Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 23*
möguleg efni frá því í frumbernsku.
Þurfti þó aldrei neinn að ota þeim að
honum. Hvötin til að lesa, fræðast,
efla andann og uppgötva var Gunnsa
í blóð borin.
Hafði þar 14 ára löng skólagangan
í bænum, fyrst í Kársnesskóla, þá í
Þinghólsskóla og loks við Mennta-
skólann í Kópavogi, minnst að segja.
Vissulega vai- Gunnsi með samvizku-
sömustu nemendum öll þau mörgu
ár. Með því náði hann þeim framúr-
skarandi árangri sem var staðfestur
við stúdentsútskrift hans: dúx í sex
greinum! Augljóslega var með þeim
sigri grunnur lagður að frjóum ferli
við háskólanám í hvaða grein sem
hann kærði sig um og bjartri framtíð
um leið. En þennan grunn lagði hann
einhvern veginn alfarið sjálfur. Hann
þurfti aldrei að láta skólann segja
sér hvað bæri að læra, þótt ekki
fyndist honum neinn handleggur að
læra það líka sem skólinn vildi.
Auk námsins tók hann þátt í bæði
mælsku- og spurningakeppnum fyrir
hönd skólans - og endaði það vita-
skuld með engu öðru en sigri á öllum
öðrum ungspekingum landsins og
ferð til Grænlands í sigurlaun.
Sérstök ástríða Gunnsa í sjálfs-
náminu var alla tíð saga og landa-
fræði. Fléttaðist sá áhugi órjúfan-
lega saman við áhuga hans á hernað-
ar- og vopnasögu álfunnar. Mjög
snemma varð erfitt að slá hann út í
vitneskju um hvaða herir notuðu
hvaða vopn hvar og hvenær, í hvaða
orrustum, hvernig þau reyndust og
hvaða lærdóma mætti draga af því.
Nánast frá fyrstu tíð var Gunnsi sí-
stækkandi brunnur vizku um allar
hliðar beggja heimsstyrjalda. En
þekkingin og áhuginn náði alveg aft-
ur til upphafs íslenzkrar og ekki síð-
ur indógermanskrar sögu: Hvaðan
komum við? Við þeirri spumingu
leitaði Gunnsi svara alla ævi.
Það kom nokkuð á óvart er hann
ákvað að fara strax haustið eftir út-
skrift í skógræktamám úti í Noregi.
Hvorki hafði honum orðið tíðrætt um
að hugur hans stæði til slíks náms,
né heldur hafði Noreg borið mikið á
góma í slíku sambandi. Aætlunin
virtist því djörf. En enginn þurfti að
fara í grafgötur um að Gunnsi vissi
hvað hann var að gera. Til Noregs
fór hann með kjarkinn og duginn og
var þar í fimm vetur, þar af öll síðari
árin við Landbúnaðarháskólann í
Ási. Tók hann þar ekki síðri þátt í fé-
lags- og íþróttalífi en hér heima og
var m.a. formaður þeirrar nefndar
stúdentasamtakanna sem hafði er-
lend samskipti á sinni könnu. Vom
það honum mikil þroska- og mann-
dómsár. Þar fór eins og hér heima,
að hann tók þegar fram í sótti mátu-
legt mark á kenningum kennara
sinna, en menntaði sig að mestu
sjálfur. Samt lét hann sig ekki muna
um að Ijúka prófum frá Ási með
glæsilegum vitnisburði. Á tíma sem
virðist eftir á svo stuttur, var Gunnsi
prðinn einn menntaðastur manna á
íslandi í skógræktarfræðum. í kjöl-
farið fylgdumst við öll með spennu-
blandinni ánægju og stolti með því
er hann haslaði sér völl í því heillandi
fagi, þar sem svo mikið land er enn
ónumið á okkar klæðlitla landi.
Eftir útskrift frá Ási tók hann við
starfí hjá Skógrækt ríkisins, fyrst í
Reykjavík og eftir það á fæðingar-
stað sínum, Selfossi. Þar fékk hann
útrás fyrir alla sína ríkulegu skipu-
lagsgáfu, óþrjótandi þekkingu, leiftr-
andi framtíðarsýn og síðast en ekki
sízt fáheyrðan dugnað - við að skipu-
leggja skógvæðingu íslands. Þar er
minnsta tímaeiningin ein öld og var
það Gunnsa léttur leikur að hugsa og
horfa svo óralangt fram á veginn.
Gunnsi var alla ævi umfram allt
annað sjálfum sér trúr. Fáir menn
eða engir voru jafngersamlega sann-
ir, frá yztu skel til innsta mergs.
Hann aðhafðist ekkert vegna þess
eins að aðrir ætluðust til þess af hon-
um. Hann gerði eingöngu það sem
hans eigið heiðríkt eðli bauð honum.
Væri þrýst á hann að gera eitthvað
sem hann taldi sjálfur ekki rétt,
sinnti hann þvi ekki og var þá sama
hve mjög var eftir gengið. Hjálpsemi
hans var um leið einstæð. Gengi hann
fram á frænku sína bera þunga poka
úr búð, var það hans fyrsta orðalausa
viðbragð að taka pokana og bera
heim í hús. Frétti hann að einhver
honum nátengdur ætti í erfiðleikum,
beið hann ekki eftir hjálparbeiðni.
Hann fór og lagði með næmi og festu
til það lið sem dugði til að úr erfið-
leikunum rættist og hinum ógæfu-
sama gengi og liði betur. En í þessari
miklu hjálpsemi vakti aldrei fyrir
honum von um þakklæti eða umbun.
Honum fannst hún sjálfsögð. Hún
var honum eðlislæg.
Sú hugsun skaut stundum upp koll-
inum hve mikils Isafoldar fógur fljóð
færu á mis með því að láta Gunnsa
óáreittan. Jafnljóst virtist, að hann
þyrfti lítið að ómaka sig til að breyta
því. Það datt honum aldrei í hug.
Hann hafði það ekki í sér að trana
sjálfum sér fram eða reyna á neinn
hátt sérstaklega að vinna hylli fólks.
Fyrir okkur sem þekktum hann var
þess engin þörf. Hann var gegnheill.
Sá, sem hann þekkti, skilur til fulls
merkingu orðanna drengur góður.
Orðhagur var Gunnsi og orð hon-
um hugleikin, bæði íslenzk og er-
lend. Þannig las hann, meðal margra
annarra, bækur sem miðluðu honum
fróðleik um geh'ska tungu og varð
snemma fær í að nefna og rekja
skozkar aðalsmannaættir, jafnframt
því að uppgötva margar óvæntar
hliðstæðui- með ýmsum gelískum
orðum og íslenzkum manna- og ör-
nefnum. Vann hann undir það síð-
asta í frístundum, sem reyndust hon-
um drýgri en flestra annarra, að
byltingarkenndri en heildstæðri
kenningu um uppruna íslendinga,
sem byggðist á lestri hans á ótal
heimildum jafnframt djúpu innsæi í
merkingu þeirra.
Hin síðari ár, eftir að ærsl bemsk-
unnar og endalausir leikir, úti með
bolta og boga, inni með Legó og Pla-
ymó, heyrðu sögunni til, máttum við
á Hraunbrautinni oft eiga von á karl-
mannlegu banki á hurð um hádegis-
bil á sunnudögum og heimsókn þess
manns sem var fær um, orðalaust, að
láta allar óþægilegar hugsanir í hús-
inu hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Nutum við þar margra langra
stunda með honum í stofunni við
kaffidrykkju og afslöppun en fjörleg-
ar og upplífgandi umræður um allt
milli himins og jarðar. Mun enginn
taka sæti hans í vangaveltum um
möguleikana á því hvað hefði getað
orðið ef hinir ýmsu örlagavaldar sög-
unnar í Evrópu á liðnum öldum;
kóngar og keisarar, korporálar og
kólgubakkar, hefðu breytt eða þró-
azt á annan veg en varð. Aldrei bar
skugga á samband okkar við þennan
gimstein meðal manna. Fyrir það, og
fyrir hann, verður aldrei fullþakkað.
Yfir Gunnsa var slík heiðríkja að
við ekkert verður jafnað. Hina sjald-
gæfu fegurð sálar hans gat sérhver
maður greint í fari hans. Bjartur var
hann yfirlitum og hraustlegur, há-
vaxinn og fríður og var sem útlit
hans endurspeglaði tært innrætið að
fullu og öllu. Gunnsi efldist jafnt og
þétt um dagana að líkamsþrótti og
styrk, því sem næst allt til hinztu
stundar. Lék hann sér þannig hin
síðari ár að því að jafnhatta foreldra
sína af gáska sem hélzt í hendur við
nákvæma stjórn hans á öllum hreyf-
ingum. Lítt einkenndist framganga
hans af væmni og stríddi hann fólki
því mefr sem honum þótti vænna um
það. Fékk Ragga systir hans stærst-
an skammt af því í gegnum árin og
veitti Gunnsi henni þar bæði mikla
og fjörlega skólun í reiptogi orðanna.
Gunnar Freysteinsson er ólýsan-
legur og óskiljanlegur harmdauði ekki
aðeins öllum sem hann þekktu, heldur
ekki síður allri íslenzkri þjóð. Með
honum missti hún einn þann bezta
mann og eina þá björtustu vonar-
stjömu sem hún hefur af sér alið.
Þegar kallið kom hafði hann þegar af-
rekað mikið um lífdaga sína, sem urðu
allt of fáir, en æviverk hans var rétt
nýhafið og hann átti sannarlega eftir
að láta mikið meira gott af sér leiða.
I desember missti hann stóra bróð-
ur sinn, Sigurð, og var eftir það stoð
og stytta foreldra sinna og systur í
þeim djúpa harmi sem með því bjó
um sig hjá þeim. Nú hefur hann sjálf-
ur verið lagður því lagi sem enginn
tiúði. Enginn getur skilið h'ðan þess
fólks sem missir tvo syni og bræður
fyrirvaralaust þegar líf þeirra eru
rétt að hefjast. Inga, Freysteinn og
Ragga: Hugur okkai- er hjá ykkur öll-
um stundum í ykkar hyldjúpu sorg.
Von okkar er, að minningin um
dreng, sem var svo góður að seint
verður metið til fúlls, megni að yfir-
vinna sársaukann um síðir.
Ari, Kjartan, Auðunn,
Hrafn og Þóra.
Tveir bræður eru látnir á tæpu ári.
Hvað veldur slíkum harmleik? Ég
minnist þess með undrun hversu
stutt er síðan ég gekk á fjöll með
Gunnari frænda mínum og hversu
órafjarri sú hugsun var mér þá að að-
eins átta dögum síðar yrði hann allur,
að þessi leiftrandi skemmtilegi, gáfaði
og sérstaki ungi maður myndi svona
alltof snemma fylgja Sigurði bróður
sínum, sem einnig lést langt um aldur
fram nú fyrir jólin. Því miður ber ég
ekki jafnsterkt minni til síðasta fund-
ar míns við Sigga, en samneytis míns
við Gunnar mun ég ævinlega minnast
með söknuði og ljómar þar þessi eini
dagur langt yfir hina, eins og glóandi
perla djúpt í hafi minninganna.
Elsku Inga, Freysteinn og Ragn-
hildur, ykkur sem forlögin hafa kosið
að viðja þyngri sorgarböndum en
annað fólk, ber ég mína dýpstu sam-
úð og bið jafnframt hin sömu forlög
að blessa ykkur í sorginni.
Sölvi Bjöm.
t
Hjartkaer faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
PÉTUR M. EIRÍKSSON
fiskmatsmaður og sundkappi,
Gnoðarvogi 54,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 5. júlí sl.,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
laugardaginn 18. júlí kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas,
sími 551 5606.
Þórunn G. Pétursdóttir, Guðbjörn Pétursson,
Sigríður E. Pétursdóttir, Sigurfinnur Þorsteinsson,
Elísabet Pétursdóttir, Þór Jónsson,
Eiríkur Pétursson,
Finnbogi Pétursson, Kristína Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR ARNALDS
fyrrv. útgefandi,
Kleppsvegi 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 16. júlí kl. 10.30.
Ásdís Arnalds,
Jón L. Arnalds, Ellen Júlíusdóttir,
Ragnar Arnalds, Hallveig Thorlacius,
Sigurður St. Arnalds, Sigríður María Sigurðardóttir,
Andrés Arnalds, Guðrún Pálmadóttir,
Einar Arnatds, Sigrún Jóhannsdóttir,
Ólafur Arnalds, Ása L. Aradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
GÍGJA,
Logafold 46,
Reykjavík,
lést á Kvennadeild Landspítala mánudaginn
13. júlí.
Alda Halldórsdóttir,
Jón V. Halldórsson,
Einar H. Björgvinsson,
Steingrímur V. Björgvinsson,
Árni Björgvinsson,
Árni Þ. Árnason,
Birna Á. Olsen,
Halldóra Haraldsdóttir,
Edda í. Jónsdóttir,
Sigrún Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN GUÐMUNDA KRISTINSDÓTTIR,
Grandavegi 47,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi laugar-
dagsins 11. júlí sl.
Jónína U. Bjarnadóttir, Björgvin Jónsson,
Þórarinn Bjarnason,
Guðrún Bjarnadóttir, Gísli Ófeigsson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS ÁRNADÓTTIR,
Vesturgötu 7,
áður Ásgarði 33,
lést á Vífilsstöðum þann 14. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Árni Magnússon, Móeiður M. Þorláksdóttir,
Jensína G. Magnúsdóttir, Hjörleifur Þórðarson,
Sigríður Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR,
Skúlagötu 80,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að kvöldi 13. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðmundur Benediktsson, Arndís Leifsdóttir,
Ólafur Benediktsson, Þuríður Halldórsdóttir,
Kristín Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir minn, tengdafaðir okkar, afi og
langafi,
ÓLAFUR JÓNSSON
skipasmiður,
frá Nýhöfn,
Skólavegi 23,
Vestmannaeyjum,
lést á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum,
sunnudaginn 12. júlí.
Margrét Ólafsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
í