Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Hver má banna fljóti frá (jöllum rás til sjávar hvetja, veg það fann, sem mangi má móti neinar skorður setja. (Sig. Breiðfj.) Sögubrot Saga þessa landsvæðis, er að því sérstæð að þar hafa eldur og vatn verið að eigast við öldum saman. . Því má svo heita að ástæða nokkur sé til þess að reyna að bregða ljósi yfir baráttu þá svo sem hana má lesa í náttúrunni og eins og hún horfir við frá mannlegu sjónarmiði. 1) Við lok síðasta jökulskeiðs, og fyrst þar á eftir, byggðist upp jök- ulsandur, keila, með toppinn uppi við Skaftárgljúfur og náði til sjáv- ar. Um það svæði kvíslaðist Skaftá öldum saman og sandurinn hækk- aði. 2) Eldgos mikið varð í sprungu- rein inni á hálendinu þar sem nú heita Eldborgaraðir, í annað sinn á nútíma. Hraunflóð mikið féll niður um Skaftárgljúfur og breiddist út yfir sandinn vestanverðan. Þetta hraun má, í byggð, sjá á Ásafit og svo frá því vestan við Botna austur eftir farvegi Eldvatns og austur fyrir rústir Gamlabæjar fyrir aust- an Syðri-Steinsmýri. Það sést víða inni á hálendinu. Þeir hinir miklu gígir, sem jafnan eru kenndir við Laka eru frá þessu gosi en ekki frá Skaftáreldum. Þetta hraun vil ég kenna við Rauðöldur í samræmi við frásögn Sveins Pálssonar. 3) Skaftá breiðir sand og leirlög yfir hraun þetta og vel má vera að r jarðvegur hafi náð að myndast á því, en norðan þess munu kvíslar Skaftár hafa runnið um sandinn og þar gróðurlendi nokkurt skapast milli kvísla. 4) Enn verður stórgos inni á há- lendinu, í þetta sinn nokkru norð- ar, þar nú heita Kambagígir, sem liggja á sömu sprungurein og Eld- gjá sem gaus mörgum öldum síðar, að því best er vitað, fyrir um 7000 árum (6200 ± 100 14 C-árum). Hraun þetta breiddist að mestu yf- ir fyrra hraunið, en að öðru leyti út yfír sandinn, eins og áður segir. Þar eru nú Landbrotshólar. 5) Næsta tímabil sýnir okkur best þróun þessa svæðis. Skaftá ber sand og leir í hraunið, sveiflast um það fram og aftur í kvíslum, lægðir fyllast og verða leirur milli farvega og hóla þar til að hraunið hefur náð að þéttast að mestu fram á brún og það vatn, sem lengi hafði „hrakist fram um undirgöng“ tók að renna ofan á hrauninu og með tímanum falla í ákveðna farvegi milli meira eða minna gróinna bakka. Á landnámsöld kann hraun- ið að hafa verið algróið ofan frá gljúfri fram á brún og sums staðar skógi vaxið. Visst er, að milli árinn- ar og fjalls reis fyrsta byggð á þessu svæði og hélst svo þar til að Skaftáreldar eyddu henni 1783. Þá virðist Skaftá, með sínum höfuð ^ kvíslum lengi hafa verið búin að vera í föstum farvegum, Landá næst Skaftártungu, þá Melkvísl, líklega nálægt því sem Árkvíslar eru nú og svo Skaftá sjálf, sem féll í Tröllshyl vestur af Seglbúðum. Einn farvegur er sunnan við Þykkvabæ, en fremst í honum er Vellandkatla, lang stærsta upp- sprettan undan landbrotshrauninu. Hjá Hátúnum er svo Ófæra, en gil- ið sýnir að þar hefur umtalsvert vatn lengi runnið. Nafnið eitt segir sína sögu og ákveðið vað á læknum, Messuvað, var við lýði og stundum < notað fram á þessa öld. Vestur af gilinu er Mjóaleira, sem nú er tún, en undir er sandur með jökulleir- lögum. Ekki liggja enn fullnægj- andi sannanir fyrir því hvenær Skaftá breytti um farveg og tók að renna um sundið milli Heiðarháls og Dalbæjarstapa, en á landnáms- öld mun það hafa verið og síðustu, sæmilega vel rökstudd- ar niðurstöður, benda til þess að það hafi ver- ið um árið 922. Næsti stóri farvegurinn er um Tungulæk og vestast er Armannskvísl, sem fell- ur í Skaftá gegnt Systrastapa. Eftirtektarvert er að allir þessir farvegir og fjöldi annarra, sem undan hrauninu koma stefna geislalægt (radi- ellt) út frá hraunrönd- inni. Hér verður litið svo á að í því komi enn fram áhrif frá þeirri fornu setlagakeilu, jökulsandi, sem undir þessu öllu er og getið var um í upphafi þessa máls. Vafalaust hafa orðið uppblást- urssvæði hér og þar á þessu hrauni. Af einu slíku má enn sjá leifamar í Óbrennu (Óbrennis- hólma) í Skaftáreldahrauni austur af Botnum og þar tungu úr hraun- inu sem hangir fram milli rofbarða. Hraunsmelar voru til fyrir Eld, en melar merkir, hér um slóðir, ein- vörðungu, melgras og svæði þar sem það vex. Með Skaftáreldum 1783-84 hefst enn eitt tímabil sögunnar og það fellur í sama farveg og hin fyrri. Skaftáreldar voru hreint hraungos með tiltölulega lítið magn fastra gosefna, ösku og vikurs, og hefur því ekki lagt til mikið efni í þétt- ingu hraunsins. Skaftá hafði í september 1783 enn ekki náð fram úr gljúfrinu hjá Skaftárdal. Ekki er vitað hvenær það varð, en tíu árum eftir Eld var Skaftá, austur hjá Klaustri, enn tært bergvatn, svo öflug sía var hraunið. Mjög drjúgan skerf til þéttingar hraunsins hefur Katla íagt, síðast 1918, enda er sandurinn í Arkvíslum yfir 70% Kötlu aska. Vegurinn gegnum Eldhraun var ruddur 1910. Fram að honum náðu Árkvíslar ekki fyrr en um 1928. Áður höfðu Ásakvíslar lengi verið við lýði og oft slæmur farartálmi að vetri til. Þær runnu um smákarga- hraun austan við Asavatn. Hraunið mun vera það, sem rann í byrjun júlí 1783. Það var þunnt, eins og sjá má við Ásavatn, og smákarginn hélt hæfilegu vatni á yfirborði svo svæðið milli kvíslanna greri fljótt og jarðvegur, þótt sendinn væri, myndað- ist og nægði til að halda kvíslunum í, nokkurn veginn fóstum farvegum, sem enn má sjá, en vatninu var veitt vestur í Ásavatn. Með tilkomu Árkvísla hófst vandi sá að verja þurfti veginn fyrir vatnságangi og brú var byggð. Annað vandamál var að mjög tók að bera á vatnsskorti í Tungulæk til óþæginda fýrir þau heimili, sem fengu raf- magn frá virkjun við Tungufoss, sem byggð var á árunum 1946- 1948. Fram til ársins 1932 er ekki vit- að til að jökullitur hafi komið á Tungulæk, en 1946 og bæði fyrir og eftir þann tíma var a.m.k. að sumri til umtalsvert jökulvatn í honum. Með því varð ljóst að verulegar breytingar á vatnsrennsli væru í Eldhrauni. Það vatn, sem til þess hafði „hrakist fram um undirgöng" hraunsins og síast, var tekið að renna ofaná því og flutti með sér jökulkorg fram yfir hraunbrún. Tungulækur og Grenlækur voru báðir til fyrir Eld, en upptök þeirra hurfu undir hraunið en eru þar enn virk þótt nokkuð trufluð kunni að vera. Tungulækur kom, að hluta til út úr gjallhól, gervigíg, við rönd Skaftáreldahrauns. Það vatn, sem er ofan á Landbrotshrauninu, sem að réttu á að heita Kambagíga- hraun, er falskt grunnvatn þar sem það kemur fram í tjörnum og poll- um. Hið eiginlega grunnvatn kem- ur fram við rönd hraunsins í Hæð- argarðsvatni, í Tjörnum og Eld- vatni. Fyrstu aðgerðir til að vernda veginn fyrir vatnságangi munu hafa komið til framkvæmda 1951. Vandamálin varðandi vatnsskort í Tungulæk kölluðu á úrbætur. Rannsóknir varðandi það mál voru gerðar sumarið 1957 og greinar- gerð fyrir þeim er að finna í Skila- grein 136 frá Vatnadeild Raforku- málastjóra: Tungulækur í Land- broti. Rannsóknir i Eldhrauni 1957. Skýrsla sú miðast eingöngu Framtíðarúrlausn vandans er sú, segir Jón Jónsson, að veita kvíslum úr Skaftá í skipulögðum, stjórnuðum rásum suður og austur um hraunið. við Tungulæk, en nokkuð af því, sem þar er sagt er enn í fullu gildi: Það verður líka ákveðið að vara við að veita svona kvíslum, ef hjá verð- ur komist. Það eykur sandfok og hindrar landið að gróa á eðlilegan hátt og tefur jafnframt fyrir því að kvíslarnar fái fasta farvegi. Varð- andi sandburð árinnar út í hraunið er jafnframt bent á að: Á þessu verða auðvitað engar breytingar gerðar. Það er aðeins hægt að slá því föstu að nú er þar komið í eðli- legri þróunarsögu þessa landslags. Þetta er skrifað 1957. Frá þeim tíma hefur mikill sand- ur borist fram í hraunið, fyrir- hleðslur gerðar með það eitt að markmiði að vernda veginn. Eitt skal þó nefnt. Þegar tals- vert vatn rann austur með veginum að norðan skammt austan við brúna á Árkvíslum, var ráðlagt að setja þar ræsi í veginn og veita vatninu suður fyrir og beina því í hraunrás, e.t.v. samanfallinn helli, og með stefnu sem næst suðaustur. Þetta var gert og eftir þeim farvegi rann umtalsvert vatn um a.m.k. 10 ára tímabil. Líklegt þykir að það hafi að nokkru haldið við rennsli í Grenlæk á þeim tíma. Hvers vegna það hætti er ekki kunnugt. Svo virðist sem í þessari rás komi fram eðlileg straumstefna á þessu svæði og að vatnaskil nokkur, þótt ekki séu skörp, liggi um Árkvíslar. Á elstu loftmyndum, sem teknar voru um 1945 má sjá hvert vatnið sækir. Sömuleiðis má það greina á ljós- mynd, sem tekin var ofan af Skálarfjalli 1957 og fylgir áður nefndri skýrslu. Sé óskað eftir skýrslu um ákveð- ið vandamál er eðlileg krafa að hún sé skipulögð eitthvað á þessa leið: 1) Vandamálið, eðli þess og um- fang. 2) Framkvæmd rannsókna, gagnasöfnun. 3) Árangur, saman- tekt og rökstuddar niðurstöður. 4) Ráðgjöf, sem svo skal vera hægt að setja í hendur verktaka til fram- kvæmda. Sé tekið mið af þessum eðlilegu kröfum, verður skýrsla sú undir nafni Vatnamælinga Orku- stofnunar og gefin út í nóv. 1997, harla gagnslaust plagg. í skýrslu þessari er lögð áhersla á að hindra að jökulkvíslar beri „sand í Eldhraun, sem er einstakt náttúrufyrirbæri á veraldarvísu" (hefði ekki verið nóg að segja hnattvísu?). Eitt ráð til að draga úr sandburði telur höfundur skýrsl- unnar vera það að veita Skaftá vestur í Langasjó en láist að geta þess að yfirborð Langasjávar er 22 metrum hærra en Skaftár austan undir Fögrufjöllum. Vatn hefur, á sínum tíma, runnið úr jöklinum fram í Langasjó og grunnvatn ger- ir það vafalaust enn, en það er ekki Skaftárvatn. Annað efni þessarar skýrslu er ámóta traustvekjandi. Verður ekki séð að höfundur valdi efninu á nokkurn hátt, en framkvæmdir þegar farnar að stefna byggðum og lífríki í alvarlega hættu. Víst finnst mér mosagróna Skaftáreldahraunið „mitt“ fagurt í sér með allri sinni takmarkalausu mjmdauðgi, en það er samt varla þess virði með „vernd“ þess að stefna mannlífi báðum megin í hættu og öfgakennd, vanhugsuð, náttúruvernd er líklegust til að spilla góðu málefni og varast ber að vernda eitt með því að stefna öðru í hættu og napurt að heyra og sjá því í hugsunarleysi, óbeint, hælt fjölmiðlum. Sem betur fer er Eldhraun svo stórt að vandalaust er að verja og vernda stór svæði innan þess og gnægð er mosagró- inna hrauna víðs vegar um land. Það er ekki til neins að rekja annað það, sem höfundur fjallar um, en af texta er ljóst, að hann hefur, ann- aðhvort, ekki lesið sum þau rit, sem vitnað er til í ritskrá, eða þá talið sig, þekkingarlega, svo yfir innihald þeirra hafinn að ekki tæki að nefna. Raunverulegur tilgangur þessarar skýrslugerðar hlýtur að staðnæmast við spurningarmerki. Áður er á það bent að fastir far- vegir í Landbroti komu ekki til fyrr en aðal kvíslamar höfðu náð að þoka framburði sem næst fram á hraunbrún. Nú höfum við fyrir augum miðkaflann í sama þróunar- ferli í Skaftáreldahrauni. Lögmál jökulfljóta er sand- og leirburður (en á ekki erindi inn í skýrslur) og verður ekki um þokað. Þetta er einfaldlega lögmálum bundin þróun, sem varast ber að trufla alvarlega. Við verðum að læra að vinna með náttúrunni ef vel á að fara. Ljóst er að eðlilegt rennsli Skaftárkvísla fram um Eld- hraun hefur verið stórkostlega truflað, af illri nauðsjm, en því mið- ur með of þröngt markaða stefnu, sem nú er verið að súpa seyði af. Nú er kominn tími til að staldra við, jafna ágreining, taka mið af staðreyndum og leggjast á eitt um lausn vandamálsins. Sú eina framtíðarúrlausn vand- ans, sem ég fæ séð er: Að veita kvíslum úr Skaftá í skipulögðum, stjórnuðum rásum suður og austur um hraunið, því hraunið verður að græða upp, fá kvíslunum fasta far- vegi, setja brýr eða ræsi í núver- andi veg eftir þörfum, taka mið af rennslisstefnu kvíslanna og vinna í samræmi við hana. Fylgjast vel með öllum breytingum með því að ljósmynda hraunið árlega úr lofti þegar sumarrennsli er í hámarki. Marka framtíðarstefnu, ekki bara í árum, en öldum. Varast ber að auka rennsli yfir í Skaftá og Ásavatn-Kúðafljót því það þýðir aukinn framburð, hækk- andi árbotn og aukna flóðahættu fyrir Meðalland og þéttbýliskjarn- ann á Klaustri. Aukið rennsli væri tímasprengja fyrir þessi byggðar- lög. Athuganir og aðgerðir allar væru best komnar í fullri samvinnu við heimamenn. Höfundur er jarðfræðingur. VANDAMAL IELDHRAUNI JÖKULVATN fylgir hér eldrásinni frá Skaftáreldum suðaustur um Eldhraun en grávíðir hefur náð fótfestu á bakkanum. Jón Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.