Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnaldur ,ÖGUN og harka verður í náminu og nemendum hjálpað að verða að hæfari einstaklingum," segir Guðfinna með Viðskiptaháskólann í bakgrunni. Hugsun í hólfum og veggir milli manna falla ekki vel að hugmyndum Guðfínnu Bjarnadóttur, nýs rektors Viðskiptaháskólans, um árangur í starfí, og ekki heldur einangraðar fræðigreinar. Hún vill skipulag sem hvílir á mörgum forsendum. Gunnar Hersveinn naut útsýnis hennar og sá mynd af nemendum sem eiga að nýta tíma sinn vel til að læra eitthvað gagnlegt en um leið að þéna nógu mikið til að lifa mannsæmandi lífí. VÍÐSÝNI og virðing fyrir þekkingu annarra eru meðal lq'örorða Guðfinnu Bjama- dóttur, rektors Viðskiptahá- skólans í Reylgavík, sem byrj- ar fyrsta háskólaárið 3. september næstkomandi. Hún vill brjóta niður veggi milli námsgreina og skapa víðsýnt fagfólk. „Við þurfum að bera virðingu fyrir öðrum því við getum lært af hverjum einasta manni sem við mætum. Hlutverk okkar er að uppgötva hvað það er.“ Bera á virðingu fyrir þverfaglegri þekkingu í Viðskiptaháskólanum. „Kennarar þurfa að vinna saman, og skoða heildarsamhengið. I hag- nýtri stærðfræði munu nemendur til dæmis taka dæmi úr námskeið- um úr hagfræði og fjármálum. Sam- þættingin verður milli fræðigreina innan hvers sviðs, og einnig verður aðgangur milli deilda góður. Töivu- fræðingar þurfa t.a.m. að vita hvað viðskiptafræðingamir eru að gera og öfugt.“ í Viðskiptaháskólanum verður námið hagnýtt og miðar að þörfum atvinnulífsins og einnig völdum alþjóðlegum viðmiðum. „Við erum að velja viðmiðunarskóla í Bandaríkjunum og í Evrópu og ætl- um að búa nemendur undir að geta komist inn í hvaða skóla sem er og staðið sig.“ Skrifstofa Guðfinnu verður á fímmtu hæð í nýrri byggingu í Of- anleiti 2 og er útsýnið feikigott. „Það skiptir máli að augun fái að ferðast," segir hún. Húsið rúmar 500 manns en fyrsta skólaárið verða á þriðja hundrað nemendur í tveim- ur deildum: Tölvufræðideild og Við- skiptadeild, en um leið leggst Tölvu- háskóli Verzlunarskóla Islands nið- ur. Þorvarður Elíasson var frum- kvöðull TVÍ og hafa 302 kerfísfræð- ingar verið útskrifaðir síðan árið 1988 eftir tveggja ára nám. Skólinn hefur aflað sér velvildar og í könn- un, sem Guðfinna lét gera fímm mínútum fyrir lokaútskrift þar í maí síðastliðnum, kom í ljós að allir nema einn höfðu ráðið sig í vinnu eða fengið atvinnutilboð og launin að meðaltali rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. „Eg vil mennta nemendur í störf sem gefa góð laun,“ segir Guðfinna, en hver er menntun hennar og fyrri störf? Lífið er ekki deildaskipt „Eg er stúdent úr stærðfræði- deild gamla Kennaraskólans og var að spá í að fara í réttindanám í Kennaraháskóla íslands en fór í sál- fræði við Háskóla íslands og út- skrifaðist árið 1986.“ Þar segist hún hafa lært öguð vinnubrögð sem hún beitti í West Virginia University í Bandaríkjunum í master- og síðar doktorsnámi. Guðfínna er mikil áhugamanneskja um hagnýtingu náms og fannst háskólinn í Virginia ekki standa nógu vel undir því merki. „Þeir voru ekki nógu harðir svo ég fékk að semja dagskrána mína í skólanum sjálf og var ég því allan tímann með annan fótinn í verkfræðideildinni.“ í sálfræðideildinni stundaði hún stjómunarsálfræði og var á hörðu línunni með aðgerðabindingu og hlutlægni í íyrirrúmi. Á námstíman- um í Bandaríkjunum vann hún einnig fyrir þekkt fyrirtæki eins og General Electric, Honeywell og Union Carbide. Doktor varð hún ár- ið 1991 og stofnaði strax eigið fyrir- tæki: LEAD Consulting. Hún batt saman sálfræði og verkfræði og tamdi sér þverfaglega hugsun eins og tíðkast í lífinu sjálfu. „Lífínu er ekki skipt upp í deildir," segir hún. Kennir stjómendum að vera með fyrirtæki í fararbroddi Guðfinna náði fljótlega góðum ár- angri með fyrirtækið sitt, LEAD Consulting, en hugsun hennar um skólastefnu er af sama toga og birt- ist í hugmyndinni á bak við það. „LEAD hefur fjögur meginsvið og tákna stafimir hvert þeirra. „L“ (leadership) er forysta og er áhersl- an á heildarsýnina. Forysta er í fyrsta lagi um fólk eins og nemend- ur, starfsfólk, fólk í viðskiptalífinu og þjóðina. Hún er í öðra lagi um fjármuni, í þriðja lagi um framtíðina en við hana ber ævinlega að miða. Hún er í fjórða lagi um fram- kvæmdir og fímmta lagi um ferla eins og nám.“ „E“ (empowerment) er um þátt- töku og valddreifingu. „Það merkir að allir hafi eitthvað merkilegt fram að færa. Fyrirtækið er opið og fólk- ið fær að vita hvað er að gerast. Upplýsingarnar streyma í báðar áttir. Það er merki um ranga stjóm- un þegar starfsmaður sem gerir það gott utan vinnutímans er nánast beðinn að vera heilalaus í vinnunni. Þessi starfsmaður er ef til vill for- maður í áhugamannafélögum og valinn til forystu af nágrönnum sín- um,“ segir hún. „A“ (accountability) er hvatakerfi og um að starfsmenn getið notið velgengni sinnar hjá fyrirtækjum. „D“ (development) táknar þróun og sífellt nám starfsmanna sem markvisst auka þekkingu sína og fæmi í síbreytilegu umhverfí. Eiginmaður Guðfinnu, Vilhjálmur Kristjánsson stjórnsýslufræðingur, er með henni í fyrirtækinu og hafa þau ferðast mikið um Bandaríkin vegna vinnu sinnar. „Það kom fjrrir að maður vaknaði á einhverju hóteli og þurfti að rifja upp í hvaða borg það væri. En eftir að Hólmfríður dóttir okkar ákvað að verða íslend- „Hvaða vinnu- möguleika eigum við að bjóða unga fólkinu? Ég vil búa nemendur undir störf í hærri launakantinum. Mér er nefnilega minnisstæð könn- un í lowa-fylki sem sýndi að unga fólkið þar kom ekki aftur heim eftir nám. Það má ekki henda okkur - og þess vegna vil ég mæla árangur námsins og spyrja eins og ég gerði á útskriftinni hvort þau hafi nú þegar fengið vinnu og hver launin verði. Og það er góður mælikvarði á gæði skólans.“ ingur og byrjaði í sálfræði við Há- skóla Islands síðastliðið haust ákváðum við að gera hið sama og stjóma fyrirtækinu héðan,“ segir Guðfínna. Hólmfríður er eina barn þeirra og Island varð meira heill- andi eftir að hún flutti heim. „Við gerðum upp hug okkar til landanna og íslenski kúltúrinn hafði vinning- inn, þótt markaðurinn sé vissulega meira spennandi í Bandaríkjunum. Ég vildi líka miðla af eigin reynslu hér heirna." Hvernig fær formaðurinn alla til að róa í takt? LEAD Consulting hefur hins vegar gengið ákaflega vel og keypti til dæmis One Valley Bank of Cl- arksburg í Vestur-Virginíu heildar- ráðgjöf Guðfinnu og hefur náð góð- um árangri og unnið nokkur verð- laun, t.d. frá USA TODAY, og náð þjóðarathygli fyrir gæðastjómun. „Þetta gengur vel og allir róa í takt í fyrirtækmu, starfsmenn vita hverju þarf að ná fram og ef það fer að ganga illa munu raddir allra fá að heyrast,“ segir Guðfinna, en hennar ráð var að koma þeirri hugs- un til skila að bankinn væri í fyrsta lagi fyrir viðskiptavinina, í öðru lagi fyrir starfsfólkið og í þriðja lagi fyr- ir eigenduma. „Röðin þarf að vera þannig ef árangur á að nást.“ Guðfinna er líka aðalstjórnunar- ráðgjafi Regions-bankans, sem velt- ir árlega 33 milljónum Bandaríkja- dollara og er 25. stærsti bankinn þar. Bankamenn settu sér stefnuna VISION 2000 og þegar Guðfinna var kölluð til starfa var stefnuna að fínna í þykkum doðranti. Fyrsta verk hennar var að skýi’a hana á einni blaðsíðu og að fá alla í fyrir- tældnu til að vera með í að ná krefj- andi markmiðum. „Framkvæmdin gengur vel en þetta er fimm ára stefnumörkun. Eg ætlaði að fylgja henni til enda en mun ekki, sökum nýja starfsins, endurnýja samning- inn við Regions, sem rennur út í janúar á næsta ári.“ Starfsfólk bankans þekkir stefn- una og fær mánaðarlega upplýsing- ar um gang mála. Guðfínna hefur brotið niður óþarfa múra innan bankans og lagt áherslu á heildar- vinnuferla í staðinn. „Lykilatriðið er að starfsfólkið sé með á nótunum, viti og skilji um hvað málið snýst,“ segir hún. Guðfinna hefur líka unnið nokkur verkefni hér heima, til dæmis með æðstu embættismönnum Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.