Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sagnfræðiráðstefnu um Norðurlöndin og kalda stríðið lauk í Reykjavík í gær
Erindi ráðstefnunnar gefin
út og dreift um allan heim
Morgunblaðið/Golli
DR. VALUR Ingimundarson sagnfræðingur, sem sá um skipulagningu
ráðstefnunnar, og Christian Osterman stjórnandi Kaldastríðssögu-
verkefnis Woodrow-Wilson-stofnunarinnar.
MARGAR nýjar og athyglisverðar
upplýsingar komu fram um þátt
Norðurlanda í stefnu Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna í kalda stríð-
inu á fjögurra daga sagnfræðiráð-
stefnu um Norðurlöndin og kalda
stríðið, sem lauk á Grand Hótel í
Reykjavík í gær. Þetta segja þeir
dr. Valur Ingimundarson sagnfræð-
ingur, sem sá um skipulagningu
ráðstefnunnar, og Christian
Osterman stjórnandi Kaldastríðs-
söguverkefnis Woodrow-Wilson-
stofnunarinnar. Sú stofnun stóð að
ráðstefnunni í Reykjavík ásamt The
London School of Economics og
Sagnfræðistofnun Háskóla íslands.
Valur og Ostermann nefna meðal
annars nýjar upplýsingar um sam-
band Sovétmanna við Finna, en í er-
indum á ráðstefnunni hefði m.a.
komið fram að sovéskir ráðamenn
hefðu ekki endilega tekið tillit til
óska og krafna finnskra kommún-
ista, sem þeir þó áttu ýmislegt sam-
eiginlegt með hugmyndafræðilega,
heldur hefðu þeir frekar viljað
vinna með miðjuflokkum eða borg-
aralegum flokkum í Finnlandi.
Geysir í Haukadal
Ekki for-
sendur
fyrir gosi
í sumar
ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúru-
vemdar ríkisins sem sæti á í Geysis-
nefnd, segir ekki vera forsendur fyr-
ir gosi í Geysi í sumar. Enn liggi ekki
fyrir nægar upplýsingar um áhrif
þess á Strokk muni Geysir gjósa og
á meðan svo er verði ekkert aðhafst.
„Við gerðum rannsóknir á Geysi í
vetur sem Helgi Torfason hjá Orku-
stofnun stýrði. Dælt var vatni af yfir-
borði hversins og í ljós kom að hver-
inn getur gosið af sjálfsdáðum. Hins
vegar náðist ekki að klára rannsókn-
irnar vegna fjárskorts og þar við sit-
ur. Við þurfum heildarmynd af jarð-
hitasvæðinu til að geta áttað okkur á
því hvað muni gerast með Strokk ef
Geysir verður látinn gjósa og til þess
þurfum við viðbótarrannsóknir. Það
er ljóst að gos úr Strokki eru mun
verðmætari en gos úr Geysi fyrir
ferðaþjónustuna. Strokkur gýs með
reglulegu millibili og ég tel of mikið í
húfi að stofna þeim gosum í hættu.“
Fjársvelti
Stjóm Náttúruverndar ríkisins
ákvað að ráðist yrði í fyrrnefndar
rannsóknir sem Helgi Torfason jarð-
fræðingur framkvæmdi og vom þær
gerðar dagana 24. til 25. janúar síð-
astliðinn. Að sögn Helga gengu til-
raunir með hverinn vel en hætta
þurfti verkinu áður en endanleg nið-
urstaða fékkst. Hann gagnrýnir það
fjársvelti sem Geysissvæðið hefur
búið við. „Það hefur verið varið æv-
intýralega litlu fé í hverasvæðið.
Þama kemur stór hluti allra ferða-
manna en samt hefur svæðið aldrei
fengið að njóta þess. Til samanburð-
ar vil ég nefna að 22 milljónum var
varið í hverinn í Öskjuhlíð sem er út
af fyrir sig gott framtak en ég held
að það sé meira fé en lagt hefur verið
í Geysissvæðið frá upphafi. Það er
verið að eltast við að spara í stað
þess gera hlutina almennilega."
Aðspurður segist hann hlynntur
því að láta Geysi gjósa en með því
skilyrði að ekkert verði eyðilagt.
Þá nefna þeir athyglisverðar upp-
lýsingar um hlutverk Grænlands í
hemaðaráætlunum kalda stríðsins.
Til dæmis tilraunir Bandaríkja-
EFTIR tíu daga og þriggja nátta
hlaup umhverfis landið er Friðar-
hlaupið væntanlegt til Reykjavík-
ur. Því lýkur á Ingólfstorgi í dag
klukkan 14.00.
Ferðalag Friðarhlaupsins um-
hverfis landið hefur vakið at-
hygli og að sögn hiauparanna
sem verið hafa með frá upphafi
hafa rútur stoppað og ófáir
ferðamenn hlaupið spölkorn með
kyndilinn, þar á meðal Breti með
gerviliðamót sem gerði sér lítið
fyrir og hljóp upp brekku á
Beru fjarðarströnd. Þetta er al-
þjóðiegt hlaup sem fer fram í yfir
80 iöndum og þýskur ferðamaður
sem varð á vegi hlauparanna í
Stafafelli í Lóni sagði frá því að
fyrir þrem vikum hefðu hlaup-
arar farið í gegn um heimaþorp
hans í Þýskalandi.
Rúmlega þúsund manns hafa
tekið þátt í hlaupinu og eru
manna til þess að kaupa Grænland
á árunum 1946 til 1948 og áætlanir
þeirra um að koma meðaldrægum
eldflaugum undir ísinn á Grænlandi
hlauparar á öllum aldri, frá
tveggja ára og upp úr, segir í
fréttatilkynningu. 12 manna
hlaupahópur frá Sri Chinmoy
maraþonliðinu hefur fylgt hlaup-
inu frá upphafi en þau íþrótta-
samtök hafa séð um skipulagn-
ingu hlaupsins og auk þess hafa
ungmenna- og héraðssambönd
skipuiagt þátttöku almennings
umhverfis landið. Dagleiðir hafa
að jafnaði verið 120-140 km en
misjafnt hvað menn hlaupa mikið
í einu.
Þeir sem viija hlaupa í Friðar-
hlaupinu síðasta spölinn geta
slegist með í för á Vesturlands-
vegi eða Miklubraut.
Hlaupararnir koma til Mosfells-
bæjar um kl. 12.10, fara frá Ár-
túnshöfða um 12.55 og verða á
móts við Grensás um 13.25.
Reiknað er með að komið verði á
Ingólfstorg rétt fyrir kl. 14.
í lok sjötta og í upphafi sjöunda ára-
tugarins. Valur og Ostermann telja
upp fleiri áhugaverða þætti sem
fram komu á ráðstefnunni, þar á
meðal miklar umræður um hlut-
leysisstefnu Svíþjóðar og að hern-
aðarsamstarf Svía við vestræn ríki
hefði verið miklu meira í kalda
stríðinu en áður hefði verið talið.
Rúmlega 30 fyrirlestrar
Rúmlega þrjátíu fyrirlestrar voru
haldnir á ráðstefnunni og segir Val-
ur að þátttaka í umræðunum og á
ráðstefnunni almennt hefði verið
mjög góð. Hann segir að hluti af öll-
um fyrirlestrum ráðstefnunnar og
ný skjöl frá vestrænum og rússn-
eskum skjalasöfnum um kalda stríð-
ið verði birtur í hefðbundnu tímariti
Kaldastríðsverkefnisins á vegum
Woodrow-Wilson-stofnunarinnar
sem og í öðrum ritum sem stofnunin
gefur út. Þá sé ætlunin að gefa út ít-
arlega bók með öllum fyrirlestnim á
ráðstefnunni. Þannig verði erindi
ráðstefnunnar birt í tímaritum og
bókum og dreift út um allan heim.
Skagaströnd
Kántrí-
bær opn-
aður á ný
í GÆR opnaði Hallbjörn Hjartarson
Kántríbæ 2 en þrír mánuðir eru síð-
an bygging hins nýja staðar hófst.s
Sá eldri brann nú í vetur.
„Ég á fá orð til að túlka það
kraftaverk sem nú er að gerast,“
sagði Hallbjöm í gær. „Það var erfitt
að horfa á gamla bæinn brenna og
dagurinn i dag er á sinn hátt líka erf-
iður. Á staðnum þar sem eldtung-
urnar eyðilögðu minn gamla stað er
risið glæsilegt hús og ég stend í
þakkarskuld við marga.“
Opnun á Kántríbæ 2 hófst klukkan
14.30 með því að prestur staðarins,
séra Guðmundur Karl, vígði húsið en
klukkan 16.00 var það formlega opn-
að almenningi. Klukkan 18.00 hljóm-
aði Útvarp Kántrýbæjar enn á ný og
var fyrsta lagið sem spilað var,
Komdu í Kántrýbæ.
Auk Hallbjöms koma að rekstrin-
um tengdasonur hans og dóttir. Þau
sjá um veitingar en Hallbjörn sér um
rekstur útvarpsstöðvarinnar.
A
► 1-56
Vorferð á lifandi
jökulbungu
►Fylgst með einstökum rann-
sóknarleiðangri Jöklarannsóknafé-
lagsins og rannsóknastofnana í
Grímsvötn, sem nú stóð i tvær vik-
ur með þáttöku 35 leiðangurs-
manna. /10
„Menn fengu opinbert
leyfi til að stela“
►Einn af sérfræðingum Sovétríkj-
anna gömlu í utanríkis- og vamar-
málum, Georgí Arbatov, tók þátt
í skoðanaskiptum á ráðstefnu í
Reykjavík um kalda stríðið. /22
Skjaddi, fyldingur og
skotveiðar
►Nova Scotia-fylki í Kanada hef-
ur margt að bjóða þeim sem unna
útivist ogveiðiskap. /24
Skrítin lykt, stórir hófar
og iþrótt sem krefst aga
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Eirík Sig-
urðsson í reiðskólanumÞyrli í
Víðidalnum fyrir ofan Árbæ. /26
B_______________________
► 1-16
Ungviði í öndvegi
í Hvallátrum
► /1 & 8-9
Eyjan gleymda í
Skjálfandafljóti
►Þingey í Skjálfandafljóti er án
efa með fáfömustu svæðum á lág-
lendi íslands. /2
Vatnshjólin í Hama og
5 stjarna veitinga-
staður í smáþorpi
►Önnur grein Jóhönnu Kristjóns-
dóttur frá Sýrlandi. /4
FERÐALÖG
► 1-4
ísland
►Jökladýrð, hvalir og ráðherra á
peysunni. /2
Ferðaþjónusta á Kúbu
►Liðið er að eingöngu áhugamenn
um kommúnískar byltingar og
Kastró horfi löngunaraugum til
Kúbu. /4
BÍLAR_____________
► 1-4
Tvær f rumgerðir
smíðaðarádag
►í tæknimiðstöð Renauit á 100
afmæli bílafyrirtækisins. /1
Reynsluakstur
►Nissan Patrol SR — endurbætt-
ur en með sama drifbúnaði og
vél. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► 1-20
IMef nd til að markaðs-
setja Seyðlsfjörð
►Skortur á vinnuafli, sérstaklega
fagfólki. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42
Leiðari 28 Stjörnuspá 42
Helgispjall 28 Skák 42
Reykjavikurbréf 28 Fólk 1 fréttum 46
Minningar 33 Útv./sjónv. 44,54
Myndaaögur 40 Dagbók/veður 55
Bréf til blaðsins 40 Mannl.str. lOb
ídag 42 Dægurtónl. 12b
INNLENDAR Fí ÉTTIR:
2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
HLAUPARAR í friðarhiaupinu fara um Skagafjörð. Því lýkur í Reykjavík um klukkan 14.00 í dag.
Friðarhlaupið
kemur til Reykja
víkur í dag