Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 19 ERLENT Mannréttindaráð Indónesíu sakar stjórnvöld um að hafa brugðist skyldu sinni í mannréttindamálum Nauðganir og morð í skjóli óeirðanna MANNRÉTTINDASAMTÖK segja tuttugu konur hafa látist eftir að þeim var nauðgað ásamt meira en hundrað öðrum konum í skjóli óeirða sem skóku Indónesíu síðastliðna tvo mánuði, að sögn fréttastofunnar AP. Dagblaðið Jakarta Post hefur eftir mannréttindasamtökum að þau geti fært sönnur á að 168 stúlkum og konum hafi verið nauðgað í Jakarta og þremur öðr- um borgum frá því að óeirðir bratust út um miðjan maímánuð þar til uppþotum lauk í byrjun júlí. Að sögn AP hefur skýrsla um nauðganirnar verið send Mann- réttindai'áði Indónesíu. Þar er því haldið fram að tuttugu fórnar- lömb nauðgana hafi einnig verið myrt, skilin eftir í brennandi hús- um eða til að deyja af sárum sín- um. f einu tilviki var um níu ára telpu að ræða sem hópur manna nauðgaði. Henni var misþyrmt svo hrottalega að hún dó af sár- um sínum nokki'um dögum síðar á sjúkrahúsi í Singapore. Forseti Indónesíu, B.J. Ha- bibie, hefur skipað sérstaka nefnd til þess að taka á vandan- um. Mannréttindaráð landsins sak- ar Suharto, fyrrverandi forseta, og herinn um að hafa brugðist konum í þeirri ofbeldisöldu sem gekk yfir Indónesíu í vor og sum- ar. Kúgun kínverska minnihlutans í skýrslunni er því einnig haldið fram að flest fómarlambanna hafi verið konur og böm af kínversk- um uppmna, en kínverski minni- hlutinn í Indónesíu er mjög áhrifamikill á sviði verslunar og iðnaðar. Kvenfi-elsiskonur telja nauðganh-nar hafa verið leið meirihlutans, múslimskra Indónesa, til þess að kúga og skelfa samfélag Kínverja, sem flestir era búddatrúar eða kristnir. Útgjaldaáætlun bresku stjórnarinnar Framlög aukin til heilbrigðis- og menntamála London. Reuters. GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti áætlun um stór- hækkun útgjalda til heilbrigðis- og menntamála á breska þinginu í gær. Hún felur m.a. í sér að á næstu þremur áram munu útgjöld til menntamála aukast um ríflega 2.200 milljarða íslenskra ki'óna en útgjöld til heilbrigðis- mála um tæplega 2.500 milljarða íslenskra króna. Reuters GORDON Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, kynnti áætlun ríkisstjórnarinnar um aukin rík- isútgjöld fyrir þingheimi í gær. Akvörðun um aukið fé til þessara málaflokka var tekin í kjölfar end- urskoðunar ríkisstjórnarinnar á öll- um útgjöldum breska ríkisins. Brown sagði að æ meira fé yrði veitt til menntamála á næstu þrem- ur árum. „Svona hljómar menntun, mennt- un, menntun,“ sagði fjármálaráð- herrann i ræðu sinni á þinginu og visaði til slagorðs Verkamanna- flokksins frá þvi í kosningunum í fyrra. Gordon Brown sagði ríkisstjórn- ina enn fremur skuldbinda sig til þess að hækka útgjöld til heilbrigð- ismála um að minnsta kosti 4,7% á ári, svo unnt yrði að stytta biðlista á sjúkrahúsum og fjármagna „stærsta sjúkrahús og mestu nýj- ungar í heilbrigðismálum, sem menn hafa nokkurn tíma orðið vitni að á Bretlandseyjum." Framlög til samgöngumála og vegna aðstoðar við ellilífeyrisþega munu einnig hækka. Brown sagði Bretland samt mundu ná að greiða niður skuldir á yfirstandandi kjör- tímabili. • • Oryggisráðið varar Israela við Segir áætlanir um að færa út borgar- mörk Jerúsalems hættulegar Sameinudu þjóðunum. Reuters. ORYGGISRAÐ Sameinuðu þjóð- anna skoraði í fyrrakvöld á Israels- stjórn að hætta við áætlanir um að færa út borgarmörk Jerúsalems. Sagði í yfirlýsingu þess, að um væri að ræða mjög „hættulega þróurí', sem gert gæti að engu viðræður Israela og Palestínumanna um frið. Kvaðst öryggisráðið mundu fylgj- ast grannt með aðgerðum Israels- stjórnar. Yfirlýsingin kemur í kjölfar daglangrar umræðu 30. júní sl. um áætlanir ísraelsstjórnar en þá voru þær fordæmdar af meira en 40 ræðumönnum. Sögðu þeir, að með því að færa út borgarmörk Jerúsalem vildu Isra- elar koma undir sína stjórn ýmsum byggðum heittrúaðra gyðinga á Vesturbakkanum og breyta hlut- föllum íbúanna í borginni þótt það stefndi friðarumleitunum í hættu. Yfírlýsing en ekki ályktun Eins og áður kemur fram er um að ræða yfirlýsingu en ekki ályktun öryggisráðsins. Alyktun vegur jafn- an þyngra og unnt er að beita neit- unarvaldi gegn henni. Hugsanlegt er, að Bandaríkjastjórn hefði gert það þótt hún hafi gagnrýnt fyrir- ætlanir Israelsstjórnar vegna þess sáttasemjarahlutverks, sem hún gegnir í Miðausturlöndum. Oll 15 ríkin í öryggisráðinu, líka Bandaríkin, studdu yfirlýsinguna og hún er því mjög alvarleg áminn- ing til Israela. Nasser al-Kidwa, áheyi’narfulltrúi Palestínumanna hjá SÞ, sagði, að með yfirlýsing- unni hefði verið stigið „eitt skref* og þau yrðu fleiri ef Israelar skip- uðust ekki við. að aka sjálfskiptum bíl. Sérstaklega ef hann er fjórhjóladrifinn Subaru bílarnir eru einu fólksbílamir á markaðnum sem hafa bæði sjálfskiptingu og fjórhjóladrif. Þannig getur þú notið þægindanna sem sjálfskiptingin veitir, en samt framúrskarandi aksturseiginleika vegna sítengda aldrifsins. Impreza hefur að auki 19 cm veghæð en samt lágan þyngdarpunkt. Þetta gefur bílnum aksturseiginleika sem enginn annar bíll hefur, enda hefur Impreza skilað Subaru heimsmeistaratitli í rallakstri oftar en tölu tekur. Sjálfskiptur Subaru Impreza kostar aðeinsfrákr. 1.849.000,- Ingvar Helgason hff Sœvarhöfða 2 S: 525 8000 unvw.ih.is Komdu á sýninqu um helgina og láttu sölumennina koma þér á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.