Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 25
I
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 25 *
’$rg>
sjálfir nokkrum dögum eða vikum síð-
ar með sama mál, eins og fréttin væri
þeirra eigin uppgötvun.
Oftast er það þó þannig, að frétta-
mat í grófum dráttum er með svipuðu
sniði hjá fjölmiðlum, a.m.k. ákveðinni
tegund fjölmiðla. Þar á ég einkum við
alvarlegri dagblöð og tímarit og
fréttastofur margra ljósvakamiðla -
fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvar-
lega sem fréttamiðla. Hjá „gulu
pressunni" eða æsifréttamiðlum er
ekki úr háum söðli að detta - þeir ætl-
ast ekki til þess að þeir séu teknir al-
varlega - þeirra markmið er miklu
frekar að vera afþreying eða
dægradvöl.
Frelsi dálkahöfunda er meira
Nú er það einu sinni þannig, að þeir
sem rita fasta dálka undir eigin nafni
hafa ákveðið frelsi, sem fréttamenn,
sem flytja gallharðar fréttir, hafa
ekki. Þetta verður t.d. lesendum
Morgunblaðsins daglega ljóst, þegar
þeir lesa, annars vegar, dálk mismun-
andi blaðamanna Morgunblaðsins,
undir heitinu Viðhorf, og síðan fréttir
á fréttasíðum blaðsins, hins vegar. Á
þessum þáttum Morgunblaðsins er
grundvallarmunur - annars vegar eru
blaðamenn Morgunblaðsins að reifa
viðhorf og hnýta við skoðunum sínum
og velta upp mismunandi flötum á
umfjöllunarefni sínu, hins vegar eru
blaðamenn Morgunblaðsins, í nafni
blaðsins en ekki sjálfs sín, að greina
frá atburði, staðreynd, að lýsa því sem
gerðist, og helstu staðreyndum at-
burðinum tengdum og þá
ræður mikilvægi atburð-
arins því, í hversu löngu
og ítarlegu máli fréttafrá-
sögnin er.
Frelsi dálkahöfunda hér
á Morgunblaðinu er ekkert frábrugð-
ið frelsi dálkahöfunda í bandarísku
pressunni. Bandaríska pressan nýtur
bara þess forskots, að þar er mun rík-
ari hefð fyrir sérstökum dálkum, sem
verða einatt vettvangur afburðablaða-
manna og blöð þeirra selja oft í
áskrift dálka þeirra til annarra dag-
blaða víðs vegar um Bandaríkin.
En þrátt fyrir frelsi dálkahöfunda,
þá mega þeir ekki misnota það, með
skáldskap eða lygum, ekki frekar en
þeir blaða- og fréttamenn sem skrifa
fréttir. Ef þeir staðhæfa, að tiltekinn
atburður hafi átt sér stað, sem átti sér
aldrei stað, nema í þeirra eigin hugar-
heimi, þá hafa þeir misnotað aðstöðu
sína, svikið lesendur sína og logið sig
inn á þá, í skjóli starfs síns, blaða-
mennskunnar. Þannig hafa þeir
brugðist lesendum og fjölmiðlinum
sem þeir starfa hjá. Um leið hafa þeir
skaðað fjölmiðilinn, sem þeir starfa
fyrir, því þeir hafa rýrt trúnað hans.
Það að glata trausti hjá lesendum,
áheyrendum og áhorfendum, er það
versta sem fyrir fjölmiðil getur komið.
Það tekur langan tíma að vinna upp
glatað traust, ef það á annað borð
tekst.
Traustið skiptir mestu máli
Ti-austur og áreiðanlegur fjölmiðill,
sem leggur allt upp úr því að flytja
lesendum sínum, áheyrendum eða
áhorfendum áhugaverðar, en umfram
allt sannar fréttir, getur þess vegna
átt mikið á hættu, við það að fara með
fréttir, sem við nánari könnun reynast
rangar.
Nú er það auðvitað þannig, að öll-
um getur skjátlast, slíkt á við um fjöl-
miðla eins og aðra. En þegar fjölmiðli
verður það á, að ganga í vatnið, og
fara með rangt mál, þá verður hann
líka að hafa burði til þess að draga
fréttina til baka, biðjast afsökunar á
vinnubrögðunum og grípa þegar í
stað til þeirra ráðstafana sem nauð-
synlegar eru, til þess að tryggja að
slíkt endurtaki sig ekki.
Að því leyti er það til fyrirmyndar
hvernig CNN tók á klúðri sínu og
sömuleiðis The New Repu-
blic og The Boston Globe.
Líkurnar á því að fjölmiðli
takist að endurheimta
traust, sem hann óneitan-
lega glatar við birtingu
rangrar fréttar, aukast eftir því sem
yfirbót fjölmiðilsins er trúverðugri.
Því voru ráðstafanir ofangreindra
fjölmiðla réttar, að mínu mati, þótt
þær kunni að virðast harðneskjuleg-
ar.
Það getur vel verið að Peter Arnett
lifi af þær hremmingar sem hann
gekk í gegnum sem fréttamaður, en
það mun taka hann langan tíma að
endurheimta það traust, sem hann
naut fyrir þennan atburð. En það er
auðvitað fyrst og fremst vandamál
hans og vinnuveitanda hans.
Draumur
blaðamanns
að skúbba
EIRIKSJÖKULL séður af Holtavörðuheiði.
Ljósmynd/ÁG
Fátt maimlegt
óviðkomandi
Fátt mannlegt er samkeppnisyfirvöldum
óviðkomandi. Nú hefur samkeppnisráð
kennt Vegagerðinni lexíu í útboðsmálum
vegna snjómoksturs á Holtavörðuheiði. Páll
Þórhallsson kynnti sér sjónarmið aðilja,
og komst að því að kærandi er ekki sáttur
við niðurstöðuna því hún hróflar ekki við
útboðinu sjálfu. Vegagerðin telur misskilning
á reglum um útboð á ferðinni.
SAMKEPPNISRÁÐ tók í síð-
ustu viku athyglisverða
ákvörðun í máli Amars E.
Gunnarssonar verktaka á
hendur Vegagerðinni. Arnar gerði til-
boð í snjómokstur á Holtavörðuheiði
1997 til 2000. Átti hann lægsta tilboð.
Vegagerðin ákvað hins vegar að taka
næstlægsta tilboði sem kom frá
Gunnari Sæmundssyni (GS). Arnar
ritaði Samkeppnisstofnun bréf og
krafðist ógildingar
þeirrar ákvörðunar þar
sem það hefði verið aug-
ljós ásetningur Vega-
gerðarinnar að mismuna
mönnum á ýmsan hátt
með huglægu mati en
taka ekki því tilboði sem
hagstæðast væri.
Samkeppnisráð finnur
útboði Vegagerðarinnar
flest til foráttu en hrófl-
ar þó ekld við samningi
þeim sem gerður var í
kjölfar þess við GS.
Bæði Arnar og Vega-
gerðin eru ósátt við
þessa niðurstöðu. Arnar
vegna þess að ekki var
fallist á kröfu hans um
ógildingu og hann hefur því í raun
ekki fengið neitt út úr málarekstri
sínum ennþá að minnsta kosti. Og
Vegagerðin telur að þarna hafi Sam-
keppnisstofnun misskilið reglur um
almenn útboð. Arnar hefur því ákveð-
ið að skjóta niðurstöðunni til áfrýjun-
arnefndar samkeppnismála og Vega-
gerðin er að hugleiða slíkt hið sama.
Það er athyglisvert að Arnar hefur
staðið í þessu stappi sjálfur án full-
tingis lögmanns. „Mér finnst málstað-
ur minn það góður, og málavextir það
ljósir að ég geti vel gert þetta sjálf-
ur,“ segir hann. „Ég fylgist vel með
því sem er að gerast í þjóðfélaginu,
nýrri lagasetningu og þvíumlíku." Af
þessum sökum vissi Arnar um tilvist
úrskurðarnefndar um upplýsingamál
sem sett var á fót í ársbyrjun 1997.
Þegar Vegagerðin neitaði síðastliðið
haust að láta í té afrit af öllum gögn-
um er vörðuðu þá ákvörðun að taka
næstlægsta tilboði sneri Amar sér til
úrskurðarnefndarinnar. Hún lagði
fyrir Vegagerðina að veita aðgang að
þeim upplýsingum að hluta. Þegar
Arnar sá hvað það var sem réð niður-
stöðunni ákvað hann að skjóta málinu
til samkeppnisstofnunar.
Sænskt punktakerfi
En víkjum þá nánar að efni máls-
ins. Útboðslýsingin „Vetrarþjónusta á
Holtavörðuheiði 1997-2000“ er dag-
sett í október 1997 og skyldi tilboðum
skilað fyrir 27. október til Vegagerð-
arinnar í Borgaxmesi. í útboðslýsingu
segir að við val á verktaka muni aldur
og ástand bifreiðar, vélarstærð bif-
reiðar, fjöldi driföxla, reynsla og
hæfni ökumanna og aðsetur verktáka
hafa áhrif. Jafnframt er í viðauka lýst
punktakerfi sem notað verði til að
velja verktaka. Þannig geti aldur bfls
gefið 15 stig mest en í-eynsla af snjó-
mokstri 30 stig mest svo
dæmi sé tekið.
Vegagerðin hefur upp-
lýst að punktakerfi þetta
eigi sér sænska íyrir-
mynd og var þetta í
fyrsta skipti sem það var
notað. I gögnum þeim
sem Arnar fékk aðgang
að í krafti ákvörðunar
úrskurðarnefndarinnar
kemur fram hvemig
punktarnir vom reiknað-
ir út í þessu tiltekna út-
boði. Fékk þá sá sem var
með næstlægsta tilboðið
eilítið fleiri punkta en
Arnar eða 166 á móti
159. Það sem réð úrslit-
um var að keppinautur-
inn GS og vai’abflstjóri hans fengu 27
stig fyrir reynslu af snjómokstri en
Arnar og varabflstjóri hans einungis
11 stig.
Fullyrðingar og sögusagnir
Um það mat sem þarna fór fram
segii’ Samkeppnisstofnun að það hafi
hvoi’ki vei’ið hlutlægt né byggt á
gögnum, heldur fullyrðingum og
sögusögnum. Þar hafi þeir sem unnið
hafi áður fyrir Vegagerðina að snjó-
mokstri á heiðinni haft forskot.
„Erfitt er að sjá hvernig hægt er að
meta þekkingu tilboðsgjafa á veðri á
Holtavörðuheiði. Þeir sem ekki hafa
þekkingu á þessari heiði, en þekkja
íslenskt veður, gætu kynnt sér sér-
staklega veðurfar á þessu svæði.
Vegalengdin sem boðin er út til snjó-
moksturs er frá Sanddalsá að Brú.
AE ei’u búsettir nokkra kílómetra frá
Brú og ættu því að þekkja nokkuð til
tíðarfars á þessum slóðum. GS býr
einnig þar í grennd, en að mati Vega-
gerðarinnar gefur þekking GS og var-
abflstjóra hans á veðri á heiðinni
helmingi fleiri stig heldur en þekking
AE.“
Samkeppniráð segir síðan: „Mai’k-
mið samkeppnislaga er að efla virka
samkeppni í viðskiptum. Þessu mark-
miði skal náð m.a. nxeð því að vinna
gegn samkeppnishömlum og auðvelda
aðgang nýrra keppinauta að mai’k-
aðnum. Útboð getur verið öflugt tæki
til þess að efla samkeppni í viðskipt-
um og með því að auka nýtingu fram-
leiðsluþátta þjóðfélagsins. Hins vegar
getur útboð snúist í andhverfu sína
þegar útboðslýsingar enx óljósar eða
liggja ekki fyrir. Tilboðsgjafar eru þá
að leggja í kostnað við gerð tilboða á
röngum forsendum. Aðgerðir Vega-
gerðarinnar við mat á tilboðsgjöfum
og tækjum þeiiTa í útboðinu Vetrar-
þjónustu á Holtavöi’ðuheiði
1997-2000 eni með þessum annmörk-
um og eru til þess fallnar að skerða
samkeppni og hindra aðgang að
markaðnum."
Heiinild til
ógildingar?
Það er athyglisvert að þrátt fyrir
þessi orð ógildir samkeppnisráð ekki
útboðið. Ekki er tekið á því í ákvörð-
uninni hvort samkeppnisyfirvöld hafi
haft heimild til þess. Sumir vilja
draga í efa að svo sé, en úr því fæst
væntanlega skorið fyrir áfrýjunar-
nefndinni. Þessi spurning snertir það
hvort og þá hvaða munur sé á sam-
keppnisráði og venjulegum dómstóli.
Dómstóll gæti til dæmis varla tekið
ákvörðun af þessu tagi, þ.e. sagt að
útboð hafi verið ólögmætt en látið við
það sitja að mæla fyrir um aðra skip-
an framvegis.
Gunnar Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri stjómsýslusviðs Vegagerðar-
innar, segir að þar á bæ séu menn að
skoða niðurstöðuna og íhuga áfrýjun.
Einkum staldri menn við 3. tl. ákvörð-
unarorðanna þar sem lagt er fyrir
Vegagerðina framvegis að senda
bjóðendum ef hagstæðasta tilboð sem
verður fyi-ir valinu er ekki jafnframt
lægsta tilboð greinargerð með rök-
stuðningi um valið. Samkeppnisráð
vísar til IST 30:1997, greinar 9.3.1. en
Gunnar segir hana eingöngu eiga við
um lokuð útboð en ekki almennt eins
og hér var um að ræða.
Gunnar segir að ekki standi til að
Vegagerðin taki það upp hjá sjálfri
sér að endurskoða útboðið á Holta-
vörðuheiði þó ekki væri nema vegna
þess að þá væi’i hún hugsanlega að
baka sér skaðabótaskyldu gagnvart
verktakanum sem samið var við.
Þi’átt fyrir hina harkalegu gagn-
rýni sem Vegagerðin verður fyrir er
ekki hægt annað en leiða hugann að
því að í i-aun ei’u útboðsskilmálarnir -*
mjög rækilegir í útboðslýsingu og
fram kemur að þar eru veittar meiri
upplýsingar um hvemig valið fari
fram heldur en venjulega. Vegagerðin
hefur einnig staðið í þeirri trú að
henni væri heimilt í almennu útboði
að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum án sérstaks rökstuðnings. Þess
vegna er brýnt að fá úr því skorið
óvefengjanlega hverjar séu kx-öfur til
opinberra aðila í þessu efni.
Bætt réttarstaða
Þótt kærandi í málinu sé hinn ^
móralski sigurvegari hefur hann ekki
fengið leiðréttingu sinna mála. Það er
eigi að síður athyglisvert að fyrir
nokkrum árum hefðu slíkunx manni
ekki staðið til boða nein þau úrræði
sem hann beitti í þessu máli og hafa
farið langt með að knésetja Vega-
gerðina, þ.e. að leita til Samkeppnis-
stofnunar og úrskurðamefndar í upp- w
lýsingamálum.
Arnar E.
Gunnarsson