Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Nefnd fjallar um málefni ungra afbrotamanna í fót- spor föðurins MARK Stratton bjóst ekki við því þegar hann hélt af stað í laxveiði- ferð til Islands að hann myndi lenda á sömu slóðum og faðir hans var á fyrir 59 árum. „Faðir minn, Michael Stratton, fór nokkrum sinnum í laxveiði til Is- lands en hann hélt þessum upplýs- ingum ekki saman þannig að ég vissi ekki í hvaða ám hann hafði veitt. Ég varð því nyög hissa og ánægður þegar ég fletti fiskidag- bókinni í Langá og sá nafn hans ritað þar í ágúst 1939.“ Mark Stratton vissi hins vegar að faðir hans var hér á þessum tíma vegna þess að hann var kvaddur í herinn og þurfti að flýta heimferðinni frá íslandi. „Það kom herkvaðning heim og móðir mín hafði samband við þá sem sáu um Langá á þessum túna. Það er mér mjög minnisstætt að við fórum svo til London til að taka á móti föður mínum sem stuttu síðar yfirgaf okkur og fór í herinn.“ Stratton hefur erft laxveiðiá- huga föður síns og fer í tvær ferð- ir á ári, oftast til Skotlands. Þetta er fyrsta skipti hans á Islandi og MEÐ opnun Hvalfjarðarganga breytast fjarlægðir á þjóðvegi nr. 1. Þessu þarf að koma til skila á skilt- um og hefur Pálmi D. Jónsson, starfsmaður þjónustudeildar Vega- gerðarinnar, þann starfa um þessar mundir að ferðast um og breyta kílómetrafjölda á fjarlægðartöflum. „Þessar breytingar ná um allt Vest- urland, Vestfirði, um Norðurland og alla leið austur," segir Pálmi sem segist hann hafa hug á að koma aftur. „Faðir minn, sem lést fyrir nokkrum árum, talaði mikið um ísland. Þegar hann kom hingað fyrst 1938 og 1939 var heilmikið ferðalag að fara til íslands, hann sigldi með skipi og dvaldi um mánuð hér og hugði á það sama árið eftir þegar herkvaðningin stytti dvölina. Eftir stríð fór hann aftur nokkrum sinnum til Is- lands.“ Heillaðist af óspilltu umhverfí Stratton segir föður hans hafa heillast af náttúrunni og hve allt var óspillt. „Hann og ferðafélagar sváfú í tjöldum og elduðu allt sjálfir. I dag hefur þetta breyst hefur lokið breytingum á Vestfjörð- um en vinnur nú að breyta tölum á Vesturlandi en auk fjarlægðartaflna þarf að breyta píluvegvísum í kring- um göngin. Pálmi hefur einnig þann starfa að breyta þjónustuskiltum við þjóðveg- inn. „Það eru t.a.m. alltaf einhverjar breytingar hjá þeim sem reka bændagistingar, verið að bæta við þjónustu eða breyta," segir Pálmi. mikið, laxveiði er orðin mark- aðsvara sem er seld háu verði,“ segir Stratton sem reyndar var mjög ánægður með gistiaðstöð- una við Langá í dag, skála þar sem eldaður er fínasti matur ofan í gesti. Veiðin spillti ekki heldur en Stratton kom hingað með 24 manna hóp sem alls veiddi 111 laxa á viku. „Næst þegar ég kem hingað er ég að hugsa um að taka einhvern vin minn með til að deila þessari upplifun," segir Stratton sem hefur veitt lax í Noregi og ír- landi auk Skotlands. „Svo hef ég farið á skak við Miami í Banda- ríkjunum og Kenya í Afríku en það er önnur saga.“ Faglegt starf í Furuborg í ÚTTEKT menntamálaráðuneytis- ins á starfsemi leikskólans Furu- borgar er komist að þeirri niður- stöðu að öflugt faglegt starf fari fram í Furuborg. Menntamálaráðuneytið lét fara fram úttekt á Furuborg skólaárið 1997-1998 en í reglugerð um staj-f- semi leikskóla segir að ráðuneytið skuli meta a.m.k. einn leikskóla á ári. Furuborg varð fyrir valinu vegna styrks sem veittur hefur verið til þróunai’verkefnis leikskólans undan- farin þrjú ár auk þess sem þróunar- skýrsla leikskólans lá fyrir. í fréttatilkynningu menntamál- ráðuneytisins kemur fram að niður- stöður úttektarinnar eru að mestu mjög jákvæðar. í þeim kemur m.a. fram að leikur er í hávegum hafður á Furuborg og unnið með hann á fjöl- breytilegan hátt. Menning, hefðir og siðir í leikskólanum eru fastir liðir í námsáætlun skólans og hefð fyrir því að nýta náttúruna og nánasta um- hverfi leikskólans sem er í Fossvogi. Starfsmannahandbók Furuborgar þykir einnig mjög vönduð. I skýrslunni er einnig bent á það sem betur mætti fara. Þar á meðal er starfsmannaaðstaða, engin sérað- staða er til að vinna með fötluðum börnum og leikskólinn nýtur ekki sérstakrar ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu eins og lög um leikskóla mæla fyrir um. „UNDANFARNA mánuði hafa málefni ungra afbrotamanna verið til athugunar í dómsmálaráðu- neytinu. Að höfðu samráði við fé- lagsmálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var tekin sú ákvörðun í dómsmála- ráðuneytinu í maímánuði sl. að setja niður samstarfsnefnd ráðu- neyta til að fjalla um þetta mál- efni,“ segir í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Með bréfi félagsmálaráðuneytisins, dags. 4. júní sl., og bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 18. sama mánaðar, bárust dómsmálaráðuneytinu tilnefning- ar í nefndina, sem skipuð var í gær. „I nefnd þessari eiga sæti Bene- dikt Bogason, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sem er for- maður nefndarinnar, Davíð Berg- mann Davíðsson unglingaráðgjafi, Ellý Þorsteinsdóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu, og Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, skrifstofustjóri í félags- málaráðuneytinu. Nefndinni er ætlað að fjalla um málefni ungra afbrotamanna og Aftur gos GOSBRUNNURINN í Tjöminni er kominn niður á ný eftir við- gerð sem fram fór í Danmörku. Að sögn Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra, er brunnurinn gera tillögur til úrbóta. Til að þær tillögur verði sem raunhæfastar hefur nefndinni verið falið að kanna málefni barna, sem gerast sek um afbrot, frá sem víðustu sjónarhorni, þannig að litið verði til vanda af öðrum toga sem leitt getur til afbrota, svo sem vímu- efnaneyslu eða bágborinna félags- legra aðstæðna. Nánar tiltekið hafa nefndinni verið falin eftirfar- andi verkefni: 1. Að meta umfang vandans, þar með talið hver sé fjöldi barna sem gerst hafa sek um ítrekuð eða alvarleg afbrot. Eftii- þvi sem fært þykir verði einnig lagt mat á hver sé fjöldi þeirra barna sem hætt er við að stefni á braut afbrota vegna neyslu vímuefna, vanda af félags- legum toga eða öðrum ástæðum, þannig að heilsu og þroska þeirra sé veruleg hætta búin. 2. Að gera grein fyrir þeim lagareglum sem varða framan- greind ungmenni og miða að því að ráða bót á vanda þeirra. Eftir því sem ástæða þykir til verði gerðar tillögur um úrbætur í þeim efnum. 2. Að gera grein fyrir þeim úr- ræðum sem umræddum ung- mennum bjóðast. Einnig að leggja mat á hvort þau séu fullnægjandi og koma með tillögur til úrbóta eftir því sem ástæða þykir til,“ segir ennfremur í fréttatilkynn- ingu dómsmálaráðuneytisins. í Tjörninni kominn til ára sinna og erfitt að fá varahluti þegar hann bilar. Á hveiju hausti er brunnurinn tek- inn upp og hreinsaður og hafður í geymslu yfir veturinn. Bláfjallanefnd Morgunblaðið/Arnaldur PÁLMI D. Jónsson við vinnu á Vesturlandsvegi fyrir ofan Mosfellsbæ. Skiltum breytt við þjóðveginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Topplyfta Armanns verði færð í Sólskinsbrekku BLÁFJALLANEFND hefur sam- þykkt að í fyrsta áfanga að flutn- ingi og endurskipulagningu á lyft- um í Bláfjöllum verði topplyfta Ár- manns færð í Sólskinsbrekku og hún tvöfölduð. Jafnframt er gert ráð fyrir að Puma-lyftan verði tek- in niður. Að sögn Þorsteins Hjaltasonar, umsjónarmanns með skíðasvæðinu, er verið að kynna tillöguna í nefnd- um og ráðun en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist í septem- ber ef um semst. í tillögu Bláfjalla- nefndar er tekið fram að lyftan verði færð í samráði við Skíðadeild Ármanns og að stefnt sé að því að breytingum ljúki fyrir næstu skíða- tíð. Jafnframt er lagt til að í sumar verði unnið við lagfæringar í brekkum á rafmagni, lýsingu og snjógirðingum og að öryggismál í Bláfjöllum verði í samræmi við framkvæmdaáætlun Bláfjalla- nefndar. Ennfremur er í sam- þykktinni áréttuð nauðsyn þess að taka til skoðunar frekari fram- kvæmdir við lyftur í Kóngsgili, Suðurgili og ef til vill víðar. NYR SENDIBILL Verð frá aðeins kr. : 1.185.500« Armúla 13- Sími 575 1220 - 575 1200 ■ Fax 568 3818 <e> HYunoni - til framtióar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.