Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 157. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fórnarlömb eldsprengjuárásar á Norður-Irlandi borin til grafar Oraníumenn undir mikl- um þrýstingi Rasharkin. Reuters. BRÆÐURNIR þrír, sem létu lífið í eldsprengjuái-ás öfgasinnaðra mótmælenda á heimili sínu aðfara- nótt sunnudags, voru bornir td grafar í bænum Rasharkin í gær. Bræðurnir voru jarðsungnir við fjölkirkjulega athöfn í heimabæ sínum, Ballymoney. Þeir voru hins vegar bornir til grafar í bænum Rasharkin, þangað sem þeir eiga ættir að rekja, vegna þess að móðir þeirra vill ekki snúa aftur til Ballymoney. Yfirheyrslur yfir tveimur mörin- um, sem voru handteknir á mánu- dag vegna eldsprengjuárásarinnar, stóðu enn yfir í gær. Óraníumenn fara hvergi Þrátt fyrir eindregin hvatningar- orð stjórnmála- og trúarleiðtoga á Norður-írlandi og Bretlandi héldu Óraníumenn áfram mótmælum við Drumcree-kirkju í Portadown í gær, og hétu því að fara hvergi fyrr en þeir fengju að ganga fylktu liði eftir Garvaghy-stræti. Fregnir bárust af átökum „umsátursmann- anna“ við lögreglu í Portadown í gærmorgun. Dregur úr mótmælum Ymislegt benti þó til að sá óhug- ur sem gripið hefur íbúa Norður- Irlands eftir hörmulegan dauðdaga Quinn-bræðranna hefði orðið til þess að farið væri að draga úr mót- mælunum, og víst er að Óraníu- menn eru undir miklum þrýstingi. í dagblaðinu The Irísh Times í gær kom fram að aðeins um 300 með- limir Óraníureglunnar hefðu enn uppi mótmælastöðu við vegartálma lögreglunnar við Drumcree-kirkju. Reuters ÆTTINGJAR bræðranna Jasons, Marks og Richards Quinn, sem létu lífið í eldsprengjuárás á heimili sínu um helgina, bera þá til grafar í Ballymoney á N-Irlandi í gær. Hvíta-Rússland Forseti fær ekki áritun BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að Alexander Lúkashenko, for- seta Hvíta-Rússlands, og öðrum leiðtogum landsins yrði neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Aður hafði Evrópusambandið (ESB) ákveðið að neita Lúkashenko og 130 ráðherrum og embættis- mönnum frá Hvíta-Rússlandi um vegabréfsáritun til að mótmæla ótil- hlýðilegri framkomu þarlendra stjórnvalda í garð sendiherra. Is- land átti aðild að yfirlýsingu ESB ásamt Noregi og nokkrum Austur- Evrópuríkjum. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðheiTa sagði að ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahags- svæðisins tækju oft þátt í ályktun- um ESB ríkjanna enda væri í samn- ingnum gert ráð fyrir pólitískri samvinnu á sviði alþjóðamála. „I þessu tilviki töldum við rétt að vera með í slíkum ályktunum og þar af leiðandi styðjum við aðgerðir gegn forsetanum. Það er að mínu mati nauðsynlegt að grípa til að- gerða til þess að tryggja diplómat- ísk réttindi sendimanna erlendra þjóða,“ sagði Halldór. Efnahagsáætlun rússnesku ríkisstjórnarinnar rædd í Diimunni Borís Jeltsín reynir að friða neðri deild þingsins Moskvu. Reuters. Vakin af hinu opinbera Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „GÓÐAN daginn, nú er mál að fara á fætur til að koniast á rétt- um tíma í vinnuna." I Danmörku er eins víst að það sé bæjarstarfs- maður, sem bankar upp á árla morguns með bros og þessi orð á vör. Því það er ekki aðeins erfitt að vera atvinnulaus, mörgum reynist líka þrautin þyngri að stunda vinnu eftir að hafa verið lengi án hennar. Ergelsisgrettur breytast í bros með tímanum, segja bæjarstarfs- menn og fullyrða að fólk kunni að meta að bæjarfélagið láti sér annt um það. En umhyggjan kemur einnig fram í því að mæti fólk ekki í vinnu er ekki um að ræða að fara aftur á bætur missi það vinnuna sökum slæmrar mætingar. Morgunheimsókn er aðeins einn liður af mörgum í að koma þeim sem lengi hafa verið at- vinnulausir í vinnu aftur, nú þeg- ar næga atvinnu er að fá. Reynt er að gera bótakerfið sveigjan- legra, finna fólki vinnu við hæfi, en herða um leið á kröfum til þeirra, sem þiggja bætur. Danmörk er nú í hópi þeirra Evrópulanda, þar sem atvinnu- Ieysi er minnst, samkvæmt tölum frá Eurostat, evrópsku hagstof- unni. í vor voru atvinnulausir þar 4,8 prósent, líkt og í Austur- ríki og Hollandi. í nágrannaland- inu Svíþjóð var atvinnuleysi 8,3 prósent en allt að 10,2 prósent í ESB-löndunum fimmtán. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, reyndi í gær að friða andstæðinga sína í Dúmunni, neðri deild rúss- neska þingsins, í því skyni að fá þá til að samþykkja boðaðar efnahags- aðgerðir stjórnar- innar sem hún seg- ir nauðsynlegar til að tryggja að Rússar fái lán frá Alþj óðagj aldeyris- sjóðnum (IMF). Nokkrir þingmenn sögðust vera hóf- lega bjartsýnir á að efnahagsaðgerð- imar yrðu samþykktar en vildu fá meiri upplýsingar um skilyrði IMF fyrir lánunum og hvernig stjórnin hygðist nota þau. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett það skilyrði fyrir nýjum lánum, sem samið var um á mánudag, að þingið samþykki efnahagsaðgerðir stjórnarinnar, sem verða ræddar í Dúmunni í dag og á morgun. „Við erum allir í sama liði,“ sagði Jeltsín á fundi með leiðtogum Dúmunnar í gær. „Það verður ekk- ert valdarán, engar breytingar á stjórnarskránni, ekkert þingrof, engar kosningar strax.“ Þessi ummæli eru mjög ólík fýrri yfirlýsingum forsetans, sem hafði ýjað að því að hann myndi leysa þingið upp og knýja efnahagsað- gerðirnar fram með tilskipunum ef þingið hafnaði þeim. Heimildarmenn í Dúmunni spáðu því að tónninn í forsetanum myndi breytast ef þingið hafnaði aðgerðunum, reiði hans yrði þá „eins og þramur og eldingar“. „Ég hef verið á mörgum slíkum fundum með forsetanum en þetta er í fyrsta sinn sem okkur hefur verið boðið upp á te,“ sagði Níkolaj Khar- ítonov, þingmaður Bændaflokksins, eftir fundinn með Jeltsín. Vilja gaumgæfa skilyrðin Stjórn Sergejs Kíríjenkos forsæt- isráðherra hefur sagt að Dúman þurfí að samþykkja aðgerðirnar til að auka tekjur ríkisins og binda enda á fjármálakreppuna í landinu. IMF samþykkti að veita Rússum lán að andvirði 22,6 milljarða Banda- ríkjadala, 1.600 milljarða króna, í ár og á næsta ári, með því skilyrði að fjárlagahallinn yrði minnkaður í 5,6% í ár og 2,8% á næsta ári. Gennadí Seleznjov, forseti Dúmunnar, sagði að stjórnin gæti ekki aukið erlendar skuldir ríkisins án samþykkis þingsins. „Lánin eru góð en við verðum að fá að vita um skilyrðin,“ sagði Vladímír Lúkín, þingmaður Jabloko-flokksins. „Ef þessi lán eru eins og lyf sem gera stjórninni kleift að halda áfram á sömu braut og hún hefur verið á síð- ustu árin þá eru þau skaðleg." Sergej Kíríjenko forsætisráð- herra varaði við of mikilli bjartsýni vegna samkomulagsins við IMF og sagði að þótt lánin auðvelduðu rík- inu að greiða skuldir sínar erlendis og heima fyrir leystu þau ekki öll efnahagsvandamál landsins. Jeltsín gaf til kynna í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram í for- setakosningunum árið 2000 og kvaðst vonast til þess að annar tæki við embættinu. Uppþot vegna deilu um kvennakvóta Nýju Delhí. Reuters. FORSETI neðri deildar indverska þingsins frestaði í gær umræðu um stjórnarfrumvarp þess efnis að konur fái a.m.k. þriðjung sætanna í löggjafarsamkundunni og þingum allra ind- versku ríkjanna. Deilan um frumvarpið hafði valdið uppþoti og öngþveiti í þingsalnum og Atal Behari Vajpayee forsætisráðherra lét svo um mælt að uppákoman væri þingi fjölmennasta lýðræðisríkis heims til skammar. Forseti þingdeildarinnar, Ganti Mohan Chandra Balayogi, sagði að þar sem stjórnmála- flokkarnir hefðu ekki náð samkomulagi um frumvai-pið hefði hann ákveðið að fresta umræð- unni í óákveðinn tíma. Konur á þinginu og þing- menn kommúnista mótmæltu þessu harðlega og kröfðust þess að ákveðið yi'ði þegar í stað hvenær frumvarpið yrði afgreitt. Þingforsetinn hafði neyðst til að gera hlé á þingfundinum vegna háværra mótmæla andstæð- inga framvarpsins. Fulltrúar svæðisbundinna ílokka og nokkrir múslimskii' þingmenn hrópuðu vígorð gegn samsteypustjóminni og kröfðust þess að þingsætin yrðu ætluð múslimskum kon- um og konum frá fátækustu héraðunum. Tugir kvenna söfnuðust saman við þinghúsið og hrópuðu vígorð gegn þingmönnum sem hindruðu afgreiðslu frumvarpsins. Konurnar reyndu að ryðjast inn í þinghúsið en lögreglunni tókst að stöðva þær. Daginn áður hafði þingforsetinn slitið fundi eftir að andstæðingai' frumvarpsins hrifsuðu skjöl af borði hans og meinuðu dómsmálaráð- herranum að leggja frumvarpið fram. Jeltsín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.