Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðni PERRY Munro á bökkum Nitaux-árinnar. Perry leiöbeinir bæöi stangveiðimönnum og skotveiðimönnum, leggur til allan búnað, útvegar gistingu, mat og nauðsynleg leyfi. og skotveiðar í Nova Scotia Nova Scotia-fylki í Kanada hefur margt að b.jóða þeim sem unna útivist og veiðiskap. Guðni Einarsson kynnti sér stangveiðar, bar sem efflit var fyrir skjadda og fylding, auk möguleika á skotveiðum. PERRY Munro vann lengi að rannsóknum á fdðurjurtum í glugga- lausri rannsóknastofu. Þar kom fyrir aldarfjórðungi að hann yfirgaf skuggaveröld plantnanna og hélt út í birtuna og ferska loftið. Hér er Perry að útbúa flugutauminn fyrir skjaddann. ÖTIVIST og veiðar njóta mikilla vinsælda í Nova Seotia, eða Nýja Skotlandi. Nýverið fóru þángað nokkrir fulltrúar íslenskra fjölmiðla, í boði þarlendra ferðamálayfir- valda og Flugleiða, að kynna sér stangveiðar og útivist. Segja má að Nova Scotia sé nú í þjóðbraut eftir að höfuðborgin Halifax varð reglu- legur viðkomustaður Flugleiða og auðvelt um vik að skreppa í veiðitúr vestur um haf. Það er margt sem mælir með Nova Scotia fyrir íslenska ferða- menn, loftslag er milt og fólkið vin- gjarnlegt, verðlag yfirleitt hagstætt og gisting, matur og bílaleigubflar á góðu verði. Nefna má að bensínlítr- inn kostar um 35 krónur og hægt er að fá bílaleigubfla á 1.500-2.500 krónur á dag með innifóldum akstri. Ferðaþjónusta er mikilvæg at- vinnugrein í Nova Scotia og í öðru eða þriðja sæti þegar um heildar- tekjur er að ræða, að sögn starfs- manns markaðsskrifstofu Nova Scotia. Þar er iðnaður í fyrsta sæti, en ferðaþjónusta og fiskveiðar takast á um annað og þriðja sæti. Ferðamenn flykkjast til fylkisins í júlí, ágúst og september. Nýskot- ar leita nú leiða til að lengja ferða- mannatímann og reyna ekki síst að höfða til útivistarfólks og veiði- manna. R. Randy Brooks, starfs- maður markaðsskrifstofu Nova Scotia, sagði að nýliðinn maí væri sá besti til þessa í sögu ferðaþjón- ustunnar. Vonast er til að vekja megi áhuga íslendinga á að heim- sækja fylkið, ekki síst að vori og hausti þegar loftslag er einkar heppilegt fyrir fólk sem kærir sig ekki um hitasvækju, heldur ferskan andblæ. Skjaddavertíðin stendur frá miðjum maí og fram í miðjan júní. Þá gengur fiskurinn í ár til að hrygna. Við hittum leiðsögumann- inn, Perry Munro, við bensínstöð eina þar sem hann beið í amerísk- um jeppa af lengstu gerð og aftaní hékk kerra með vatnabáti. Munro er merkilegur karl, menntaður í líf- fræði og efnafræði og vann lengi að rannsóknum á fóðurjurtum í gluggalausri rannsóknastofu. Inni- lokunin átti ekki við Munro og þar kom fyrir aldarfjórðungi að hann yfirgaf skuggaveröld plantnanna og hélt út í birtuna og ferska loftið. Síðan hefur hann unnið sem leið- sögumaður veiðimanna, auk þess að eima afbragðsgott hlynsíróp. Perry sagði að sér líkaði þetta líferni mun betur en grúskið í rökkrinu. Hann er jafnvígur á stöng og skotvopn auk þess að vera bogfimur með af- brigðum. Hvert veiðitímabilið tekur við af öðru þannig að hann nær því að vera við veiðar lungann úr árinu. Stökkvandi skjaddar Fyrst var haldið að Nitaux-ánni þar sem renna átti fyrir skjadda. Perry sagði að skjaddinn væri stærsti fiskurinn af sfldarætt. Hann er með síur frekar en tennui- í kjaftinum, fitlar varlega við agnið og þá er um að gera að taka á móti. Perry lagði til allan veiðibúnað og gátu menn valið á milli flugustanga eða spúnstanga. Flugustangirnar voru búnar sökkvandi línu og skær- litum flugum. Agnið sem fest var á línu spúnstanganna heitir „shad dart“, krókurinn stendur neðan, úr keilulaga sökku í björtum litum, við hana er fest fjaðravængur. Agnið er gjarnan 7-8 grömm. Nitaux-áin rennur um algróið land og skógurinn nær víða fram á árbakka. Vatnið var ryðbrúnt að lit, sem er algengt í Nova Scotia, vegna mikils járn- og tannininni- halds. Perry skyggndi hylji og kvað upp úr um að þarna væri fullt af fiski. Hann sýndi hvernig best væri að bera sig að, kasta yfir ána og láta strauminn bera sökkvandi agn- ið í hylji og holur þar sem skjadd- inn mókir. Sólin skein í heiði, fasanar og aðrir skógarfuglar görguðu inni í trjáþykkninu. I sefi heyrðist kvak í froski og drekaflugur tylltu tánum á lygnur. Við og við gáraði stökkvandi skjaddi yfirborðið. Það Nova Scotia NOVA Scotia er fylki í Kanada. Á milli fjarlægustu odda eru 560 km, og flatarmálið er 55.487 fer- kílómetrar. Nova Scotia er um- lukt sjó á nær alla vegu og strandlengjan 7.400 km löng. Að Nova Scotia liggja Atlantshafið, Fundy-flói, Northumberland-sund og St. Lawrence-flói. Blandaður skógur hylur þijá fjórðu hluta fylkisins, og þar eru meira en 5.400 stöðuvötn og 300 straum- vötn. Hæstu fjöll eru um 550 metra há. Meðalhiti að sumri er 22°C og að vetri -3°C. Ibúar eru 923 þúsund og í höf- uðborginni Halifax búa um 330 þúsund manns. Frumbyggjar landsins eru Mi’kmaq indíánar, en aðfluttir eiga ættir að rekja til meira en 100 þjóðerna. Flestir eru af frönsku, ensku, skosku, þýsku, írsku eða afrísku bergi brotnir. Fyrir einni öld fluttu nokkrar ís- lenskar fjölskyldur til Nova Scotia og ílentust sumar þeirra. Nova Scotia, Nýja Skotland, var numið af John Cabot árið 1497 og komst undir yfirráð Englendinga. Margir Skotar fluttu til landsins og enn eru skosk áhrif víða merkjanleg. Meðal annars er gel- íska töluð í heimilum margra og kennd í nokkrum skólum í Cape Breton, nyrst í Nova Scotia, og skosk tónlist með sckkjarpípum og tilheyrandi vinsæl. Skotapils eru viðhafnarbúningur margra karla af skoskum ættum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.