Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 28
J* 28 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * ■ft « Endalaus afþreying „I veröld Disneys stendur tíminn ávallt kyrr, ekkert breytist, enginn eldist, eng- inn þroskast, þar er einungis kamast um stund ..." Imeira en sextíu ár hefur Disney-fyrirtækið fram- leitt sögur, persónur og myndir sem renna stoð- um undir lykilhugmyndir í bandarískri fjöldamenningu. Disney-garðarnir, kvikmyndirn- ar, teiknimyndirnar, bækurnar og myndasögurnar, leikföngin og allt hvað heitir eru stöðug uppspretta sem ausið er af yfir börn heimsbyggðarinnar sem tileinka sér hugmyndirnar og mettast af amerískættuðu gild- ismati. Fyrirbærið kallast skemmtun og hugljúf afþreying. Við fullorðna fólkið tökum heilshugar þátt VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson í afþreyingunni með börnum okkar, kynnum þeim af sam- viskusemi sög- urnar, persónurnar og hug- myndirnar eða hverfum jafnvel ein okkar liðs á vit Disney-ævin- týranna, eins og til að hressa uppá trúna á hið góða, saklausa, fallega, yfirnáttúrulega, óraun- verulega, alþjóðlega, bamalega og ameríska. Disney-samsteypan hefur vakið athygli og aðdáun fyrir vel heppnaða markaðsetningu, alþjóðlega útbreiðslu, starfs- mannaþjálfun og starfsmanna- stefnu. Stefna Disney gagnvart starfsfólki sínu er að vísu orð- lögð fyrir hörku og aga, starfs- menn Disney-garðanna verða að hlíta ströngum skilyrðum um útlit og klæðaburð ef þeir ætla að endast í starfi. Imyndin sem Disney vill sýna er hin dæmi- gerða, heilbrigða Ameríka og hver sá sem farið hefur í eitt- hvert Disney-landið veit hvað átt er við. Heilbrigð afþreying, fjölskylduskemmtun og óþrjót- andi hugmyndaflug eru ímynd Disneys um víða veröld. Til- gangurinn er þó ekki jafn göf- ugur og ætla mætti, þar sem sölumennska á öllum sviðum er drifkrafturinn á bakvið starf- semina, enda er Disney-sam- steypan ekki góðgerðafélag heldur eitt öflugasta og best skipulagða viðskiptafyrirtæki heimsins á sviði fjölmiðlunar og afþreyingar. Söguþráður dæmigerðrar Disney-myndar snýst um löng- un aðalpersónunnar til að flýja hlutskipti sitt í veröldinni. Löngunin birtist í ósk sem upp- fyllist fyrr en varir fyrir töfra eða galdur. Breytingin á sér aldrei stað sem afleiðing af gjörðum persónunnar; heldur sest hún bókstaflega á rassinn - og óskar sér betra lífs og hókus pókus !! töfradís, álfkona, galdramaður, andi eða einhver önnur tegund af yfirnáttúru- legri veru birtist og leysir mál- ið. I meðförum Disneys'verður sáralitið eftir handa ímyndunar- afli áhorfandans þegar nánar er að gáð; Disney sá um allt sjálf- ur, áhorfandinn var hlutlaus. Þannig byggist aðferð Disneys ekki á ímyndunarafli áhorfand- ans, heldur flóttalöngun hans, hann hverfur á vit ævintýrisins um stund, lætur glepjast, gleymir sér. Disney-veröldin er í eðli sínu ekki skapandi heldur tæmandi, hún er byggð á lög- málum innrætandi afþreyingar; falleg, vel unnin, dýr, aðlaðandi og spennandi, með skýran sið- ferðilegan og félagslegan boð- skap. Haft er eftir Walt Disney sjálfum og þótti sniðugt: „Við gerum myndimar og látum sér- fræðingana segja okkur um hvað þær eru.“ Með þessu gerði hann sér upp listrænt sakleysi sem hann var löngu búinn að hrista af sér. Hann vissi yfirleitt mætavel hvað hann vildi og lagði starfsmönnum sínum mjög skýrar línur um efnismeðferð teiknimynda og kvikmynda sem framleiddar voru í hans nafni. Skoðanir hans voru vel þekktar; hann var framúr hófi íhaldssam- ur, haldinn kynþáttafordómum, kvenfyrirlitningu, þjóðernis- hyggju og stefna hans sem at- vinnurekanda var alþekkt og birtist m.a. í hatrammri and- stöðu hans við stéttarfélög og hvers konar önnur samtök starfsmanna sinna. I veröld Disneys er ástin ein- fóld í sniðum. Þar verða aðal- persónur undantekningarlaust ástfangnar við fyrstu sýn; útlit persónanna skiptir öllu máli í þessu samhengi enda verða ekki aðrir ástfangnir í Disney-mynd- um en þeir sem hafa útlitið með sér. Saklaus, barnaleg, falleg, frumkvæðislaus og fullkomlega undirgefin. Þannig var túlkun Walts Disneys á fyrstu kven- hetju sinni, Mjallhvíti, og þær sem fylgt hafa í kjölfarið hafa yfirleitt verið steyptar í sama mót. Þeim til málsbóta eru þær gæddar kvenlegri seiglu sem endist þeim meðan þær leita hamingjunnar sem finnst ávallt að lokum í fangi hetjunnar. Þá gefa þær sig líka undirgefninni fagnandi á vald. Vondar kven- persónur, sem einnig eru al- gengar í Disney-myndunum eru að sjálfsögðu alltaf forljótar og annaðhvort akfeitar eða grind- horaðar. Með þessum hætti er kvenímyndin mótuð eða undir- strikuð í huga áhorfandans, allt eftir því á hvaða þroskastigi hann er. Það er eftirtektarvert að kvenpersónur í Disney-myndum hafa lítil tengsl við aðrar kven- persónur og mæður eru yfirleitt fjarri góðu gamni nema að sjálf- sögðu vonda stjúpan ef fyrir- myndin krefst þess. Oft eru að- alpersónurnar foreldralausar með öllu þrátt yfir ungan aldur og virðast ekki líða fyrir skort- inn, stundum eiga þær feður en aldrei mæður. I veröld Disneys stendur tíminn ávallt kyi-r, ekk- ert breytist, enginn eldist, eng- inn þroskast, þar er einungis hamast um stund til að hafa of- an af fyrir okkur sem höfum tíma til að drepa. Aíþreying er það kallað. GUNNAR FREYSTEINSSON + Gunnar Frey- steinsson var fæddur á Selfossi 27. apríl 1970. Hann lést í bflslysi 5. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Freysteinn Sigurðsson, jarð- fræðingur, frá Reykjum í Lundar- reykjadal, f. 4.6. 1941, og eiginkona hans Ingibjörg S. Sveinsdóttir, lyfja- fræðingur, frá Sel- fossi, f. 24.1. 1942. Foreldrar Freysteins voru Sigurður Asgeirsson, garð- yrkjubóndi á Reykjum, f. 28.4. 1910, og eiginkona hans Valgerð- ur Magnúsdóttir, kennari, f. 8.11. 1912, d. 5.5.1996. Foreldrar Ingi- bjargar voru Sveinn Sveinsson, bifreiðastjóri á Selfossi, f. 27.6. 1902, d. 8.7. 1992, og eiginkona hans, Gunnþórunn Klara Karls- dóttir, f. 12.8. 1909, d. 28.2. 1993. Systkini Freysteins eru, Ásgeir, kerfisfræðingur í Reykjavík, f. 6.4. 1937, Björg, kennari á Sel- fossi, f. 6.6.1939, gift Sveini, móð- urbróður Gunnars, Ingi, sagn- fræðiprófessor í Reykjavík, f. 13.9. 1946, og Magnús, þýsku- kennari í Reykjavík, f. 2.9. 1957. Systkini Ingibjargar eru Sveinn Júh'us, sýslufulltrúi á Selfossi, f. 15.5. 1933, kvæntur Björgu, fóð- ursystur Gunnars, Nína Sæunn, viðskiptafræðingur í Kópavogi og kennari, f. 27.9. 1935, Sigurður Garðar, lögfræðingur á Selfossi, Sunnudagur 5. júlí, undurfagur sólskinsdagur við Miðjarðarhafið, blómskrúð og ylur Ítalíu allt um kring. Fáeinum stundum seinna, um miðja nótt, hringir síminn og harm- þrungin rödd yngsta sonar míns mælir þessi skelfilegu orð: Gunnsi er dáinn! Eg vil ekki trúa, nei, nei, ekki sjálfur gimsteinninn okkar allra, ekki hann, það getur ekki ver- ið. Nístandi sársaukinn ætlar að kæfa mig þegar ég hugsa heim til systur minnar, Freysteins og Röggu, sem eru rétt að byrja að ná áttum eftir fyrra höggið, andlát Sigga í desember. Nú er stoðin þeirra sterka, huggari og gleðigjafi, á brott numinn með óskiljanlegri ör- lagagrimmd. Frá fyrstu tíð var Gunnar Frey- steinsson eilíf uppspretta gleði og gamans í hópi systkinabarnanna og þeirra fjölskyldna, hlýr og góður afa og ömmu í báðar ættir, ekki sízt fóð- urafa sínum sem einn lifir þeirra, sviptur sjón sinni. Hvers vegna er slíkur harmur lagður á hann og okk- ur öll? Við því fæst aldrei svar, en minningarnar eru fjársjóður, allar góðar, ekkert orð né augnatillit öðruvísi en bjart og hlýtt. Hversu oft varð okkur að orði eftir samvistir við þennan einstaka dreng: „Það er bara einn Gunnsi til í þessum heimi!“ og vorum þakklát fyrir að hann fæddist einmitt inn í þessa fjölskyldu, að við skyldum fá að njóta hans. Nú heyra þeir dagar sögunni til og við stöndum áttavillt í nepjunni og skiljum ekki hvernig svo skjótt sól brá sumri. Hugur minn reikar aftur í tímann og staðnæmist við eina svipmynd; Gunnsi situr lítill snáði við eldhús- borðið milli frænda sinna, sona minna, og ég finn hvernig augu mín fyllast allt í einu tárum vegna þess hve hann er líkur móður sinni, henni litlu systur minni, og hve undursam- lega vænt mér þykir um hann. Þessi tilfinning óx og dafnaði með áninum og bjó sæl í brjósti okkar allra sem þekktum hann. Inga systir hefir nú misst annað barnið sitt á örfáum mánuðum, Ragga sinn eina elskaða bróður, Freysteinn ekki aðeins son heldur miklu meira: sálufélaga, vin og samstarfsmann um þau mörgu áhugamál sem þeir feðgar áttu sameiginleg. Megi þeim öllum veit- ast styrkur og huggun til þess að afbera harm sinn og söknuð, um ókomin ár. Nína Sveinsdóttir. f. 5.3. 1944. Systkini Gunnars eru Sigurð- ur, tölvunarfræði- nemi, f. 16.3. 1966, d. 8.12. 1997, og Ragn- hildur, landfræðing- ur í Kópavogi, f. 5.3. 1975. Foreldrar Gunn- ars bjuggu í Kiel í Þýskalandi þegar hann fæddist, en hann fluttist með þeim í Kópavog sum- arið 1975 og átti þar heima hjá þeim við Kársnesbrautina lengst af siðan. Þar gekk hann í skóla, Kársnesskóla, Þinghóls- skóla og Menntaskólann í Kópa- vogi, en þaðan útskrifaðist hann sem stúdent árið 1990. Sama haust hóf hann nám í skógfræði í Noregi og lauk kandidatsprófí frá Landbúnaðarháskólanum í Ási sumarið 1995. Á námsárum sín- um og eftir námslok vann Gunnar hjá Skógræktarfélagi íslands og Skógrækt ríkisins. Snemma árs 1996 hóf hann störf hjá Skógrækt rfldsins á Selfossi og var þar vinnustaður hans síðan. Á þeim tíma vann hann mikið að undir- búningi Suðurlandsskóga. Gunn- ar hafði nýhafið störf lijá Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá þegar hann lést. Gunnar var ókvæntur og barn- laus. Utfór Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Systursonur minn, Gunnar Frey- steinsson, skógfræðingur, er látinn aðeins 28 ára að aldri. Hafa systii' mín og mágur því misst báða syni sína með rúmlega hálfs árs millibili. Eftir lifir dóttirin Ragnhildur, sem misst hefur báða sína elskuðu bræður. Gunnar var einn af þrettán systk- inabörnum mínum, aðeins sex dög- um yngri en eldri sonur minn Magn- ús Sveinn. Ég fylgdist með Gunnari eins og öðrum systkinabörnum mín- um frá blautu barnsbeini til fullorð- insára, oft úr fjarlægð en stundum samvista. Mér líður aldrei úr minni ferð okkar systur minnar með báða strákana hennar frá Kiel til Sðnder- borg í október 1972, en þá var Gunn- ar tveggja og hálfs árs. Ég var á glóðum alla leiðina af ótta við að þessi litli fjörkálfur hrykki fyrir borð. Athafnasemin og lífskrafturinn hafði þá þegar sagt rækilega til sín. Heim komum við þó öll að kvöldi með báða bræðurna innanborðs og ég andaði léttar. Eftir að Gunnar fluttíst til Selfoss og hóf störf hjá Skógrækt ríkisins urðu kynni okkar nánari og hann heimsótti mig við og við. Það var þá fyrst að ég uppgötvaði að Gunnar var enginn venjulegur frændi. Hann bjó yfir þeim bestu eðliskostum sem nokkurn mann mega prýða. Alúðin, hjálpsemin, hlýjan og kærleikurinn, brennandi áhuginn á starfinu og ást- in til landsins sem ól hann. Það var ávallt sem ferskur vorvindur hefði farið um sali þegar Gunnar hafði komið. Græskulaus húmorinn, já- kvæðnin, sanngirnin og réttsýnin urðu eftir hjá mér. í mars sl. átti ég í miklum erfiðleikum. Ýmislegt hafði lagst á sálina og gerði mér lífið þungbært. Þá reyndist Gunnar mér meira en frændi, heldur yndislegur vinur og verndarengill sem kom mér á réttan kjöl á ný. Eftir þetta kom Gunnar oftar til mín og við spjölluð- um klukkustundum saman um lífið og tilveruna og nánast um allt milli himins og jarðar. Það var sama hvar borið var niður, það mátti ef svo má segja fletta upp í Gunnari eins og al- fræðibók. Hvergi var komið að tóm- um kofunum, svo víðlesinn og íjöl- menntaður var hann þótt ungur væri. Mér eru sérstaklega kærar síð- ustu samverustundir okkar Gunnars. Bíltúr út að Hlíðarvatni, Herdísarvík og Krýsuvík hinn 16. júní sl. og fjall- ganga á Inghól hinn 27. júní sem við fórum í ásamt Sölva Birni, yngri syni mínum. Þetta var afmælisdagur föð- ur míns, Sveins Sveinssonar, afa þein-a beggja. Gunnar nefndi hana minningargöngu og ráðgerði árlegar fjallgöngur næstu árin. Þær verða farnar án hans, en til minningar um hann. Elsku Inga mín, Freysteinn, Ragnhildm- og Sigurður á Reykjum. Það er nú rúmlega hálft ár síðan þið og Gunnar stóðuð yfir moldum Sig- urðar bróður hans og nú er komið að Gunnari. Lífið virðist stundum vera óskiljanlega grimmt. Minning Gunn- ars mun lifa, minning sem er aðeins ljúf, falleg og góð eins og hann var alla tíð sjálfur. Megi hið góða styrkja ykkur í sorginni og okkur öll hin sem unnum þessum yndislega pilti svo heitt. Skógrækt á Islandi hefur misst einn af sínum öflugustu liðsmönnum og landið einn af sínum bestu sonum. Gunnar minn. Ég á þér skuld að gjalda. Uppgjörið verður að bíða. Þegar við hittumst aftur tökum við upp þráðinn, ræktum skóg <3g klífum fjöll. Ljúflingurinn minn. Ég skrifa þessar línur með næstum óbærilega sorg í hjarta og söknuðurinn er allt umhverfis. Vertu kært kvaddur. Þinn elskandi móðurbróðir Sigurður Sveinsson. Við systkinin munum vart eftir sjálfum okkur öðruvísi en með Gunnsa okkur við hlið. Þó náði sú stund að festast í minni, er hann fyr- ir tveimur áratugum og bráðum hálf- um betur kom alkominn til landsins frá Þýzkalandi með foreldrum sín- um, bróður og systur, fimm ára að aldri. Hófust þar jafnfljótt kynni sem stóðu órofin til hinztu stundar. Ekkert er okkur dýrmætara en þau kynni. Gunnsi ólst upp í Kópavoginum með okkur. Fyi-stu árin var æði langt að sækja félagsskapinn, alla leið vestur á Kársnesbraut 89. Én til að fá að vera samvistum við Gunnsa var sú langa gönguferð í hvert sinn tilhlökkunarefni. Það er eins og við höfum þá þegar, ómeðvitað, skynjað að það væru forréttindi að fá að þekkja slíkan dreng. Ekki spillti það samt ánægjunni þegar fjölskyldan fluttist í aðeins nokkurra húsa fjar- lægð frá húsi okkar, á Kársnesbraut 33, þai' sem hún hefur alla tíð síðan lifað, hlegið og grátið. Svo mikill var samgangurinn milli heimilis Gunnsa, Sigga og Röggu og okkar systkin- anna, að árum saman mátti helzt greina hverjir tilheyrðu hverju af því hver svaf hvar og þó ekki alltaf af því. Gunnsi var öll þessi ár fóstbróðir okkar og það bezti fóstbróðir sem hægt var að óska sér. Ofáar voru gönguferðirnar sem við fórum með honum þau ár „í kringum voginn“ og gerðum með honum uppgötvanir þar og í Öskju- hlíðinni um fjörur, leynirjóður, stíga, neðanjarðarbyrgi, heitavatnslæki, skotgryfjur, kletta, tré, vatnstanka og fegurð himinsins. í öllum þeim ferðalögum var Gunnsi svo traustur leikfélagi og bjart yfir öllum orðum hans og gerðum að tekið var sem náttúrulögmáli. Hann var frá fyrstu tíð mesti grall- ari, uppátækjasamur, glettinn og stiíðinn, en líka athugull, íhugull og dulur. En þó hann væri dulur, hafði hann samt aldrei neitt að fela. Hann talaði sjaldan um vandamál sín, áhyggjur eða hjartans þunga. En okk- ur sem hann þekktum fannst enda að hann hefði engin vandamál, áhyggjur eða hjartans þunga. Sálarstyrkur hans var óbifandi. Alltaf var hann já- kvæður og aldrei var hann dapur þannig að aðiir fyndu. Gleðinni smit- aði hann út frá sér af rausn og vai' hvert það afmæli hjá okkui' frændsystkinunum ónýtt með öllu þar sem hann vantaði til að vera forsöngv- ari í fjöldasöng og hafa forgöngu um allt annað gaman, ærsl og kæti. En svo gat hann hætt hverjum slíkum leik þá hæst hann stóð, dreg- ið sig í hlé með bók og sökkt sér nið- ur í hana, alveg jafnánægður og fyrr. Auk þess að vera grallari, var hann frá upphafi óforbetranlegur grúsk- ari. Hin síðari ár var þekking hans á ólíklegustu málefnum svo víðfeðm að átti sér fáar hliðstæður. Sá magnaði fróðleikur sem hann bjó yfir var ekki aðeins byggður á stálminni hans og skörpum gáfum, sem hann hlaut ríkulega af í vöggugjöf, heldur ekki síður stöðugum lestri bóka um öll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.