Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 37 INGIBJÖRG ÞORS TEINSDÓTTIR * JONSSON + Ingibjörg Þor- steinsdóttir Jóns- son fæddist í Reykja- vík 27. desember 1952. Hún lést 22. júní síðastliðinn. Hún var dóttir Margrétar Þor- bjargar Thors f. 16.1. 1929 og Þorsteins E. Jóussonar, flugstjóra, f. 19.10.1921. Systkini hennar eru Anna Florence, f. 2.3. 1954, Margrét Þorbjörg, f. 9.2. 1956 og Ólafur, f. 13.7. 1960. Yngri bróðir af síðara hjóna- bandi Þorsteins er Björn Davíð, f. fe 17.7. 1971. Móðir hans var Katrín Þórðardóttir, f. 6.9. 1951, d. 21.9. 1994. Ingibjörg giftist 19.3. 1976 f Lúxembúrg Páli Herbert Þormóðs- syni, f. 1.1. 1951. Þeirra börn eru Indriði Viðar, f. 4.10. 1977, Kjartan Thor, f. 27.3. 1979, Anna Theresa, f. 24.5. 1984 og Ríkharður Hjalti, f. 22.7. 1986. Ingibjörg bjó í þrjú ár í Belgíska Kongó sem svo hét, og var sjö ára þegar hún fluttist aftur til Is- lands. Um fermingu fluttist hún til föður- systur sinnar í Englandi og bjó hjá henni, og síðar á heimavist í hjúknin- arkvennaskóla f alls sjö ár. Hún lauk námi í hjúkrun þar og flutt- ist heim til Islands vorið 1974 og starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur hjá Borgarspítalanum. Ári seinna fluttist hún til Lúxemborg- ar, stofnaði fjölskyldu og bjó þar til ársins 1994, þegar hún fluttist heim til Islands vegna veikinda. Utför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júm' og hefst athöfnin klukkan 10.30. Ef ætti ég leið með vorsins vind, ég, vina, til þín svifi, mig bæri þráin tind af tind með traustu vængjabifi, ó, gæti ég hitt þig sérhvert sinn, er sálu fysti mina, þú sæir koma á óvart inn mig, æskuvinu þína... (Ólína Andrjesdóttir.) Ég hefí alltaf þekkt Imbu. Hún hef- ur ævinlega verið órjúfanlegur þáttur af lífi mínu og ekki þýðir að spyrja mig að því hvemig við kynntumst fyrst - við höfum einfaldlega alltaf þekkst. Líf okkar varð þó um margt ólíkt og það átti fyrir okkur að liggja að eyða mestum, já næstum öllum, hluta lífs okkar langt hvor frá annarri. Imba var heimsborgari. Hún bjó í Kongó - þvílík dásemd að geta veifað því framan í leikfélagana í æsku, að maður hefði sambönd sem náðu inn í hringiðu heimsmálanna. Skiptar skoðanir voru á því í leikfélagahópn- um hvort satt væri, flestir á því að svo ævintýralegri sögu bæri að taka með varúð. Uppreisn æru minnar varð þeim mun meiri er Imba vinkona mín kom heim og, fyrir utan það að stað- festa frásagnir mínar, bætti við alls konar mergjuðum sögum úr frum- skógunum. ( Hópurinn fylltist fyrst skelfingu og síðan aðdáun á þessari ævintjTamanneskju, sem hafði lent í návígi við, já nánast barist við, ljón og tígrisdýr. Ekki nóg með það - hún hafði staðið frammi fyrir allra hand- anna hættum og furðulegum hlutum og var hér komin til frásagnar um herlegheitin, í eigin persónu! Árin á Rauðalæknum innsigluðu vináttu okkar endanlega. Þrátt fyrir fjarlægð innanbæjar hittumst við reglulega og brölluðum margt saman. Kannski var það einmitt þessi fjarlægð sem gerði vináttu okkar svo hafna yfir tíma og rúm.Ég gekk í einn skóla, hún í ann- an. Ég eignaðist vina- og kunningja- hóp á einum stað, hún á öðrum. Við tvær vorum eins og vin í eyðimörk- inni, gátum alltaf talað saman, borið málin hver undir aðra og trúað hvor annarri fyrir hlutum sem enginn ann- ar fékk hlutdeild í. En svo var Imba aftur farin. Hún bjó í Englandi lengi, hún kom heim um tíma, flutti síðan til Lúxemborgar, eignaðist börn og buru og kom að síð- ustu aftur heim á Frón. Eg var á líku róli og það kom sjaldnar og sjaldnar fyrir að við værum staddar á sama stað. Það virtist ekki gera neitt til - samband okkar þróaðist einfaldlega í það að vera eins konar fjarsamband! Síminn reyndist okkm- vel og víst kom það fyrir að við fyndum stund og stað til að hittast. Nú er hún Imba mín aftur farin og í þetta sinnið mun síminn ekki duga okkur. Komið er að kaflaskilum. Elskulega vinkona, haf þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Aðstandend- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Svana. Elsku Imba. Það er ekki létt að horfast í augu við brottfór þína úr þessum heimi, svo ungrar að árum, þegar allt benti til að þú ættir eftir að vinna þig upp úr erfiðum og flóknum veikindum. Vissulega hafa undanfarin ár verið þér þolraun, en þegar við minnumst þín er ýmislegt annað sem kemur í huga. Kraftur og glaðlyndi, dugnaður og framtakssemi voru sterkir þættir í þínu fari. Ef minnst var á eitthvað sem gott væri að fá frá útlandinu varstu jafnskjótt búin að taka málið að þér. Og ekkert jafnaðist á við rúgbrauðið sem þið Palli bökuð- uð. Matseld þín var forréttindi allra sem fengu að njóta. List var þér í blóð borin og ófáar myndirnar og stytturnar sem þú hefur gert. Og óþreytandi varstu að lesa þér til um allt milli himins og jarðar og ræða það við aðra. Stakar minningar sem I hugann koma: Uti á bát á Þingvalla- vatni, þú að róa af stað að landi með aflann sem þú aflaðir en ekkert beit á hjá mér - allir vildu þeir þig. Skrýtið hvað báturinn stefndi stöðugt í hringi og þá fórstu að skellihlæja. Ég innti þig eftir skýringu og hló svo með þeg- ar þú fórst að draga akkerið upp. Þetta var á þeim dögum þegar ekkert giaddi þig meira en það að komast með til Þingvalla, en allir aðrir voru efins um að þú gætir ráðið við það heilsunnar vegna. Þú sýndir þó og sannaðir að þetta var hægt, komst þér jafnvel hjálparlaust í bátinn. Eða þegar við sátum og spiluðum fram á morgun því það var ekki hægt að slíta sig frá útsýninu yfir vatnið. Þetta voru indælisstundir. Áhugamál þín voru óþrjótandi. Þátttaka í félagsskap um mikilvægi brjóstagjafar fyrir ungböm. Eilífðar- málin og þátttaka í Mahikari í Lúx- emborg og hér, í viðleitni til að finna sjálfan sig og vilja Guðs og læra að breyta samkvæmt honum. Tölvan átti stóran sess, og draumurinn var að setjast á skólabekk í framhaldi af tölvunámskeiðum sem nýlega var lok- ið. Borðtennis - auðvitað náðirðu því að verða íslandsmeistari í einliðaleik í flokki sitjandi kvenna. Og til að nýta til hins ýtrasta fyrirhöfnina við að komast í bíó þá horfðirðu að sjálf- sögðu helst ekki á færri myndir en þrjár í hvem ferð. Oft lofaðir þú í okkar eyru ferða- þjónustumennina sem þér fannst vera svo liprir og skemmtilegir upp til hópa. Þú áttir stundum erfiðai-a með að upplifa slíkt þakklæti gagnvart sjúkrahúsinnlögn, en þá var það vegna þess að þér fundust kringum- stæðurnar niðurlægjandi. Við vitum að við megum fyrir þína hönd þakka öllum sem þar komu að málum. Börnin urðu fjögur, og það þótt alltaf þyrfti keisaraskurð - þetta er lýsandi fyrir dugnað þinn. Þau voru þér afar kær, velferð þeirra var þér hjartans mál og þú lagðir mikla áherslu á að þau fengju góða mennt- un bæði andlega og veraldlega. Þau hafa erft listfengi þitt og geislandi næi-veru. Eftir að þú komst til ís- lands er ekki vafi á að okkar böm hafi oft notið þeirrar ástar sem þú vildir auðsýna þeim sem þú hafðir sjaldnar hjá þér. Ekki síst gafst þú Ara Hálf- dáni athygli og fordæmi í listsköpun. Hann dreymdi skrýtinn draum sólar- hring fyrir andlát þitt: Að hann væri á leikvelli og pabbi þinn kæmi til sín, rétt til að segja sér að hún Imba frænka væri nú dáin. Svosem bara skringilegur draumur þann morgun- inn, en þeim mun sárari voru honum fréttirnar daginn eftir. Öllum voru þær óvæntar. Líkast til hefur í draumnum verið að rætast ósk þín um að hann fengi hlýlega kveðju áður en þú segðir skilið við þennan heim. Guð opni þér elskandi faðm sinn. Hann veit merkingu þess óvenjulega farvegs sem líf þitt streymdi um og sú yfirsýn er vitaskuld æðri okkar getgátum. Við þökkum samfylgdina og allt sem okkur gafst að læra þín vegna. Margi-ét og Aðalgeir. Geislandi augu og glitrandi bjartur hlátur, - smitandi hlátur. Það sem ég tengi fyrst við Ingibjörgu frænku mína, - litlu frænku mína. Hún var tveimur árum yngri og það munar um minna þegar maður er tíu ára. Við systumar tengdumst börnum Möbbu móðursystur órofa böndum þegar þau komu í fóstur til mömmu um 1960, þrjár litlar hnátur og enn minni bróð- ir. Þessi tími varð fyrir okkur heilt æskuskeið, þótt fullorðna fólkið segi að þetta hafi aðeins verið þrír mánuð- ir. Við kynntumst svo vel, - fyrir okk- ur urðu þær um leið „litlu stelpurnar" og það eru þær enn, fjórum áratugum síðar, - og við allar nánast eins og systur. Svona leggur æskan sterkan grunn á skömmum tíma. Ingibjörg var elst, - glaðlynd, óvar- in og full eftirvæntingar. Æskuheimili hennar á Rauðalæknum var fjörugt og litríkt, fullt af krökkum í nýbyggðu hverfinu. En litlu stelpumar skáru sig úr og vom exótískar, því ekki aðeins var pabbi þeirra frægur flugmaður og hetja háloftanna, - heldur höfðu þær búið í Afríku! í Belgísku Kongó þar sem Lúmúmba réð ríkjum. Eins og ekkert væri gátu þær sagt frá barn- fóstranni Umarínu, sem gæddi sér á kakkalökkum þegar lítið bar á og vætti í þeim með mjólk úr pela ung- barnsins sem hún var að passa. Úmarína hlóð líka á fjölskylduna dýr- indisgjöfum, sem hún hafði reyndar keypt fyrir innihaldið úr peningaveski heimilisfóðurins, svo það vora bara bananar í matinn það sem eftir var þess mánaðar. Lífsþyrst og áköf fór Ingibjörg ung að heiman, lærði hjúkran og bjó þá hjá fóðursystur sinni í Englandi. Frá þeim tíma er til eftirlætismynd af gullfallegri ungri hjúkranarkonu með hvítan kappa og stór dimmblá augu. Hún vann sem hjúkranarfræðingur þar til hún gifti sig og stofnaði heimili í Lúxemborg. Alla tíð hafði hún áhuga á heil- brigðismálum, og átti síðar eftir að helga krafta sína baráttu fyrir hags- munum brjóstmylkinga, - fræðslu og aðstoð við mjólkandi mæður í vanda. Þar eins og í öllu öðra lagði Ingibjörg sig fram af lífi og sál, ferðaðist um og hélt fyrirlestra, heimsótti konur og studdi þær með ráðum og dáð. Hún var ótrúlega kraftmikil, alger orku- bolti sem lét enga venjulega þrösk- ulda aftra sér. Skellihlæjandi lýsti hún því hvemig hún hefði, lömuð með spelkur, farið ein út að veiða í blíð- skaparblíðunni á Þingvöllum, rannið til á þóftunni, fest og verið rétt búin að sporðreisa bátinn og drekkja bæði sjálfri sér og aflanum. Hún gat séð fyndnu hliðamar á öllu og frásagnir hennar þurftu að yfirgnæfa hlátur áheyrenda og hennar sjálfrar, - en áköf augun sögðu: þetta er ekki búið, heyrðu bara hvað gerðist svo! En hún átti líka sínar alvarlegu hliðar, og mikið dýpi, sem fáir fengu að kynn- ast. Áralangur heilsubrestur hennar bjó í þessu dýpi, og síðustu árin vora henni, ástvinum hennar og læknum mjög erfið, því enginn kunni nokkur ráð. Orsök þess sjúkdóms sem dró hana til dauða er óþekkt og birtingar- myndir hans vora okkur öllum, líka henni sjálfri, fullkomin ráðgáta. Hún barðist eins og hetja af fullum krafti miklu lengur en margir hefðu haldið út. Hún talaði mikið um börnin sín fjögur og gerði allt sem hún gat til að tryggja velferð þeirra, þrátt fyrir heilsuleysi sitt. Blessun hennar og fyrirbænir munu fylgja þeim alla tíð. Ég kveð litlu frænku mína með sorg og söknuði, þakka henni sam- fylgdina frá bernsku og varðveiti kærar minningar. Guðrún Pétursdúttir. t Elskuleg eiginkona mín, MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kotströnd, Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 2. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd barna og tengdabarna, systra og annarra vandamanna, Gunnar Gestsson. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, BERGUR HALLGRÍMSSON frá Fáskrúðsfirði, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 1. júlí kl. 13.30. Helga Bjarnadóttir. Valgerður Sigurðardóttir, Hallgrímur Bergsson, Ásta Mikkaelsdóttir, Bjarni Sigurður Bergsson, Fjóla Hreinsdóttir, Salome Bergsdóttir, Bergur Bergsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÍGRÍÐAR G. KRISTINSDÓTTUR, Grenimel 31. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Guðmundur Þ. Magnússon, Guðrún K. Þorsteinsdóttir, Sölvi Sölvason, Elínborg J. Þorsteinsdóttir, Valgarður Ármannsson, Ólafur G. Þorsteinsson og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDU ÓLAFSDÓTTUR, Helgafelli, Eyrarbakka. Karen Vilbergsdóttir, Ólafur Vilbergsson, Jóhann Vilbergsson, Auður Kristjánsdóttir, Þórunn Vilbergsdóttir, Óskar Magnússon, Sigríður Vilbergsdóttir, Magnús Eilertsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegrar móður ok- kar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓNÍNU ÁRNADÓTTUR, Finnmörk, Miðfirði. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á Sjúkrahúsinu Hvammstanga fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Kristófersdóttir, Erla Kristófersdóttir, Jóhannes Krístófersson, Árný Kristófersdóttir, Gunnar Kristófersson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Hörður ívarsson, Soffía Pétursdóttir, Skúli Axelsson, Guðrún Sigurðardóttir,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.