Morgunblaðið - 28.06.1998, Side 28

Morgunblaðið - 28.06.1998, Side 28
28 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRl RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝIR TÍMAR Á N ORÐUR-ÍRL ANDI AEINU ári hafa orðið ótrúleg umskipti á Norður-írlandi. Blóðugar deilur, sem virtust óleysanlegar, hafa verið leystar, a.m.k. í bili og vonandi á reynslan eftir að leiða í ljós, að það verði til frambúðar. Páskasamkomulagið svonefnda var samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða og í þingkosningunum, sem fram fóru sl. fimmtudag, fengu þeir flokkar, sem fylgjandi voru samkomulag- inu, einnig yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Á Norður-írlandi hafa því ver- ið stigin fyrstu skrefin til nýrra tíma. Öllum er ljóst, að lítið má út af bregða en eigi að síður gefa þeir áfangar, sem náðst hafa í tvennum kosningum, sterkar vonir um framhaldið. Um langan aldur var deilan á Norður-írlandi talin óleysanleg. Með sama hætti hafa menn lengi verið vondaufir um, að samkomulag geti tekizt á milli ísraela og Palestínumanna. Þótt hægt gangi í Miðausturlönd- um er ástandið þar þó betra en það var. Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, hefur hins vegar náð ótrúlegum árangri á skömm- um tíma í málefnum Norður-ír- lands. Sáttargerðin á Norður-írlandi er eitt af afrekum síðari hluta aldarinnar í okkar heimshluta. Deilurnar hafa verið svo heiftúð- ugar, djúpstæðar og hatrammar að þær hafa verið nánast óskiljan- legar fyrir þá, sem utan við standa. Nú bíður hins vegar mikið starf þeirra, sem taka við stjórn- arforystu á Norður-írlandi í kjöl- far þingkosninganna. Þeir sem þar koma mest við sögu eiga hins vegar allir mikið undir því að vel takist til og þess vegna má búast við að þeir leggi sig alla fram. Úr því að hægt hefur verið að ná svo langt í að koma á friði á Norður-írlandi, sem virtist fyrir nokkrum misserum óhugsandi, er það áreiðanlega hægt annars staðar. I Evrópu á það fyrst og fremst við um þau ríki, sem fyrr- um voru sameinuð í Júgóslavíu. Þar hefur náðst ákveðinn árangur en deilumálum þar er ekki lokið. I Miðausturlöndum hefur þrátt fyr- ir allt tekizt að halda friðarferlinu í gangi, alltjent á þann hátt að ekki hefur komið til nýrra stór- felldra hernaðarátaka. Þar eins og annars staðar vega Bandaríkin þyngst. Athyglisvert er að Banda- ríkjamenn komu mjög við sögu í lausn deilunnar á Norður-írlandi og þeir eiga allan heiður af því að friði var komið á í Bosníu. Friðar- samningar í Miðausturlöndum eru óhugsandi án þeirra. Skýring- in á þessari sérstöku stöðu Bandaríkjamanna er auðvitað sú, að þeir hafa annars vegar þá fjár- muni, sem til þarf en hins vegar þann hernaðarlega styrk, sem er ógnun við þá, sem vilja ekki vera til friðs og mundu engum öðrum hlýða en þeim, sem hefur afl til þess að fylgja afstöðu sinni eftir. Þótt samskipti á milli Islend- inga og Ira hafi ekki verið mikil eru tilfinningatengsl á milli þess- ara tveggja þjóða og m.a. af sögulegum ástæðum. Það er okk- ur Islendingum því fagnaðarefni, að svo virðist sem Irar geti nú búizt við betri tímum, þegar fram líða stundir. VIÐBRÖGÐ í NOREGI NORSK stjórnvöld hafa lítið látið frá sér heyra um dóm- inn í Sigurðarmálinu svonefnda. Hins vegar mælir norska blaðið Stavanger Aftenblad áreiðanlega fyrir munn margra Norðmanna, þegar það segir í forystugrein um þetta mál: „Burtséð frá því, hvort þeir hefðu átt að læra bet- ur á gervihnattakerfið áður en þeir sigldu inn í lögsöguna var málið svo lítilfjörlegt að það rétt- lætti ekki svo hörð viðbrögð af hálfu Norðmanna. Vonandi hafa norsk stjórnvöld lært af málinu. Svona kemur maður ekki fram við góða granna.“ Það mun koma í ljós, hvort norsk stjórnvöld hafa lært af málinu. Ákveði þau að halda mál- inu áfram fyrir dómstólum er það vísbending um að norska ríkis- stjórnin hafi lítinn áhuga á að leysa deilumál landanna með friði. En það er vissulega tími til þess kominn. Úr því að írar gátu leyst sín deilumál, hljóta Norð- menn og Islendingar að geta samið um fiskveiðar á Norður- Atlantshafi. MER ER NÆR AÐ halda að guðstrú Jón- asar og afstaða hans til forsjónarinnar séu hvað augljósast ortar inní kvæðið um grá- tittlinginn þar sem liann setur sjálfan sig í spor guðs og andar á frosinn fuglinn svo að hanri lifi en sjálfur er hann einnig í sporum grátittlingsins; þar sem kalinn drengur leggst niður á kalt svellið og leggur lítinn munn á þunnan væng fuglsins til að þíða hann og leysa þrek hans úr læð- ingi. Þetta gerist í síðari hluta kvæðisins þegar skáldið hefur lýst þvi hvernig hann lék sér ungur að stráum og austanstæðir laufvindar blésu á hausti æsku hans. Þá skall á það hret sem varð ungri hríslu næstum ofviða en hún lifði þó af því að drottinn skóp okkur gott hjarta og drengurinn átti að dýrin sín, hrútinn og trippið hana Toppu, og jiau þreyja með honum hretið. Þau eru aleiga hans. En þá gengur harm framá fuglinn ósjálfbjarga og finnur samsvörun í náttúrunni sem vaipar í senn ljósi á aðstöðu hans og afstöðu: Kalinn drengur i kælu á kalt svell, og ljúft fellur, l.agdist niður og lagði litinn munn á væng þunnan. Þfddi allvel og eyddi illutn dróma með stilli sem að frostnóttin fyrsta festi með væng á gesti. - Þannig er ástatt um þá báða, fuglinn og skáldið unga, að þeir mega ei losast nema á þá sé andað hlýju sem leysir af þeim fjötra hretsins. Lítill fugl skaust úr lautu, lofaði guð mér ofar, sjálfur sat eg í lautu sárglaður og með tárum. Feildur em eg við foldu frosinn og má ei losast; andi guðs á mig andi, ugglaust mun eg þá hugg- ast. Mér virðist augljóst að Jónas sé að yrkja um sjálfan sig þegar fyrsta frostnóttin lamaði vængjatakið við sviplegt andlát föður hans. Eins og hann leysir sjálfur fuglinn í lófa sínum, þannig leikur guðs andi um hann þar sem hann liggur frosinn og vængjatakslaus við jörðina. Jón- as orti einnig um föðurmissinn í Saknaðarljóði sem fyrr getur og þá í svipuðum anda og í Grátittlingn- um. I Saknaðarljóði segir hann and- lát föður síns hafi verið fyrsti og sárasti missirinn; það var sorgin þyngst, en guðfögur sól á næstu grösum. En drottinn ræður, það eru loka- orð Saknaðarljóðs. í bréfi til J. Steenstrups, dags. í Reykjavík 5. nóv. 1841, minnist Jónas á grátittlinginn og segir að til sé um hann smáanekdóta þar sem því sé haldið fram að hann liggi á bakinu meðan hann sofi og teygi annan fótinn upp í loft í öryggis- skyni, ef svo kynni að fara að hi- minninn hryndi meðan hann svæfi. Minnstur fugla átti hann að vernda jörðina. Þannig spyrnir Jónas einnig við fótum í ljóðum sínum þegar umhverfið er of nærgöngult og ástæða til að verja sál sína utanað- komandi þrýstingi. En honum tókst eins og grátittlingnum að semja sig að þimninum. Ólafur Davíðsson segir ranglega í skýringum við Úrvalsrit Sigurðar Breiðfjörðs sem Einar Benediktsson setti saman, að grein Jónasar Hall- grímssonar um eðli og uppruna jarðar í fyrsta hefti Fjölnis sé eftir franska vísindamanninn G. Cuvier, en hann var heimsfrægur náttúru- fræðingur á dögum Jónasar. í Fjölni er fullyrt að Jónasi látnum að grein- in sé eftir hann og þarf ekki að fara í grafgötur um það. Ólafur Davíðsson ruglar saman ritgerð Jónasar um uppruna jarðar og þýðingu hans á grein eftir Cuvi- er sem birtist í öðrum árgangi Pjöln- is, 1836, og heitir Af eðlisháttum fiskanna. I grein Sigurðar Stein- þórssonar prófessors framan við IV bindi Ritverks Jónasar Hallgríms- sonar, Skýringar og skrár, leggur hann meðal annars útaf Fjölnis- grein Jónasar um uppruna jarðar og segir að ritgerðin sé „hið eina sem Jónas birti á íslenzku um jarð- fræði; hún lýsir jafnframt heims- mynd hans og víðfeðmri almennri þekkingu við upphaf námsins. Og í lokin er ofurlítill kafli um ísland, sem lýkur með eins konar stefnuyf- irlýsingu Jónasar: „Auðnist höfundi þessara blaða að sjá ísland aftur og skoða það nokkuð til hlítar, mun hann leitast við síðar meir að skýra frá aldri þess og eðli.“ Jónas var því vei undirbúinn úr skóla, eins og Sigurður segir, til að takast á við fyrirhugað ævistarf sitt, en ritgerðir þeirra Sigurðar og Arnþórs Garðarssonar prófessors sem skrifaði um dýrafræðinginn Jónas Hallgrímsson, einnig framan við þetta IV bindi ritsafns Jónasar, sýna svo að ekki verður um villzt hvað Jónas var merkur náttúru- fræðingur og hefði m.a. flýtt rann- sóknum í jöklafræði uin hálfa öld hefði hann lifað. Sigurður fullyrðir að ritverk hans sýni „að hafi Jónas verið á undan samtlð sinni sem skáld, þá var hann kynslóð eða kynslóðum á undan öðrum löndum sínum sem vísindamaður, því verk hans beindust að því að fá yfirsýn í tíma og rúmi — að hinu „kvantitat- ífa“.“ Þegar Jónas féll frá, 37 ára að aldri, hafði hann sáð til stórra afreka eins og Sigurður segir, og komið að uppskeru. „Hann hafði kunnáttuna, áhugann og gögnin til að gera stóra hluti“, segir Sigurður Steinþórsson í grein sinni. M. HELGI spjall REYK JAVÍ KURBRÉF Laugardagur 27. júní VIÐ STÖNDUM ber- sýnOega á vegamótum í heilbrigðismálum. Uppsagnh' hjúkrunar- fræðinga, neyðará- standið, sem blasir við á sjúkrahúsum um miðja næstu viku, ef ekkert verður að gert, vísbendingar um að fleiri starfshópar á sjúkrahúsum muni fylgja í fótspor hjúkrunarfræðinga, allt sýnir þetta að þanþol starfsmanna heil- brigðiskerfsins vegna niðurskurðai’ á fjár- veitingum er búið. Þetta er skiljanlegt. Niðurskurður ár eftir ár, kröfur um meiri niðurskurð, lokanir deilda, verkföll og kjaradeilur hafa sett svip sinn á heilbrigðis- þjónustuna á þessum áratug. Það var óhjákvæmilegt að gi-ípa til nið- urskurðar og aukins aðhalds í upphafi þessa áratugar. Efnahagskreppan var ein hin mesta á þessari öld. Ríkissjóður var um skeið rekinn með gífurlegum halla. Útgjöld í heilbrigðiskerfinu jukust ár frá ári. Það voru augljós rök fyrir meira aðhaldi. En nú verður þjóðin að horfast í augu við, að lengra verður ekki gengið. Raunar hafa margir þeirra, sem átt hafa erindi á sjúki’astofnanir, spurt sjálfa sig, hvernig starfsfólk sjúkrahúsanna gæti yfir- leitt hugsað sér að vinna þau erfiðu störf, sem mæta því á hverjum degi, fyrir ekki hærri laun. Það er t.d. augljóst, að það er gífurlegt álag fýrir starfsfólk, bæði andlegt og líkamlegt, að vinna á öldrunardeildum og hugsa um gamalt fólk, eða Alzheimer- sjúklinga, eða starfa á geðdeildum, svo að dæmi séu nefnd. Það útheimtir Iíka mikla þekkingu og hæfni að starfa á skurðstofum og taka þátt í flóknum skurðaðgerðum, svo að nefnd séu dæmi úr allt annam átt. Skattgreiðendur standa frammi fyrir því, að þessa þjónustu og aðra er ekki leng- ur hægt að fá fyrir þá fjármuni, sem hingað til hafa verið lagðir fram til að tryggja að hún stæði til boða þeim, sem á henni þurfa að halda. Fólkið, sem hefur þessa menntun, er ekki lengur tilbúið til að vinna þessi verk íyrir þá greiðslu, sem í boði er. Það vill heldur leita að annam vinnu og eins og at- vinnuástandið er nú fer tæpast á milli mála að hún er í boði, auk þess sem fólk með þá menntun og starfsreynslu, sem hér um ræðir, á kost á starfi á sínu sviði í nálægum löndum. Þá má spyrja, hvort það sé kostur að draga enn úr þeirri þjónustu, sem heil- brigðiskerfið veitir. Svarið er augljóst: sá kostur er ekki fyrir hendi. Við höfum byggt upp heilbrigðisþjónustu, sem er að mörgu leyti mjög fullkomin, þótt henni sé að sumu leyti ábótavant eins og búast má við. Skoð- anakannanir, sem gerðar hafa verið, benda ótvírætt til þess, að mikill meirihluti þjóð- arinnar sé því fylgjandi að hér verði haldið uppi heilbrigðiskerfi, sem jafnast á við það bezta í heiminum. Þá er ekki óeðlilegt að spurt sé, hvort skattgreiðendur séu reiðubúnir til að greiða hærri skatta til að tryggja svo full- komna heilbrigðisþjónustu. Svör við þeirri spurningu liggja ekki fyrir en hún hefur reyndar líka komið fram í sambandi við skólakerfið. Það gæti hins vegar verið fróð- legt að sjá hver viðbrögðin yrðu ef þeir tekjuskattar, sem landsmenn greiða, þ.e. tekjuskattur til ríkisins og útsvar til sveit- arfélaga, yrðu sundurgreindir á þann veg, að ákveðin skattprósenta gengi til heil- brigðiskerfisins og skólanna. Þá vissu skattgreiðendur hvaða peningai- færu í heilbrigðisþjónustuna og í skólana og þá væri auðveldara að taka afstöðu til þess, hvort menn væru tilbúnir til að taka á sig aukin útgjöld af þessum sökum. Líklegt má telja, að ef ríkisstjórnin legði til almenna skattahækkun með þeim rök- um að hún ætti að ganga til heilbrigðis- þjónustunnar, yrðu undirtektir misjafnar. Ef hins vegar sá hluti tekjuskattanna, sem gengi til heilbrigðiskerfisins, yrði sérstak- ur skattur má búast við að undirtektir yrðu aðrar. Slíkri sundurgreiningu mundi fylgja ákveðin staðfesting fyrir almenning á því að peningarnir færu þangað en ekki annað. Úmræður um þetta efni eru nauðsynleg- ar. Þjóðin er nýkomin út úr erfiðri kreppu. Góðæri er í landinu. Miklar vonir standa tU, að hægt verði að reka ríkissjóð með myndarlegum tekjuafgangi, þannig að hægt verði að borga niður skuldir frá kreppuárunum og vinna gegn þenslu í efnahagslífinu. Aukið fé til heilbrigðisþjón- ustunnar við þær aðstæður, sem nú ríkja verður ekki tekið frá öðrum en skattgreið- endum. Rökin fyrir því, að þeir eigi að taka á sig auknar byrðar af þeim sökum eru mörg. Þær kynslóðir, sem nú eru í blóma lífsins og afla mikilla tekna, bera ákveðnar skuldbindingar gagnvart þeim, sem eldri eru. Hverjum dettur í hug, að synir og dætur og bai’nabörn vilji ekki leggja fram þá fjármuni, sem nauðsynlegir eru til þess að tryggja öldruðum foreldrum viðunandi þjónustu á sjúkrahúsum? Hverjum dettur í hug, að aðstandendur Alzheimersjúklinga, sem hafa upplifað hvað þeim sjúkdómi fylgir, séu ekki reiðubúnir til að leggja fram aukið fé til að tryggja þeim mann- sæmandi þjónustu og umhverfi? Hverjum dettur í hug, að þeir sem kynnast því, sem fylgir krabbameini, vilji ekki leggja fram fé til þess að hægt sé að sinna þeim sjúkling- um sem bezt? Og svo mætti lengi telja. En þeir sem leggja þessa fjármuni fram þurfa að hafa sannfæringu fyiir því að þeir gangi til þeirra þarfa, sem um er að ræða en fari ekki í einhver allt önnur útgjöld hins opin- bera. Hér skal fullyrt, að almennar og opnar umræður um þessi mál mundu leiða í ljós vilja skattgreiðenda til að taka á sig auknar byrðar til þess að halda uppi fullkominni heilbrigðisþjónustu og greiða starfsfólki hennar viðunandi laun, svo lengi sem full vissa væri um hvert peningarnir færu. ÞEGAR STAÐIÐ er frammi fyrir vanda af því tagi, sem nú blasir við í heilbrigð- Áhrifin á launakerfið iskerfinu, hafa menn ekki sízt áhyggjur af því, að launabreytingar á einum stað muni leiða af sér keðjuverkanir annars staðar. Og þær áhyggjur eru skiljanlegar enda sýnir reynslan, að launakröfur byggjast ekki sízt á samanburði á milli stétta og starfshópa. En þó er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. Hér í blaðinu í gær, föstudag, mátti lesa viðbrögð Þórarins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasambands ís- lands, þegar Morgunblaðið spurði hann hvaða áhrif hugsanlegar launahækkanir til hjúkrunarfræðinga mundu hafa á hinum almenna vinnumarkaði. Um þetta sagði framkvæmdastjóri VSI: „Það er barna- skapur að ímynda sér að það hafi ekki áhrif og valdi ekki ólgu á vinnumarkaðinum í heild, ef stórir hópar starfsmanna, sem hafa gert kjarasamning, geta með upp- sögnum, sem hafa allt útlit ólöglegrar vinnustöðvunar, knúið fram samninga um hærra kaup.“ Þetta er að sjálfsögðu hið hefðbundna svar við spurningu af þessu tagi og á und- anförnum árum hefur það augljóslega verið rétt. En nú er staðan svolítið flóknari. Hvaða áhrif hefur það haft og hvaða ólgu hefur það valdið á vinnumarkaðnum, að það er nánast ótrúlegt launaskrið í fjár- málastofnunum og tölvugeiranum? Það vita allir, sem vita vilja, að í verðbréfafyrir- tækjunum hefur verið að þróast launakerfi, sem er tengt árangri. Þetta þýðir, að ein- stakir starfsmenn fá sérstaka þóknun nái þeir ákveðnum árangri í þeim viðskiptum, sem þeir vinna við. Eins og við mátti búast er þetta launakerfi að ryðjast inn í banka- stofnanir, a.m.k. á einhverjum sviðum inn- an þeirra. Þetta hefur í raun þýtt, að í fjár- málageiranum er nú umtalsvert launa- skrið, sem tryggt hefur ákveðnum hópi starfsmanna verulegar launabætur um- fram það, sem um hefur verið samið á hin- um almenna vinnumarkaði. Hið sama hefur gerzt í tölvugeiranum m.a. vegna þess, að hæfir starfsmenn á því sviði eru ekki á hverju strái. Raunar er þetta að gerast á fleiri sviðum. Sagt er að auglýsingastofur berjist um svokallaða gi'afíska hönnuði og launakjör þeiiTa í samræmi við það. Launaskrið í þessum greinum er til kom- ið vegna þess, að þama eru á ferðinni starfshópar með ákveðna sérþekkingu. Það er ekki offramboð á fólki með þessa sér- þekkingu, hvort sem er í fjármálalífinu, tölvuþjónustu eða í grafískri hönnun, svo að dæmi séu nefnd. Það er heldur ekki of- framboð á hjúkrunarfræðingum, að ekki sé talað um hjúkrunarfræðinga með ákveðna sérþekkingu, svo sem í rekstri skurðstofa. Hver eru rökin fyrir því, að hægt sé að horfa fram hjá launaskriði í þeim greinum, sem nefndar voru hér að framan, en ekki ef það sama gerist á sjúkrahúsunum. Ein- hverjir mundu segja, að rökin væru þau, að launaskriðið væri í einkageiranum en öðru máli gegni um opinbera geirann. En þetta er ekki svo. Það er launaskrið hjá opinber- um fýrirtækjum. Mörg fjármálafyrirtækj- anna eru í opinberri eigu. Þar má að sjálf- sögðu nefna Landsbanka, Búnaðarbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins en þar að auki eiga viðskiptabankarnh’ tveir mörg dótturfyrh’tæki á fjármálamarkaðn- um, þar sem launaskriðið er á fullri ferð ekki síður en í einkafyrirtækjunum. Af þessum sökum eru svör Þórarins V. Þórarinssonar ekki einhiít. Þau eru rétt svo langt sem þau ná en þau segja ekki alla söguna. Það er auðvitað ljóst, að allar launabreytingar ýta undir launakröfur annai-s staðar, en í þessu tilviki er ekki hægt að taka starfsfólk sjúki-ahúsanna út úr og benda á það vegna þess, að það sama hefur verið að gerast annars staðar og þ. á m. hjá fyrírtækjum í ríkiseigu. I þeim efnum breytir engu, þótt þau hafi verið gerð að hlutafélögum. í fyiTnefndu samtali við Morgunblaðið segir framkvæmdastjóri VSÍ: „Raunar skil ég ekki af hverju þessi staða er komin upp. Eg hélt, að í samskiptum á sjúkrahúsun- um, rétt eins og í fyrirtækjunum, ætti að vera verulegt svigrúm til samninga um breytingar á vinnufyrirkomulagi og öðrum atriðum við framkvæmd vinnunnar, sem gætu gefið færi á meiri framleiðni, sem komi fram í hækkuðu kaupi.“ Spurningin er sú, hvort svo langt hefur verið gengið í hagræðingu og niðurskurði á sjúkrahúsunum á undanförnum árum, að lengra verði ekki komizt að óbreyttum að- stæðum. Að eina leiðin til þess að ná enn meiri árangri í þessum efnum sé sú, að fram farir róttækur uppskurður á því sjúkrahúsakerfi, sem við höfum byggt upp, m.ö.o. að um einn hátæknispítala verði að ræða en ekki tvo. Fyrir nokkrum mánuð- um og misserum fóru fram töluverðar um- ræður um þetta mál, sem fyrst og fremst einkenndust af þeim miklu hagsmunum, sem í húfi eru fyrir einstaka starfshópa á sjúkrahúsunum. Þeir hagsmunahópar töldu sig að vísu vera að tala fyrir hönd sjúklinganna, sem þurfa að leita eftir þjón- ustu sjúkrahúsanna. Yalkostir í heilbrigðis- kerfinu MEÐ UPPSOGN- um sínum hafa hjúkr- unarfræðingar knúið fram umræður um heilbrigðiskerfið og framtíð þess, sem út af fyrir sig er gagnlegt að fari fram. En inn í þær umræður er nauðsynlegt að taka ábendingar, sem fram hafa komið í áþekk- um umræðum á undanförnum árum um nauðsyn þess að byggja upp einkarekna valkosti í heilbrigðisþjónustu. íslenzkt þjóðfélag er orðið margfalt fjöl- breyttara en það var fyrir aldarfjórðungi. Þetta á við um öll svið þjóðlífsins. Það er ekkert athugavert við að sú fjölbreytni endurspeglist líka í heilbrigðiskerfinu. Við hvað er átt, þegar talað er um valkosti í heilbrigðiskerfinu? Það er átt við, að þeir sem þurfa að leita aðstoðar lækna eða annarra á því sviði eigi fleiri kosta völ. Morgunblaðið hefur marg- sinnis bent á það augljósa dæmi, að þegar Morgunblaðið/Rax STROKKURI HAUKADAL langir biðlistar eru eftir ákveðnum aðgerð- um á sjúkrahúsum eigi fólk að geta ráðið því, hvort það vill kaupa þá þjónustu ann- ars staðar og borga hana fullu verði. Nú er raunar hægt að gera það með því að fara til útlanda og ef rétt er skilið ber heilbrigðis- kerfinu að gi’eiða a.m.k. hluta þess kostn- aðar. Hvers vegna ekki að bjóða upp á sömu þjónustu hér? Þeir sem snúast gegn slíkum hugmynd- um setja þær í pólitískt samhengi og telja að með slíku fyrirkomulagi væri verið að skapa stéttaskiptingu meðal sjúklinga. Þeir, sem gætu borgað, nytu forréttinda fram yfu’ aðra. Ólafur Ólafsson landlæknir hefur ekki sízt verið óþreytandi við að halda fram þessu sjónarmiði. En um þetta má segja tvennt: I fyrsta lagi á fólk að geta valið um það, hvort það eyðir peningunum sínum í sólarlandaferð eða læknisaðgerð, svo að dæmi sé nefnt. Það er ekki verið að búa til nein forréttindi með því, að þjóðfé- lagsþegnar eigi slíkt val. I öðru lagi er ekki óeðlilegt, að einstaklingar eigi þess kost að geta keypt tryggingar hjá tryggingarfélagi vegna hugsanlegra læknisaðgerða með sama hætti og fólk getur keypt margvísleg- ar aðrar tryggingar. Hvers vegna ekki að kaskótryggja sjálfan sig eins og bílinn sinn? Ef mönnum sýnist svo. Þá eru ótalin þau rök, að slíkir einka- reknir valkostir í heilbrigðiskerfinu mundu létta mjög álagið á hinu opinbera kerfi, stytta biðlista og þar með bæta þjónustu við þá, sem á þeim eru. Það er að verða til vísir að slíkum val- kosti. En þeir munu tæpast blómstra og fá að njóta sín, nema það verði hin opinbera stefna í heilbrigðismálum, að samfélagið telji þá þróun sjálfsagða og eðlilega á þessu sviði sem öðrum. Og að það verði til skipu- lega upp byggt kerfi trygginga og þjónustu á þessu sviði. Með einum eða öðrum hætti hljóta stjórnvöld að leysa þá deilu, sem nú er uppi á sjúkrahúsunum. Staðan er sú, að þótt sjúklingarnir yrðu sendir heim mundi það valda slíkri þjóðfélagslegri röskun, að við það verður ekki búið. En jafnframt er þetta mál kjörið tilefni til að taka upp á ný umræður um framtíðarþróun heilbrigðis- kerfisins á víðtækum gi’undvelli. „Hér skal fullyrt, að almennar og opnar umræður um þessi mál mundu leiða í ijds vilja skattgreið- enda til að taka á sig auknar byrðar til þess að halda uppi fullkominni heil- brigðisþjdnustu og greiða starfsfdlki hennar viðunandi laun, svo lengi sem full vissa væri um hvert peningarnir færu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.