Morgunblaðið - 15.07.1998, Side 17

Morgunblaðið - 15.07.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 17 ERLENT Eftirmaður Hashimotos valinn í næstu viku Hver er þoknanleg- astur öldungunum? Tókýó. Reuters. VALDAMENN í Frjálslynda lýð- ræðisflokknum, stjórnarflokknum í Japan, komu saman í gær til að velja eftirmann Ryutaro Hashimotos for- sætisráðherra. Ætlar hann að segja af sér vegna ósigurs flokksins í kosn- ingunum um síðustu helgi þegar kos- ið var um helming sæta í efri deild þingsins. Osigur Hashimotos og stjórnar- flokksins hefur aukið enn á óvissuna í japönskum efnahagsmálum og því skiptir miklu, að við forsætisráð- herraembættinu taki maðui’, sem er- lend íúki og hinn alþjóðlegi fjármála- markaður treysta tfi að koma á raun- verulegum umbótum í efnahagslífinu. Annar litlaus, hinn lasinn Tveir menn þykja einna líklegastir sem eftirmaður Hashimotos: Keizo Obuchi utanríkisráðherra og Seiroku Kajiyama, fyrrverandi ráðherra. Eru þeir báðir sagðir þóknanlegir leiðtogum valdahópanna innan Frjálslynda lýðræðisflokksins en við venjulegar aðstæður hefði Obuchi, sem er sextugur að aldri, líklega ver- ið sjálfkjörinn. Hann er hins vegar sagður fylla hinn ijölmenna flokk lit- lausra stjórnmálamanna í Japan. Mörgum fmnst meira spunnið í Kajiyama en á móti vegur, að hann er afar íhaldssamur í skoðunum og hefur stundum lent í vandræðum vegna yfirlýsinga í þá veru. Hann er auk þess orðinn 72 ára gamall og þjáist af sykursýki. Aðrir, sem nefndir hafa verið, eru: Kiichi Miyazawa, fyrrv. forsætisráð- hen-a, tæplega áttræður að aldri en sérfróður um efnahagsmál; Yohei Kono, fyrrv. utanríkisráðherra, 61 árs gamall og talinn umbótasinnað- ur, og Junichiro Koizumi, heilbrigð- is- og velferðarráðherra. Er hann talinn einna líflegastur í þessum hópi og áberandi meðal „ungu“ mannanna í flokknum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mun velja eftirmann Hashimotos nk. þriðjudag og 30. júlí mun þingið greiða atkvæði um hann. Markaðurinn velur björtu hliðina Hans Tietmeyer, yfirmaður þýska seðlabankans, sagði í Tókýó í gær, að drægjust umbætur í japönskum bankamálum á langinn gæti það haft alvarlegar afleiðingar um allan heim. Ymsir aðrir erlendir frammámenn hafa einnig lýst áhyggjum sínum af stöðunni í Jap- an en á mörkuðunum hafa menn komið auga á björtu hliðina. Þar er því trúað, að kosningaósigur jap- anska stjórnarflokksins sé krafa um auknar umbætur en ekki minni. I Tókýó varð nokkur hækkun í gær á verðbréfavísitölunni og jenið hélt velli þvert ofan í spár um, að það myndi hrapa með afsögn Has- himotos. Evrópudómstóllinn hótar Belgíu Flóðá Reuters Tilskipun veldur þjóðarklofningi Brussel. Reuters. NÝLEGUR úrskurður Evrópu- dómstólsins hefur nú orsakað enn eitt deilumálið milli Flæmingja og Vallóna, þ.e. flæmsku- og frönsku- mælandi Belga. Deilan snýst um úrskurð Evrópudómstólsins um að Belgía hafi gerzt brotleg við lög- gjöf Evrópusambandsins (ESB) með því að standa ekki við að færa í landslög tilskipun sem veitir rík- isborgurum annarra ESB-landa kosningarétt í sveitarstjórnar- kosningum í því ESB-landi sem þeir dvelja. Þessi tilskipun er hluti af við- leitni ESB til að skapa sérstakan ESB-borgararétt, en flæmskir stjórnmálamenn hafa beitt sér gegn lögleiðingu hennar. Þeir eru ekki sáttir við að kosningaréttur í sveitarstjórnarkosningum í Flæm- ingjalandi nái til tugþúsunda er- lendra íbúa Brussel og nágrennis, sem ekki tala eða skilja flæmsku. Þeir óttast að hinir nýju kjósend- ur muni frekar styðja frönsku- mælandi stjórnmálamenn en flæmskumælandi, þar sem boð- skapur þeirra síðarnefndu komist síður til skila. I Brussel, sem er mitt í flæmskumælandi héraði, hafa aðeins um 10% íbúa flæmsku að móðurmáli. Þessi deila hefur gefið þeim aukinn byr, sem telja affarasælast að Flæmingjar, sem eru fjölmenn- ari og ríkari en frönskumælandi íbúar landsins, segi sig endanlega úr lögum við Belgíu og stofni sjálf- stætt ríki. Margir Flæmingjar eru líka uggandi um að umrædd til- skipun ESB leiði til þess að tug- þúsundir fólks frá öðrum en ESB- löndum, aðallega Marokkómenn og Tyrkir, fái kosningarétt. Deheane í vanda Jean-Luc Deheane, hinum flæmska forsætisráðherra Belgíu, og ríkisstjórn hans hefur ekki tek- izt að lögleiða tilskipunina vegna þess að fulltrúar Flæmingja á Belgíuþingi hafa komið í veg fyrir að tilskilinn meirihluti náist fyrir stjórnarskrárbreytingunni, sem þarf til að færa tilskipunina í lands- lög. Tilskipunin er orðin að lögum í öllum hinum ESB-ríkjunum 14. Belgía, sem að öllu jöfnu er dugleg- ast aðildarríkjanna að fara að ESB-reglum, á yfir höfði sér dag- sektir upp á um 1,4 milljónir króna, ef ekki tekst að lögleiða tilskipun- ina. Nýja- Sjálandi LÁTLAUST úrhelli í margar vik- ur hefur valdið miklum flóðum í miðhluta Nýja-Sjálands og bænd- ur á svæðinu hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna búfénaðar sem hefur drukknað. Bóndinn Rob Ca- hill notar hér vatnskött til að bjarga búpeningi sínum úr Waikato-á. --------------- Atta taldir af eftir flugslys Ras al-Kliaimah. Reuters. ÁTTA manna áhöfn úkraínskrar fraktflutningaflugvélar er talin af eftir að vélin hrapaði í Persaflóa skammt úti fyrir strönd Sameinuðu arabísku fm’stadæmanna á mánudagskvöld. Björgunarsveitir höfðu fundið hluta úr sex líkum í gær. Sjónarvottar sögðu að eldur hefði komið upp í hreyfli vélarinnai- skömmu eftir flugtak. Hún var fjöguiTa hreyfla, af gei'ðinni Ujúsín-76, og í eigu úki'ainska vamarmálai'áðuneytisins en hafði verið leigð fraktflugfélaginu ATI í Kænugarði. Embættismaður á flugvelhnum sem vélin fór frá kvaðst telja líldegt að sprenging hefði orðið í hreyfli vélarinnai'. Farmur hennar er ekki talinn hafa verið hættulegur, og greindu sjónai'vottar frá því að vatnsmelónur hefðu sést á floti á slysstaðnum. Hvítur kastali í ostasósu með grillkjötinu Islenskt smjör á komstöngulinn Kalt kryddsmjör í sneiðum á laxinn Brætt kryddsmjör penslað á kjúklinginn Rjómaostur í pylsubrauðið undir heita grillaða pylsu Bræddur og grillaður, sneiddur eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur - fáðu þér ost og notaðu hugmyndaflugið. Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar! Ostur í allt sumar Verslanir fyrir þig 1958-1998 www.ostur.is HVlTA HÚSID / SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.