Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Barnaheill afhenda Barnaspítala Hringsins íbúð til afnota fyrir foreldra
Mikilvægt fyrir
börnin að hafa
fjölskylduna nærri
BARNAHEILL afhentu í gær
Barnaspítala Hringsins íbúð á
Skúlagötu 10 til afnota. fbúð-
in er ætluð foreldrum lang-
veikra barna utan af landi
sem dveljast á Sjúkrahúsi í
Reykjavík.
Haustið 1996 hófu Barna-
heill landssöfnun til að kaupa
íbúð fyrir aðstandendur
veikra barna af landsbyggð-
inni. Einar Gylfi Jónsson, for-
maður Barnaheilla, segir sam-
tökin vilja bæta úr brýnni
þörf foreldra utan af landi til
að geta dvalið nærri börnum
sínum sem þurfa að dvelja á
sjúkrahúsum borgarinnar.
Það sé erfitt fyrir margar
fjölskyldur að þurfa ofan á
veikinda barna sinna að þurfa
að búa inni á öðru fólki eða
kosta miklu til að leigja hús-
næði.
Hann segir undirtektir al-
mennings og fyrirtækja við
söfnuninni hafa verið góðar
og í apríl 1997 voru fest kaup
á íbúð á Rauðarárstíg sem af-
hent var barnadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur. Einar segir
Barnaheill hafa átt mjög gott
samstarf við barnadeildirnar
tvær og við afhendingu íbúð-
anna sé gerður samningur við
þær um að sjá um nýtingu
þeirra. fbúðin á Rauðarárstíg
hafi verið fullnýtt og mikil
þörf á fleiri slíkum. Við af-
hendingu íbúðarinnar sagðist
Einar vonast til að Barnaheill
geti afhent eina íbúð til við-
bótar og jafnvel fleiri.
Bætt úr brýnni þörf
Atli Dagbjartsson yfirlæknir
tók við lyklum að íbúðinni fyrir
hönd Barnaspitala Hringsins.
Atli segir það skipta miklu fyr-
ir börnin að hafa fjölskyldur
sínar sem næst sér, það auki
lífsvilja þeirra og það hafi mik-
Morgunblaðið/Ásdls
EINAR Gylfi Jónsson, formaður Barnaheilla, og Atli Dagbjartsson, yf-
irlæknir á Barnaspítala Hringsins, í íbúðinni á Skúlagötu 10 sem
Barnaheill færðu Barnaspítala Hringsins í gær.
ið að segja. fbúðirnar bæti úr
mjög brýnni þörf.
„Sífellt betri árangur í með-
ferð langvinnra, illvígra sjúk-
dóma hjá börnum þýðir að fleiri
mikið veik börn eru í langri og
strangri meðferð á sjúkrahús-
um. Sum þeirra þurfa að koma í
reglubundna meðferð eða eftir-
lit,“ segir Atli. Hann segir að
þar sem flestar slíkar meðferðir
fari fram í Reykjavík og séu
íbúðirnar kærkomnar fyrir for-
eldra barnanna. Atli segir að
jafnaði íjögur til sex börn með
langvinna sjúkdóma vera á
göngudeild Barnaspítalans
hverju sinni.
Ginseng
kært til
heilbrigðis-
eftirlits
SIGURÐUR Þórðarson hjá
Eðalvörum ehf. hefur kært rót-
arendaginseng, sem flutt er inn
af Lyfju hf. og selt er í Lyfju
og lyfjabúðum Hagkaups undir
nafninu „Rautt Eðal Ginseng",
til Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur.
Lyfja flytur rótarendagins-
engið frá Þýskalandi en Eðal-
vörur flytja ginseng inn frá
Kóreu. Með kæru sinni leggur
Sigurður fram plagg sem sýnir
niðurstöður mælinga Hollustu-
verndar rikisins á varnarefnum
í ginsengi frá Þýskalandi og
Kóreu. Þar kemur fram að í
ginsenginu frá Þýskalandi eru
0,13 mg af skordýraeitrinu
hexaklórbensen í einu kílói en
ekkert mælist í ginsenginu frá
Kóreu.
Sigurðui- bendir í kærunni á
að hér á landi eru engin há-
mai-ksgildi fyrir skordýraeitur í
heilsuvörum en í nágrannaríkj-
unum er ginseng venjulega
flokkað með tei. „Væri sú regla
viðhöfð varðandi rótai'endavör-
una er hún þrettánfalt yfír leyfi-
legum mörkum hérlendis skv.
mælingu Hollustuverndar ríkis-
ins,“ segh’ í kærunni.
Morgunblaðið/Ásdís
Lýst eftir vitnum
og eiganda húfu
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir
vitnum sem gætu gefið upplýsingar
um ferðir þriggja pilta á hlaupum
austur yfir Kj-inglumýrai-braut síðast-
liðið sunnudagskvöld. Er það í tengsl-
um við rannsókn lögreglunnar á ráni í
versluninni Heijólfi við Skipholt.
Piltarnir sem rændu verslunina
höfðu ekki margar þúsundh' króna
upp úr krafsinu. Piltarnir hlupu yfir
Kringlumýrarbraut á móts við Álfta-
mýri og síðan um göngustíg við Háa-
leitisbraut og Safamýri um klukkan
21.30 á sunnudagskvöld. Þá biður
lögreglan þann, sem telur sig eiga
húfuna á meðfylgjandi mynd, að gefa
sig fram eða þá sem gætu gefið upp-
lýsingar um eiganda hennar að hafa
samband við sig í síma 569 9231 eða
896 5840.
Samband íslenskra sparisjóða telur
lengingu afgreiðslutíma í samræmi við kjarasamninga
Sjá ekki grundvöll
fyrir mótmælum SIB
ÞÓR Gunnarsson, formaðui' Sam-
bands íslenskra sparisjóða, segir
Sparisjóð Hafnarfjarðar og Sparisjóð
Reykjavíkur og nágrennis hafa und-
irritað samkomulag við starfsmanna-
félög sín um lengingu afgreiðslutíma.
Það sé í samræmi við núgildandi
kjarasamninga, hann telji því engan
grundvöll fyrir mótmælum Sam-
bands íslenskra bankamanna
Þór segir að samkvæmt ákvæði
núgildandi kjarasamnings sé heimilt
að haga vinnudegi öðruvísi en að
hann sé frá 9-17 mánudaga til fóstu-
daga, sé um það samkomulag milli
hlutaðeigandi starfsmanna, stjórnar
starfsmannafélags og banka. Það sé
því inni í kjarasamningum heimild
til að breyta vinnutíma og þeir hafi
gert um það samkomulag við starfs-
mannafélög og starfsmenn eins og
samningar geri ráð fyrir.
Efast um að ákvæði kjarasamn-
ings standist samkeppnislög
Þór finnst líka skjóta skökku við
að SÍB mótmæli lengingu af-
greiðslutíma þegar það hafi sam-
þykkt að í Leifsstöð sé opið banka-
útibú allan sólarhringinn. Hann
segir líka að lengingin skapi fleiri
störf en auki ekki álag á þá sem fyr-
ir séu. „Þessir starfsmenn byrja
ekki að vinna fyrr en 12 og ráða sig
sjálfviljugir. Það hentar ekki öllum
að finna 9 til 5 vinnu. Þetta er allt
innan þess ramma sem kjarasamn-
ingurinn setur. Ég leyfi mér reynd-
ar hreinlega að efast um að þetta
ákvæði í kjarasamningum standist
nútíma samkeppnislög, að starfs-
menn banka og sparisjóða geti
ákveðið þjónustustig og bankar og
sparisjóðii' sammælist um að hafa
bara opið frá klukkan 9-5,“ segir
Þór.
Hann segir að eðlilega hafi verið
staðið að lengingu afgi'eiðslutíma og
í fullri samvinnu við starfsmannafé-
lög, samkomulag hafi verið undirrit-
að. Þeir túlki kjarasamninginn
þannig að þeir þurfi ekki að ræða
sérstaklega við Samband íslenskra
bankamanna. Starfsmannafélög
einstakra banka hafi fullt vald til að
skrifa undir samninga á sínum
vinnustað.
Morgunblaðið/Ásdís
: | .1 'fM ’ý ■ I
fWfiiL / ’ Jp ' 'm \
WBSt ■ / .
Eiginkona Michaels Crichtons
var meðal gesta á Landsmóti hestamanna
Gaf ekki upp fullt
nafn við komu
sína til landsins
ANN-Marie Crichton, eigin-
kona Michaels Crichtons, rit-
höfundar og framleiðanda
Bráðavaktarinnar, var stödd
á landsmótinu á Melgerðis-
melum. Ann-Marie er lítið
gefin fyrir athygli fjölmiðl-
anna og notaði því ekki sitt
rétta nafn heldur gekk undir
nafninu Ann-Marie Martin.
Ann-Marie Crichton hefur átt
íslenska hesta um nokkurt
skeið og á nú, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins,
átta íslenska hesta ásamt
hestum af öðrum kynjum.
Hún hefur búið í Kaliforníu
en er nú flutt til New York.
Tveir af íslensku hestunum
hennar eru geymdir á Hawaii
til þess að vera til taks þegar
hún á leið þar um. Hún er
sögð góður reiðmaður og hef-
ur meðal annars sótt nám-
skeið í reiðmennsku á ís-
lenskum hestum hjá Bruno
Podlech í Wiesenliof í Þýska-
landi.
ANN-Marie Chrichton mátar húfu í einum af sölubásunum á landsmótinu.