Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MINNINGAR mamma var nú þannig gerð að hún átti aldrei inni hjá neinum, hún snerti aðeins litla puttann ef henni var rétt höndin. Eg kveð þessa miklu konu með virðingu og þakklæti, með vinsemd og ást. Ég, Ragga, Arnar Þór, Ein- ar Helgi og Þorri Birgir viljum þakka þér þær stundir sem þú gafst okkur og við kveðjum þig með miklum söknuði. Vertu sæl, mamma mín, og Guð blessi minn- ingu þína. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem studdu móður mína svo ötullega í veikindum hennar, sér- lega sambýlismanni hennar, Guð- laugi Ch. Guðjónssyni. Þorsteinn Birgisson. Sólveig Björg að reka kýr, Stefanía Snjólaug hraukar. En Margrét Hjördís, mærin blíð, hjá mömmu sinni baukar. Þetta orti Filipía, móðir Möggu, um þær systur ungar. Nú er komið að kveðjustund eftir áratuga vinskap. Magga var búin að berjast við krabbann og var ákveðin í að hafa betur. Við vorum fyrir svo stuttu að tala um hvað okkur fannst við ungar og hlökkuð- um til áttræðisaftnælis okkar næsta vor, en sá ódámur krabbinn hafði betur. Það var, að mig minnir ferming- arárið okkar, sem ég hitti Möggu fyrst. ég fór í sveit að Ölduhrygg í Svarfaðardal til foreldra hennar, Filipíu Þorsteinsdóttur og Páls Hjartarsonar. Eftir þetta sumar hefur vinátta okkar aldrei slitnað, þó oft hafi liðið langur tími á milli samfunda. Ég og Þórhildur Þórar- insdóttir fóstursystur mín, sem hafði verið á Ölduhrygg nokkur sumur á undan mér, áttum heima á Akureyri. Það var því alltaf gaman þegar Magga kom í bæinn. Þá voru rúmin færð saman og Magga var á milli okkar og var lítið sofið og mik- ið spjallað og hlegið. Magga bjó með manni sínum, Birgi Runólfssyni, á Siglufirði. Hún var dugnaðarforkur, fór snemma að vinna i fiski og að salta síld með heimilinu sem var stórt, börnin níu. Hún missti einn son, Pál, en ekki bugaðist hún. Hún var ljóðelsk og átti létt með að setja saman vísur. Minningarnar hrannast upp, en þær fara ekki á þetta blað, en við Þórhildur eigum eftir að ylja okkur við þær minningar, þar til við hitt- umst aftur. Ég kveð Möggu með ljóðinu Bæn eftir son minn, Hrafn Andrés Harð- arson: Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti sb'past hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. Guðrún Ólöf Þór. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri 1 TB&bíómaverkstæði I I JUlNNA I Skólavörðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 THELMA ÓLAFSDÓTTIR + Thelma Ólafs- dóttir fæddist á Brákarbraut 3 í Borgamesi 14. mars 1955. Hún lést í Vaxsjö í Svíþjóð 5. júlí síðstliðinn. For- eldrar hennar em Ólafur Helgi Jó- hannesson (f. 21. 9. 1929) og Araþrúður Heiðrún Jóhanns- dóttir (f. 15.12. 1932, d. 21.3. 1990). Systkini Thelmu eru Heiðrún Björns- dóttir (f. 2.2. 1952), María Erla Geirsdóttir (f. 20.11. 1953), Jóhannes tvíburabróðir Thelmu og Ólafur Öm Ólafsson (f. 2.3. 1956). Eftirlifandi eiginmaður Thelmu er Einar Þorsteinn í morgun vaknaði ég, sólin skein og ég hugsaði: Þetta verður góður dagur. En mín næsta hugsun var eins og undanfarna morgna: Hún Thelma er dáin. Ég varð döpur og hætti að hugsa um góða veðrið og hugur minn snerist um þessar oft erfiðu spurningar: Hvers vegna og af hverju. En allt í einu mundi ég eftir öðr- um sólbjörtum sumardegi í Borgar- nesi fyrir löngu. Ég var í heimsókn hjá foreldrum mínum og við vorum tvær saman í eldhúsinu suðurfrá, ég og fimm ára fallega frænka mín hún Theima. Við töluðum mikið, enda báðar þekktar fyrir það. Hölli bróð- ir hafði keypt sér forláta bíl og var hann að venju vel pússaður við tröppurnar fyrir neðan garðinn og vakti að vonum aðdáun strákanna ungu og þurftu þeir auðvitað að skoða fyrirbærið vel og vandlega. Eitthvað fannst frænku minni þeir aðgangsharðir við gripinn, sté upp á stól við opinn gluggann og ákvað að reka þá í burtu. Ekkert man ég úr þeirri ræðu annað en síðustu setn- inguna svohljóðandi, sem ég hef aldrei gleymt: „Hættið svo að skemma fyrir öðrum sem þið eigið ekkert í.“ Auðvitað hló ég en velti enn fyrir mér spekinni í þessum orðum. I dag get ég séð fyrir mér þessa ákveðnu litlu stúlku standandi uppi á stól við gluggann í glampandi sól- skini, þrumandi sína skammarræðu. Hún hafði betur í það skiptið. Nú eru ár og dagar liðnir. Litla stúlkan varð stór og falleg kona, ólst upp á skemmtilegu heimili for- eldra sinna í glöðum systkinahópi. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Ein- ari Loftssyni, kynntist hún ung. Þau vora bæði ung þegar rauðtoppur Trausti fæddist, bústinn strákur, sem hló svo skemmtilega. Svo kom Dagný, prúð og settleg stúlkan sú. Loftsson (f. 7.2. 1954). Þau giftu sig 2. nóv. 1974 og eiga þrjú böm: Trausta Óra (f. 13.1. 1972), Dagnýju (f. 14.9. 1975) og Elfu Eir (f. 28.9.1989). Bama- böm Thelmu em Katrín Lena og Ein- ar Þór, böm Dagnýjar. Thelma ólst upp í Borgaraesi og kynntist þar eigin- manni sínum. Þau fluttust til Svíþjóðar 1980. Þar bjuggu þau til ársins 1985 þegar þau fluttu til Reykjavikur og síðar í Kópavog. títför Thelmu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnn klukkan 13.30. Táraflóðið var óskaplegt þegar hún grét en alltaf var stutt í brosið. Nú er hún tveggja barna móðir og á góðan mann. Thelma og Einar fluttu til Sví- þjóðar og bjuggu þar í nokkur ár með börnin sín tvö. Síðan komu þau aftur heim og árin liðu með sínu skini og skúrum. Foreldrar Thelmu veiktust bæði alvarlega eftir heimkomu þeirra. Mágur minn náði undragóðri heilsu en systir mín dó, fyrst úr ellefu systk- ina hópi. Þetta var afar erfiður tími fyrir okkur öll, ekki síst Thelmu og Einar. En svo dró ský frá sólu og sólar- geislinn þeirra kom svo sannarlega. Það var hún Elfa Eir með bláu aug- un og fallega hárið. Litla stúlkan, sem nú verður allt í einu að verða svo stór og skilja svo margt. Hvern- ig á að segja barni að mamma sé dá- in og komi ekki aftur? En Elfa á pabba, bróður og syst- ur og öll munu þau standa saman, hugsa um mömmu, tala um mömmu og að lokum verður brosað í gegn- um tárin. Þannig er lífið. Góða Thelma. Ég veit að við frændsystkini þín syrgjum þig af heilum hug og biðjum þér allrar blessunar hvar sem þú ert, vonandi í þínum móðurfaðmi. Systkini þín, föður, eiginmann, böm og barna- börn bið ég guð að varðveita nú og ævinlega. Erla Jóhannsdóttir. Thelma Ólafsdóttir var með okk- ur í Bólstaðarhlíðinni, fór með okk- ur í bankann og aðstoðaði okkur á margvíslegan hátt. Við þökkum henni kærlega fyrir gott starf og alla aðstoðina við okkur. Við vottum ástvinum hennar innilega samúð og biðjum Guð að geyma hana. Valdís og Stefán. + Systir okkar, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, sem lést 8. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Hallgrímur Jónasson, Auður Jónasdóttir. + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNES MATTHÍAS GUÐJÓNSSON frá Furubrekku, Álfhólsvegi 49, Kópavogi, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Ásgerður Halldórsdóttir og börn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HILDA ELÍSABETH GUTTORMSSON frá Síðu, Nestúni 6, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknar- stofnanir njóta þess. Sölvi Guttormsson, Arndís Helena Sölvadóttir, Guttormur Páll Sölvason, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Berglind Sölvadóttir, Eðvald Daníelsson, barnabörn og fjölskyldur. + Útför okkar elskulegu, SIGRÍÐAR BRIEM THORSTEINSSON, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 16. júlí kl. 15.00 Blóm og kransar afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á að Stefanía Borg Thorsteinsson, Jón H. Bergs, Áslaug Björnsdóttir, Þóra Briem, Þráinn Þórhallsson, Hrafnhildur Briem. láta líknarstofnanir njóta þess. Davíð Sch. Thorsteinsson, Gyða Bergs, Erla Sch. Thorsteinsson, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Gunnlaugur E. Briem, Guðrún Briem, Garðar Briem, + Sálumessa og útför okkar ástkæru, ÁGÚSTU KRISTÓFERSDÓTTUR, Staðarhóli við Dyngjuveg, Reykjavík, verður í Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 17. júlí kl. 15.00. Margrét Kristinsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Svala Kristinsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Kristinn M. Kristinsson, Kristófer M. Kristinsson og aðrir ástvinir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, THELMA ÓLAFSDÓTTIR, Engihjalla 17, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 15. júlí, kl. 13.30. Einar Loftsson, Trausti Örn Einarsson, Dagný Einarsdóttir, Þröstur Bjarnason, Elfa Eir Einarsdóttir og barnabörn, Ólafur Jóhannesson, Ásthildur Guðlaugsdóttir. + Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, SIGRÍÐAR SVÖVU EINARSDÓTTUR, Skiphoiti 28, Reykjavík. Bjarni Ágústsson, Jóhann Bjarnason, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Birna Ágústsdóttir, Reynir Sigurðsson, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ari Elíasson, Selma Ágústsdóttir, Jens S. Herlufsen, Bryndís Ágústsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Gísli Björnsson, Lúðvík Dalberg Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.