Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
iHíauimnmuu imniím i n’Hutwirtntmwn*
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Astra II í Grundarfírði.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
ÓLAFUR Hilmar Sverrisson bæjarstjóri tekur fyrstu vélskóflustung-
una að aðveitulögn hitaveitu fyrir Stykkishólm.
Skemmti-
ferðaskip í
Grundarfírði
Grundarfirði - Þýska skemmti-
ferðaskipið Astra II kom til
Grundarfjarðar nýlega. Skipið
er 10.000 brúttólestir og tekur
420 farþega. í þessari ferð voru
332 farþegar og 220 manna
áhöfn um borð. Hluti farþeganna
fór í ferð fyrir Jökul og var farið
á Djúpalónssand og út á Búðir.
Farið var í fimm rútum þar af
einni 70 manna rútu.
Nesið skartaði sínu fegursta
og allir fóru sáttir um borð
aftur. Aðstaða til að taka á
móti skemmtiferðaskipum
hefur batnað til muna eftir að
ný flotbryggja var tekin í
notkun í vetur.
Brotajárn
pressað í
Stykkishólmi
Stykkishólmi - í Stykkishólmi hef-
ur safnast saman mikið af brota-
jámi á síðustu árum, sem hefur
sett óskemmtilegan svip á bæinn.
Nú hefur brotajárninu verið safnað
saman á einn stað. Nú um daginn
kom til Stykkishólms brota-
járnspressa á vegum endurvinnslu-
fyrirtækisins Hringrásar ehf. til að
pressa saman brotajárnið sem síð-
an er flutt til Reykjavíkur þar sem
það er flokkað, sumt efnið endur-
unnið þar, en annað flutt utan þar
sem það verður tætt og endurnot-
að. Brotajárnshaugurinn var orð-
inn fyrirferðarmikill. En með því
að pressa draslið saman má
minnka rúmmál þess um fimmt-
ung.
Brotajárnspressan átti auðvelt
með að pressa saman bíla og komu
þeir út úr vélinni eftir örfáar mín-
útur á stærð við heybagga. Að
sögn Sveins Asgeirssonar, starfs-
manns og eins af eigendum Hr-
ingrásar ehf., tekur um þrjár mín-
útur að pressa Volvo, en japönsku
bflarnir stoppa ekki nema um eina
til tvær mínútur í pressunni.
Úrgangur af þessu tagi eykst
stöðugt og er Hringrás að koma
sér upp vinnslustöðvum sem víðast
úti á landsbyggðinni. Frá Stykkis-
hólmi liggur leiðin til Isafjarðar og
þaðan hringinn í kringum landið.
Áætlað er að koma til Stykkis-
hólms einu sinni á ári og pakka
saman öllu brotajárni sem til fellur.
Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar-
stjóri er mjög ánægður með samn-
inginn við Hringrás ehf. og telur
mikla hreinsun í því að setja brota-
járn í endurvinnslu í stað þess að
urða það í nágrenni bæjarins.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
SVEINN Ásgeirsson frá Hringrás ehf. og Ólafur Sverrisson bæjar-
stjóri standa hér við það sem einu sinni var Volvo bifreið.
Framkvæmdir við hita-
veitu Stykkishólms hafnar
Stykkishólmi - Framkvæmdir við
hitaveitu í Stykkishólmi hófust
föstudaginn 10. júlí. Þá var tekin
fyrsta skóflustungan að aðveitu-
lögn frá Hofstöðum til Stykkis-
hólms. Aðveitulögnin verður um 5
kflómetra löng.
Það er Set ehf. sem framleiðir
rörin og einangrar þau. Samið hef-
ur verið við Skipavík hf. í Stykkis-
hólmi um að leggja lögnina og sjá
um frágang.
Áætlað er að verkinu verði lokið
1. október nk. og mun þessi verk-
þáttur kosta um 17 milljónir króna.
Þá eru að hefjast framkvæmdir við
að byggja varmaskiptastöð í Stykk-
ishólmi. Sú bygging er við hlið
íþróttavallarins og mun nýtast sem
áhorfendastúka fyrir íþróttavöllinn.
Morgunblaðið/Karl
Sláttugengi Grundfirðinga
ÞEGAR grasið er tekið að myndarlegt sláttugengi, sem
spretta verður að slá það. í annast einnig þökulagningu
Grundarfirði er sérstaklega og hreinsun.
Morgunblaðið/Ingimundur
BÚNAÐARBANKAMÓTINU í Borgarnesi var slitið í bliðskaparveðri eftir velheppnaða helgi.
Borgarnesi - Nýverið var Bún-
aðarbankamótið í knattspyrnu
haldið í fiminta sinn í Borgar-
nesi, en mótið er knattspyrnumót
fyrir 4.-7. flokk. Eins og nafnið
gefur til kynna er útibú Búnaðar-
bankans í Borgarnesi styrktarað-
ili mótsins. Mótið var það fjöl-
mennasta til þessa en það hefur
vaxið ár frá ári. Þátttakendur
voru alls 694 og komu þeir frá
eftirtöldum fjórtán sveitarfélög-
um: Hvolsvelli, Stokkseyri, Þor-
lákshöfn, Hveragerði, Garði,
Sandgerði, Bessastaðahreppi,
Búnaðar-
bankamót í
Borgarnesi
Akranesi, Hellissandi, Ólafsvík,
Bolungarvík, Blönduósi og Dal-
vík. Að sjáfsögðu voru gestgjaf-
arnir, Skallagrímur, einnig með
sín lið. Leiknir voru 244 leikir og
leikið í 90,5 klukkustundir. Skor-
uð voru 959 mörk. Veitt voru
verðlaun fyrir prúðasta liðið í
hverjum flokki. Farið var eftir
framkomu barnanna á leikvangi,
í matsal og á gististað. Eftirtalin
lið þóttu bara af í prúðmennsku:
Hamar, Hveragerði, í 7. flokki,
f A í 6. flokki, Reynir, Sandgerði,
í 5. flokki og Bolungarvík í 4.
flokki.
Skallagrímur vann sigur í 4. fi.
A, 4. fl. B, 5. fi. B og 6. fl. B. Dal-
vík vann í 5. fl. A, Reynir í Sand-
gerði í 6. fl. A og lið úr Bessa-
staðahreppi vann í 6. fl. B og 7.
fl. A.