Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bærinn í blíðunni SÓLARGEISLARNIR hellast áfram yfír borgarbúa og var gærdagurinn engin undantekn- ing. Eftir júnímánuð sem færði 111 sólskinsstundir framyfir meðallag virðist júlí b'tið ætla að gefa eftir. Bæjarbúar njóta sólarinnar og nýta hver á sinn hátt. Sumir eru innivinnandi og stelast út í sólina þegar færi gefst, aðrir skapa sér atvinnu utandyra, sumir spóka sig eða skoða í Fjölskyldugarðinum en aðrir versla eða setjast á kaffí- hús. En í sumar hefur það verið regla frekar en undantekning að borð og stólar séu fullnýtt fyrir utan þau kaffihús sem bjóða upp á slíkt. í gær var fjölmenni í Fjöl- skyldugarðinum í Laugardal, en starfsmaður sagði þetta bara venjulegan dag. I sumar hafí að jafnaði komið um 1.000 manns í garðinn daglega, fjöl- skyldur, heilu leikskólarnir og heimsókn í garðinn sé hluti af mörgum leikjanámskeiðum. Ari Magnússon verslunar- maður sólaði sig í antikstól fyr- ir utan verslunina Antikmuni á Klapparstíg. Hann segir mikið að gera og marga koma við, fólk virðist mikið á ferðinni í góða veðrinu og svo geti fram- kvæmdimar á Laugaveginum haft sitt að segja fyrir verslanir á nærliggjandi götum, mikil umferð hafi verið um þær í sumar. Fyrir franian hattabúðina Höddu á Hverfisgötu vom tvær ungar stúlkur búnar að selja upp lítið söluborð. Þær sögðu viðskiptin ganga vel, þær væra búnar að selja blóm og slæður en ágóðann ætli þær að gefa Rauða krossinum. Að baki þeirra sat öllu reyndari versl- unarkona, Fríður Guðmunds- dóttir, hún segir alltaf nóg að gera hjá sér hvemig sem viðri. Varan sem hún selji sé fín og sambærileg við það sem aðall- inn í London kaupi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Arni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ámi Sæberg OARI Magnússon verslunarmaður sat á antikstól og sólaði sig. 0VERSLUNARKONUR framtíð- arinnar? Árný Björg Árnadóttir og Móeiður Ármannsdóttir þurfa ekki að fara Iangt til að fá góð ráð hjá Fríði Guðmundsdóttur. OHRÖNN Harðardóttir og Grétar Þór Kristinsson spókuðu sig á Laugaveginum í gær. OÞORSTINN sótti að grísunum í Húsdýragarðinum í hitanum. ©SUMIR selir sofa á steinum, aðr- ir bara geispa. 0FISKARNIR syntu um fyrir gestina sem fylgdust áhugasamir með. ©JÓRUNN Margrét spásseraði um Grasagarðinn með dúkkuvagn- inn sinn. f í l » i » » 1 I Morgunblaðið/Knstinn I r. i i r i i- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.