Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ I GEORGÍ Arbatov: „Einhvers konar jafnaðarstefna er það sem ég mæli með.' Morgunblaðið/Jim Smart „Menn fengu opinbert leyfí til að stela‘ ‘ Einn af sérfræðingum Sovétríkjanna gömlu í utanríkis- og varnarmálum, Georgí Arbatov, tók þátt í skoðanaskiptum á ráð- stefnu í Reykjavík um kalda stríðið. Hann lýsir í viðtali við Kristján Jónsson and- stöðu við stækkun Atlantshafsbandalags- ins til austurs en segir enga eftirsjá að sovétkommúnismanum. PPLAUSN Sovétríkj- anna var einfaldasta leiðin fyrir Jeltsín til að losna við Gorbat- sjov og þess vegna var ríkjasambandið slegið af í árs- lok 1991, segir Georgí Arbatov, sem lengi var einn af ráðgjöfum sovéskra valdamanna. Hann er einn af þátttakendum alþjóðlegu ráðstefnunnar í Reykjavík um kalda stríðið. Arbatov starfar nú við Kanada-Bandaríkjastofnunina í Moskvu og telur hann það hafa verið mikil mistök að rjúfa tengsl- in milli sovétlýðveldanna fyrir- varalaust. Einkum hafí þessar að- gerðir aukið á efnahagsöngþveitið í löndunum, hálfgerðu þjófræði hafí verið komið á með fyrstu að- gerðum umbótasinna í efnahags- málum og skyndilegri mark- aðsvæðingu. Lífskjör í sovétlýð- veldunum gömlu séu nú alls staðar verri en fyrir hrun heimsveldisins. „Jeltsín notaði tækifærið eftir valdaránstilraunina í ágúst 1991 og Sovétríkin liðu undir lok á nokkrum mánuðum. Valdaráns- mennirnir vildu hindra að nýr samningur um samskipti sovétlýð- veldanna, sem hefði getað bjargað ríkinu, tæki gildi og þeir létu til skarar skríða á sunnudeginum; undirritunin átti að fara fram á þriðjudegi. Þeir álitu að nýi samn- ingurinn myndi eyðileggja Sovét- ríkin. Ef þeir hefðu ekki gert þessa tilraun er hugsanlegt að hægt hefði verið að koma í veg fyr- ir hrunið,“ segir Arbatov. Hann er spurður hvort hann sé bjart- sýnn á að þrengingum Rússa fari senn að ljúka og við taki framfarir í stjórn- og efnahagsmálum. „Nei, ég er ekki bjartsýnn. Ég vil ekki segja að ég örvænti og sjái enga leið út úr ógöngunum en það er ekki hægt að vera bjartsýnn í landi sem er í svona alvarlegri kreppu. Hvort nýjustu tillögur rík- isstjómar Kíríjenkos bera árangur veit ég ekki, ég þekki aðeins helstu atriði þeirra. Þegar Kírijenko hlaut sámþykki þingsins sagðist hann hafa gefið skipun um að fylgt yrði sömu stjómarstefnu, þ.e. þeirri sem varð til er Jegor Gajdar hóf svonefndar umbætur sínar um 1990 en þær hafa reynst algerlega út í hött. Nokkmm dögum síðar sendir stjórn Kíríjenkos út yfirlýsingu um að landið sé í alvarlegri efnahag- skreppu og taka verði upp nýja starfshætti til að losna úr henni! Þessir menn era báðir of ungir þegar þeir fá völdin í hendur, reynslulausir. Kíryenko virðist vera snjall og velmenntaður en hann hefur enga reynslu, hefur engan feril að sýna. Það væri þá helst hægt að nefna að hann stjóm- aði olíufyrirtæki um hríð í Nísní Novgorod en það hefur aldrei fram- leitt eitt einasta tonn af olíu. Einnig var hann bankastjóri í nokkra mán- uði, um það leyti urðu bankai- til þúsundum saman og hrandu flestir jafnóðum. Kannski getur hann samt orðið góður forsætisráðherra eftir nokkur ár þegar hann er bú- inn að viða að sér reynslu." Javlínskí snjall hagfræðingur Arbatov er spurður hvaða mann hann hefði talið heppilegastan í embættið og segist hann telja Grígorí Javlínski, leiðtoga Ja- bloko-samtakanna, þeirra bestan en Javlínskí er hagfræðingur og almennt álitinn umbótasinni. Fleiri komi þó til greina ef fólk vilji lag- færa stefnuna og „sé það mark- miðið að koma á markaðsskipu- lagi“ eins og Arbatov orðar það. Einnig séu til snjallir menn í fjármálaheiminum sem hafi að vísu óeðlileg áhrif í krafti fjármuna sem þeir hafi komist yfir með því að sölsa undir sig eignir þjóðarinnar. En sumir þeirra geti verið hæfi- leikamenn í efnahagsstjórn. Mikill vandi sé að búa til nýja stétt stjórnenda í efnahagsmálum, það taki tíma. „Fram til þessa era það aðallega gamlir skriffinnar eða mjög ungir og klárir menn sem hafa verið skipaðir. Þeir hafa flestir notað menntun sína og hæfileika til að auðgast, eiga jafnvel yfir millj- arð Bandaríkja- dollara eins og Borís Berezov- skí.“ Hann er spurður hvort menn á borð við Berezovskí séu hættulegir lýð- ræðisþróuninni. „Þeir geta verið það vegna þess að þeir misbeita auðæfum sínum til að komast yfir fjölmiðla. Þetta eru athafnamenn sem ekki hefja ferilinn eins og Ford eða aðrir bandarískir jöfrar á því að framleiða eitthvað heldur stunda þeir eingöngu einhvers konar fjármálastörf eða spákaup- mennsku. Sumir klófestu gríðarleg náttúraauðæfi án þess að greiða nokkuð fyrir þau, þau höfnuðu í höndum skriffinnanna en era auð- vitað eign þjóðarinnar. Þessir menn fengu opinbert leyfi til að stela.“ Hann segir þessar aðferðir ungu umbótasinnanna við efnahags- stjóm hafa verið búnar til hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, reyndar í nokkram löndum án þess að bera árangur en samt hafi Gajdar tekið þær upp á sína arma. I innsta hring Arbatov sat í 400 manna mið- stjórn sovéska kommúnistaflokks- ins, var náinn ráðgjafi Brezhnevs, Andropovs, Tsjemenkos og ekki síst Gorbatsjovs í utanríkis- og varnarmálum. Hann var meðal annars í liði Sov- étmanna á Reykjavíkur- fundi þeirra Mík- haíls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta í Reykjavík 1986. Um hríð sat hann í ráðgjafarnefnd sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði og er spurður álits á for- setanum. „Jeltsín hefur gert ýmis mistök en hann mun ávallt skipa mikinn sess í sögunni vegna þess að hann átti mestan þátt í að kveða valda- ránsmennina 1991 í kútinn. Ég hef „Ég vil ekki segja að ég örvænti og sjái enga leið út úr ógöngunum en það er ekki hægt að vera bjartsýnn í landi sem er í svona alvarlegri kreppu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.