Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Slóð morðingjans • / í gegnum smasja ERLEMDAR REKIJR Spennusaga Patricia Cornwell: „Unnatural Expos- ure“. Wamer Books 1998. 370 síður. SPENNUSÖGUHÖFUNDURINN Patricia Comwell er vinsæl hér á landi enda einn af fremstu afþreying- arhöfimdum Bandaríkjanna. Einkan- lega eru læsilegar bækur hennar um réttarlækninn Kay Scarpetta hjá FBI eins og „From Potter’s Field“ og „Cruel and Unusual“. Nýjasta saga hennar er einnig um Kay þessa og heitir hún „Unnatural Exposure" og er áhugaverð og spennandi kannski eink- um fyrir þá sök að efni- viðurinn er kunnur úr fréttum og þekking höf- undarins á vinnuaðferð- um og greiningum krufn- ingarlækna er viðbrugð- ið. Spennan snýst ekki um innantóma eltingar- leiki heldur leitina að vís- bendingum á skurðar- borðinu þar sem Kay Scarpetta rýnir í líkin og reynir að finna slóð morðingj- ans í gegnum smásjá. Áhugasöm um glæpi Glæpir, einkum morð og leitin að morðingjum, hefur lengi verið sér- stakt áhugamál Patricia Cornwell. Hún skrifaði íyrst um réttarlækninn Héraðsskjala- safn S-Þing- eyinga fær ættfræðisafn að gjöf Húsavík. Morgunblaðið. INDRIÐI Indriðason, ættfræð- ingur frá Ytra-Fjalli, sem nýlega varð níræður, afhenti nýlega safnadeild Suður-Þingeyinga formlega til varðveislu og eignar ættfræðihandrit þeirra feðga, Indriða Ketilssonar frá Ytra- Fjalli og síðar Indriða sonar hans, sem héit áfram hinu mikia verki að skrá alla Þingeyinga. Hluti afraksturs þessa mikla handritaverks hefur nú birst í ritverkinu Ættir Þingeyinga, sem út er komið í sex bindum, en fleiri eru í undirbúningi til prent- unar. Ættartölur Þingeyinga eru þó ekki nema nokkur hluti af því mikla handritasafni, sem Indriði afhenti, en það er í hundruðum binda. Forstöðumaður Safnhúss Þing- eyinga á Húsavík, Guðni Hall- dórsson, veitti gjöfinni móttöku og sagði við það tækifæri m.a. „að hér væri um ómetanlega gjöf að ræða, sem nýtast myndi kom- andi kynslóðum er kynna vildu sér ættfræði Þingeyinga". --------------- Patricia Cornwell í sögunni „Postmortem“ og segist hafa aflað sér reynslu áður en hún fór að skrifa með því að starfa við líkhús og fylgjast með réttarlæknum að störfum. Hún hafði reynt að skrifa áður án þess að afla sér þekk- ingar en það gekk ekki upp. Svo hún tók að kynna sér það sem hún vildi fjalla um. í því skyni lagði hún m.a. einnig stund á lögreglustörf og hún hefur starfað sem blaðamaður að skrifa um glæpafréttir. Nú skrifar hún aðeins um það sem hún þekkir og gerir það satt að segja býsna vel. í nýju sögunni þarf Kay á aliri sinni þekk- ingu sem læknir að halda því sérlega skelfi- legur hryðjuverkamaður virðist ganga laus, sem vekur heimsathygli. Lík finnst á sorphaugum í Virginíu sem vantar á hendur og fætur og höf- uð og minnir fundur þessi sterklega á gerðir fjöldamorðingja sem áð- ur gekk laus í nágrenni Dublin en virðist nú hafa tekið upp fyrri iðju í Bandaríkjunum. Þetta er tíunda líkið sem finnst þegar allt er talið en nokkur frávik, sem koma fram við líkskoðun, vekja athygli Scarpetta, og hún telur að hugsanlega sé eftirherma á ferðinni, einhver sem vill láta halda að morð- inginn frá Dublin sé á ferðinni. Searpetta er ekki auðblekkt og leit hennar að svörum leiðir hana fljót- lega í sannleikann um eins konar hryðjuverkamann í ætt við hinn al- ræmda Unabomber nema þessi not- ar sýkla í geðveiki sinni og svo gæti farið að skelfilegur faraldur brjótist út og milljónir deyi. Gamlir kunningjar „Unnatural Exposure" er prýðileg lesning sem á sér nokkuð augljósar fyrirmyndir í sýklatrylli eins og „Outbreak" og fréttum af Una- bomber, sem sendi sprengjur í pósti. Comwell notfærir sér hvort tveggja með ágætum árangri og býr til spennandi og hraðan og skemmtileg- an reyfara sem lýsir æsilegu kapp- hlaupi við tímann. Lesendur bóka hennar hreiðra fljótlega þægilega um sig í sögunni. Sem fyrr er tækni- málið óþrjótandi og sem fyrr á Kay Scarpetta í persónulegum þrenging- um og sem fyrr er lesbían systur- dóttir hennar í vondum málum en hún starfar einnig hjá FBI. Menn- irnir í lífi Kay eru þama allir sem einn og nokkrar nýjar persónur em kynntar til sögu. Aðeins einn veikleika er að finna í annars ágætri spennubók. Eftir að hafa byggt upp í miklum smáatriðum og af stakri fagmennsku gátuna í sögunni dettur dampurinn svolítið niður þegar kemur að lausn hennar, sem er fremur ósannfærandi. Það er eins og Comwell hafi ekki nennt að plotta lengur en ákveðið að ijúka sögunni og segja skilið við hana. En lesendur ættu ekki að hafa af því nema minniháttar óþægindi. Arnaldur Indriðason BIRGIR Schiöth sýnir pastelmyndir og teikningar í Eden. Birgir Schiöth sýnir í Eden BIRGIR Schiöth myndlistarkenn- ari sýnir pastelmyndir og teikn- ingar í Eden í Hveragerði dag- ana frá og með 16. júní til 29. júní. Myndefnið er fjölbreytt; frá sfldarsöltun á Siglufirði á árum áður, hraunmyndir, portrett, hestamyndir o.fl. Birgir er fæddur á Siglufirði 1931 og stundaði nám við gagn- fræðaskólann þar, Menntaskólann á Akureyri og Kennaraháskóla fs- lands. Hann kenndi verkmennt og myndlist við gagnfræðaskólann á Siglufirði í 20 ár, en síðan kenndi hann við grunnskólana í Garða- bæ. Meðfram kennslunni hefur hann verið í myndlistamámi í Myndlistaskólum í Reykjavík og einnig í einkakennslu. Hann hefur haldið margar einkasýningar. Nú hefur hann hætt kennslunni og sinnir ein- göngu myndlistinni. Ástir skáldsins INDRIÐI Indriðason ættfræðingur. Morgunblaðið/Silli PIANOLEIKARINN Ami Heimir Ingólfsson leikur á tónleikum í Digraneskirkju annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30 og hefur hann valið á efnisskrá sína verk eftir Robert Schumann. Ami Heim- ir leikur Widmung, op. 25 nr. 1, Abegg-vari- ationen, op. 1 og Kreisleriana, op. 16. Yfirskrift tónleik- anna er Ástir skáldsins og segir Árni Heimir að verkin þrjú á tón- leikunum hafi tón- skáldið samið fyrir áhrif frá kvenfólki. „Margir halda að það séu aðallega sönglög sem séu innblásin af ástinni, en mörg pí- anóverk eru ekki síður innblásin af henni,“ segir Árni Heimir. Schumann samdi öll verkin milli tvítugs og þrítugs og segir Ámi það vera góða tímasetningu að takast á Ámi Heimir Ingólfsson við þau nú, þegar hann er sjálfur rétt tæplega hálfþrítugur. „Schumann var ósér- hlífinn í að túlka eigin tilfinningar og þess vegna gera verkin samskonar kröfur til ffytjandans." Stærsta ástin í lífi Sehumanns var píanóleikarinn og eiginkona hans, Clara, en æskuástin var Meta Abegg, sem samnefnd tilbrigði em nefnd eftir. Árni Heimir hóf pí- anónám við Tónmennta- skóla Reykjavíkur hjá Erlu Stefánsdóttur og síðar hjá Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk B. Mus.-prófi í píanóleik og tónlistarsögu frá Oberlin háskólan- um í Ohio í fyrravor og stundar nú doktorsnám í tónvísindum við Har- vard háskólann í Bandaríkjunum. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju Skapandi konur KAMMERMÚSÍKHÁTÍÐ er hald- in árlega í Örebro í Svíþjóð. Að þessu sinni er lögð áhersla á tón- skáld meðal kvenna og var efnt til samkeppni í því skyni. Margar hafa sent tónverk í keppnina eða 18 tals- ins. Laugardaginn 8. ágúst keppa fjögur tónverk sem dómnefnd hefur valið um verðlaunin, 50.000 sænskar kr. Áheyrendur velja síðan verð- launahafa sem fær 15.000 sænskar kr. TÓNLEIKARÖÐIN Sumartón- leikar í Stykkishólmskirkju eru nú haldnir í þriðja sinn en það er Efl- ing Stykkishólms sem gengst fyrir þessum Sumartónleikum. Efling er félagsskapur einstaklinga og íyrirtækja í Stykkishólmi, sem hefur það að markmiði að efla menningu og atvinnu í bænum. Fyrirhugaðir eru sex tónleikar í sumar og verða þeir fyrstu mánu- daginn 15. júní kl. 21. Á tónleikunum syngja Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir sópransöngkon- ur við píanóundirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Ágústa syngur lög eftir Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Eyþór Stefánsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Þór- unn syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Hjálmar H. Ragnars- son og Jón Leifs. Saman flytja þær dúetta eftir Sigvalda Kalda- lóns. Tónleikar sumarsins Júlí-kvartettinn, Júlíanna Elín Kjartansóttir, 1. fiðla, Rósa H. Guðmundsdóttir, 2. fiðla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla og Lovísa Fjeldsted, selló, heldur tónleika 29. júní; Mósaic-gítarkvartettinn frá Spáni, Maria José Boira, Francesc Ballart, Halldór Már ÞÓRUNN Guðmundsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir hefja tónleikaröðina í Stykkishólmskirkju á mánudaginn. Stefánsson og David Margadas halda tónleika 13. júlí; 27. júlí verða tónleikar með Friðrik Vigni Stefánssyni organista í Grundar- fjarðarkirkju; 10. ágúst verða tón- leikar Áshildar Haraldsdóttur, flautuleikara og Pierre Morabia, píanóleikara; 16. ágúst verða tón- leikar á Dönskum dögum með Mörtu G. Halldórsdóttur, sópran- söngkonu og Erni Magnússyni, pí- anóleikara. Guðmundur Páll Ólafsson, rit- höfundur og listamaður í Stykkis- hólmi hefur hannað veggspjöld að Sumartónleikum í Stykkishólms- kirkju í þau þrjú sumur sem tón- leikaraðirnar hafa verið haldnar. Nýjar hljóðbækur • LÁT hjartað ráða för er í flutningi Guðrúnar Þ. Stephensen leikkonu. Höfundur bókarinnar er ítalska skáldkonan Susanna Tamaro, en Thor Vilhjálmsson þýddi bókina úr ítölsku. Aðalpersóna bókarinnar, amman er GuðrúnÞ. dauðvona og tími Stephensen uppgjörs er upp runninn. Hún skrifar bréf til ungrar dótturdóttur sinnar í Ameríku, rifjar upp liðinn tíma og leyndarmál streyma fram. Susanna Tamaro er þekkt ítölsk skáldkona sem skrifað hefur nokkrar skáldsögur, smásagnasafn og barnabækur. Með Lát hjartað ráða för sló hún í gegn og hefur bókin verið þýdd á meira en tuttugu tungumál, auk þess sem kvikmynd hefur verið gerð eftir henni. Prentuð útgáfa bókarinnar kom út hjá bókaútgáfunni Setbergi 1995. Lát hjartað ráða fór var hljóðrituð og tjólfölduð í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Hljóðbókin erá4 snældum og tekur um 7 klst. í flutningi. Hlynur Helgason hannaði kápu. Verð kr. 2.990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.