Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 36
^6 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998
AFMÆLI
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
INGUNN S.
ÓLAFSDÓTTIR
Elsku frænka mín.
Nú er komið að
merkilegum tímamót-
um í lífi þínu, áttatíu
ár liðin, og þess vegna
langar mig til að
senda þér fáein fá-
tækleg orð.
Hugurinn leitar til
ársins 1951, þá kynnt-
ist ég fyrst elsku
þinni og umhyggju í
minn garð. Þá var ég
sendur með þér heim-
an frá Borgarfirði til
Reykjavíkur af hér-
aðslækninum, sem þá
var Inga Björnsdóttir, en þá kom
í ljós að ég fylgdi ekki leikfélögum
mínum vegna meðfæddra „hæfi-
leika“ í hægri mjöðm. Þá fyrst var
ég skorinn upp vegna þess galla
sem ég hef búið við. Þið amma
Anna voruð fluttar til Reykjavík-
ur fyrir rúmum tíu árum og höfð-
uð stofnað heimili með Björgu
frænku, sem þá þjónaði sem bæj-
arhjúkrunarkona i Reykjavík sem
hún gerði í nokkra tugi ára. Alveg
frá þeim tíma að ég fór með þér í
þetta sinn báruð þið, þú, Björg og
amma, mig á höndum ykkar, og
átti ég því láni að fagna að eiga
ykkur að alla tíð upp frá því. Þessi
mín fyrsta ferð til lækninga í
Reykjavík stóð í rúmt hálft ár því
eftir þessa fyrstu aðgerð þurfti ég
að liggja í rúminu í rúma sex
mánuði í gifsi frá mitti og fram á
tær og hverjir hjúkruðu mér þá
aðrir en þú, amma og Björg heima
á Hávallagötunni. Oft var ég
ábyggilega ódæll og langaði heim,
en þið höfðuð alveg sérstakt lag á
að dreifa huga mínum.
Þetta var ekki í eina skiptið
sem ég átti ykkur að því margar
urðu ferðir mínar til Reykjavíkur
vegna þessa galla í mjöðm minni.
Alla tíð voruð þig Björg sem
mæður mínar og ég hef sagt að ég
hafi verið ríkur að eiga þrjár
mömmur. Manstu Inga þegar þú
varst að dreifa huga mínum í
Reykjavík, manstu þegar við fór-
um einu sinni sem oftar í Tívolíið í
Vatnsmýrinni og við fórum í
speglasalinn og draugasalinn? Þá
fór nú um mig en þú sagðir að allt
væri í lagi. Og þegar við fórum í
bílana sem alltaf voru að rekast
saman? Já, margt var gert til að
dreifa huga snáðans sem alltaf
þjáðist af heimþrá. Oft var farið
líka í þrjúbíó að sjá einhverja
góða barnamynd. Oft var farið í
heimsóknir til frænd- og vinafólks
frá Borgarfírði, til Láru Stefáns,
Guðna Arna og Rósu, systkinanna
Steinólfs, Gunnsteins og Laugu
Ben, og til Sollu Eiríks.
En það var ekki ég einn sem
naut hjúkrunar hjá ykkur systr-
um, því aldrei þurfti Anna amma
að fara á sjúkrahús. Þið Björg
hjúkruðuð henni
heima en hún lést
1961, þá 85 ára. Og
Björg frænka, henni
hjúkraðir þú heima í
mörg ár, en hún var
aðeins rétt um viku á
sjúkrahúsi þegar hún
lést 10. mars 1989, þá
rúmlega 85 ára. Þú
sagðir við mig að þú
gætir ekki hugsað þér
að láta hana Björgu á
spítala og hjúkraðir
henni í mörg ár heima
á Brávallagötunni.
En sérstaklega
langar mig að minnast á alveg
einstaka umhyggju í minn garð,
en ég held að það hafi aldrei liðið
einn dagur í minni sjúkrahúsvist
að þið kæmuð ekki í heimsóknar-
tímum til mín, bæði um miðjan
daginn og um kvöldið, og þá til
skiptis.
Og margir voru pakkarnir sem
komu til mín og systkina minna
heim á Borgarfjörð um afmæli og
alltaf um jól og alltaf var það eitt-
hvað sem kom sér vel, föt, rúmföt
og fleira svo sem sælgæti og
ávextir.
Og mikil var alltaf tilhlökkunin
þegar þú komst heim á Borgar-
fjörð í sumarfrí, en þú komst á
hverju sumri en Björg sjaldnar.
Aður en flugsamgöngur við Egils-
staði urðu góðar komstu oft með
Esju og Heklu, já, og reyndar
með Herðubreið líka. Þá var stað-
ið á bryggjunni heima og beðið
eftir því að báturinn kæmi frá
skipinu með þig í land. Oft sótti
pabbi þig á bátnum sínum og
fengum við krakkarnir þá að
koma með. Eg man sérstaklega
eftir töskunni þinni með græna
hlífðarpokann utan um, því í
henni leyndist alltaf eitthvað fal-
legt og gott, því alltaf komstu með
gjafir til okkar systkina. Og hver
var það sem fór aldrei úr sínu
sumarfríi aftur til baka öðruvísi
en að gera eitthvað fyrir sveit-
unga sína, þ.e. að sjá um kaup á
einhverju sem ekki var til í kaup-
félagi Borgarfjarðar.
Elsku Inga frænka, þessi fá-
tæklegu orð á þessum merkisdegi
eru kveðja frá mér og börnum
mínum sem þú hefur alla tíð verið
góð frænka. Einnig veit ég að öll
Ingu „frænku“-börnin úr Tjarnar-
borg, Drafnarborg og dagheimili
stúdenta hugsa til þín í dag.
Að lokum langar mig að senda
frá systkinum mínum og mér inni-
legar þakkir til lækna og starfs-
fólks sjúkrahússins á Egilsstöðum
fyrir góða umönnun, en þar dvel-
ur Inga nú.
Innilegar afmæliskveðjur,
elsku Inga mín,
þinn
Sverrir.
Breiðir og með góðu innleggi
Einir bestu „fyrstu" skórnir
STEINAR WAAGE
Domus Medica 551 8519
Kringlunni 568 9212
Toppskórinn 552 1212
Verð: 3.995,-
Tegund: Jip 623
Hvítl, rautt, blótt, svart, bleikt og
brúnt leður í stærðum 18-24
Gjðfavara — matar og kaífislell.
Allir verðflokkdi.
Gœðavara
Hcimsfrægir hönnuóir
in.a. Gianni Yersace.
3 VERSL UNIN
Lniigavegi 52, s. 562 4244.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Deyfð yfír KEA
Akureyri?
ÉG OG ferðafélagar mínir,
akandi i hringferð um
landið í lok júní-mánaðar,
stönsuðum á Akureyri í
2-3 daga og skoðuðum
þennan menningarlega
höfuðstað Norðurlands,
svo og fjörðinn fagra þar
sem Helgi magri nam
fyrstur land.
Ég tók strax eftir því að
verulega meiri frískleiki
virtist yfir Hagkaupi þar
heldur en gamla, góða
KEA Hvers vegna? Jú,
Hagkaup vakti athygli á
sér með fjölmörgum og lit-
ríkum fánum, svo og
glöggum vegvísum og
einnig með þvi að opna
verslunina einum tíma iyrr
á sunnudögum en KEA,
sem skipti máli fyrir okkur
ferðamannina. Af því ég er
fyrrum samvinnustarfs-
maður þótti mér verra að
sjá þennan mun og hvet
KEA-menn til að taka á
sig rögg og fylgjast vel
með í hinni harðnandi
samkeppni.
Nýlega, er fjölmiðlar
greindu frá því að KEA
væri að hasla sér völl í
Kaupgarði í Mjóddinni,
sendi einkaframtakið KEA
og kaupfélögunum tóninn
og spáði illa fyrir þessu
nýja framtaki og kaupfé-
lögunum; þessum félögum
sem enginn ætti eins og
það var orðað. Ef sam-
vinnumenn í landinu ætla
sér að lifa og starfa áfram
verða þeir að halda vöku
sinni og hafa í sér dug til
vamar og sóknar, einnig í
fjölmiðlum.
A Akureyri rakst ég á
blaðið Dag 27. júní sl. sem
sagði í smáfrétt undir
dálknum „Stutt og laggott
- innlent" svo frá: „SIS lif-
ir. Aðalfundur Sambands
íslenskra samvinnufélaga
fór fram í Fosshóteli KEA
í gær.“ Rætt er við Gísla
Jónatansson, stjórnarfor-
mann SÍS, sem sagði m.a.:
„Sambandið er ekki lengur
með neinn rekstur en hef-
ur skrifstofu í Reykjavík
og gerir út þaðan. Vinna
síðustu ára hefur að mestu
leyti farið í uppgjörsmál
íýrir Sambandið eftir
nauðungarsaminga og
gjaldþrot SÍS.“ Undir lítilli
mynd sem fylgdi fréttinni
stendur: „SIS lifir" (með
upphrópunarmerki). _ Er
þetta gamla blað sam-
vinnumanna þarna að
segja tíðindi: Gjaldþrot
SIS, en lifir samt? Ég gæti
vel hugsað mér að fá nán-
ari útlistun á þessari
fréttamennsku hjá Degi.
Ferðalangur.
Enn um handfarangur
Flugleiða
ÉG VIL taka undir skrif
farþega Flugleiða um
handfarangur í Velvak-
anda á sunnudag. Mér
virðist erlendir ferðamenn,
sem ferðast með Flugleið-
um, fá að hafa meiri hand-
farangiu' en við Islending-
ar. Ég var að koma með
flugi 9. júni með Flugleið-
um og hef aldrei séð annan
eins handfarangur og þann
sem farþegar voru með og
allt var þetta farangur út-
lendinga sem voru að milli-
lenda í Amerikufluginu.
Farþegi.
Tapað/fundið
Barnagleraugu fund-
ust í Hafnarfirði
BARNAGLERAUGU
fundust x nágrenni
Ölduselsskóla á laugardag-
inn. Upplýsingai' í síma
567 5782.
Sólgleraugu töpuðust
í Garðabæ
STÓR kvensólgleraugu
töpuðust laugai'daginn 11.
júií á leiðinni fi'á sundlaug
Garðabæjar að Garðatorgi.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 557 4062 eða
skili þeim í afgreiðslu sund-
laugarinnar. Fxxndarlaun.
Dýrahald
Kisa týnd
BLÍÐLYND, falleg eins
árs kisa-, svört og hvít,
týndist frá Hagamel í
Reykjavík sl. föstudag.
Hálsband kisu kann að hafa
týnst. Ef einhver hefur orð-
ið var við kisu er sá hinn
sami vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 552 4977.
Kettlingar fást gefins
FJÓRIR ketthngar, af
skógar- og angórukyni,
fást gefins. Kettlingarnir
eni kassavanir. Upplýsing-
ar í síma 566 6467.
Kattarmæðgin
fást gefins
KETTLINGUR, fress, og
móðir hans fást gefins.
Kettlingurinn er kassavan-
ur og báðir eru kettimir
blíðir og góðir. Upplýsing-
ar í síma 554 1676.
Kassavanir kettlingar
TVEIR kassavanir og góð-
ir kettlingar fást gefins.
Upplýsingar í síma
4627 982.
i pt'l. ' V j
Morgunblaðið/RAX
ÞÆR vaða í fjölskyldugarðinum
Víkveiji skrifar...
RÁTT iyrir mikla umræðu um
ferðakostnað, risnu og laxveið-
ar ráðamanna þjóðarinnar frá því
snemma í vor og þar til nú fyrir
skömmu, virðast ekki allir á einu
máli um ágæti slíkrar umræðu eða
nauðsyn. Sumir virðast beinlínis
vera þeirrar skoðunar að almenn-
ingi komi hreint ekkert við hvað
ákveðnir ráðamenn þjóðarinnar
hafast að. Víkverji þurfti fyrir
skömmu að ná tali af einum þeirra,
sem teljast til ráðamanna þessa
lands, vegna fréttar sem var í
vinnslu á ritstjóm Morgunblaðsins.
Á vinnustað mannsins fékkst upp-
gefið að maðurinn væri við laxveið-
ar og var upplýst í hvaða á. Haft
var samband við veiðhús árinnar
og starfsstúlka þar beðin fyrir
skilaboð til gestsins. Tók hún því
svo sem engan veginn og hvorki
staðfesti né hafnaði því að maður-
inn væri við veiðar í umræddri á.
Augljósalega komust skilaboðin
aldrei til skila þennan dag, því ekki
hafði maðurinn samband.
NÆSTA morgun var tilraunum
haldið áfram við að ná í mann-
inn og þá gerði viðmót starfsfólks-
ins í veiðihúsinu ekki neitt annað
en að versna til muna frá því degin-
um á undan og var bæði rætt við
starfsmenn og leigutaka. I stuttu
máli sagt, var Víkverji upplýstur
um það, að þeir sem væru að störf-
um í veiðihúsum væru allra síst
hlaupatíkur fyrir fjölmiðla, sem
gerðu ekkert annað en að ofsækja
fólk. Fólk sem leitað skjóls í
veiðiám landsins, fjarri ágangi fjöl-
miðla og starfsfólk veiðihúsanna
yrði að sjálfsögðu að sjá til þess að
gestir veiðihúsanna fengju að vera
í friði, ef þeir kysu það.
xxx
AÐ er raunalegt til þess að
vita, að slíkur undirlægjuhátt-
ur og smjaður skuli vera leiðar-
ljós, a.m.k. einhverra þeirra sem
starfa við laxveiðiár landsins.
Jafnframt er það alveg ljóst, að
laxveiðimenn, sem jafnframt eru í
hópi ráðamanna þessa lands, ættu
að sjá sóma sinn í því, að gefa um
það fyrirmæli, að til þeirra sé
skilaboðum komið, jafnvel þótt
jafngöfug athöfn og sú að renna
fyrir laxi verði fyrir örlítilli trufl-
un. Ekki síst telur Víkverji slíkt
nauðsynlegt, þar sem í ofan-
greindu tilviki, kom á daginn, að
það var fyrir sjálfstætt einkafram-
tak starfsmanna veiðihússins, sem
skilaboð rötuðu ekki á réttan leið-
arenda. Ráðamaðurinn umræddi,
svaraði Víkverja þegar í stað, síð-
degis þennan dag, þegar hann
hafði fengið skilaboð frá honum í
gegnum ritara sinn og kom af
fjöllum þegar hann heyrði að
reynt hafði verið að ná sambandi
við hann í tvo daga, án árangurs.
Sjálfskipaðir varðhundar ættu því
að fara að líta í kringum sig eftir
nýjum og verðugri verkefnum, því
fjölmiðlun okkar daga, gerir ein-
faldlega þá kröfu, að hægt sé að
ná í ráðamenn þjóðfélagsins
hvenær sem.