Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Eiríkur Sigurðsson, stjórnandi og eigandi reiðskólans Þyrils. „Við segjum um þá sem ekki hafa gott jafnvægi í sér að þeir séu jarðsæknari en aðrir!“ MorgunDiaoio/Arnaiaur Skrítin lykt, stórir hófar og íþrótt sem krefst aga eftir Kristjón Jónsson ÞYRILL starfar nú meira eða minna allt árið en haldin eru sex tveggja vikna námskeið á sumri, fyrir hádegi og síðdegis,“ segir Bjarni. „Nemendur eru nú alls um 70 í senn og hvert barn fær saman- lagt 30 stunda kennslu. Hlutfalls- lega eru stúlkumar mun fleiri, þær eru um 70% nemenda. Ég hef ekki hugmynd um ástæð- una fyrir þessum kynjamun, hann er víða enn meiri erlendis. Það get- m- verið að strákamir séu margir uppteknir af alls konar tækjum og finnist þau áhugaverðari." Að loknu hverju námskeiði er grillveisla og reiðsýning í Reiðhöll- inni og áhuginn er mikill. Síðast mættu vel á þriðja hundrað manns úr röðum foreldra og annarra að- standenda. Þá er mikið stolt og gleði í augnatillitinu sem börnin senda upp á áhorfendapallana þeg- ar þau ríða hringinn. „Hafa verður öryggisþáttinn í lagi,“ segir Bjami. „Við tökum enga áhættu þegar bömin okkar eru ann- ars vegar. Stundum kemur fyrir að einhver þarf að leiða hestinn fyrir barnið á sýningunni, það er ekki alltaf hægt að treysta því að örygg- ið sé orðið nægilegt á tveim vikum. En sigur er það samt og það getur verið jafnmikilvægt hjá lítilli stúlku að ríða einn hring fetið, þótt teymt sé undir henni, eins og hjá unglings- strák að fara á valhoppi allan hring- inn. Þá hefur að minnsta kosti tek- ist að yfirvinna mesta óttann. Mörg koma auk þess aftur, jafn- vel sama sumarið. Einnig nýta þau sér ásamt foreldrunum að við leigj- um út hesta. Fullorðnu gestimir fá allir kost á því að setjast á bak en sumir sleppa því nú! Öll bömin fá viðurkenning- arskjal sem þau geta hengt upp heima hjá sér. Hluti af námskeiðinu er bóklegur og þar læra þau meðal annars um sögu hestsins og hesta í menningu okkar og bókmenntum, ekki síst íslendingasögunum.“ VroSHFTI ATVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ►BJARNI Eiríkur Sigurðsson er fæddur á Seyðisfirði 1935 en ólst að mestu leyti upp á Hornafírði, nánar tiltekið í Mýra- hreppi og síðar í Hveragerði. Hann lauk prófi frá Garðyrkju- skóla ríkisins og síðar kennaraprófi, hefur lært nudd, lokið djáknaprófi við guðfræðideild Háskólans og reiðkennaraprófi. Hann var kennari í Sandgerði og Hveragerði, skólastjóri í Þor- lákshöfn 1980-1988, ráðgjafí við Árbæjarskóla til 1995 og hefur fengist við bindindisfræðslu í skólum á vegum Krabba- meinsfélagsins. Um árabil starfaði hann við hestaleiguna Eldhesta í Hveragerði og fór þá margar ferðir með útlendinga um hálendið en hefur frá 1996 rekið reiðskólann Þyril í Víðidalnum fyrir ofan Árbæ. Skólinn hefur m.a. aðstöðu í Reið- höllinni og leigir einnig út hesta. Bjarni eignaðist synina Hróðmar, Sigurjón, Bjarna og Daða með fyrrverandi eigin- konu sinni, Kristínu Björgu Jónsdóttur. NOTAÐIR eru mjög þægir reiðskjótar fyrir byrjendurna, sumir hest- anna eru komnir vel á þriðja áratuginn. En gefast margir upp áður en námskeiðinu lýkur? „Nei það er mjög sjaldgæft. Þau hafa flest svo gaman af þessu og viðbrigðin eru svo mikil að vera hér. Hér er umhverfið svo ólíkt því sem er í borginni, lyktin skrítin, hrossaskíturinn einkennileg- ur, risastórt moldargólfið í höllinni, allt er þetta spennandi. Þetta er ný veröld sem þau kunna vel við. Ég var með námskeið frá áramót- um í vetur og hyggst halda því áfram næsta vetur. Þegar veðrið er slæmt fer námið fram í Reiðhöllinni. Aðalstarfið er auðvitað á sumrin. Þá starfa hjá mér þrír kennarar og sjö áhugasamir unglingar sem hafa orðið mikla reynslu og þekkingu, fá að sinna ýmiss konar aðstoð. Þau eru nefnd kúskar. Náminu skipti ég í námskeið fyrir byrjendur, þá framhaldsnámskeið I og II og í sumar er ég að byrja með þrep III sem ég nefni gangskipting- arnámskeið. Það er fyrir þá sem eru komnir það langt að þeir eru farnir að hafa vald á gangi hestsins. Þetta er þróun sem verður að taka sinn tíma.“ Allur búnaður útvegaður „Kúskarnir fá einnig að taka þátt 1 fullorðinsnámskeiðum milli fimm og sjö, oftast er þar um að ræða byrjendur í íþróttinni. Ég á sjálfur tíu hesta og einkum yflr sumartím- ann er ég auk þess með lánshesta. Skólinn hefur þá sérstöðu hér á svæðinu að ég útvega ekki aðeins hestana heldur einnig hnakka og hjálma. Fólki nægir að greiða gjald- ið fyrir námskeiðið. Margt fullorðið fólk vill læra að sitja hest án þess að ganga svo langt að kaupa sér allan búnaðinn og vera bundið yfir því allt árið að þurfa að hugsa um hestana. Þessu fólki veiti ég þjónustu, tíu manns í senn.“ Ungu nemarnir eru á aldrinum sjö til fimmtán ára og ljóst að vand- lega þarf að gæta þess að yngstu bömin fari sér ekki að voða. Þess „Á sýningunum spyrjum við stundum foreldrana hvort börnin séu svona stilit heima. Málið er að aginn hjá okkur felst fyrst og fremst í því að sýna verður hestinum og eðli hans virðingu og á sýningunum verður að taka tillit til hinna þátttakendanna, ann- ars klúðrast allt. má geta að starfsmenn hafa allir lært hjálp í viðlögum hjá Rauða krossinum. Bjarni er spurður hvað sé erfiðast fyrir borgarbörn sem enga reynslu hafi af hestum og hvort ekki komi upp agavandamál. „Það er ótti í sumum og þess vegna notum við afskaplega þæga hesta fyrir byrjendurna. Ýmsir vin- ir mínir hafa lánað mér gömlu brúk- unarhrossin sín og í fyrra var ég með hérna þrjú hross sem voru 26 ára en samt mjög frambærilegir hestar. Séu börnin ung finnst þeim oft að hesturinn sé mjög stór og langt til jarðar úr hnakknum, hófamir eru líka ógnvekjandi. Komist þau yfir hræðsluna er mjög auðvelt að kenna þeim að sitja hest. Þau eru sveigjanleg í sér, líkaminn mjúkur og yfirleitt liðugur. Hann á þess vegna auðvelt með að fylgja hreyf- ingamunstri hestsins, þau eru ekk- ert að spyrna á móti reiðskjótanum eins og mörgum fullorðnum hættir til að gera. Við segjum um þá sem ekki hafa gott jafnvægi í sér að þeir séu jarð- sæknari en aðrir! Allt snýst þetta um að finna jafnvægið, skynja hvar þungamiðja hestsins er og hreyfa sinn eigin líkama í takt við skrokk hestsins. Hann er stærri og sterkari og ræður yfirleitt mynstrinu til að byrja með en þegar við erum farin að kunna svolítið reynum við smám saman að hafa áhrif á mynstrið. Fyi-st þarf fólk að læra að trufla ekki hestinn, næsta skrefíð er að hjálpa honum með því að samræma hreyfingarnar. Þá notum við taumana og notum hendur og fætur til að stýra og hvetja. Þegar þessu stigi er náð getum við farið að krefj- ast einhvers af hestinum og það merkir að við stýrum honum í öllum aðalatriðum." Agi og virðing „Þú nefnh' agann. Á sýningunum spyrjum við stundum foreldrana hvort börnin séu svona stillt heima. Málið er að aginn hjá okkur felst fyrst og fremst í því að sýna verður hestinum og eðli hans virðingu og á sýningunum verður að taka tillit til hinna þátttakendanna, annars klúðrast allt. Reiðmaðurinn getur ekki komist upp með neinn einleik eða kenjar. Mikilvægi tillitsseminnar verður öllum ljóst þegar þau ríða um völl- inn tvö og tvö saman. Það er rætt um agavanda í gnmnskólum. Mér hefur komið í hug að kennarar ættu ef til vill að geta dregið örlítið úr vægi annarra greina og fengið ráð- rúm til að láta nemendurna kynnast hestamennsku. Auk þess mætti samþætta þá reynslu dýrafræði og mörgum öðrum greinum. Um leið fengju allir dýrmæta reynslu af því hve hæfilegur agi og þá ekki síst sjálfsagi getur verið nauðsynlegur. Margir nemendur ættu auðveld- ara með að skilja þá kennslu en þá sem reynt er að miðla með bókum í skólastofunni. Reyndar komu nokkrir skólar með nemendur hing- að í vetur í heimsókn." Hefðu ekki sumir foreldramir gagn af svona kennslu? „Áreiðanlega og þeir læra einnig sitthvað um uppeldi við að sjá hvað bömin geta þegar þau hafa áhuga á viðfangsefninu og komast ekki hjá því að sýna öðram virðingu. Þá haga þau sér vel, þau litlu átta sig strax á því að þessi stóra skepna gæti einfaldlega stigið á tærnar á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.