Morgunblaðið - 28.06.1998, Side 20

Morgunblaðið - 28.06.1998, Side 20
20 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR W^<^wVWíiM ' 'i 'MziU''<Lr ■ Björk á Montreux djasshátíð- inni POPPSÖN GKONAN Björk Guðmundsdóttir kemur fram á opnunardegi Montreux djass- hátíðarinnar þann 3. júlí nk., en hátíð- inni lýkur 18. júlí. Meðal listamanna og hljómsveita sem fram koma eru Bob Dylan, John Mayall, B.B King, Santana, Phil Collins, Herbie Hancoek og margir fleiri. Kórtón- leikar í Langholts- kirkju STÚLKNAKÓR tónlistarháskól- ans í Árósum heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 28. júní kl. 17. Á efnisskrá kórsins eru m.a. verk eftir Jakob Lor- entzen, Soren Birch, Vagn Holm- boe og John Hobye. Kórinn er skipaður 35 stúlkum á aldrinum 13-19 ára og syngja undir sljórn Helle Hoyer Hansen við undirleik Claus Pedersens. Þetta er í ann- að sinn sem kórinn heimsækir ís- Iand, en Gradualekór Langholts- kirkju heimsótti stúlknakórinn í hittifyrra. Björk Draugasveitin til bjargar ERLENDAR RÆKUR Spennusaga Waiter Wager: Draugasveitin „The Spirit Team“. Forge 1998. DRAUGASVEITIN eða „The Spirit Team“ er verulega þunnildislegur alþjóðlegur spennutryllir eftir bandaríska rithöfundinn Walter Wager um háleynilega sérsveit tengda CIA, sem fær það verkefni að eyða sýklavopnaverksmiðju í óvin- veittu arabaríki. Sagan ber þetta heiti vegna þess að hin háleyni- lega sveit er hvergi til á pappír- um; meðlimir hennar hafa allir verið úrskurðaðir látnir opinber- lega þegar reyndin er sú að þeir hafa fengið ný nöfn og verið sendir I umfangsmiklar læknis- aðgerðir til þess að breyta andlit- um þeirra. Þeir eru í raun draug- ar, segir yfirmaðurinn hjá CIA sem átti hugmyndina að sveit- inni, þess vegna kalla ég þá Draugasveitina. Annað er mjög á þessu plani í sögunni. Hinn blái dauði Höfundurinn, Walter Wager, hefur sent frá sér á þriðja tug spennubóka sem þýddar hafa verið á 12 tungumál. Þrjár þeirra hafa verið kvikmyndaðar, 58 mínútur, sem sagt er að topp- hasarspennumyndin „Die Hard 2“ hafi byggst á, „Viper Three“ og loks Sími eða „Telefon“, sem mig minnir að Charles Bronson hafi leikið og var dæmi- gerður kaldastríðs tryllir, ekki alslæmur. Nú er ekkert kalt stríð lengur og hefur Saddam Hussein orð- ið fyrirmynd illingj- anna í spennutryllum eins og Draugasveit- inni. Það er einmitt ein- hverskonar Hussein- líki í hinu skáldaða landi Fozira í Norður - Afríku sem stendur fyrir sýklavopnagerð- inni í sögunni og ætlar að beita hinu skelfilega vopni á ísrael. Tewfik Hassan heitir einræðis- herrann og er sá alversti þrjótur sem fyrirfinnst á jörðinni. Þeir sem verða fyrir hinum ógnvæn- lega sýkli deyja samstundis eða því sem næst og það sem meira er, verða heiðbláir í leiðinni. Draugasveitin er kölluð til hjálpar. Hana fylla njósnarar, þjófar og málaliðar, allt mjög frambærilegir menn, og ein kona, en það líður ekki á löngu áður en hún er komin uppí rúm með foringja sveitarinnar, ákaf- lega myndarlegum. Þeim er falið það verkefni að eyðileggja verk- smiðjuna sem falin er í gömlum nám- um, eyða hinum hryllilega bláa sveppi sem veldur skelfingunni allri og myrða alla þá er að framleiðslunni standa en það er hald manna að þar séu á ferðinni rúss- neskir vísindamenn. Afleit skemmtilesning Hér er fátt sem kemur á óvart og raunar er sagan öll ein klisja út í gegn. Persónumar eru staðlaðar hasarblaðahetjur og samtöl eru öll hin lágkúrulegustu ef ekki beinlínis hlægileg. Walter Wager á í mestum brösum með að búa til einhverja lágmarksspennu í kringum þetta lið og tekst það aldrei. Draugasveitin er afleit sem afþreyingarlesning og hefur ekki uppá annað að bjóða en leið- indi. Arnaldur Indriðason BANDARÍSKI rithöfundurinn Walter Wager. FRÁ sýningu fjögurra fslenskra myndlistarmanna í Ósló. Lítill snáði hefur staldrað við á hjólreiðaferð sinni um salina, í boði Þórodds Bjarnasonar, til að fylgjast með myndbandsverki Önnu Líndal. Á veggnum til vinstri má greina eitt af hinum hógværu verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur. Samsýning íslenskra myndlistarmanna í Osló FJÓRIR íslenskir myndlistarmenn opnuðu nýlega sýningu í Galleríi LNN sem stendur gegnt Samtíma- listasafninu í miðborg Óslóar. Sýn- ingin var þannig til komin að for- svarsmenn sýningarsalarins buðu Önnu Líndal og Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur að sýna hjá sér með því skilyrði að þær veldu með sér sinn listamanninn hvor. Fengu þær til liðs við sig Magnús Pálsson og Þórodd Bjarnason, sem segir að samsýning þeirra hafi verið fremur óhefðbundin miðað við sýningar gall- erísins sem rekið er af félagi norskra listmálara. Á sýningunni voru myndbands- verk og innsetningar og léði það henni alþjóðlegan blæ að tveir af listamönnunum fjórum hafa lengi bú- ið á erlendri grund, Magnús í Lund- únum og Guðrún Hrönn í Finnlandi. Magnús Pálsson sýndi mynd- bandsverkið Eye Talk eða Tal augna, en verkið er annar hluti sam- nefndrar trílógíu listamannsins. Þar flytur Magnús ásamt leikkonunni Sigrúnu Sól Ólafsdóttur texta úr skáldsögu á ensku. í myndbandsverki eftir Önnu Lín- dal sem nefnist Hilda og allir heims- ins menn sést hvar rafræn leikfanga- brúða ruggar í fangi sér litlum leik- fangaskrímslum fyrir börn. Ofan á sjónvarpstækinu eru innrammaðar úi-klippur af vaxtarræktarmönnum. Verk Þórodds á sýningunni heitir Taktu börnin þín með. Þetta er inn- setning með fimm þríhjólum sem bömum var frjáls aðgangur að á sýningunni. Hann lýsir verkinu sem „fallegri stemmingu", og var ánægð- ur með viðtökumar sem verkið hlaut. „Börn sem komu á sýninguna gengu ósköp eðlilega að þessum hjól- um og án þess að spyrja voru þau sest og tekin til við að hjóla um sali gallerísins en það var einmitt til- gangur verksins," segir Þóroddur. Aðstandendur gallerísins vom reyndar svo hrifnir af framkvæmd- inni að ákveðið var að hjólin yrðu áfram í galleríinu að sýningu lokinni, börnum sýningargesta til ánægju. Guðrún Hrönn vill að verk hennar falli inn í umhverfi sýningarstaða. Fyrir sýninguna í Ósló hafði hún gert felldar gardínur sem sniðnar vom sérstaklega fyrir glugga galler- ísins. Auk þess voru á víð og dreif á veggjum salanna festir litlir silfurlit- aðir plattar, sem minntu einna helst á lok yfir rafmagnsinnstungum. Allar merkustu upptökur píanóleiks gefnar út á 200 diskum Stærsta verk í plötusögunni Á VEGUM Philips-plötuútgáfufyrir- tækisins er væntanlegt á markaðinn heimsins stærsta heildarútgáfa á píanótónlist sem ráðist hefur verið í. Á 200 geisladiskum er ætlunin að út komi í einni heildarútgáfu upptökur með öllum helztu píanóleikumm ald- arinnar, frá Paderewski til Goulds og ýmissa meistara samtímans. Fyrstu hlutar útgáfunnar, sem er skipt í 100 tveggja diska einingar, koma á markaðinn í ágúst í sumar, en öll á hún að vera komin út fyrir aldamótin. Þetta á að verða diskasafn sem sameinar allt það sem allir unnendur píanótónlistar „verða að eiga“. Þar em úrvalsupptökur með snillingun- um Vladimir Horowitz, Arthur Ru- binstein, Svjatoslav Richter, Mörthu Argerieh og Glenn Gould, en einnig með minna þekktum en ekki síður listfengum tónlistarmönnum á borð við hina rúmensku Clöru Haskil, pí- anó-söngvarann Wilhelm Kempff eða franska píanóskáldið Alfred Cor- tot. Ótrúlega mikið í ráðist Að ráðist skuli í slíka risaútgáfu á píanótónlist núna, á tímum minnk- andi veltu í sölu sígildrar tónlistar í heiminum og útgáfufyrirtækin halda sig almennt til hlés, er ekki aðeins ótrúlegt fyrirtæki vegna stærðarinn- ar - sem slær reyndar út stærstu út- gáfuna tU þessa, Mozart-heildarút- gáfuna á 180 diskum - heldur ekki sízt vegna þess að alls eiga 25 merki útgáfuréttinn að upptökunum sem sameinaðar eru í þessari heildarút- gáfu. Það var Kanadamanninum Tom Deacon sem tókst hið ótrúlega, að fá alla þessa samkeppnisaðUa til að leggja sitt í pottinn, en Deacon hefur yfirumsjón með upptökusafni Phil- ips-útgáfunnar í Hollandi og hefur lengi átt sér þann draum að koma út slíku heildarsafni píanótónlistar. í upphafi segist Deacon hafa hugs- að sér að safna saman öllu því sem Polygi’am-merkin Deutsche Gramm- ophon, Decca og PhUips hafa yfir að ráða; „útgáfa sem væri óháð öllum fyrirtækja-egóisma og sérsamning- um [einstakra píanóleikara við ein- staka útgefendur] virtist mér óraun- hæf draumsýn," hefur Der Spiegel eftir Deacon. Hann sannfærðist fljótt um að það gengi ekki að láta úrvalið ráðast af því hvað örfá fyrirtæki hefðu útgáfu- réttinn á. Deacon valdi fyrst allt það sem honum þótti markverðast úr 20.000 diska einkasafni sínu, en bar valið svo undir Alfred Brendel, pí- anistann fræga. Ut úr hálfs árs löngu samstarfi þeirra kom listi yfii’ öll þau nöfn tónlistarmanna sem ekki mætti vanta í heildarútgáfuna. Ur- valið af upptökum með spilamennsku þessara manna mun nú fylla um- fangsmesta pakka plötuútgáfusög- unnar, samtals 250 upptökustundir. Hvort öll fyrirhöfnin muni skila ágóða er hins vegar alls óvíst, að mati Spiegel. Flestir forfallnir áhugamenn píanótónlistar eiga fyrir nóg af plötum með Horowitz, Gould og öllum hinum, jafnvel gömlu upp- tökurnar með Paderewski og verða því tæplega mjög ginnkeyptir fyrir því að borga um 160.000 kr. fyrir pakkann, sem þó verður hægt að kaupa einstaka hluta úr að vild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.