Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/6 -13/6 ►EMBÆTTI yfirdýralæknis sér ekki ástæðu til að mæla gegn flutningi háhyrningsins Keikos til landsins. Fulltrúar Frelsum Wiily Keiko-stofn- unarinnar eru komnir til landsins og hafa rætt við ráðamenn og kannað þá staði sem helst hafa þótt koma til greina sem heim- kynni Keikos, þ.e. Eskifjörð og Vestmannaeyjar. Islandssíldin kom og fór ►FLUGVÉL Landgræðsl- unnar, Páll Sveinsson, nauð- lenti á flugvellinum á Sel- fossi f vikunni eftir að eldur kom upp í öðrum hreyflin- um. Fimm menn voru um borð og sakaði engan. Vélin var heralalaus við lendingu og ákvað flugstjórinn að sveigja út af brautinni til að stöðva vélina áður en hún færi út af brautarenda skammt frá Ölfusá. NORSK-íslenska sfldin veiddist í ís- lenskri lögsögu í vikubyrjun og fengu tveir færeyskir bátar sfld á mánudag um 15-20 mflur innan við landhelgislín- una. Á þriðjudag gekk veiðin vel á mið- unum djúpt norðaustur af landinu. Hólmaborgin fékk t.d. 2.700 tonn á að- eins 10 tímum og Júpiter fékk yfn’ 1.100 tonn í einu kasti. Síðar í vikunni var sfldin komin á ný inn í norsku lögsög- una og var afli orðinn tregur. Undirbúa félags- mannatryggingar LANDSSAMBÖND Alþýðusambands- ins hafa ákveðið að hefja undirbúnings- vinnu að því að koma á félagsmanna- tryggingum í þeim tilgangi að bæta tryggingavemd félagsmanna sinna inn- an ASI og ná hagkvæmari tryggingaið- gjöldum fyrir launafólk inna ASI. ►SAMNINGANEFND ís- lendinga og Norsk Hydro um stóriðju kynnti innlendum fjárfestum í vikunni mögu- leika á þátttöku þeirra í fjár- festingu vegna byggingu ál- vers f samstarfi við Norsk Hydro á Austurlandi ef í þá framkvæmd verður ráðist. Engar kröfur á bankastjóra ►RÍKISSTJÓRNIN hefur ftrekað fjallað um þá stöðu sem upp er komin á heil- brigðisstofnunum vegna uppsagna 6-700 þjúkrunar- fræðinga, sem taka gildi um næstu mánaðamót. Meðal annars hefur verið rætt um að setja á laggimar nefnd embættismanna að minnsta kosti þriggja ráðuneyta, for- sætis-, heilbrigðis- og fjár- málaráðuneytis, til að hafa með höndum yfirstjóm á því hvernig tekið verður á vand- anum og hvemig viðbrögðin yrðu ef niðurstaða fæst ekki áður en til uppsagna kemur. BANKARÁÐ Landsbanka íslands mun ekki gera kröfur á hendur fyrrverandi bankastjórum bankans, sem sögðu upp störfum sínum um miðjan apríl sl., um endurgreiðslur á kostnaði á risnu, lax- veiðum og fleiru umfram það sem einn þeirra hefur þegar boðist tfl að endur- greiða né verður óskað eftir opinberri rannsókn. Þar með hefur bankaráðið fallist á sjónarmið Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlögmanns, sem kannaði réttarstöðu þriggja fyrrverandi bankastjóra. Haldið aftur af útgjöldum FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur að nauðsynlegt verði á næstu árum að halda aftur af aukningu rfldsútgjalda á sem flestum sviðum vegna hættu á verðbólgu. Þó muni framlög til brýnna málaflokka á borð við velferðar- og menntamál aukast. NATO undirbúi íhlutun AKVEÐIÐ var á fundi varnarmálaráð- herra Atlantshafsbandalagsins, NATO, á fimmtudag, að gera klárt fyrir hem- aðaríhlutun í Kosovohéraði í Serbíu. Fæli hún í sér loftárásir og landhernað ef nauðsyn krefði. William Cohen, vam- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir aðgerðunum væri æski- legt, en ekki skilyrði. Aðstoðarforsætis- ráðherra Serbíu sagði að brugðist yrði harkalega til vamar ef NATO-her réð- ist inn í Kosovo. í yfirlýsingu frá vam- armálaráðherrum NATO á fimmtudag segir að þeir hafi samþykkt áætlun um að „stöðva eða draga úr skipulögðum of- beldisaðgerðum“ gegn Albönum í Kosovo. ►HUNDRÚÐ manna fórust í hvirfilbyl sem gekk yfir strandhérnð í indverska rík- inu Gujarat á miðvikudag og þriðjudag. Embættismenn í ríkinu sögðu að 411 að minnsta kosti hefðu farist. Rúmlega 2.500 manns hafa dáið af völdum mikilla hita á Indlandi frá því í maí. Hefur hitinn mælst allt að 49,5 stig í forsælu, sem er það mesta sem mælst hefur í landinu frá 1956. Nýjar vígstöðvar í Eritreu ►TALSMAÐUR herforingja- stjóraarinnar í Nígeríu sagði á þriðjudag að staðið yrði við loforð Sanis Abachas einræð- isherra, sem lést á mánudag, um að borgaraleg stjóm tæki við völdum í landinu 1. októ- ber. BARIST var á nýjum vígstöðvum í stríðinu milli Eþíópíu og Eritreu á fimmtudag, f um 70 km fjarlægð frá hafnarborginni Assab í Eritreu. Kenna hvorir öðrum um upptök átakanna. Eþíópíumenn kváðust hafa „stráfellt" eritreska hermenn. Breckmann tryggir stjórnina ANFINN Karlsberg, lögmaður Færeyja, kvaðst á miðvikudag ekki vilja ganga svo langt að segja að samkomu- lagið er Færeyingar og Danir gerðu nóttina áður um bankamálið og greiðslu skulda Færeyinga við danska ríkið væri fyrsta skrefið í átt að sjálfstæði. Það væri hins vegar fyrsta skrefið í átt að efnahagslegu sjálfstæði eyjanna. Blekið var vart þomað á samningnum er Óii Breckmann, sem situr á danska þinginu fyrir Færeyjar, kvaðs myndu sitja hjá í atkvæðagreiðslum um fmmvörp dönsku stjómarinnar og tryggði þar með fram- gang þeirra. ►BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hef- ur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort ísraelar eigi að afhenda Pal- estfnumönnum 13% lands til viðbótar á Vesturbakkanum. Netanyahu sagði / útvarps- viðtali f vikunni að álit al- mennings vegi þungt í svo mikilvægri deilu. Hann tók fram að ekkert hefði verið endanlega ákveðið í þessum efnum. Yrði brottflutningur samþykktur í þjóðaratkvæða- greiðslu gæti það létt póli- tfskum þrýstingi af forsætis- ráðherranum. ► MIKILL hiti var í Kúveit í byijun vikunnar og farið í 51 stig í forsælu og 84 stig í sól. Embættismenn ráðlögðu fólki f landinu að halda sig f skugga f mestu mollunni til að fá ekki sólsting. FRETTIR Landsbank- inn lánar Norðuráli Morgunblaðið/Arnaldur GENGIÐ frá lánssamningnum. Frá vinstri: Ragnar Guðmundsson, fjármálastjóri Norðuráls, Halldór J. Kristjánsson, aðalbankastjóri Landsbankans, Kenneth Peterson, forstjóri Columbia Ventures og eig- andi Norðuráls, og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrir- tækja- og stofnanasviðs Landsbankans. LANDSBANKI íslands hf. og Norðurál hf. hafa samið um að bankinn láni fyrirtækinu þrjár miHjónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmum 200 milljón- um íslenskra króna. Lánið er veitt til að íjármagna lokaframkvæmdir Norðuráls við Grundartanga. Það er veitt til 15 ára og eru vextir breytilegir miðað við þriggja mánaða Li- bor-vexti. I frótt frá Landsbank- anum segir að auknar lánveit- ingar til stóriðju falli vel að for- gangsverkefnum bankans. Bankinn er viðskiptabanki Norðuráls. Margrét Frímannsdóttir á Miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins Ótvíræður stuðningur við samstarf vinstri flokka MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði í ræðu við upphaf miðstjómarfundar flokksins í gær að sameiginleg framboð félagshyggjuaflanna í sveitarstjómarkosningum sýni ótví- ræðan stuðning við samstarf vinstra fólks. Fundurinn er haldinn til und- irbúnings fyrir aukalandsfund flokksins í júlí, þar sem tekin verður ákvörðun um hvaða leið verði farin í samstarfi við Alþýðuflokk og Kvennalista. 32 fulltrúar af tæplega hundrað sem rétt hafa til setu í miðstjóm flokksins hafa skrifað undir stuðn- ingsyfirlýsingu við sameiginlegt framboð þar sem hugmynd um framboð Aiþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista í þrennu lagi með sameiginlegri steftiuskrá er jafnframt hafnað. Alþingismenn- imir Ögmundur Jónasson, Stein- grímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson lögðu hins vegar allir fram álitsgerðir þar sem þeir lýsa yfir andstöðu við sameiginlegt framboð fyrir næstu kosningar. Gjald verði tekið fyrir afnot auðlinda Fimm starfshópar með fulltrúum flokkanna þriggja sem ætlað var að ná sameiginlegri niðurstöðu um helstu málefni lögðu fram skýrslur fyrir fundinn. í ályktunum meirihluta málefna- hóps um umhverfis-, atvinnu- og efnahagsmál segir meðal annars að binda skuli sameign þjóðarinnar á helstu auðlindum til lands og sjávar í stjómarskrá og einnig að taka skuli sanngjamt gjald fyrir afnot af þeim. Jafnframt er það tfllaga hóps- ins að gjörbreyta eigi stjómkerfi fiskveiða fyrir árið 2002 svo einstak- ir aðilar hafi ekki tekjur af ráðstöfun veiðiréttinda og að aðkoma nýliða að greininni verði auðvelduð. Hópurinn telur einnig að stjómsýsla hálendis- ins eigi að vera undir einni stjóm, að viðhalda eigi öflugum þjóðbanka undir íslenskri stjóm og forræði, að tekið verði upp fjölþrepa tekju- skattskerfi, að fæðingarorlof verði tólf mánuðir og feður taki hluta af því, svo að dæmi séu nefnd. Hjörleifur Guttormsson, sem sat í málefnahópi um umhverfis-, at- vinnu- og efnahagsmál, skilaði sérá- liti þar sem hann víkur vemlega frá stefnu annarra nefndarmanna í mörgum málaflokkum. Þyrlan í sjúkraflug’ LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sótti veikan lettneskan sjómann um borð i togara á Reykjaneshrygg um 230-240 sjómflur frá landi aðfaranótt laugardags. Þyrlan var kölluð út um klukkan ellefu í fyrrakvöld og var komið með manninn, sem var með botnlangabólgu, á Sjúkrahús Reykjavíkur laust fyrir klukkan þrjú. Er þetta með lengri ferðum sem þyrlan hefur farið til aðstoðar. Morgunblaðið/Arnaldur wm Nýr afgreiðslutími verslana Hagkaups: Smáratorg formlega opnað Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til 20:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 12:00-18:00 Kringlan 2. hæð:------------- Mán. - fim. 10:00 -18:30 Föstudaga: 10:00 -19:00 Laugardaga: 10:00-18:00 Sunnudaga: 13:00-17:00 HAGKAUP Alltaf betri kaup VERSLUN ARK J ARNINN Smáratorg í Kópavogi var formlega opnaður í gærmorg- un. Þar með er lokið þeim fram- kvæmdum sem tengjast bygg- ingunni, en alls eru þar 13 verslanir og veitingastaðir stað- settir á um 12.000 fermetrum. Meðal stærri fyrirtækja má nefna Hagkaup, Elko og Rúm- fatalagersins en einnig eru þar smærri verslanir. I tilefni dagsins var bökuð 28 metra löng kaka sem var vinsæl meðal gesta en einnig var þar ýmislegt um að vera fyrir börnin. Opnunarhátíðin heldur áfram í dag frá klukkan 12 til 18. i i I J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.