Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ vatnahlaup verða. Von um að geta þá séð með einhverjum fyrirvara slíkar náttúruhamfarir. Þarna kemur inn í mikið skjálftanet sem verið er að koma upp. Þessvegna var gríðarmikið um boranir í jökulinn í þessari ferð. En nánar verður sagt frá rannsóknunum í sérramma. Leiðangursmenn voru býsna fjölskrúðugur hópur. Auðséð er að komið er upp mjög samstaett lið með dreifð verkefni út um jökul- inn. Þama var Hannes Haraldsson vatnamælingamaður með öflugan snjóbíl Landsvirkjunar, sem hefur verið í þessum ferðum síðan 1975 og hafði í ár verið á jöklum síðan í apríl. Þama var jöklafræðingurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir, nýkomin frá þriggja ára námi í Alaska og vinnur nú með Helga Björnssyni að sérstöku verkefni til að gera lík- an af jöklinum, sem hún heldur áfram með ásamt þriðja manni, Hilmari Guðmundssyni jöklafræð- ingi, í Sviss í haust og annar ungur jarðfræðingur Þórdís Högnadóttir frá Raunvísindastofnun við snjó- þykktarmælingar, þyngdarmæl- ingar o.f.l. Og þarna spókaði sig um hólinn Wes Le Masurier frá Coloradoháskóla að pikka í mó- bergið og með aðstoð Snævars Guðmundssonar að sækja sýni í hamra Grímsvatna og Gjálp. Þarna var Fiona Darbyshire frá Cambridge í samvinnuverkefni með Bryndísi Brandsdóttur um sí- ritandi skjálftamælingar í jökulin- um, að sækja diska í mælana og tengja töivuveri í skálanum, býsna oft í símasambandi við Brydísi slasaða í bænum og tölvumenn í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þarna var á eldstöðvunum Finnur Pálsson verkfræðingur með ís- sjána sem þróuð hefur verið í Raunvísindastofnun og Helgi Björnsson hefur getað kortlagt landið undir jökli með. Og þama var Þorsteinn Jónsson bifreiðasmiður, sem öllu reddar, vélum, tækjum og rafmagni ef ekki vill virka, svo og fleiri „allt muligt menn“ úr ýmsum fógum. Má þar nefna arldtektinn Halldór Gísla- son, tækifræðinginn Grím Sigur- jónsson og Jósep Hólmjám sem gekk í öll verk, og snillingana und- ir stýri á þessum sérbúnu jeppum á stóru hjólunum sem komast allt, Eirík Kolbeinsson. Áma Pál Áma- son og Suðurheimskautsfarann Frey Jónsson með sinn einstaka bílnsem hafði fyrir brottfórina sent út umburðarbréf til Toyotaumboða um að hann væri farinn í frí á Vatnajökli „með tengdamömmu sinni“, útlendum til mestu furðu. En þama var auðvitað Inga Jökla- móðir“ Ámadóttir, sem var með í ferðum ásamt manni sínum Herði heitnum Hafliðasyni frá því áður en fyrsti skálinn var byggður 1957 og á nú böm i jöklaferðum á Is- landi og við boranirnar á Græn- un um gosið og með þeim frétta- maður Sjónvarps. Það þótti mér einstaklega skemmtilegt að enn ríkir í vorleið- angri sá upphaflegi andi, að áhuga- fólk og vísindamenn í ýmsum greinum blandast og tekur þátt sem einn maður og að enn er áhersla á að ferðimar séu skemmtilegar, enda mundu sjálf- boðaliðar varla að öðmm kosti endast í slíkt slark í áratugi. Pró- fessor Wes Le Masurier frá Colorado-háskóla, sem var með í leiðangrinum til að skoða móberg- ið á Grímsfjalli og hið nýja efni úr gosinu, spurði mig á planinu við Raunvísindastofnun við brottför- ina, þegar hann sá allt þetta lið sem var að búa sig af stað hvernig væri með mat. Eg sagði honum að ferðanefndin undir fomstu Sjafnar Sigsteinsdóttur hefði keypt allar þessar matarbirgðir í voldugu kössunum og þegar upp væri kom- ið mundu allir leggja lið við matseld og framreiðslu. Hann hef- ur verið við móbergsrannsóknir á Suðurskautinu og víðar og spurði efablandinn: Allir? Það verður gaman að sjá hvemig það virkar! En tveimur dögum seinna á jökli var hann farinn að grípa í kaffí- uppáhellingu og uppþvott, búinn að sjá að vísindamenn sem aðrir taka til hendi og allt gengur þetta átakalaust og liðlega fyrir sig. Mikill munur er nú að hægt er að sækja heita vatnið út í pottinn góða, því mér er minnisstætt hve lítið vatn kom jafnan úr miklum snjó í pottunum yfir gasinu áður. Enn er þó farið sparlega með vatn- ið og hver þurrkar sinn disk með bréfþurrku áður en honum er skil- að. Líklega era ókunnugir van- trúaðir á að allt þetta fólk geti kom- ist fyrir með allt sitt bardús í einum skála. En nýi skálinn er svo hag- anlegur að rúmt er um tvo í koju og neðri bálkar gætu jafnvel rúmað þrjá, svo hver get- ur fundið sér og sínum svefnpoka pláss á beði. Sá sem fyrstur skríður úr poka að morgni fer að hella upp á, hljóðlega svo hver geti vakn- að með sínum hraða. Síðan dreifast menn hver til sinna verka út á jökul- inn. Þegar komið BASLAÐ með heitavatnsborinn, sem vildi festast í öskulögum í ísnum í útfallinu austan Grúnsvatna. Jöklafræðing- urinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Jósef Hólmjám voka yfír bornum. Vorferð á litandi . ■ landi. Og þarna var tiltækur hjúkmnarfræðingurinn Þóra Karlsdóttir og Jóna Bryndís Guð- brandsdóttir. Konurnar í hópnum tóku til hendi í skála og úti á ísnum, vora röskar við að moka upp, bera klaka og bræða hann í tunnu með heitavatnsbunu í bræðsluvatn á óseðjandi ísborinn. Þetta gefur kannski hugmynd um fjölbreytni liðsins og era þó ekki allir upptald- ir. Ein er stétt jöklafara í miklum uppgangi, blaðamenn. Þar hafði undirrituð enga samkeppi í ferðum fyrstu áratugina, 1959-1983, en nú voru í leiðangrinum tvær aðrar blaðakomur, Jóhanna Einarsdóttir frá Útvarpinu og Valgerður Jó- hannsdóttir frá Degi, auk þess sem birtist heilt lið danska sjón- varpsmanna í framhaldsefnissöfl- teWertspmngin,^^ er í hús að kvöldi, oft eftir kalsamt slark dagsins, er ómetanlegt að komast í heitt gufubaðið og þar þá æði þröngt á þingi. Vísindi á köldum klaka Ishellan á Grímsvötnum hefur lækkað, enda hljóp spýja úr vötn- unum í vetur og 350 m þykk íshell- an ekki komin í fulla hæð. Hún er talsvert sprangin, svo fara verður með gát þegar haldið er þangað niður til mælinga. Leiðin er vel fær, þarf þó að fara nær Grímsfjalli en áður var vegna útrásarinnar. Þama markar austast í vötnunum fyrir útrásinni sem veitti vatninu frá Gjálp í gosinu, svo hratt að þar um fór eins og heilt Þingvallavatn á einni viku. Þrátt fyrir ærin verkefni og að hægt gekk í fyrstu að bora fyrir vatnsþrýstimælana, þar sem bor- inn vildi festast í öskulögum, ákvað leiðangursstjórinn Magnús Tumi einn daginn að allir yrðu að fá tækifæri til að fara inn í gos- gjána og sjá þetta undur meðan hægt er. Var fólk að skiptast á að fara í smáhópum í jeppunum að gjánni við Gjálp og síðan lóðsað á snjósleðunum langleiðina inn í botn. Við gjána stóðum við 70 metram neðar en jökullinn var fyrir gosið. Gjáin sem myndaðist af vatns- rennslinu teygir sig hátt í 4 km leið að Grímsvötnum. Jökullinn hefur þegar skriðið yfír fjallið sem mynd- aðist í gosinu og reis 270 metra yfir jökulbotnin. Það er nú alveg hulið jökli, en mikil aska frá gosinu er í íshömrunum beggja vegna gjárinn- ar sem stefnir suðvestur í Grím- svötn. Þó hún hafí eitthvað víkkað út er tignarlegt að halda inn eftir þessari gjá með öskuborna ísvegg- ina á báðar hliðar. Innst í botninum virðist djúpur gígur. Hvergi skynj- ar maður betur ógnaröflin allt í kring um sig. Svo vildi til í þessum þjóðflutn- ingum að ég beið góða stund ein uppi á jökulbungunni með útsýni inn eftir gjánni, með hvíta óendan- lega jökulbreiðuna til allra átta og ekki nokkurt hljóð frá bílum eða fólki. Alger þögn. Þeirri tilfinn- ingu er ekki hægt að lýsa. Eg kall- aði til þeirra sem síðast fóru í jeppa að skila til hinna hvar þeir hefðu síðast séð þessa konu sitj- andi á jöklinum, ef hún skyldi ganga í jökulinn eins og gefið er í skyn í þekktri bók að hent geti sögukonu og þyki eftirsókanar- verð sæla. En fyrr en varði var maður far- inn að humma veraldleg jöklaljóð: „Grímsvötnin þau eru góður stað- ur. Faría, faría. Þangað fer eng- inn óvitlaus maður, faría, faría...“ Og upphafið að Jöklamannaljóði Sigurðar Þórarinssonar, sem ávallt hitti naglann á höfuðið: „Mórall í borginni aflaga er, og ástin á landinu þverrandi fer. Engan á jöklunum hafa menn hitt, sem hefur ei dásamað „föðurland" sitt ...“ Ævar Petersen segir af sér formennsku villidýranefndar Andvíg’ur undanþágu til að nota eiturefni ÆVAR Petersen fuglafræðingur hefur sagt af sér formennsku í ráð- gjafamefnd um villt dýr sem starfar á vegum umhverfisráðu- neytisins. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu, sagðist telja að með upp- sögninni væri Ævar að mótmæla undanþágu sem umhverfisráðherra veitir æðarræktendum til notkunar á eiturefninu Fenemal. Ævar væri andvígur notkun efnisins og ósátt- ur við þá ákvörðun að veita undan- þágurnar. „Hann er á móti því að verið sé að eitra og það er sjónar- mið. En maður sem er í opinbera starfi og hefur tekið að sér opin- bera stjómsýslu verður að haga sér í samræmi við leikreglur og það hefur hann ekki gert,“ sagði Ingi- mar. Ingimar sagði einnig að ásakanir á hendur umhverfisráðuneytinu og ráðherra um að verið væri að brjóta lög og alþjóðasamninga með veitingu undanþágunnar stæðust ekki. Lög frá 1994 kveði á um að ákveðnar aflífgunaraðferðir og notkun lyfja og eiturefna séu bann- aðar, en ráðherra sé heimilt að veita undanþágur. „Ráðherra gefur leyfí fyrir notkun eitursins Fenemal á þeim forsendum að talið sé nauðsynlegt að halda vargfugli í skefjum við æðarvörp, eins og gert hafði verið í 20 ár fyrir gildistöku laganna. Það er búið að kanna hvort það séu önnur skaðminni efni til og að mati færastu manna, eins og ég nefni Þorkel Jóhannesson, okkar helsta sérfræðing í eiturefnafræð- um, og Eiturefnasvið Hollustu- vemdar ríkisins, hefur ekkert ann- að efni komið fram. Hins vegar hef- ur ráðuneytið farið þess á leit við Náttúrufræðistofnun íslands að hún geri tillögur um hvernig standa eigi að rannsókn á eiturefn- um til útrýmingar á vargfugli sem framkvæmd er í sumar og ráðu- neytið vænti tillagna á næstu dög- um. Ráðherra hafi hins vegar ákveðið að í ár skyldi Fenemal reynt og um leið yrði kannað hvemig yrði best að standa að þeim málum hér eftir. í þrjú ár höfum við beðið eftir niðurstöðu nefndar sem Ævar hef- ur verið í og átti að gera tillögur um efni sem nota mætti við útrým- ingu á vargfugli. Nefndin hefur ekki skilað áliti, þannig að það var ekki hægt að bíða lengur með að taka ákvörðun í þessu máli.“ Fimm veitt undanþága Ingimar sagði að undanþágur væru einungis veittar með ströng- um skilyrðum. Ráðuneytið væri bundið skyldu um að gera grein fyrir því hvernig efnið væri notað samkvæmt Álþjóðasamningum sem ísland hefði gerst aðili að. Ráðherra hefði veitt fimm aðilum undanþágu til að nota efnið í ár, og ein umsókn væri enn óafgreidd. Efnið mætti hins vegar ekki nota lengur en til 10. júlí vegna loka varptíma. Undanþágur væru ein- göngu veittar í tih-aunaskyni og fylgja þyrfti svo ströngum skilyrð- um að einungis sex aðilar hefðu sótt um undanþágu. „Þar sem skipunartíma ráðgjaf- arnefndar um villt dýr, sem Ævar sagði sig úr fyrr í vikunni, átti að ljúka 1. júlí nk. mun ekki þurfa að veita honum lausn frá starfi því ný nefnd verður skipuð frá og með þeim tíma með nýjum formanni. Og ég vil taka fram af gefnu tilefni að undanfarnar vikur hefur nefnd- in ekki tekið fyrir erindi sem ráðu- neytið hafði sent til hennar. For- maðurinn endursendi erindið með afsögn sinni í stað þess að láta varaformann kalla nefndina saman til að afgreiða málið. Þetta tel ég ámælisverða og ólíðandi stjórn- sýslu, því í nefndinni era fleiri en hann,“ sagði Ingimai' að lokum. Ekki náðist í Ævar Petersen í gær vegna málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.