Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Flugvöllurinn í Eyjum met
inn fyrir flutning Keikos
Allt bendir til að hægt verði að
lenda C 17-flutningavélinni á
V estmannaeyjaflugvelli
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
FULLTRÚAR bandaríska flug-
hersins hafa verið í Vestmannaeyj-
um undanfarna daga til að taka út
flugvöllinn og gera á honum at-
huganir. Er þetta gert vegna fyrir-
hugaðs flutning háhymingsins
Keikos til Eyja en ráðgert er að
flytja hann frá Bandaríkjunum
flugleiðis beint til Eyja. Flugvélin
sem á að flytja Keikó með er af
gerðinni C 17 og er vélin nýjasta
flutningavél bandaríska flughers-
ins og sú önnur stærsta sem hann
hefur yfir að ráða.
Borað í gegnum klæðningu
Fulltrúar hersins gerðu mæling-
ar á flugbrautunum til að kanna
þjöppunargildi flugbrauta vallarins
og styrkleika þeirra í heild en
einnig könnuðu þeir yfírborð
brautanna og umhverfí vallarins.
Borað var í gegnum klæðninguna
og með slaglóði á stöng var síðan
gerð svokölluð DMT-mæling til að
finna út styrkleikann. Að sögn
Jims Kervins, fulltrúa hersins, og
Páls Zophóníassonar bygginga-
tæknifræðings sem verið hefur
Bandaríkjamönnum til aðstoðar
eru niðurstöður mælinganna í gróf-
um dráttum þær að brautimar séu
sterkbyggðar og C 17-vélinn ætti
með góðu móti að geta lent í Eyj-
um þess vegna.
Páll sagði að við rannsóknimar
hefði komið í ljós að styrkur braut-
anna væri eins og til var ætlast
þegar flugbrautimar voru endur-
byggðar fyrir 8 ámm. Þá var fjar-
lægt burt efni úr brautunum og
sett í staðinn 50 sentímetra lag af
sterku efni í staðinn. 10 sentí-
metra, jöfnunarlagi hefði síðan ver-
ið þjappað ofan á það og ofan á það
hefði síðan verið lagt 2,5 til 3 sentí-
metra lag af klæðningu. Þetta ætti
að vera nægjanlegt samkvæmt nið-
urstöðum athugananna til að völl-
urinn geti borið svo stóra og þunga
vél sem C 17, en hún vegur 120 til
130 tonn.
Styrkleiki brauta mældur
Auk þess að mæla styrkleika
brautanna hafa Bandaríkjamenn-
irnir kannað allan aðbúnað við
flugvöllinn, bmnavarnir, öryggis-
eftirlit, veður og ýmislegt fleira og
munu þeir nú gefa yfirmönnum
sínum í Pentagon skýrslur sem
þeir munu síðan nota til að ákveða
hvort þeirt telja að óhætt sé að
lenda C 17-vélinni í Eyjum. Þrátt
fyrir að ákvörðun liggi ekki fyrir
benda þær niðurstöður sem feng-
ust úr rannsóknunum á vellinum
til þess ekkert þurfi að fram-
kvæma við völlinn, eins og talið
var í fyrstu, til að hægt verði að
fljúga með Keiko beint frá Banda-
ríkjunum til Vestmannaeyja með
C 17-vélinni eins og ráðgert hefur
verið.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
UNNIÐ að mælingum með slaglóði á stöng á flugbrautinni í Eyjum.
Aldrei hafa
fleiri sótt
um vist í MS
VÍSA þurfti rúmlega 140 ný-
nemum frá við Menntaskólann
við Sund fyrir næstkomandi
skólaár og hefur sá fjöldi aldrei
verið meiri. Umsóknir nýnema
til skólans voru 358 en hann
getur tekið við 210 nemendum.
Að sögn Péturs Rasmussen,
konrektors skólans, er þetta
40% fleiri en ó síðasta ári en þá
var 100 umsóknum hafnað.
Segir hann athyglisvert að
fleiri stúlkur sæki um skólavist
en drengir og einnig sé
frönskunám að verða með vin-
sælli greinum í skólanum en
bæta þurfti við heilum bekk
vegna þess. Ástæðu þessarar
fjölgunar segir Pétur ekki
liggja ljósar fyrir en hugsan-
lega megi rekja hana til þess
að skólinn býr við bekkjar-
kerfi. Segir hann það vera val-
kost sem margir kjósa en
framboð á því sé minna en eft-
irspum.
Dómsmálaráðherra um gagnrýni vegna málefna ungra fanga
Mörg álitaefni uppi
ÞORSTEINN Pálsson dómsmála-
ráðherra segir að ráðuneytið muni
fara yfir aðfinnslur umboðsmanns
bama um ástand í málefnum ungra
fanga. Þeim sem í hlut eiga verði
gefinn kostur á að tjá sig um efni
skýrslunnar og síðan verði henni
svarað ski-iflega. „Það eru nokkuð
ólík vinnubrögð hjá umboðsmanni
bama og umboðsmanni Alþingis,“
segir Þorsteinn Pálsson. „Umboðs-
maður Alþingis gætir þess að bera
umkvörtunarefni undir þá sem í
hlut eiga áður en álit er látið uppi,
en umboðsmaður barna kýs að
byrja á því að senda fréttatilkynn-
ingar til fjölmiðla."
Ákveðið var í vor, að sögn Þor-
steins, að setja á fót starfshóp með
félagsmálaráðuneytinu sem færi
yfir málefni ungra fanga, refsiúr-
ræði og gerði tillögur um nýjar
leiðir. Mörg álitaefni væm uppi í
þessu sambandi, en að vísu væm
mjög fáir einstaklingar sem þama
ættu hlut að máli. „I ýmsum tilvik-
um gæti virkari meðferð haft góð
áhrif. Menn hafa hins vegar líka
bent á að ef sérstakt unglingafang-
elsi er fyrir hendi, þá gæti verið
hætt við fleiri óskilorðsbundnum
dómum. Það gæti því verið heppi-
legra að stýra þróuninni meira inn
á skilorðsbundna dóma þar sem
gerðar em kröfur um sérstaka
meðferð."
Þúsund mflur á hafí úti milli Noregs, fslands, Hjaltlands og Færeyja á hraðbát
HAFSTEINN Jóhannsson siglingakappi á hraðbátnum Úthafskappa.
Morgunblaðið/Kristinn
Laus við lénsmann og prest
431 hefur
sagi sig
úr Þjóð-
kirkjunni
ALLS sagði 431 einstaklingur sig
úr þjóðkirkjunni á fyrstu sex mán-
uðum þessa árs en 93 létu á sama
tíma skrá sig í þjóðkirkjuna.
Þannig em brottskráðir umfram
nýskráða 338 á tímabilinu. Af þeim
431 sem sagði sig úr þjóðkirkjunni
gengu 114 í Óháða söfnuðinn en 107
kusu að standa utan trúfélaga. Aðr-
ir dreifðust á hin ýmsu trúfélög.
Alls vora gerðar 724 breytingar
á trúfélagsskráningu í þjóðskrá, en
það svarar til þess að 0,3% lands-
manna hafi skipt um trúfélag.
Svipaðar vom breytingamar á
sama tíma á síðasta ári, eða 762, en
á fyrri helmingi ársins 1996 vom
breytingar á trúfélagsskráningu
alls 1.579, sem svarar til þess að
0,6% landsmanna hafi skipt um
trúfélag á þeim tíma.
-------------
Sprungin
pera gang-
setti kerfið
BRUNAVARNAKERFI í Iðnó í
Reykjavík hrökk í gang laust fyrir
hádegi í gær þegar pera sprakk.
Er talið að neistar frá pemnni, sem
sprakk raunverulega, hafi gangsett
kerfið.
Slökkviliðið í Reykjavík sendi lið
á vettvang kl. 11.30 en þegar séð
var hvað var á ferðinni var ljóst að
ekki var þörf fyrir aðstoð liðsins.
Veitingastaðurinn hafði verið opn-
aður og æfingar stóðu yfir en at-
burðurinn olli ekki stórkostlegum
tmflunum á iðju manna í húsinu.
HAFSTEINN Jóhannsson lagði
að bryggju í smábátahöfninni í
Kópavogi síðastliðinn mánudag
eftir að hafa Iagt að baki þúsund
mflur á litlum hraðbát.
Hafsteinn er búsettur í Noregi
og er líklega þekktastur fyrir
siglingu sína umhverfis hnöttinn
á seglskútu sinni Eldingu.
Seglskútuna teiknaði hann sjálf-
ur og smíðaði og fór svo einn síns
liðs á henni umhverfis jörðina á
241 degi.
Frá Noregi siglir hann mikið
á Eldingu og hefur stundum
áhöfn með sér. Þeir sigla niður
til Evrópu, til Hjaltlands og
Skotlands og í fyrra kom hann til
íslands. í þeirrri ferð tók hann
léttabátinn af aðstoðarbjörgun-
arbátnum Eldingu með sér til
Noregs. Bátnum hefur svo verið
breytt í vetur og lengdur um
einn og hálfan metra. Núna er
hann 5,60 m á lengd og 1,40 m á
breidd.
Erindi Hafsteins til Islands nú
var að skila léttabátnum sem
kallaður er Úthafskappi. Hann
lagði af stað frá Noregi 26. júní
og sigldi til Hjaltlands. Þar beið
hann í 13 daga eftir hagstæðu
veðri. Þá fór hann til Færeyja og
kom svo á mánudaginn í smá-
bátahöfnina í Kópavogi. Þá var
hann búinn að sigla tæpar 1.000
mflur en siglingartíminn sjálfur
var rúmar 50 klukkustundir og
segir hann um 500 lítra af bens-
íni hafa farið í ferðina.
Best að smíða
bátana sjálfur
Hafsteinn segir best að sigla
bátum sem maður hafi smíðað
sjálfur. „Þegar maður er búinn
að byggja bátinn sjálfur og hefúr
fjórgengisvéi aftan á, þá getur
maður farið í svona ferð án þess
að vera með lífið í lúkunum, mað-
ur þekkir bátinn.“ Um þá tilfinn-
ingu að vera einn síns liðs úti á i
hafi segir Hafsteinn: „Við segjuni
að það sé gott að koma sér frá
fastalandinu, þá sé maður laus
við lénsmann og prest.“
Hafsteinn segir bátinn komast
á 30 mflna hraða en hann fari
ekki mikið hraðar en á 20 mflum
á hafi úti. Um 130 mflum frá ís-
landsströnd fékk hann svo vont
veður, stinningskalda, og þurfti
að fara niður í 7 mflna hraða um
tima. Hafsteinn skilur bátinn Út- i
hafskappa eftir hér en tekur sér
far með Norrænu til baka og seg-
ir hann að það verði síðasta sigl-
ing sumarsins.