Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ég er ekki að yfír- gefa Islendinga * A seinustu þremur árum hafa viðskipti Islendinga og Kínverja tvöfaldast frá ári til árs. A bak við þessa aukningu stendur einn maður, Xiang Lunjun, viðskiptafull- trúi kínverska sendiráðsins, sem hefur starfað ötullega að því að opna Islending- um viðskiptatengsl í Kína. Súsanna Svavarsdottir ræddi við Xiang, sem er að snúa aftur til síns heimalands, um sam- skipti landanna, helstu kosti farsælla við- skipta og framtíðarmöguleika. AU ERU ekki mörg árin síðan Kína var óþekkt stærð í viðskiptalífi okkar íslendinga. Við höfðum litla hugmynd um hvað við hefðum þangað að sækja að ekki sé talað um hvað við hefðum fram að færa fyrir þessa þjóð sem telur um tólf hundruð og fimmtíu milljónir manns. Við erum eins og ein gata 1 Peking. Þótt við höfum lengi verið í stjómmálasambandi við þetta stóra ríki og Kínverjar hafi rekið hér sendiráð frá 1972, voru viðskipti landanna lítil. Kínverjar keyptu lít- ilræði af áli af okkur en við keyptum lítið af þeim. í byrjun janúar 1977 kom hingað til lands Xiang Lunjun, viðskipta- fulltrúi og 1. sendiráðsritari Kín- verja, til að sjá, meðal annars, um þau viðskipti sem áttu sér stað. Hann kom beint frá Peking, eftir að hafa átt stuttan stans í kínverska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Og þá leit ísland dálítið öðruvísi út en það gerir í dag. Þegar litið er til baka á það borg- arumhverfi sem blasti við, þá voru hér örfá veitingahús, engar búllur, lítið úrval af grænmeti í verslunum - reyndar fremur fábreytt matar- æði. Veislumatur var pizza með skinku og ananas og körfukjúkling- ur á Naustinu. Miðbærinn var, eins og aðrir bæjarhlutar, mjög rólegur. Það var í þetta fámenna, kyrrláta andrúmsloft sem Xiang kom frá sínu stóra, fjölmenna landi. „Mér þótti ákaflega sérkennilegt að koma hingað,“ segir hann þegar við setj- umst niður með dýrindis kínverskt te, til að líta yfir breytingamar sem orðið hafa á þeim tuttugu árum sem liðið hafa frá því að Xiang kom hér fyrst. „Mér hafði verið sagt, að menn sem færu til tunglsins kæmu hing- að áður en þeir legðu í þá langferð, til að æfa sig. Hér ættu þeir að reyna að finna tungltilfinninguna. Mér fannst það mjög trúlegt. Þegar ég kom hingað voru mjög lítil við- skipti milli íslands og Kína. Kín- verjar fluttu hingað lítilræði af nið- ursoðnum ávöxtum og grænmeti. Það var Sigtryggur Eyþórsson í EXCO sem stóð að þeim innflutn- ingi. Mitt fyrsta verk var því að byggja upp viðskiptatengsl milli landanna, það er að segja að efla út- flutning Kínverja til íslands. íslend- ingar fluttu ekkert út til Kína á þessum árum, nema við höfðum tvisvar keypt ál héðan frá 1975. En úr þeim viðskiptum dró á næstu ár- um.“ Xiang dvaldi hér í fjögur ár, eða til ársins 1981 er hann var kallaður til annarra starfa í Kína. En hann átti eftir að snúa aftur. Árið 1991 fór árangurinn af vinnu hans tíu ár- um áður að skila sér og föst, gagn- kvæm viðskipti hófust á milli land- anna. Þau voru hins vegar lítil og árið 1995 var Xiang aftur kallaður til Islands - þar sem hann hafði kynnt sér íslenskt viðskiptaum- hverfi gaumgæfilega, og kynnst mönnum í viðskiptalífinu, þegar hann dvaldi hér 1977-1981. Rætur í litlu samfélagi Á þeim þremur og hálfu ári sem Xiang hefur dvalið hér á landi í seinna skiptið, hafa viðskipti land- anna margfaldast. „Jú, viðskiptin höfðu aukist frá 1991,“ segir Xiang, „en við fluttum mjög fáar vörutegundir út til Kína. Þess vegna hefur líka tími minn frá 1995 að mestu farið í að koma á við- skiptatengslum í Kína fyrir útflutn- ingsaðila á íslandi." Xiang er hagfræðingur að mennt og sérmenntaður á sviði utanríkis- viðskipta frá Viðskiptaháskólanum í Peking. En rætur hans liggja dýpra í landinu. Hann kemur frá suðvest- urhluta Kína, 200 þúsund manna bæ - Luzhou - Sichuan héraði, nærri Tíbet, einhverju fegursta hér- aði Kína. Luzhou er frægt fyrir vín- framleiðslu sína og framleiðir tíu af frægustu vínum Kínverja, enda er borgin kölluð vínborgin. „Þegar ég var að alast upp í Luzhou var íbúatalan helmingi minni,“ segir Xiang, „en mikil ósköp, það var ákaflega fallegt þarna. Ánnars er svo einkennilegt að það er ekki fyrr en eftir að mað- ur yfirgefur heimabæ sinn að mað- ur tekur eftir því hvað hann er fal- legur. Og mannlífið var gott þar - og skemmtilegt. Gagnfræðaskólinn sem ég gekk í var við hliðina á frægustu vínverksmiðjunni okkar og kennarinn okkar stóð við glugg- ann þegar hann kenndi okkur og var alltaf að reka nefið út í glugg- ann til að fínna lyktina. Okkur krökkunum þótti þetta mjög fyndið en kannski gat hann greint hvaða vín var verið að framleiða hverju sinni.“ Xiang yfirgaf heimabæ sinn þegar hann hóf háskólanám í Pek- ing og hefur aðeins farið þangað í stuttar heimsóknir síðan. Foreldrar hans fluttu með honum til Peking, þar sem hann var einkabarn og þar býr móðir hans enn. En hefur hon- um aldrei dottið í hug að flytja aft- ur til þessa ævintýralega lands- hluta? „Það er svo einkennilegt að þegar maður flytur í burtu frá æskuslóðum sínum, þá er ekki hægt að flytja aftur til baka. Ég gæti vel hugsað mér að búa þar núna, þegar ég fer á eftirlaun, en móðir mín býr í Peking og það er skylda mín að sjá um hana. Þessi skylda er aldalöng hefð hjá okkur Kínverjum sem breytist ekki. Hver kynslóð hefur skyldur við kynslóð- ina á undan. Þótt það sé ákaflega fallegt í Luzhou, þá eru aðstæður þar mjög erfiðar fyrir eldra fólk. Loftslagið er mjög rakt og húshitun erfið. Það er ekkert rafmagn í þessum hluta landsins." En fleira bíður Xiangs í Peking en móðir hans, vegna þess að hann á þar tvö börn. „Mín kynslóð mátti eignast tvö, jafnvel þrjú börn. Það var ekki fýrr en stuttu eftir að mín börn voru fædd að reglan um eitt bam var sett á.“ Nú hafið þið Kínverjar mjög sterkar stórfjölskylduhefðir. Þessi regla hlýtur að reynast ykkur erfið. ,Auðvitað. En líklega myndi það reynast okkur enn erfiðara að geta ekki brauðfætt börnin okkar. Hver vill horfa upp á það?“ Þau tíu ár sem Xiang var í Kína á milli Islandsára sinna, var hann að- stoðarforstjóri ríkisfyrirtækis í milliríkjaviðskiptum. „Okkar sér- svið var inn- og útflutningur á raf- magnstækjum; útvörpum, sjónvörp- um, myndböndum, niyndavélum, kvikmyndatökuvélum, ljósmynda- vörum. Við sáum um þessi viðskipti fyrir allt landið og veltan var 2 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Það sýnir kannski best hvað risavaxið viðsldptalífið í Kína er - vegna þess að við erum bara að tala um raf- magnstæki.“ Gott félk á íslandi - Hvernig fannst þér að vera aft- ur sendur til íslands? Mér þótti vænt um að koma aftur hingað. Ég er hrifinn af landinu ykkar - og mjög svo hrifinn af þjóð- inni. Þið eruð hlýtt, gott og vinalegt fólk. Þið búið í mjög háþróuðu ríki en hafið náð að halda kjamanum. Þið getið deilt hvort á annað um leið og þið hjálpist að. Reynsla okkar hér í kínverska sendiráðinu er sú, að ef við lendum í erfiðleikum, þá er alltaf mjög auðvelt að fá aðstoð til að leysa málin og það fljótt. ísland hefur mjög marga góða kosti. Þetta er hreint land. Hér er engin mengun, hvorki á sjó né landi og fiskimiðin ykkar eru auðug. Það er líka auðvelt að eiga viðskipti við Island. Við reynum að temja okkur þá reglu að gera viðskiptasamninga sem báðir aðilar hagnast jafn mikið á og leggjum áherslu á að viðskiptin séu gagnkvæm. Það er mjög auðvelt hér á Islandi.“ - En hvað höfum við að bjóða sem Kínverjum finnst eftirsóknar- vert? „Eins og ég sagði, þá hafa við- skipti milli landanna margfaldast á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.