Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HAGONGUMIÐLUN Morgunblaðið/RAX DEILT hefur verið um réttmæti þess að láta sérstætt hverasvæði fara undir vatn en það mun gerast á mánudag. Syðri-Háganga (t.v.) er 1.284 metrar á hæð og auðveld uppgöngu. Þaðan er gott útsýni yfir Hágönguhraun og Sprengisandsleið og allt til Skagafjarðar. Framkvæmd- ir á undan áætlun Eftir rúma tvo mánuði lýkur fram- kvæmdum við stíflumannvirki hjá Syðri- Hágöngu en þeim er ætlað að miðla vatni til Þórisvatns. Hugi Hreiðarsson og Ragnar Axelsson kynntu sér umhverf- ið og stöðu framkvæmda. KALDAKVÍSL á upptök sín í Köldukvíslarjökli í norðvestanverð- um Vatnajökli auk lindar- og draglækja sem til hennar falla. Áin er að mestu leyti jökulvatn og er mikill munur á sumar- og vetr- arrennsli hennar, en meðalrennsli á veturna er um 1/5 af því sem það er á sumrin. Tilgang- ur Hágöngumiðlunar er að auka miðlun á vatnasviði Köldukvíslar sem nýtist virkjunum svæðisins á Tungnaár-Þjórsársvæðinu, þ.e. Sig- öldu-, Hrauneyjafoss- og Búrfells- virkjunum og síðar framtíðarvirkj- unum, Vatnsfells-, Búðarháls- og Sultartangavirkjunum sem byggðar verða á því svæði auk stækkunar Búrfellsvirkjunar. Áætiað er að auka megi raforku landsmanna um 200 GWH á ári með þessari framkvæmd en heildarkostnað- ur við hana er um 1,2 milljarð- ar króna. Þrír og hálfur tími með fólksbfl Það tekur að- eins um þrjá og hálfan tíma að fara á fólksbíl til Syðri-Hágöngu þar sem stíflumann- virkin eru. Framkvæmdir þar hófust á vormánuðum á síðastliðnu ári en þeim lýkur nú um mánaða- mótin september/október. Alls hafa starfað þar í sumar um 70 manns á vegum Isafls hf. og er þetta ein af fáum virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert hefur verið unnið á vöktum. Að sögn Halldórs Ingólfs- sonar, staðarstjóra ísafls hf., hafa allir verkþættir gengið að óskum og SJÁ má nær daglegar breytingar á lóninu en það mun ná sinni endanlegu hæð í lok september. NÆR allri steypuvinnu er lokið og aðeins eftir að steypa botnrás á yfirfalli. er verkið nú á undan áætlun. „Verk- ið hefur gengið vel og enn erum við 8 dögum á undan áætlun og er það ekki síst að þakka frábæru starfs- fólki. I gær voru botnrás og loku- búnaður prófuð og gekk það allt að óskum. Um helgina verður lokið við að steypa yfirfallsþröskuld en þar er enn eitt kapphlaupið við vatnið sem við höfum hingað til sigrað," sagði Halldór. Óvenju snjólétt Verkið skiptist í þrennt, þ.e. gerð hjástífiu úr 60 þúsund rúmmetrum efnis, aðalstíflu sem í fara um 330 þús. rúmmetrar og 400 metra langs yflrfalls sem er gert til að verja að- alstífluna við fióðum. Óvenju snjó- létt var á svæðinu í vetur og var bráðabirgðalón það sem gert var við framkvæmdirnar aðeins um helm- ingur þess sem það var fyrir ári. Engin stór óhöpp hafa komið upp á þessum tíma og hafa vélar og tæki getað starfað án mikilla frávika. Neikvæð umfjöllun Að sögn Halldórs Ingólfssonar hefur verkið verið unnið í fullu sam- starfið við þá aðila sem sjá um nátt- úruvernd og er hann ekki sáttur við þá umfjöllun sem það hefur fengið hjá Ríkissjónvarpinu. „Það hefur verið frekar neikvæð umræða um framkvæmdirnar hér sem að mínu mati eru ekki að öllu réttmætar og eingöngu til staðar hjá Ríkissjón- varpinu. Ég vii taka fram að það hefur verið fullt samstarf við Nátt- úruvernd ríkisins og má nefna að við veglagningu var þess að fullu gætt að sjónarmið þeirra nytu sín. Þá hefur verið reynt að taka allt efni af stöðum sem fara undir vatn þannig að þegar lónið er komið í rétta hæð þá mun lítið sjá á svæð- inu hér í kring. Þá mun lónið hefta mikið sandfok sem verið hefur hér og því hefur Landgræðsla ríkisins fagnað. Ég held að svæðið muni verða fallegra með tilkomu lónsins og þegar árin líða mun hverasvæðið ná að búa til strýtur sem standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.