Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 6

Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýs þings bíða erfíð verkefni IpEr'9 baksvið s / Ibúar N-Irlands eiga nú sitt eigið þing í fyrsta sinn síðan 1972 en þá afnámu bresk stjórnvöld heimastjórn þeirra í kjölfar blóðugra átaka á strætum borga og bæja. Davíð Logi Sigurðsson, sem fylgdist með kosningunum í Belfast, seg- -----7--------------------------------- ir N-Ira eygja þá von að stjórnmál muni í framtíðinni snúast um hagsmunamál en ekki hvaða kirkju menn tilheyri. Reuters. OFBELDI hefur einkennt norður-írsk stjórnmál undanfarna ára- tugi. Nú binda íbúar vonir við að breyting verði á og að hermenn gráir fyrir járnum verði ekki lengur algeng sjón á götum Belfast. Þessir norður-írsku drengir létu hins vegar viðbúnað hersins ekki á sig fá heldur brugðu á leik. JOHN Hume, leiðtogi hóf- samra kaþólikka (SDLP), fagnaði sigri á fóstudag þegar ljóst varð að flokkur hans yrði stærstur flokka á N-ír- landi. Flokkurinn fékk flest at- kvæði í fyrsta sæti en þessi at- kvæði dugðu ekki til að veita flokknum flest sæti á þinginu vegna flókins kosningafyrir- komulags. Sambandsflokkur Ul- ster (UUP) fékk flest sæti á þinginu en kom þrátt fyrir það illa út úr kosningunum og þetta er í fyrsta sinn sem hann er ekki stærsti stjómmálaflokkur N-ír- lands. Skýringuna er að fínna í þeim klofningi sem varð meðal sambandssinna í afstöðunni til páskasamkomulagsins. Þingið nýja kemur saman á miðvikudag í fyrsta skipti og má búast við rafmögnuðu andrúms- lofti því ekki einungis em menn meðvitaðir um hversu sögulegur sá fundur verður heldur ber þess einnig að minnast að þarna koma saman í mörgum tilfellum fjand- vinir miklir. Þingið velur sér fyrsta ráðherra, eða forsætisráð- herra, og annan ráðherra, eða aðstoðarforsætisráðherra, en hvorki þingið né 12 manna ríkis- stjóm, sem skipuð verður fulltrúum allra flokka í samræmi við lgörfylgi þeirra, hefur hins vegar eðlilega starfsemi fyrr en undir lok ársins. Engar ákvarðanir verða tekn- ar á þinginu nema fyrir liggi meh-ihluti bæði kaþólikka og mótmælenda. Er þinginu ætlað að taka við einstökum málaflokk- um (landbúnaði, efnahagsáætlun- um, menntamálum, umhverfis- málum, fjármálum og heilbrigð- ismálum) en bresk stjómvöld í London hafa áfram tiltekin mál á sinni könnu, svo sem utanríkis- mál og vamarmál. Rétt til skatt- heimtu mun n-írska þingið einnig hljóta á endanum. Fyrir lok októ- ber verður þingið að hafa sett á stofn samráðsnefndir með írsk- um stjómvöldum í Dublin og mun ekki fá full völd yfir eigin málum fyrr en því er lokið. Jafn- framt verður stoftiuð nefnd með írum, Wales-búum, Skotum og Englendingum sem á sér fyrir- mynd í Norðurlandaráðinu. Um leið og heimastjórn er sett á fót á N-írlandi dregur mjög úr umsvifum þeirra bresku embætt- ismanna sem stýrt hafa svæðinu síðan 1972. Orðrómur um að Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra, láti senn af embætti og færi sig um set innan bresku rík- isstjórnarinnar hefur því enn skotið upp kollinum, öllu hávær- ari en fytr. Paul Bew, prófessor við Queens-háskóla í Belfast og sérfræðingur um n-írsk stjóm- mál, kvaðst í samtali við Morgun- blaðið alls ekki telja útilokað að þessi orðrómur ætti við rök að styðjast. Þegar þingið n-írska hæfi fulia starfsemi um eða eftir næstu áramót auk ríkisstjórnar yrði embætti N-írlandsmálaráð- herra allt annað og valdaminna en það er nú. „Það liggur í hlut- arins eðli að Mowlam, sem gegnt hefur æðsta embætti n-írsku stjómsýslunnar, hafi líklega tak- markaðan áhuga á að sitja áfram á ráðherrastóli eftir að völd hennar og áhrif hafa mjög verið minnkuð. Það er ekki óeðlilegt við þau umskipti sem verða um næstu áramót að nýr maður taki við nýju og mjög breyttu emb- ætti.“ Gengið er að því vísu að David Trimble, leið- togi UUP, taki við emb- ætti forsætisráðherra strax í næstu viku en áhöld eru um hvort John Hume muni láta tilnefna sig í embætti aðstoðar- forsætisráðherra. Talsverðar lík- ur eru taldar á því að Hume til- nefni í staðinn Séamus Mallon, varaformann flokksins, í þetta embætti. Paul Bew benti á, í áð- umefndu samtali við Morgun- blaðið, að Hume sæti ekki aðeins á breska þinginu heldur einnig á Evrópuþinginu og Evrópumálin hefðu lengi átt hug hans allan. „A það ber einnig að líta að Hume er ekki heilsuhraustur maður og á auk þess marga góða vini á Evrópuþinginu. Hann er sennilega fullkomlega sáttur við að ljúka ferli sínum þar eftir að hafa nú séð pólitískar væntingar sínar og langtímamarkmið ræt- ast á N-írlandi.“ Er því ekki útilokað að þessi „arkitekt“ friðar á N-írlandi, sem barist hefur undanfarin þrjátíu ár fyrir jafnrétti og betri samskiptum milli kaþólikka og mótmælenda, verði fyrstur til að yfirgefa sviðið. Hitt er ekki held- ur útilokað að Hume taki við embættinu en láti arftaka sínum það eftir fyrr en síðar. Margar hindranir hafa verið yfirstignar A föstudagskvöld, þegar kom- in var mynd á hvemig þingið nýja yrði mannað og ljóst var að nægilega margir stuðningsmenn páskasamkomulagsins höfðu valist til þingsetu til að þingið geti skammlaust hafið störí', litu fréttaskýrendur óhjákvæmilega til baka. Var það álit manna að nú væri ekki nema ein megin- hindrun í veginum fyrir því að N- írland eignaðist sitt eigið þing og lýðræðislega heimastjórn, þar sem sætu fulltrúar allra hópa samfélagsins, sem telst einmitt forsenda þess að við taki tiltölu- lega friðsamlegt samfélag af of- beldi síðustu þrjátíu áranna. Það er deilan um afvopnun öfgahópa eins og IRA, UVF og UDA, sem nú er stærsta vanda- málið. Það vandar málið að stjórnmálaarmur IRA, Sinn Féin, vann í kosningunum á fimmtudag góðan sigur og 17 fulltrúa á þinginu. Ef ákvæðum páskasamkomulagsins er fylgt ætti þessi stuðningur að gefa Sinn Féin rétt á tveimur ráð- herrum í nýrri tólf manna ríkis- stjóm N-írlands. Margir sam- bandssinnar eiga erfitt með að sætta sig við þá tilhugsun og það er hún, ásamt ákvæði um lausn allra IRA-fanga innan tveggja ára, sem olli því að sambands- sinnar klofnuðu í tvær fylkingar í afstöðunni til páskasamkomu- lagsins. Þessi klofningur á enn eftir að valda David Trimble vandræðum því áfram munu verða áhöld um umboð hans meðal sambandssinna. Staðreyndin er sú að IRA hef- ur ekki fengist til að ljá máls á afvopnun, hvað þá að herinn hafi lýst því yfir að stríði hans sé lok- ið. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, var á föstudag krafinn um yfirlýsingu þess efnis að „stríð- inu væri lokið“. Sem fyrr snéri hann spurningunni við og spurði hvenær breski herinn, sem verið hefur á N-írlandi síðan 1969 í óþökk lýðveldissinna, hygðist af- vopnast og lýsa yfir vopnahléi. Adams benti á að hann hefði ver- ið lýðræðislega kjörinn á þingið og því væri ekki for- svaranlegt fyiir David Trimble og aðra leið- toga UUP að neita að ræða beint við forystu Sinn Féin. Það á eftir að koma í ljós hvort Gerry Adams tekur sæti í ríkisstjórn við hlið Trimbles. Ljóst er að ekki aðeins þeir sem voru andstæðir sam- komulaginu eiga erfitt með að kyngja því að svo stöddu. Hljóta menn að verða að treysta á að þessi hindrun verði yfirstigin líkt og tekist hefur að yfirstíga aðrar hindranir hingað til. Það hefur að vísu ekki tekist slysalaust. Marg- ir hafa látið líf sitt eða tapað ást- vinum á þeirri leið en það er raunveruleg tilfinning flestra á N-írlandi að staðan sé sannar- lega önnur og betri nú en hún hefur verið áður. Þarf ekki annað en líta til þess að Gerry Adams og David Ervine, leiðtogi sam- bandsflokksins PUP, sem er stjómmálaarmur öfgasamtak- anna UVF, haga sér nú sem virðulegir stjómmálamenn. Er ekki laust við að margir séu farn- ir að trúa því að þeim sé alvara er þeir segjast vilja ganga lýð- ræðisleiðina. Venjan er sú að miða við Downingstrætis-yfirlýsingu Johns Majors, þáverandi forsæt- isráðherra Bretlands, og Alberts Reynolds, þáverandi forsætisráð- herra írlands, árið 1993 þegar þeir reyndu að skapa skilyrði þar sem IRA yrði kleyft að lýsa yfir vopnahléi. Þetta gerðu þeir vita- skuld aðeins af því að þeir höfðu rökstudda vitneskju um það frá John Hume, leiðtoga hófsamra kaþólikka (SDLP), og annarra að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, vildi raunverulega feta þennan stíg. Vopnahléið kom, eins og menn höfðu vonað, en illa gekk að koma friðarviðræðum á koppinn, hindranir vom í veginum og vopnahléinu lauk á nýjan leik á dramatískan hátt í febrúar 1996. Sem fyrr verður því að taka lítil skref í einu og leitast við að yfir- stíga þær hindranir sem upp koma, byggja brýr milli ekki ein- ungis stjórnmálamanna sem áður fyrirlitu hvem annan heldur einnig milli venjulegra borgara. Drumcree-gangan framundan En þótt íbúar N-írlands hafi nú valið menn til forystu og þótt víst sé að þingið nýja komi sam- an í fyrsta skipti á miðvikudag er ekki þar með bundinn endi á ára- tugalöng átök á N-írlandi. Ljóst er að starfsemi þingsins verður enginn dans á rósum. Enn er erfitt að trúa þeirri tilhugsun að Gerry Adams og David Trimble eigi eftir að sitja saman í ríkis- stjóm. Trimble þarf líka að feta vandrataðan stíg til að sameina flokk sinn á nýjan leik. Handan homsins er síðan Dmmcree-gangan svokallaða. Undanfarin þrjú sumur hafa brotist út átök á Garvaghy-veg- inum í Portadown þar sem kaþ- ólskir íbúar hennar hafa mót- mælt harðlega göngu Oraníu- reglunnar í gegnum hverfið und- ir þeim formerkjum að verið væri að troða á réttindum þeirra og að Oraníumenn hefðu það eitt að markmiði að sýna kaþólikkum hver hefði völdin nú sem endranær. Gangan fer fram næstkomandi sunnudag og hefur ekki tekist að finna lausn á deil- unni því Óraníumenn neita harð- lega að ganga nokkra aðra leið frá kirkjunni í Drumcree en nið- ur Garvaghy-veginn. Fulltrúar Óraníureglunnar sögðu reyndar í vikunni sem leið að þeir væru sannfærðir um að nefnd sem tók til starfa fyrr á árinu, og ætlað er að hlutast til um deilur sem þessa, hafi ákveðið að göngunni skuli beint aðra leið. Þetta munu Óraníumenn illa geta sætt sig við ef rétt er. Hvorugur aðili er semsé á þessari stundu reiðubúinn til að gefa eftir. Að vísu hafa menn vonað að í ljósi breyttra aðstæðna á N-írlandi, þar sem annað andrúmsloft ein- kennir stjómmálin en áður, myndu deiluaðilar sýna skynsemi og finna lausn á deilu sinni. Óvíst er hins vegar hvemig þeim mál- um lyktar á þessari stundu. Erfiðar hindranir hafa verið í veginum síðan 1993, þegar John Major og Albert Reynolds sendu frá sér Downingstrætis-yfirlýs- inguna, og þótt fáir hefðu þorað að spá því fyrirfram þá hafa þær verið yfirstignar. Enn eru hins vegar ljón í veginum og ef til vill verða atburðir næstu vikna, þeg- ar „göngutíðin" nær hámarki, hinn raunverulegi prófsteinn á friðarferlið á N-Irlandi, sem haft hefur mikinn byr í seglin undan- farna mánuði. Eðlileg starfsemi hefst í lok ársins Deilan um afvopnun stærsta vandamálið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.