og spennuþrangnu samspili. Jón Asgeirsson HÁTT á annað hundrað manns sóttu menningarhátíð BSRB, sem haldin var laugardaginn 6. júní í Munaðarnesi. Á hátíðinni var sýning á olíumálverkum mynd- listarmannsins Gunars Amar opnuð. FIosi Ólafsson flutti hug- vekju og Karlakórinn Söngbræð- ur söng nokkur sumarlög. Menningarhátíðin markar upp- haf sumarstarfsins í orlofshúsun- um í Munaðarnesi. I nám á vegum Evrópusambandsins ÁSA Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffíleikhússins, hefur verið valin til að taka þátt í eins árs námi á vegum Evrópusam- bandsins, Evrópuráðs- ins og Menningarstofn- unar Sameinuðu þjóð- anna, sem ætlað er fyr- ir framkvæmdastjóra á sviði menningar. Alls munu 28 Evrópubúar taka þátt í náminu að þessu sinni og er þetta níunda árið sem boðið er upp á námið, en það byggist upp á stuttupi námsdvölum í ýmsum borgum Evr- ópu þar sem margir af helstu sér- fræðingum á sviði menningarlífs í álfunni miðla af þekkingu sinni. Markmiðin með náminu era að auka þekkingu framkvæmdastjóra á sviði menningar á evrópskum menning- arstefnum, áætlunum og stofnunum auk þess að efla kunnáttu þeirra í starfí og að stuðla að uppbyggingu samkiptanets menningarfram- kvæmdastjóra í Evrópu. Ása lýsir Ása Richardsdóttir því sem skoðun sinni að það muni koma íslensku menningarlífí til góða ef fleiri starfsmenn á sviði menningar afli sér hald- bærrar þekkingar á eðli og umfangi menningar- lífsins í Evrópu. „Þeir sem hafa verið í þessu námi hafa stofnað með sér samtök menningar- framkvæmdastjóra og flestir nemendanna ganga í þau að námi loknu. ísland er hluti af samfélagi þjóðanna og því mjög mikilvægt að við öðlumst sambönd í Evrópu," segir Ása. Á námstímanum mun Ása vinna sjálfstætt á íslandi á milli dvala í Evrópu, en námið hefst í Kaup- mannahöfn nú um miðjan júní og fer einnig fram í Gdansk og lýkur í Delfí í Grikklandi. Bergljót Jóns- dóttir, stjórnandi listahátíðarinnar í Björgvin í Noregi, er eini Islending- urinn sem lokið hefur sama námi til þessa. Keli sýnir í Þórshöll KELI opnar sína fyrstu sölusýningu hér á landi í dag, sunnudag 14. júní, í Þórshöll í Reykjavík (áður Þórscafé) og hefst hún kl. 18. Á sýningunni eru 40 innrömmuð olíumálverk á striga og kennir þar ýmissa grasa, en þema sýningarinnar eru hinir fornu indijánar Norður- og Suður-Ameríku. Keli á ættir sínar að rekja til Kólumbíu en áhrif í myndum hans má meðal annars rekja þangað. Hann lauk námi frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðustu ár hefur hann numið í Listaskóla í Malaga á Spáni. Þetta er fyrsta einkasýning hans hérlendis en hann hefur haldið tvær einkasýningar og tvær samsýningar á Spáni. Sýningin stendur til 21. júní. ÞEMA sýningar Kela í Þórshöll eru hinir fornu indfjánar Norður- og Suður- Ameríku. X- ið á Ibiza með Samvinnuferðum-Landsýn og Eurocard Atlas 30. júní, 2-3 vikur Ibiza er staöur unga fólksins í ár þar sem nóttin er endalaus og dagarnir fullir af fjöri. Strendur, næturlíf, náttúrufegurö og marglitt mannlíf valda ekki vonbrigöum. Einn heppinn farþegi sem búinn er aö staðfesta ferö til Ibiza með Eurocard Atlas kreditkorti veröur dreginn út i þætti Fossa á X-inu milli kl. 17 -18 föstudaginn 19. júní. Jet Bossa Verð: 39.290 kr. m.v. 6 í 3ja herbergja íbúð á Jet Bossa í tvær vikur og ATLAS ferðaávísun Bossa Mar Verð: 42.490 kr. m.v. 4 í 2ja herbergja íbúö á Bossa Mar í tvær vikur og ATLAS ferðaávísun Verð: 57.790 kr. m.v. 2 í 2ja herbergja íbúð á Bossa Mar í tvær vikur og ATLAS feröaávísun InnifaliB: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. ATLAS ávísun gildir sem 4.000 kr. afsláttur Aukavika kostar aöeins frá kr. 2.950! . Samviiniuferúir-Laiitlsýii ATLAS - þú þarfnast þess! Austurstræti 12: 569 1010 Hótol Saga við Hagatorg: 562 2277 Hafnarfjörður: 565 1155 Keflavík: h*x ohuu Akranos: 431 3386 Akureyri: 462 7200 Vestmannaeyjar: 481 1271 fsafjörður: 456 5390 Einnlg umboðsmenn um land al
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.