Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 50
50 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Harrison Ford
Harrison Ford er ævintýrahetja sem redd-
ar málunum þegar allt er komið í klandur.
Frægastur er hann kannski fyrir Han Solo
úr Stjörnustríðsmyndunum og Indiana
Jones-myndirnar. Dagur Gunnarsson hitti
kempuna á förnum vegi í London og spjall-
aði við hann um nýjasta ævintýrið.
Sex dagar sjö nætur heitir
nýjasta Harrison Ford-mynd-
in sem er grínmynd með ævin-
týralegu og rómantísku ívafí. Að
þessu sinni leikur Harrison Ford
flugmanninn Quinn sem ferjar
ferðamenn milli sólarstranda á
KyiTahafseyjum. í einni slíkri ferð
brotlendir hann á eyðieyju með
glanstímaritaritstjórann Robin sem
er leikin af Anne Heche. Quinn og
Robin eru sambandslaus við um-
heiminn og kemur að sjálfsögðu
mjög illa saman í upphafi dvalarinn-
ar, en fljótlega taka ævintýrin og
rómansinn völdin. Til að flækja mál-
Jn bíður Frank, tilvonandi eigin-
maður Robin, á nærliggjandi eyju,
hann er leikinn af David
Schwimmer sem við þekkjum sem
Ross úr þáttaröðinni Vinum.
Harrison Ford hefur leikið aðal-
hlutverkið í fjórum af tíu söluhæstu
myndum kvikmyndasögunnar
(Stjörnustríðsmyndunum þremur
og Raiders of the Lost Ark) og því
líta stóru kvikmyndaverin í Hollý-
vúdd á hann sem nokkuð örugga
fjárfestingu; það er sagt að hann
geti farið fram á tuttugu milljón
dollara fyrir að leika í mynd og
hann ræður líka hverjir aðrir vinna
að myndinni, frá leikstjóra til
smærri hlutverka.
Harrison hefur líka sannað að
hann getur leikið meira en tvívíðar
ævintýrahetjur, í Blade Runner og
Witness var hann í lögguhlutverk-
inu og fékk Óskarsverðlaunin fyrir
leik sinn í Witness. í Regarding
Henry lék hann framapotandi uppa
sem lendir í slysi og verður við það
að hjartahlýjum einfeldningi. Work-
ing Girl og Sabrina voru blanda af
rómans og gríni og sýndi hann góð-
an grínleik sem kom engum á óvart,
það örlaði alltaf á gríninu í hasar-
myndunum og var hann -á undan
'bæði Schwarzenegger og Stallone í
þeirri deild. í seinni tíð hefur Ford
síðan tekið til við slatta af spennu-
myndum, Patriot Games, The
Fugitive, Clear and Present Danger
og Air Force One sem hafa allar
skilað miklum gróða.
Er það satt að þú hafir tekið
þetta hlutverk að þér til að
verða þér úti um fleiri flug-
tíma og þyrlupróf? „Nei, það er al-
gjör della, þú skalt ekki trúa öllu
sem þú heyrir hvíslað um mig. Eg
er með þyrlupróf, en það tók ég
ekki fyrr eri eftir að tökum lauk á
þessari mynd. Ég neita því ekki að
það var gaman að fá að fljúga þess-
ari gömlu DeHaviland Beaver-vél,
það voru engar brellur þar, það sést
greinilega að það er ég sem flýg. Úr
því við höfðum þennan möguleika
þá nýttum við okkur það, það var
pínulítið erfitt að sannfæra trygg-
ingafélagið um að ég væri starfinu
vaxinn, en það hafðist, þeir fóru
fram á að það væri alltaf annar flug-
maður falinn um borð ef eitthvað
skyldi fara úrskeiðis."
Var erfitt að gera þessa mynd?
„Nei, þetta var auðveldasta mynd
sem ég hef leikið í, það var ekki
mikið lagt á mig líkamlega, hlaupa
upp og niður lítið fjall og svamla að-
eins í sjónum er ekki það erfiðasta
sem ég hef verið látinn gera á ferl-
inum. Pað var ekki það mikið um
„aksjónatriði" í þessari mynd þó að
aðalhetjumar væru undir miklu
álagi. Það var bæði auðvelt og gam-
an að leika í þessari mynd, ég
skemmti mér konunglega og það
var mikið hlegið meðan á tökum
stóð.“
Hefurðu einhvem tíma leikið
vonda kallinn?
„Nei, ætli það, hlutverkið í
Mosquito Coast fer kannski næst
því, þar lék ég mann sem kom illa
fram við krakkana sína, en ég lít
ekki á hann sem vondan mann. Ég
hef áhuga á alls kyns hlutverkum en
hef sjaldan áhuga á að leika bófann
því ég hef ekki áhuga á nítján mis-
munandi athyglisverðum aðferðum
við að myrða fólk. Mér finnst
skemmtilegra að kljást við hlutverk
þar sem spennan felst í því að fólk
lendir í erfiðum aðstæðum og leysir
þau vandamál. Ég vil líka skemmta
áhorfendum og bófarnir í þannig
myndum eru sjaldnast nógu
skemmtilegir, eða athyglisverðir,
það er alltaf eytt meira púðri í aðal-
hetjuna og bófanum er meira stillt
upp til að þjóna söguþræðinum."
Harrison Ford hefur notið gíf-
urlegrar hylli allt frá því
hann lék í American Graffiti.
Pó hófst hann ekki upp í stjömu-
hæðir fyrr en hann lék flugmanninn
ráðagóða Han Solo í Stjörnustríði
1977; þar áður var ferillinn fremur
skrykkjóttur og þurfti hann eins og
frægt er orðið að vinna fyrir sér
sem smiður. Ford hefur leikið í svo
mörgum frægum stórmyndum að
það liggur við að maður þekki and-
litið á honum betur en á bestu vin-
um sínum, hann er mjög yfirvegað-
ur talar mjög lágt, nánast að hann
hvísli, í raunveruleikanum er hann
nákvæmlega eins og maður sér
hann koma fyrir á skjánum. Hann
er ekki að eyða tímanum í glens eða
grín, er mjög fagmannlegur og
vandar sig við að svara spurningun-
um skýrt og skorinort og hann lyfti
varla augabrún fyrr en ég minntist
á ísland í lok viðtalsins.
Hvaða mynd er næst?
„Hún heitir Random Hearts, með
Kristin Seott-Thomas og Sydney
Pollaek leikstýrir. Hún fjallar um
mann sem lendir í því að rannsaka
flugslys sem konan hans fórst í,
hann kemst að því að maðurinn sem
sat við hliðina á henni í vélinni var
viðhaldið hennar. Þegar hann er að
vinna úr þessari flækju verður hann
ástfanginn af ekkju viðhaldsins."
Hvernig velurðu hlutverkin?
„Það er svo misjafnt, það veltur
bara á því sem stendur til boða á
hverjum tíma og hvaða möguleikar
eru opnir. Ég vil ekki festast í
ákveðinni tegund bíómynda þannig
að ég skoða allt, nema kannski
hryllingsmyndir, það er líklegast
eina tegundin af kvikmyndum sem
ég hef engan áhuga á að leika í, það
einfaldlega höfðar alls ekki til mín.“
Er einhver af þeim hetjum sem
þú hefur leikið í uppáhaldi?
„Nei, þetta er eins og með börnin
manns, það er ekki hægt að segja
að maður elski eitt meira en annað,
hlutverkin eru öll mismunandi og
hafa öll sínar góðu hliðar.“
Nú hefur þú unnið með mörgum
leikkonum. Hvemig var að vinna
með Anne Heche?
„Það var ánægjulegt, hún er
mjög orkumikil og skilur vel hvem-
ig maður skapar trúverðuga per-
sónu og býr til dramatíska spennu;
hún virðist vera gjörsamlega
óhrædd."
Hver vora þín viðbrögð þegar
hún kom út úr skápnum skömmu
áður en tökur hófust?
„Það var búið að ákveða að hún
væri besta leikkonan í hlutverkið og
ég sagði við fjölmiðla að ég væri
ekki vanur að ræða einkalíf sam-
starfsmanna minna og sæi ekki
ástæðu til að byrja á því núna. Ég
sagði við Anne að ég myndi styðja
við bakið á henni í einu og öllu og
það var allt og sumt.“
Heldurðu að þú verðir enn að
leika „aksjónhetjur" eftir tíu ár?
„Ég veit það ekki, Sean Connery
er enn að, ég hallast nú frekar að
því núorðið að leika hetjur sem hafa
einhverja samsvörun í raunvera-
leikanum en það er aldrei að vita -
ég vil gera alls konar hluti.“
Er önnur Indiana Jones-mynd
væntanleg?
„Ég bara veit það ekki, ég hef
ekki séð neitt handrit, þannig að
það er ekkert á döfinni á næstunni.“
Hvað gerirðu þegar þú ert ekki
að vinna?
„Ég reyni að eyða tíma með fjöl-
skyldunni; við búum í Wyoming, þar
er mjög fallegt um að litast. Ég flýg
mikið þegar ég á frítíma og svo er
ég styrktaraðili
(OíflilAVMAíW
Harrison Ford
Foso ^
hreyfingar sem berst fyrir mál-
stað Tíbets; við erum að reyna að
vekja athygli á stöðu mannréttinda-
mála þar síðastliðin fjöratíu ár. Við
viljum líka leggja okkar af mörkum
til að varðveita menningararf Tí-
bets. Hinn vestræni heimur er að
breytast í eitt stórt menningar-
svæði og mér finnst að það eigi að
varðveita fjölbreytileg og flókin
menningarkerfi á borð við það sem
ég hef kynnst í Tíbet og verja það
gegn kínverskum áhrifum."
Er það satt að þú hafir smíðað
húsið þitt í Wyoming sjálfur?
„Nei, ég hannaði það, en hafði
ekki tíma til að smíða það sjálfur.“
Kollegi þinn, John Travolta, er
líka flugmaður og hefur stundum
flogið yfir til íslands í veiðiferðir.
Hefur þú einhvern tíma flogið þang-
að?
„Iss, mín vél nær miklu lengra en
það ... nei ég er bara að grínast, ég
hef aldrei komið til íslands en ég
hef heyrt að það sé dýrt flugvéla-
bensínið þar.“
Ég er viss um að það er ekki svo
dýrt að þú hafir ekki efni á því.
Ég fékk ekkert svar við þessari
ósvífni, hann yppti bara öxlum, lyfti
höndunum aðeins og skaut á mig
einu dæmigerðu Harrison Ford-
glotti.
Leikstjóri Sex daga sjö nótta,
Ivan Reitman, á að baki lang-
an feril bæði sem framleið-
andi og leikstjóri. Hann leikstýrði
Ghostbusters-myndunum, Stripes
og Meatballs. A seinni áram hefur
hann m.a. leikstýrt grínmyndunum
með Araold Schwarzenegger,
Twins, Kindergarten Cop og Junior.
Var þetta dýr mynd?
„Hún kostaði tæplega áttatíu
milljónir dollara."
Hvað var erfiðast við að gera
þessa mynd?
„Við
voram á lítilli eyju og við þurftum
að flytja mikið af dóti þangað sjó-
leiðina en annars gekk þetta ótrú-
lega vel. Ég var með svo frábæra
leikara sem stunda sína vinnu af
ástríðu þrátt fyrir að þeir þyrftu að
þola nokkra smelli, sérstaklega
Anne sem getur verið hálfgerður
flækjufótur; það var kannski verst
þegar sporðdrekinn stakk hana. Við
voram með mann sem sá um sporð-
drekana og hann sagði mér að hafa
engar áhyggjur því þessi tegund
sporðdreka styngi aldrei. Til að
vera alveg viss bað ég hann að
sanna það og hann setti einn á
handlegginn á mér. Ég varð að gera
það, fyrst flaug ég með Harrison og
svo gerði ég þetta. Hann stakk mig
ekki en í fyrstu tökunni datt sporð-
drekinn af Anne og þau héldu áfram
með atriðið og hún kraup niður og
setti hnéð beint á sporðdrekann
sem varð frekar fúll og stakk hana í
hnéð. Við þurftum að fresta tökum
um einn dag... næstum því.“
Hvernig myndirðu lýsa þessum
tveimur leikuram?
„Eins og allir vita er Harrison
Ford heimsfræg kvikmyndastjarna,
en að því frátöldu er hann mjög
góður leikari og fær ekki nærri því
nógu mikla viðurkenningu fyrir það.
Hann getur komið meira til skila
með öðra auganu en aðrir með
mörgum setningum, sem kemur sér
sérstaklega vel í grínmyndum.
Hann hefur verið í mörgum mynd-
um og veit nákvæmlega um hvað
málið snýst. Það var gott að geta
leitað ráða hjá honum. Hann var
alltaf til taks og fylgdist með öllum.
tökum frekar en að hanga í hjólhýs-
inu. Það var mjög gott að vinna með
honum. Ég þurfti leikkonu með jafn
sterka nærveru og Harrison; það er
það sem myndin gengur út á að
samspil þessara skötuhjúa sé lifandi
og sterkt. Anne Heche var ein af
þeim fyrstu til að koma í sam-
lestur með Harrison. Ég hafði
ekki séð neina af myndunum
hennar, en hún heillaði af okkur
sokkana! Hún er einfaldlega frá-
bær, fyndin og óvenjuleg. Mig
langaði mikið að finna einhverja
sem er að hefja ferilinn og hefur
ekki sést víða. Það sem réð úrslit-
um var hvað hún var óhrædd og
kjarkmikil."
Ertu ánægður með viðtökurnar
sem myndin hefur fengið í Banda-
ríkjunum?
„Já, myndin er nú þegar búin að
hala inn þrjátíu milljónir dollara;
hún tók inn ellefu milljónir opnun-
arhelgina, sem er næststærsta opn-
un sem ég hef átt, og ég hef gert
nokkrar þokkalega vinsælar mynd-
ir. Aftur á móti finnst mér þetta tal
um hvað myndir hala mikið inn
fyrstu helgina vera farið að ganga
út í öfgar; þetta var aldrei mál hér
áður. Ég er mjög ánægður, leikar-
arnir eru ánægðir og kvikmynda-
verið á eftir að græða fullt af pen-
ingum; betur er ekki hægt að gera.“
Voru einhver atriði í myndinni
sem komu frá leikurunum í spuna?
„Það eru alltaf einhver smærri
atriði sem breytast í tökum, ég man
nú ekki eftir neinu sérstöku nema
að Harrison var alltaf fullur af
áhuga þegar upp komu vandamál
sem hægt var að leysa með smíða-
tólum, eins og þegar þau smíða
grindina fyrir flotholtin á flugvélina,
þá var hann með á fullu að finna út
úr því hvernig þetta væri mögulegt
í raunveruleikanum."
Nú hefur þú gert grínmyndir
með leikurum sem eru
þekktari fyrir dramatískan
leik. Er það til að koma áhorfendum
á óvart?
„Nei, mér finnst einfaldlega gam-
an að vinna með góðum leikurum og
flestir góðir leikarar geta gert hluti
á fyndinn hátt ef aðstæðumar era
réttar. Ég hef notið þeirra forrétt-
inda að vinna með Robert Redford,
Emmu Thompson, Sigourney Wea-
ver, Arnold Schwarzenegger og
eins leikurunum í Sex dögum sjö
nóttum og það er gaman að kynnast
þessu fólki og reyna að finna út
hvaða þætti í persónuleika þess má
draga fram og ýkja til að þjóna
kómedíunni.“
Ég tel mig hafa séð nokkrar til-
vitnanir í frægar bíómyndir í Sex
dögum sjö nóttum...
„Ójá, og þær era ekki tilviljanir.
Þetta er nokkuð sem ég hef ekki
gert áður en mér fannst þessi mynd
bjóða upp á það. Hún er gerð í anda
mynda sem voru gerðar á fimmta
áratugnum; glansstíllinn, grínið og
rómantíkin eru svipuð.“