Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson „VESTFIRÐINGAR þekkja þessa sögu öðrum betur. Það er óhjákvæmilegt að hinar dreifðu byggðir horf- ist blákalt í augu við þann ískalda veruleika að með óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi eiga þær alls enga framtíð fyrir sér,“ sagði Sverrir Hermannsson m.a. á fundi í Stjórnsýsluhúsinu á fsafirði í fyrra- kvöld, sem yfir 200 manns sótti. Sverrir Hermannsson á stjórnmálafundi á fsafírði Framtíð sjávar- þorpanna í hættu Alger markaðsvæðing úthlutunar fiskveiði- heimilda var sú stefna sem Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi bankastjóri, boðaði á stjórnmálafundi á Isa- firði í fyrrakvöld sem Helgi Þorsteinsson fylgdist með. SVERRIR sagði að allar breytingar á fiskveiðistjórnun yrðu þó að miða að því að gera lífvænlegt í dreifðum byggðum landsins. Hann sagði einnig að það yrði að vera eitt höfuð- markmið nýs kerfis að þeir fengju tækifæri til að nýta auðlindina sem sönnuðu sig að því að færa aflann að landi með minnstum tilkostnaði. Með því að láta markaðslögmálin ráða því hverjir fengju að veiða og hverjir ekki væri þeim smáu, til dæmis í sjávarplássunum úti á landi, gert jafnhátt undir höfði og hinum stóru. Hagkvæmni nálægðarinnar við fiski- miðin myndi jafnvel gefa sjávarþorp- unum samkeppnisforskot. Sverrir taldi að réttast væri að færa kvótann frá núverandi handhöf- um hans á 5 árum og setja hann á uppboðsleigumarkað. „Til greina kæmi að gera þetta með 20% á ári í 5 ár. Sé litið til þorskkvótans eingöngu um sinn og gert ráð fyiir óverulegri aukningu veiðiheimilda frá síðasta ári núgildandi kerfis til hins fyrsta af þvi nýja, er líklegt að 20% upphafs- skerðing sé of lítil. Handhafar 80% gjafakvótans gætu yfirþyrmt mai-k- aðinn með háum tilboðum í krafti gjafakvótans og þannig seinkað því, að litlu karlamir stæðust þá sam- keppni, hvað þá nýir aðilar. 40% upphafsskerðing gæti því verið nauðsynleg til að tryggja meira framboð gagnvart eftirspurn, sem væntanlega yrði dreifðari.“ Sverrir sagði að upptaka hins nýja kerfis gæti verið mismunandi eftir tegundum, breytingin mætti vera hraðari hvað varðar uppsjávarfisk en botnfísktegundir. Sjálfsagt væri að setja norsk-íslensku síldina og kolmunnann á uppboðsleigumarkað strax en loðnuna á nokkrum árum. Óheft veiði bátaflotans innan 30 mílna Sveirir lagði til að fyrst efth að núverandi fiskveiðistjómunarkerfi hefði verið lagt af yrði, að því til- skildu að ástand þorskstofnsins og vistfræðilegar aðstæður í hafínu leyfðu, gerð tilraun til tveggja ára með óhefta þorskveiði bátaflotans innan 30 mílna markanna. „Togarar yrðu eingöngu þar fyrir utan með óbreyttar veiðiheimildir frá því sem nú er og þeim gert að veiða þær að mestu leyti, framsal yrði óheimilt nema sérstaklega stæði á. Ari eftir upptöku fríveiðanna samkvæmt þessu, yrði á grundvelli þess, sem þá liggur fyrir, kveðið á um aflahámörk þriðja árs hins nýja kei'fis og upp- boðsleiga á honum öllum hafin með þeim hætti sem ég áður lýsti. Á reynslu þessara tveggja ára yrði byggð ákvörðun um áframhaldandi einkai-étt bátaflotans til veiða innan 30 mílna og þá ef til vill með aflatak- mörkunum,“ sagði Sverrir. Hvorki hagræðing né fiskvernd í núverandi kerfi Sven-ir lýsti í ræðu sinni ítarlega vanköntum núverandi fiskveiði- stjórnunarfyiTrkomulags að hans áliti. Fullyrðingar um að það hefði verndað fiskistofnana og skilað hag- ræðingu í útveginum sagði hann rangar, rök væru því að árangurinn hefði einmitt verið öfugur. „Eða hvernig má það vera eftir 20 ára vemdun, að fiskistofnamir þoli, að dómi fiskifræðinga, miklu minna veiðiálag en íslandsmið lágu undir ái’atugum saman þar á undan?“ Svemir gagnrýndi rannsóknir fiskifræðinga, og sagði að lítið hefði verið upp úr þeim leggjandi hingað til, ekki mætti þó varpa þeim fyrii’ ofurborð, heldur yrði einmitt að leggja meiri áherslu og fjármuni í hafrannsóknir. Sverrir sagði að höfuðgallar nú- verandi fiskveiðistjómunarkerfis væra þeir að það særði réttlætis- kennd þjóðarinnar, hindraði aðgang nýrra athafnamanna og aflmanna að útgerð, leiddi til brottkasts fisks að milljarða króna virði árlega, færði örfáum stórútgerðum yfirburði en ryddu úr vegi smærri útgerðum og þar með afkomumöguleikum sjávar- þorpanna og í skjóli kerfisins þróuð- ust siðlausir viðskiptahættir. „Vestfirðingar þekkja þessa sögu öðram betur. Það er óhjákvæmilegt að hinar dreifðu byggðir horfist blákalt í augu við þann iskalda veru- leika að með óbreyttu fiskveiðistjórn- unarkerfi eiga þær alls enga framtíð fyiár sér. Það þarf ekki spásagnar- mann til að segja fyrir um tortímingu sjávarþorpanna á Vestfjörðum." Sverrir fór hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn og núverandi forystu hans. Hann sagði að undir forystu Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar hefði hann verið víðsýnn og frjálslyndur einkaframtaksflokk- ur sem hefði boðað sti’anglega stétt með stétt. Þeir Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, sem var fundai’stjóri, hefðu bundið tryggð við hann, „ekki síst vegna umburðar- lyndis hans og umhyggju fyrir hin- um minnimáttar og þeim sem skarðastan hlut báru frá borði“. Sverrir sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa verið þann flokkanna sem „bægði burgeisum frá völdum og strangast fylgdi leikreglum lýðræðis og þingræðis“. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn horfínn Sverair sagði að ástandið hefði breyst árið 1986 þegar nýir menn komu til valda. Sven-ir sagði að þótt reynt hefði verið að leyna áhrifum hans væri staðreyndin sú að frjáls- hyggjustefna Hannesar Hólmsteins hefði náð undirtökunum í flokknum. Kjörum almennra launþega, aldr- aðra og sjúkra væri lítið sinnt en ör- fáum útvöldum færðir milljarðar að gjöf í fiskveiðiheimildum. „Gamli Sjálfstæðisflokkurinn er horfinn fyr- ir ættemisstapann og frjálshyggju- flokkur Hólmsteins tekinn við. Það þarf enga spádómsgáfu til að að segja fyrir um til hvers leiða muni innan tíðar. I þeim flokki mun eftir sitja fámenn íhaldsklíka þegar fram líða stundir með álíka fylgi og íhalds- flokkar á öðrum Norðurlöndum njóta.“ Sverrh' sagðist binda vonir við að vinstriflokkarnir vildu aðstoða við að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, en þeir myndu aldrei hafa til þess bolmagn einir, og nauðsyn væri því að nýju stjórnmálaafli. Að ræðu Sven'is lokinni tóku við spurningar frá áheyrendum. Til dæmis spurði Magnús Reynir Guð- mundsson Sven’i hvort hann vildi ekki að frystitogarar yrðu áfram gerðir út við Islandsstrendur, miðað við það sem hann hefði sagt, að allur afli ætti að koma að landi. Sverrh’ sagði að stefna ætti að því að verka fiskinn eins mikið og mögu- legt væri. Best væri að frystitogar- arnir þjónuðu fiskvinnslunni í landi, en sagðist þó ekki vilja ofstjórn í þeim efnum. „Ég hef aldrei viljað gefa frá mér þá hugmynd að frysti- togararnir gætu hirt úrkastið og far- ið með það þeim mun örar að landi. Vel er borgað fyi’ir lýsi og mjöl um þessar mundir.“ títilokar ekki byggðakvóta Magnús spurði einnig hvort Sverr- ir gæti hugsað sér að kvóta yrði út- hlutað á fiskvinnslustöðvar. Sverrir svaraði að hann hefði ekki haft hug- myndh’ um annað en að úthluta kvót- anum á skip, en ef heimildir smábát- anna væru auknar eða veiðar þeha’a gefnai’ frjálsar myndi það leysa byggðavandann. Að síðustu spurði Magnús hvort Sverrir hefði þor til að koma á byggða- kvóta, þannig að þeir landshlutar sem best væru i sveit setth’ varðandi nýt- ingu fiskimiðanna, til dæmis Vestfirð- ir, fengju forgang að þeim á kostnað þehTa sem hefðu í önnur hús að venda, til dæmis stóriðju. Sverrir útilokaði ekki hugmyndir um byggðakvóta, en vildi þó reyna markaðskerfið sem hann hefði lagt til. „Markaðskerfið á að leysa byggðavandann. Það er engin lausn til á fiskveiðistjórnunarmálunum okkar nema við leysum vanda hinna dreifðu byggða." Hann sagði að ef aðferðir þær sem hann hefði lagt til dygðu ekki til þessa, yrði að finna aðrar. Konráð Eggertsson spurði hvað yrði gert varðandi þá menn sem hefðu braskað i fiskveiðikerfinu. Sverrir nefndi dæmi um menn sem hefðu komið með fúlgur fjár úr út- gerðinni og fjárfest í verslunarhús- næði í Reykjavík eða jafnvel keypt verðbréf erlendis. Hann sagðist þó ekki vera fylgjandi því að lög virk- uðu aftur í tímann. Konráð vildi líka vita hvað yrði um bankakerfið við breytingarnar. Sven-ir sagði að ríkið yrði að taka ábyrgð á þeim meðan breytingarnai’ stæðu yfir, enda hefðu ríkisbankarn- ir mestöll viðskipti við sjávarútveg- inn með höndum. Vill fara varlega í hvalveiðar Loks spurði Konráð hvort Sverrir væri stuðningsmaður hvalveiða, í ljósi nýrra spádóma um að nú stefni í 20% skerðingu á þorskveiði vegna þess hversu mikið hvalurinn éti af þorski. Svenir vildi fara varlega í þau mál, og vakti það litla gleði Konráðs. Leif Halldórsson, sjómaður og út- gerðarmaður, sagði að sér fyndist merkilegt að nú vildu allir eiga fisk- inn en þegar hann hefði byrjað á sjó hefði hann verið eini íslenski háset- inn á skipinu, allir hinir hefðu verið Færeyingar. Hann gagnrýndi hugmyndir um að taka kvótann af þeim sem hefðu hann nú, sagðist hafa barist fyiTi’ því sem hann hefði nú. „Telur Sverrir Hermannsson að það sé okkar besta ráð að hirða af okkur 40% af veiði- heimildunum sti-ax og úthluta þeim til annarra? Er augljóst að þeir verði eitthvað betri en við?“ Sverrir sagði að í því fiskveiðikerfi sem hann væri að leggja til gæti Leif beitt ki-öftum sínum að fullu, ekkert yrði af honum tekið. Hann sagði þó að auðvitað yrði að fara varlega í þessar breytingar. Atvinnuhúsnæði Lyngás Garðabæ. Gott ca 210 m2 atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum. Verð 9,2 millj. 52115 Vesturhraun Garðabæ - Nýtt Nýtt 1650 m2 atvinnuhúsnæði með mikilli lofthæð og góðu útiplássi. Húsið skilast tilbúið undir tréverk að innan, fullbúið að utan. Lóð malbikuð. Getur selst í smærri einingum. Hagstætt verð. 34392 Eyrartröð - fiskvinnsluhúsnæði Um er að ræða full innréttað 784,6 m2 fiskvinnusluhúsnæði. Húsið stendur á sér lóð, byggingarréttur, og er laus strax. Lyklar á skrifstofu. Einstakt tækifæri. Áhvilandi 15 millj. til 25 ára. Verð aðeins 19 millj. 53664 Trönuhraun Hafnarf. Til sölu heil húseign, 2x400m2, atvinnu- og skrifstofuhúsnæði á fyrstu og annarri hæð. Innkeyrsludyr. Góð staðsetning. Eignin er i dag í leigu. Selst í einu eða tvennu lagi. Hagstætt verð. 53756 Flatahraun Hafnarf. Gott ca 110 m2 atvinnuhúsnæði, auk ca 50 m2 millilofts. Innkeyrsludyr. Verð 6,7 millj. 51125 Sumarhús Svarfhólsskógi Nýkomið glæsilegt nýlegt ca 60 m2 sumarhús auk svefnlofts. Frábær staðsetning _á 1,1 ha kjarri vöxnu eignariandi. Útsýni. Selst með öllum húsbúnaði. Myndir á skrifstofu. Verð- tilboð. 49262. Sveitarfélögum kynntir möguleikar í umhverfísvernd BÆKLINGUR þar sem kynnt eru fimmtán dæmi um árangur sveitar- félaga á Norðurlöndunum í um- hverfisvernd, Náttúrvernd á vegum sveitarfélaga - fimmtán góð dæmi, var kynntur á blaðamannafundi í húsnæði ríkisins að Borgartúni 6 í gær. Tilgangurinn með útgáfunni er að sýna fram á möguleika sveitarfé- laga til áhrifa á sviði náttúruvernd- ar, eins og það er orðað í formála bæklingsins sem gefinn er út af Norrænu ráðherranefndinni. Síðastliðinn vetur var undirritað- ur samningur milli ríkisins og sveit- arfélaganna um samstarf í umhverf- ismálum sem miðar að gerð um- hverfísáætlana í sveitarfélögum og er bæklingurinn hluti af þeim sam- starfssamningi. Dæmin í bæklingn- um taka meðal annars til þekkingar á líffræðilegri fjölbreytni, skipulags- áætlana, upplýsingamiðlunar og hreinnar náttúraverndar. Dalvík markaðssetur fuglaskoðun Guðmundur Bjarnason umhverf- ismálaráðherra benti á mismunandi aðgerðir í umhverfismálum og nátt- úravernd hjá sveitarfélögum og benti þar sérstaklega á annað ís- lenska dæmið í bæklingnum þar sem sagt er frá hvernig Dalvíkingar hafa lagt áherslu á verndun votlend- is í friðlandi Svarfaðardals og þess gróðurs og fuglalífs sem þar þrífst. I framhaldi af því hafa þeir markaðs- sett Svarfaðardalinn fyiár fugla- skoðara en yfii’völd á Dalvík leggja höfuðáherslu á náttúrana sem að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Ragnar Frank Kristjánsson hjá Náttúruvernd ríkisins, sem var í starfshópi sem vann að gerð bæk- lingsins, benti einnig á mismunandi leiðir sveitarfélaga í umhverfisvernd og nefndi til dæmis vandað og ítar- legt gi’óðurkort af sveitarfélaginu Vanda í Finnlandi sem umhvei’fisyf- irvöld létu gera. Einnig var á fundinum bent á mikilvægi þess að græða upp sár í landslaginu sköpuð af mannavöld- um, og voru dæmi um árangur í þeim efnum í bæklingnum meðal annars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.